Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 40

Morgunblaðið - 30.09.1998, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ j40 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 UNNUR MEINERTZ + Unnur Meinertz var fædd í Vest- mannaeyjum 6. marz 1911. Hún lést á sjúkrahúsi í Gentofte í Dan- mörku 29. ágúst síð- astliðinn. Unnur giftist Þóroddi E. Jónssyni stórkaup- manni 1929. Þau slitu samvistum. Ár- ið 1943 giftist hún Jens Meinertz skipamiðlara í Kaupmannahöfn. Unnur og Þóroddur eignuðust einn son, Skapta, flugumsjónarmann, f. 10.5. 1930, d. 18.12. 1962. Hann kvæntist Valdísi Garðarsdóttur. Börn þeirra eru Garðar, Þór- oddur, Birgir, Guðmundur, Steinunn og Unnur Dís. Unnur Unnar ömmu verður helst minnst fyrir hversu lífsglöð hún var. Eink- unarorð hennar voru: „Það skiptir ekki öllu máli hvemig manni líður heldur hvemig maður tekur því sem að höndum ber.“ Það var alltaf mik- og Jens eignuðust einn son, Jan, skipa- miðlara, f. 7. maí 1944, kvæntur Mari- eanne. Þau eiga eina dóttur, Janne. Unnur lærði fóta- aðgerðir í Dan- mörku og starfaði við sitt fag alla ævi. Hún rak eigin fóta- aðgerða- og snyrti- stofu í Gentofte í fjölda ára og hafði þar mat ga nema, m. a. Islendinga. Hún var virkur þátttak- andi í félagi fótaaðgerðarfræð- inga í Danmörku, sat í sljórn fé- lagsins í mörg ár, hluta tímans sem formaður. Utför Unnar fór fram í Kaup- mannahöfn föstudaginn 4. sept- ember sfðastliðinn. ið um að vera í kringum ömmu. Hún var alltaf í fararbroddi í öllu sem gert var. Hún spilaði bridge við vini sína, saumaði, leysti krossgátur, sótti námskeið og átti fasta miða í leikhúsinu. Hún fylgdist alla tíð vel + Útför SIGRfÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Sviðugörðum, fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju, föstudaginn 2. október kl. 14.00. Sigurður Guðmundsson, Selma Katrín Albertsdóttir, Davíð Axelsson og böm. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN SÆVALDSSON, Grænumýri 7, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 2. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Akur- eyrarkirkju. Björg Steindórsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson, Þóra Steinunn Gísladóttir og barnabörn. + Systir mín, mágkona og vinkona, HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, sem andaðist á dvalarheimilinu Dalbæ, mánu- daginn 21. september, verður jarðsungin frá Höfðakapellu á morgun, fimmtudaginn 1. október kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Stefánsson, Guðrún Metúsalemsdóttir og Liv Krötö. + Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, ARNÞÓRS GUÐNASONAR bifvélavirkjameistara, Lyngheiði 4, Selfossi, sem lést mánudaginn 31. ágúst sl. Elínborg Anna Kjartansdóttir og fjölskylda. MINNINGAR með hinum ýmsu málefnum. Hún lifði lífinu lifandi til hinsta dags. Jan sonur hennar sá um að hana skorti ekkert síðustu æviárin og hún gat þess vegna verið áhyggjulaus og notið lífsins. Hún kom oft til íslands hin síðari ár og dvaldi hjá fjölskylu sinni. Síðastliðið vor heimsótti hún okk- ur, þá áttatíu og sjö ára. Þá var verlrfall hjá SAS í Danmörku svo hún fór ein í lest til Hamborgar og flaug síðan til íslands. Hún fór allra sinna ferða á litla bílnum sínum og ætlaði greinilega að halda því áfram því að hún endurnýjaði ökuskírtein- ið sitt í lok júní síðastliðins, og hafði þá keyrt í 69 ár eða frá því hún fékk sinn fyrsta bíl átján ára. Fyrst man ég eftir henni þegar ég kom með pabba í heimsókn til hennar og Jens í sumarbústaðinn þeirra „Strand- torp“ á Norður-Sjálandi. Þessi bú- staður og heimili þeirra í Kaup- mannahöfn átti eftir að verða fastur punktur í lífí mínu og systkina minna upp frá því. Á hverju sumri kom eitthvert okkar systkinanna í sumardvöl til þeirra, þangað til við vorum komin yfir fermingu. Alltaf var okkur vel tekið af henni og Jens, sem var okkur sem afi, og þau dekruðu við okkur á allan hátt. Unnur amma var flest sumarfrí í sumarbústaðnum og hin síðari ár eftir að Jens dó hélt hún áfram að vera þar ásamt tengdaforeldrum sínum, því þar leið henni best. Síð- ustu árin, eftir að hún hætti að vinna, var hún í sumarbústaðnum stóran hluta ársins. Bamabarna- börnin voru nú farin að koma í heimsókn, annaðhvort ein eða í fylgd foreldra. Þrátt fyrir búsetu sína í Dan- mörku hafði hún reglulega sam- band, fylgdist með lífi okkar systk- inanna og barna okkar, var óspör á ráðgjöf og tók mikinn þátt í lífi okk- ar. Hún var ekki farin að tapa minni þrátt fyrir háan aldur og fylgdist því ekki síður með en þeir sem yngri voru. Elsku amma, ég þakka allar góðu stundimar sem við áttum saman. Þóroddur. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MARGRET FJOLA GUÐMUNDSDÓTTIR + Margrét Fjóla Guðmundsdóttir fæddist á Hóli í Sæ- mundarhlíð 3. des- ember 1923. Hún Iést í Seljahlíð 17. september sfðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 25. sept- ember. Þegar fregnin um að Margrét Fjóla væri dá- in kom margt upp í hugann, meðal annars þakklæti fyrir að fá að hafa kynnst henni. Ég hugsaði hvemig best væri að færa dóttur minni þau tíðindi að amma Magga væri dáin. Eg vissi fyrirfram að það yrði henni erfitt því alltaf hefur Magga skipað stóran sess í huga hennar. Jú, það var grátur og Dagný Fjóla sagði: „En mamma, ég kvaddi ömmu Möggu ekki nógu vel.“ Þetta vora hennar fyrstu við- brögð, hún hugsaði til þeirrar stundar þegar hún kvaddi ömmu sína á íslandi í byrjun september og sagði: „Svo hittumst við um jólin.“ Þetta vora kveðjuorðin. Margrét var mjög félagslynd kona og hafði svo mikið að gefa af sér. Það var fastur liður hjá okkur mæðgum þegar við komum í heim- sókn til Islands að heilsa upp á Mar- gréti í Seljahlíð. Áður en við fóram frá Islandi í byrjun september kvöddum við Möggu. Mér verður hugsað til þeirrar stundar þegar við sátum inni í herbergi hjá henni. Hún var um- kringd myndum af fjöl- skyldunni, afa Ingólfi og öðrum fjölskyldu- meðlimum. Þetta um- hverfi var mjög lýsandi fyrir Margréti þar sem fjölskyldan var henni afskaplega dýrmæt. í heimsókninni hélt hún í hönd Dagnýjar Fjólu, sem dáðist að arm- bandinu sem var um hönd ömmu og sagði: „Amma, mikið er arm- bandið þitt fallegt." Margrét var ekki lengi að svara og sagði: „Dagný mín, ég vil endilega gefa þér það.“ Ömmubamið sagði þá: „Nei, amma þú átt það og ég vil að það sé hjá þér.“ Þetta var mjög lýsandi fyrir Mai-gréti og hennar manngerð. Henni leið best þegar hún gat glatt aðra hvort sem var með gjöfum eða með sinni hlýju per- sónu. Það er ómetanlegt fyrir barn að fá að njóta þess að eiga stundir með ömmu og afa. Ég er þakklát fyrir það að barnið mitt fékk að njóta þess að kynnast afa Ingólfi og ömmu Möggu enda þótt kynnin hafi ekki verið löng. Þó nógu löng til þess að hún mun alltaf muna eftir þeim og þau verða ávallt hjá henni. Við sendum ykkur öllum samúðar- kveðjur og eins og Dagný Fjóla sagði: ,Amma er ekki ein núna því nú er hún aftur hjá afa Ingólfi." Jenný Davíðsdóttir. MAGNUS GUÐBJORN GUÐMUNDSSON + Magnús Guðbjörn Guð- mundsson frá Sólbakka í Súðavík í Álftafirði, var fæddur í Drangavík í Árneshreppi 28. ágúst 1930. Hann lést á heimili Andreu dóttur sinnar hinn 14. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Súðavíkur- kirkju 19. september. Okkur langar að minnast þín Maggi frændi með nokkram orðum. Þú varst ætíð rólegur og þægilegur, einnig mjög bamgóður enda löðuð- ust böm mjög að þér, þar vora okk- ar böm engin undantekning, þau kölluðu þig alltaf Magga póst enda var það starf þitt að keyra póstinn. Eitt sinn þegar við buðum þér og strákunum þínum í mat höfðum við mjög gaman af því að þið komuð svo uppábúnir, það var eins og við hefð- um boðið til brúðkaups. Þegar húsið þitt var flutt, hjálpuðum við þér að mála og gera fínt, þú varst mjög ánægður með húsið á nýja staðnum. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera. Þú sást til þess að við fengjum svartfuglsegg á vorin. Einnig gafstu okkur ómetanlega gjöf, gamla ofn- inn sem við munum passa mjög vel. Við viljum sérstaklega þakka fýrir síðustu stundir okkar saman, þegar þú og börnin þín komuð til okkar í kaffi þrátt fyrir veikindi þín. Megi góður guð styrkja börnin þín, tengdabörn og bamabörn í þeirra miklu sorg. Megi minningin um góðan mann lifa með okkur öll- um. Hvíl í friði. Guðmundur og Salbjörg. OLAFUR SIGURÐUR G ÚS TAFSSON + Ólafur Sigurður Gústafsson var fæddur 5. febrúar 1944. Hann lést í Landspítalanum 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 15. septem- ber. Kæri Óli vinur, nú ertu horfinn yfir móðuna miklu og nú veit ég að þér líður vel. Þú barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm til hins síðasta. Oft hringdi ég til að fylgjast með heilsu þinni og í eitt skiptið svaraðir þú sjálfur í símann, þá helsjúkur, þá sagðir þú við mig: „Ragna mín, við © ÚTFARARÞJÓNUSTAN b„e Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri verðum að horfa á björtu hliðamar, það bjargar okkur að vera bjartsýn og berjast gegn sjúkdómnum." Þú kvæntist 17.12. 1981 Áslaugu Kristínu Pálsdóttur f. 12.2. 1946 frá Stykldshólmi. Þið hjónin eignuðust eina dóttur, Ágústu Guðrúnu, f. 20.6. 1983, áður áttir þú soninn Sig- urð Arnar sem búsettur er á Akur- eyri. Þú eignaðist góða eiginkonu sem var þér stoð í lífinu. Ása er systurdóttir mín og kom ég oft á heimili ýkkar að Hringbraut 15 og oft var ég stödd þar þegar þú komst þreyttur af sjónum, þá gafstu mér fisk í soðið og á vorin rauðmaga og grásleppu, þetta var allt yndislega vel frá gengið úr þínum höndum. Óli minn, ég þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig hér á „Hótel jörð“. Guð leiði þig til góðra nýrra heimkynna. Ég bið góðan guð að styrkja eig- inkonu þína, börn, móður, tengda- föður og aðra aðstandendur í sorg sinni. Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.