Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 5
ffl
OIGiTAL
Thx
DIGITAI
ANTONtO
BANDERAS
Frá leikstjóra
Goldeneye og
framleiðendum
Men In Black
MÁGNAÐ
BÍÓ
/DD/
Mittíöíff
HOPKINS
THE MASK O F ZORRO
Sýnd í A-sal kl. 5, 9 og 11.30. b. í. 12.
Sýnd kl. 9 og 11. aua
Sýnd kl. 5. ano
★ wm/NEí
* =
ALUÖRIiBIO! naPP»?y
-— — STflFR/TiMT siœrsia tjalohi með
=Z — = = HLJÓÐKERFI í j UV
=E= =t*-= ÖLLUM SÖLUM!
www.vortex.is/stiornubio/
ANTONJO
BANDERAS
Frá Leikstjóra
Goldeneye og
framleiðendum
Men In Black
HOPKINS
THE MASK O F ZORRO
Sýnd kl. 5, 7 og 9. b. i. 12.
stiODQ ONians
kikik , tk
ÓHT Rás 2 .rf
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
http://www.mgm.com/speciesii
- K -
Kornungur flamenco-dansari
í Loftkastalanum
Yfir 80% áhorfenda
Lærði
dansinn á
götunum \
JAIRO er kornungur, rétt tæplega
16 ára gamall. Hann er frá Sevilla,
höfuðborg Andalúsíu á Suður-Spáni,
og er af miklu dans- og tónlistarfólki
kominn. Flamenco-dansinn lærði hann
ungur á götum úti og naut einkum leið-
sagnar foreldra sinna og frændfólks.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi
ungi sígauni vakið mikla athygli bæði í
Evrópu, Bandaríkjunum og Japan fyrir
hæfileika sína. Á Spáni þykir hann eitt
mesta náttúrubarn sem komið hefur
fram á þessu sviði og haft er á orði að
þroski hans í dansinum sé með slíkum
eindæmum að þar mætti ætla að færi
helmingi eldri maður.
Mikið og fallegt ævintýri
Jairo sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær að hann hlakkaði mjög til að
kynna list sína fyrir fslendingum. „Það
verður mikið og fallegt ævintýri að
koma til íslands í fyrsta skiptið og ég
hlakka mjög mikið til.“ Hann kvaðst
hafa byijað að dansa flamenco 8 eða
9 ára gamall.
„Það er erfitt að lýsa því ná-
kvæmlega hvernig maður byijar.
011 fjölskyldan stundar þetta
meira og minna og þetta er
nokkuð sem maður getur ekki
aðskilið frá sjálfu Iifinu. Þetta
er fjölskylduhefð," segir Ja-
iro en þess má geta að móð-
ir hans sem er aðeins rétt
rúmlega þrítug þykir
einnig fær flamenco-
dansari.
Jairo dansar svo-
nefndan „hreinan" fla-
menco-dans. Hann heldur
tryggð við hefðina og fylgir
hinum upprunalegu hugmynd-
um sem liggja dansinum til
grundvallar, hinni óheftu og fyr-
irvaralausu tjáningu. Stíll Jairo
þykir sérlega karlmannlegur,
þótt hann sé enn í mótun og rót-
bundinn hinum alþýðlegu hefð-
um þessa listforms.
Nálægð við áhorfendur
Jairo leggur áherslu á að hann
hafi ekkert á móti flamenco-dansi
eins og hann sé kenndur í skólum
en sá stíll sé honum framandi.
„Minn stíll krefst annars konar
undirbúnings, nálægðar við fólk-
ið mitt, auk þess sem hann mótast
frekar af andrúmsloftinu og við-
brögðum áhorfenda," segir Jairo.
Hann segir greinilegt að áhugi
fólks um heim allan á flamenco
fari ört vaxandi.
Með Jairo í för verður þekktur
flamenco-gítarleikari, E1 Piripi
að nafni, en samvinna þeirra
þykir einstök. E1 Piripi er einnig
sígauni og af miklu tónlistarfólki
kominn en verkefni þeirra
tveggja er að túlka vers þau sem
söngvarinn syngur og mælir
fram, samkvæmt flamenco-hefð-
inni. Þeir munu sýna listir sínar í
Loftkastalanum á fimmtudags-
og föstudagskvöld.
Brosmild
fegurðar-
drottning
► LIA Victoria Borrero frá
Panama brosir út að eyrum enda
nýkjörin Ungfrú alheimur árið
1998. Daniela Kosan Montcourt
frá Venesúela varð í öðru sæti og
Shvetha Jaishankar frá Indlandi
varð í því þriðja. Á myndinni
óska þær Borrero til hamingju.
43 fegurðardrottningar tóku þátt
í keppninni sem fram fór í Tókýó
um helgina.
völdu Stikkfrí
KVIKMYNDIN
Stikkfrí var valin
besta myndin á Alþjóð-
legri kvikmyndahátíð barna
sem fram fór í Frankfurt um helg-
ina. Þetta er í 25. skipti sem hátíðin
er haldin og fékk Stikkfrí Lúkas-
verðlaunin sem eru aðalverðlaun há-
tíðarinnar.
Hverjum aðgöngumiða fylgdi at-
kvæðaseðill og fengu áhorfendur því
einnig að velja bestu myndina. Er
skemmst frá því að segja að Stikkfrí
fékk líka áhorfendaverðlaunin og
völdu yfir 80% áhorfenda hana sem
bestu myndina.
Krakkar réðu
úrslitunum
Aðaldómnefndin var skipuð fimm
fullorðnum einstaklingum sem var
leiðbeint af fimm börnum. í úr-
skurði dómnefndarinnar sagði að
myndin hefði orðið fyrir valinu
„vegna þess að hún tekur á alvar-
legu viðfangsefhi með kímni og hug-
myndaauðgi sem snertir bæði böm
og fullorðna.
Afar trúverðugir leikarar sanna
fyrir fullorðnum að vinátta og gagn-
kvæmur skilningur hjálpa til í lífs-
baráttunni þótt allt virðist ganga á
afturfótunum. Sagan og hvernig
henni er komið til skila er mjög
sannfærandi í einu og öllu.“
Sýnd í þýskum skólum?
„Þetta var mjög fmt,“ segir Ari
Kristinsson, leikstjóri. „Ég reyndar
stoppaði mjög stutt á hátíðinni því
ég var á leið til Aþenu. En myndin
fékk góðar viðtökur. Þetta var stórt
FRÁ tökum á Stikkfrí.
kvikmyndahús sem var fullt af
börnum og tóku þau myndinni mjög
vel. Ég þóttist öruggur um áhorf-
endaverðlaunin þegar ég fann
stemmninguna í salnum. Umræður
voru eftir sýninguna og stóðu þær í
einn og hálfan tíma.“
Hvaða þýðingu hefur þetta?
„Þetta vekur mikla athygli á mynd-
inni í Þýskalandi þar sem hún verð-
ur frumsýnd eftir tvo mánuði,“
svarar Ari. „Hún fær stærri kynn-
ingu fyrir vikið. Þá fengum við
kauptilboð í myndina því menn vilja
sýna hana í skólakerfinu í Þýska-
landi næstu fimm árin. Umræðan
var á þann veg að loksins hefði það
tekist í norrænni mynd, sem venju-
lega væru fullar af leiðinlegum siða-
predikunum, að fjalla um mikilvægt
málefni án þess að það yrði óbæri-
lega leiðinlegt. Sú umræða á eftir að
hjálpa dreifingunni mikið í Þýska-
landi.“
Þreifingar í Bandaríkjunum
Stikkfrí er sýnd um þessar mund-
ir í tíu kvikmyndahúsum í Noregi
og var uppselt á myndina fyi-stu
helgarnar í Osló. Hún verður frum-sr
sýnd í Israel í nóvember, Svíþjóð
um jólin og snemma á næsta ári í
Þýskalandi og Austurríki. Þá verð-
ur hún sýnd á fjölda kvikmyndahá-
tíða á næstu mánuðum og hefur
verið kappkostað að tengja hátíðar-
þátttöku við kynningu dreifingarað-
ila í hverju landi.
Stikkfrí hefur verið seld í kvik-
myndahúsa- og sjónvarpsdreifingu
til flestra landa Evrópu. „Hún virð-
ist ætla að fá meiri bíódreifingu en
íslenskar myndir hafa fengið í lang-
an tíma,“ segir Ari. Auk þess standa
samningaviðræður yfir um sölu
myndarinnar til fleirí landa og ber
þar hæst þreifingar á Bandaríkja-
markaði. v
Stikkfrí besta barnamyndin í Frankfurt