Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Glugginn
Laugavegi 60 sími 551 2854
Njála og fyrir-
rennarar hennar
BÆKUR
F r æ ð! r i t
LYKILLINN AÐ NJÁLU
eftir Kristján Jóhann Jónsson. Vaka-
Helgafell, Reykjavík 1998, 248 bls.
EIN af þessum örstuttu greinum,
ísmeygilegu en kraftmiklu og marg-
slungnu hugmyndum sem við get-
um að minnsta kosti
eftir á sagt að hafi átt
þátt í að móta bók-
menntafræði einsog
hún lítur út í dag er
grein argentínska rit-
höfundarins Jorge Luis
Borges, Kafka og for-
verar hans frá því um
miðbik aldarinnar. í
greininni finnur Borges
ýmis kafkaísk einkenni
á eldri bókmenntaverk-
um sem eiga annars
ekkert sameiginlegt.
„Staðreyndin er sú að
hver rithöfundur skap-
ar sína eigin forvera,"
segir Borges og snýr
þannig hugmyndinni
um áhrif á hvolf, því auðvitað hafa
nútímabókmenntir, nútímahug-
myndir, nútímafræði, auðvitað hef-
ur Nútíminn áhrif á það hvernig við
lesum gamlar bókmenntir.
Lykillinn að Njálu er lestur á
Njálu með hliðsjón af nútímanum
svo jaðrar við, eða öllu heldur daðr-
ar við tímaskekkju. Petta er meðvit-
uð aðferð og við sjáum hana í verki í
útlistun lýsingarinnar á því að
Gunnar á Hlíðarenda getur höggvið
svo hratt með sverði að þrjú sýnast
á lofti í senn:
Mér finnst þessi tiltekni eigin-
leiki í fari Gunnars, þ.e. að geta haft
þrjú sverð á lofti, einna helst minna
á teiknimyndir nú til dags. Þar er
nokkuð algengt að sjá menn bregða
þessari tækni fyrir sig. Hins vegar
er auðvitað verulega ótrúlegt að
höfundur Njálu hafí orðið fyrir
áhrifum af teiknimyndum. (50)
Nútíminn í Njálu: teiknimynda-
sögur, hasarmyndir og vestrar
koma við sögu Lykils Kristjáns en
ekki síður beinni áhrifavaldar og
hugmyndir fræðimanna um Njálu:
Helga Kress, Jón Karl Helgason,
Vésteinn Ólason, Lars Lönnroth og
Jesse L. Byock, svo einhverjir séu
nefndir, en Kristján er samstiga
þeim síðastnefnda (og fleirum) í
greiningu sinni á „fæðardeilunni",
deilu milli einstaklinga eða hópa
sem stigmagnast og færist milli
sviða einkalífs og opinbers lífs.
í Lyklinum að Njálu er Njálu
skipt upp í lestraráfanga og beinlín-
is lesin, það er farið í saumana á
hverjum áfanga fyrir sig. Þetta er
bók um Njálu með fræðilegu ívafi
en þó aðgengileg almenningi og
einnig hugsuð til kennslu í fram-
haldsskólum, vel heppnuð bók sem
slík, fróðleg skemmtilesning með
hressilegu málfari. Fræðimenn og
annað fólk, „leikir og lærðir" einsog
segir á dálítið skrumkenndri
bókarkápu, skjóta upp kollinum
með reglulegu millibili og hafa ólík-
ar skoðanir á einstökum atriðum
sögunnar og sagnfræðinnar. Það á
sér stað val: sumar túlkanir eru
teknar fram yfir aðrar. Lykillinn að
Njálu heitir þó bókin, ekki aðeins
einsog það sé bara einn hugsanleg-
ur lykill að Njálu heldur líka einsog
henni hafi verið skellt í lás. Og
Njálu hefur verið skellt í lás: í
kringum þessa ótrúlega miðlægu
bók í íslenskri menningu, í öllu sem
hefur „íslenskt" fyrir
framan sig, er þéttur
vefur af rannsóknar-
sögu með risum einsog
Sigurði Nordal og Ein-
ari Ólafi Sveinssyni sem
gerir hana óárennilega,
hefur skapað, að
minnsta kosti til
skamms tíma, eitthvert
feimnislegt andrúmsloft
sem æpir á afhelgun.
Undanfarið hefur átt
sér stað gerjun, ný
áhlaup, uppgjör við
rannsóknarsögu fyrri
hluta aldarinnar. Krist-
ján les á sinn hátt á
móti þeirri sögu, gegn
þjóðernislegum lestri,
gegn bæði bókfestu- og sagnfestu-
kenningum, á móti hetjunni og á
móti höfundinum. Hugtökin
„sögumaður" og „höfundur“ skortir
hinsvegar átakanlega andrými á
milli sín í riti Kristjáns, eitt kemur í
stað annars án þess að skilgreindur
sé munur á þeim og hefði hugtakið
„söguhöfundur" mátt koma upp á
milli þeirra, jafnvel á kostnað
höfundarhugtaksins, ekki síst í ljósi
þess hversu ljóslifandi einstaklingur
höfundur Njálu hefur orðið í
rannsóknarsögunni sem lesið er
gegn - og jafnvel persónur hennar
líka einsog Kristján segir: „Allt sem
ég hef séð um Njál eftir Einar Ólaf
og Sigurð er mettað af virðingu og
aðdáun á spekingnum á Bergþórs-
hvoli og má þar ekki orðinu halla.
Mér er næst að halda að lestur
þeirra beri í sér annað viðhorf til
„heimilisföðurins“ (patriarkans) en
það sem nú er efst á baugi.“ (128.)
Lykill Kristjáns hættir sér út á ein-
stigi: að lesa Njálu með nútímaleg-
um skilvitum, ef svo má segja,
slípuðum eða skemmdum, án þess
þó að heimfæra gildismat nútímans
upp á fortíðina. Rabbkenndur stíll-
inn með sitt lítt feimna „ég“ er
kumpánlegur leiðsögumaður á
textaslóðum Njálu, um það hvernig
minningin um hið nýja býr í því
gamla.
Eg velti því íyrir mér hvað íýrr-
nefndur Jorge Luis Borges hafi
hugsað þegar hann kom gamall
maður til Islands vegna aðdáunar
sinnar á Islendingasögunum. Hann
var blindur og var ekið í limósínu, ef
ég man rétt, um Njáluslóðir til að
draga að sér andblæ sögunnar.
Hvað skyldi hann hafa hugsað?
Hermann Stefánsson
Hermann Stefánsson bókmennta-
fræðingur er nýr bókmenntagagn-
rýnandi Morgunblaðsins.
Kristján Jóhann
Jónsson
Jakkapeysuúrvalið
er í Glugganum
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
KARLAKÓR Selfoss ásamt Ólafi Siguijónssyni, kórstjóra, Helenu
Káradóttur, undirleikara, og Guðbjörgu Arnardóttur, sem var kynnir
kórsins í Þýskalandi.
Bræðurnir bundu
kórana saman
Selfoss. Morgunblaðið.
KARLAKÓR Selfoss fór í sumar í
tónleikaferðalag til Þýskalands þar
sem kórinn kom fram á fjölmörgum
tónleikum undir nafninu „Raddir
norðursins" ásamt kórasambandi
Leeste sem er þýskur kór. Kórfélag-
ar héldu utan ásamt mökum sínum
og dvöldu í góðu yfirlæti í
heimagistingu hjá meðlimum þýska
kórsins.
Þýski kórinn hafði áður komið í
heimsókn til íslands en í þýska
kórnum er einn Islendingur, Hlynur
Óskarsson, en bróðir Hlyns, Hólm-
geir, syngur með Karlakór Selfoss
og í gegnum þá bræður hefur sam-
band komist á milli kóranna. Þessar
heimsóknir hafa verið kórfélögum
mjög ánægjulegar ásamt því að
auka á reynslu kóranna í tónleika-
haldi.
Viðtökumar sem Karlakór Selfoss
fékk í Þýskalandi voru hreint stór-
kostlegar, að sögn Eyvindar Þórar-
inssonar formanns Karlakórsins.
Ferðin heppnaðist virkilega vel og
Þjóðverjarnir sýndu íslendingunum
mikla gestrisni og ekki skemmdu fyr-
ir ánægjunni góðar viðtökur áheyr-
enda og lofsamleg umfjöllun í þar-
lendum dagblöðum. Blöðin höfðu stór
orð um ágæti kórsins og sameigin-
lega tónleika kóranna tveggja, en þó
var Karlakór Selfoss hrósað sérstak-
lega iyrir framlag sitt með dynjandi
lófataki í lok hverra tónleika.
Listaverkið sýnt
þrioja anö 1 roð
NÚ eru að hefjast á ný sýningar á franska
gamanleiknum Listaverkinu, sem Þjóðleikhúsið hefur
sýnt í Loftkastalanum. Þetta verk er nú sýnt þriðja
leikárið í röð, en það hóf göngu sína á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
Aðeins eru íyrirhugaðar örfáar sýningar á
Listaverkinu í Loftkastalanum, og ákveðnar hafa verið
tvær sýningar. Sú íyrsta verður laugardaginn 3. október
og önnur sýning fostudaginn 9. október.
Leikendur eru Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær
Guðnason og Baltasar Kormákur. Leikstjóri er Guðjón
Petersen.
Um miðjan mánuðinn verður Listaverkið sett upp á
Renniverkstæðinu á Akureyri.
Sýning á
frönskum
mynda-
sögum
í HÚSAKYNNUM Alliance Franga-
ise, Austurstræti 3, verður opnuð
sýning á myndasögum í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þetta er
síðari hluti sýningarinnar, en fyrri
hlutinn var á veggjum AF í janúar.
í fyrri hlutanum var fjallað um upp-
haf myndasögunnar og saga hennar
beggja vegna Atlantshafsins rakin. í
síðai-i hlutanum er áherslan lögð á
franskar myndasögur síðustu ára.
Myndasöguhöfundurinn Bjarni
Hinriksson kynnir sýninguna, en
hann stundaið nám við myndasögu-
deild myndlistaskólans í Angoulérne
og sögur eftir hann hafa komið út í
Frakklandi og á Norðurlöndunum.
Sýningin verður opin á ski'if-
stofutíma alla virka daga frá kl.
15-18.
--------------------
Evrópsk
bókmennta-
viðurkenning
TRYGGVI V. Líndal hlaut nýverið
viðurkenningu í flokki ljóðskálda, í
árlegri samkeppni bókmenntastofn-
unar Evrópu sem kennd er við Jean
Monnet, og hefur
aðsetur á Italíu.
Jean Monnet>
bókmenntaverð-
launin eru liður í
að stuðla að sam-
stöðu um frið í
Evrópu, og eru
veitt til hinna
ýmsu Evrópu-
landa. Þau eru
veitt í þremur
flokkum: fyiir
ljóð, ritgerðh' og
smásögur. Skulu verkin vera á ein-
hverjum af algengustu tungumálum
Evrópu.
í ár hlutu sex ljóðskáld viðurkenn-
ingai'; frá Finnlandi, Ítalíu, Frakk-
landi, Bretlandi, íslandi og Rú-
meníu.
Tryggvi V. Líndal er fæddur árið
1951 í Reykjavík. Hann er
þjóðfélagsfræðingur að mennt og
stundaði einkum kennslu áður en
hann sneri sér í auknum mæli að
þýðingum, greinaskrifum og skáld-
skap.
Trvímvi
V. Líndal
INGVAR E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason og
Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum.
BÖRNIN á Reyðarfirði fjölmenntu á sýningu Möguleikhússins.
Morgunblaðið/Hallfríður
Fjölskrúðugt leikhúslíf eystra
ReyðarQörður. Morgunblaðið.
ÞAÐ hefur verið nóg að gera í
leikhúslífinu hjá börnunum á
Reyðarfirði það sem af er
hausti. Boðið hefur verið upp á
tvær leiksýningar með viku
millibili og að sjálfsögðu hafa
börnin tekið þessu með fögnuði.
Fyrir viku var Brúðubíllinn
hennar Helgu Steffensen á ferð
með ævintýralandið sitt og
föstudaginn 18. september
fylltu börnin aftur samkomu-
húsið okkar, Félagslund, þegar
Möguleikhúsið kom og sýndi
leikritið „Góðan daginn Einar
Áskell“.
Menningarnefnd hins nýja
sveitarfélags á Eskifirði, Nes-
kaupstað og Reyðarfirði og For-
eldrafélög Grunnskóla Reyðar-
íjarðar og leikskólans Lyngholts
styrktu sýningarnar og auðveld-
uðu þannig börnunum að njóta
menningarinnar.