Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 39 GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR inin áttum aukasystur sem var hjá fósturforeldrum. Lóa var nær full- tíða mær en ég var lítill snáði á Bragagötunni. Eg heyrði föður minn segja frá því að Lóa væri komin í sumarvinnu við afgreiðslu- störf í mjólkur- og brauðbúð, eins og þær verslanir gerðust þá, og verslunin væri ekki fjam húsa- hverfi okkar. Ostjórnleg löngun greip fimm ára hnokka til að sjá þessa framandi systur. Könnunar- leiðangur hófst og fyrr en varði stóð ég við búðargluggann og horfði á afgreiðslustúlkuna, þetta var systir mín. Hún varð vör við gluggagæginn, kom út og við áttum stutta stund saman. I mínum aug- um var þetta helgistund. Þótt ég muni ekkert hvað var rætt þá geymi ég mynd af hláturmildri aðlaðandi stúlku og á þeirri stundu hnýttust systkinabönd sem alltaf voi-u mjög sterk. Mér eru ákaflega minnisstæð jól þar sem Lóa var með okkur á aðfangadag. Hún kom með gjöf til mín og tvíburabróður míns, það var glæsilegt mekanó. A þeim tíma var slíkt leikfang feikna gersemi, enda tók það hug okkar allan. Er stundir liðu fram, við bræður hennar kvongaðir, urðu samskiptin meiri og áttum við margar ánægjulegar samveru- stundir með Lóu og Kalla í fyrstu í Blönduhlíðinni og síðar á Alfhóls- veginum eftir að þau fluttu þangað. Lóa var ákaflega listræn og mikil hannyrðakona og bar heimili henn- ar vott um það. Hver stóll var klæddur útsaumuðu klæði og yfir gluggum voru einnig útsaumaðir kappar sem hún hafði unnið af vandvirkni og eljusemi, þar voru púðar og teppi unnin af henni. Sam- spil lita og hluta var fágað og bar vott um hennar mikla listræna þroska. Þá var Lóa mikil húsmóðir og snillingur í allri matargerð, kök- ur hennar og tertur voru einstakar. Lóa hafði mjög næman litasans, sem kom sér vel í starfi hennar. Hún aðstoðaði Kalla mann sinn við afgi-eiðslu í málningarversluninni Alfhóli. Það var gott að koma í Alf- hól til Lóu og Kalla þegar átti að bæta og breyta og velja liti. Lóa hafði undravert minni á liti og hún gat upplýst okkur um þá liti sem við höfðum notað fyrir mörgum ár- um. Smám saman jukust annir fjöl- skyldnanna og samvenistundiiTiar breyttust og voru í ríkari mæli bundnar við fermingar, giftingar og afmæli. Álfhóll hélt áfram að vera traustur hlekkur í tengslum við Lóu og Kalla. Þar var ávallt létt andrúmsloft, þar var gleði og gáski og þar fékk maður fréttir af bræðr- um sínum og fjölskyldum, sem maður hafði vanrækt tengslin við. Allir bræðurnir áttu erindi við Lóu og Kalla og við þau var svo gott að ræða og þau fræddu okkur hina um hluti sem við áttum að vita. En svo fór að heilsa Lóu leyfði ekki lengur að hún væri við afgreiðslustörf og heilsunni hrakaði smátt og smátt. Sjóninni hafði hrakað svo hún gat ekki lengur saumað vandasaman útsaum. Henni féll þó ekki verk úr hendi, hún heklaði gersemar allt fram á síðasta dag. Nú þegar Lóa hefur haldið yfir móðuna miklu er söknuður eftir hjá okkur sem kveðjum hana. Kalli hefur misst ástríkan og samhentan fórunaut og börn, tengdabörn og barnabörn sakna móður og ömmu. Myndast hefur tómarúm sem erfitt er að fylla en þess vil ég óska að góður guð megi milda söknuðinn og skapa yl af minningunum. Steinar. Elsku amma Lóa er farin frá okkur. Haustið kemur, laufin eru farin að bregða lit. í stað fríska græna litar sumarsins koma gulir, gulgrænir, rauðir og brúnleitir lita- tónar. Fegurð haustsins á Islandi lætur engan ósnortinn. Á vorin breiðir náttúran út faðm sinn á móti okkur, sumarið umvefur okk- ur með hlýju og ilmi blóma. Á haustin sofnar allt og náttúran kveður okkur með stórkostlegri litadýrð. Hún amma mín er líka sofnuð. í stað þess að vakna aftur að vori líkt og náttúran, vaknar hún á nýjum friðsælum stað í faðmi móður sinn- ar sem hún fékk aldrei að sjá. Amma á ekki eftir að sjá vorið koma með fuglasöng og hlýjum sól- argeislum. Amma er komin þangað sem er eilíft vor. Amma Lóa var sönn amma. Hún elskaði okkur barnabörnin og barnabarnabömin afar heitt og vildi allt fyrir okkur gera. I rúm tuttugu ár hélt hún okkur veislu á hverjum sunnudegi í Kópavoginum, allt árið um kring. Við krakkarnir hlökkuðum alltaf mikið til að koma til afa og ömmu í Kópavoginum á sunnudögum og fengum oft að leika þar fram eftir degi þó mamma og pabbi væru löngu farin heim. Amma var afar handlagin og hennar líf og yndi var að sauma út. Handavinnuna sína hafði hún ávallt með sér, hvert sem hún fór, og árangur þeirrar iðju ber heimli afa og ömmu glöggt merki. Þegar ég lít til baka, sé ég ömmu fyrir mér sitj- andi á stól með handavinnuna sína. Bandspottar af ýmsum litum eru allt í kringum stólinn. Stöku sinn- um rýnir hún í blað, telur eitthvað í hálfum hljóðum og beitir síðan nál- inni markvisst á efnið. Smám sam- an tekur verkið á sig mynd og verð- ur síðar að innrammaðri mynd upp á vegg, fallegum púða eða áklæði á stól. Þó amma sé farin frá okkur, lifa verkin hennar og minningin. I sumar átti ég þess kost að heimsækja ömmu í hádeginu, nán- ast á hverjum degi til að borða með henni hádegismat. Fyrir þann sem liggur lasinn heima geta dagarnir verið langir og hver heimsókn brýt- ur upp daginn og gefur honum nýtt gildi. Þó amma væri oft þjáð gat hún alltaf töfrað fram bros. Hún hafði svo fallegt bros. Ég er þakklátur fyrh- að hafa átt svona góða ömmu og fengið að hafa hana öll uppvaxtarár mín en það er meira en mörg börn fá að njóta. Meira get ég ekki farið fram á. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja elsku ömmu Lóu. Minninguna um hana geymi ég í hjarta mínu. Einar Farestveit. Elsku amma mín. Ég vil kveðja þig með þessum fáu orðum. Það er svo ótal margt sem kemur upp í huga mér núna þegar ég skrifa þér hinstu orðin. Þú lést á sunnudegi og það var nú þinn dagur í mínum huga. Alltaf á sunnudögum komum við til þín öll barnabörnin og foreldrar okkar í hádegismat. Við ætluðumst bein- línis til þess að þar væri ömmulæri eins og við vorum vön að kalla það. Þessi hefð var svo lengi sem ég man eftir mér + Þórdís Eiríksdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Skeggjastaðahreppi, Norður- Múlasýslu 28. september 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 2. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 8. september. Eiríkur Eiríksson fæddist á Gunnarsstöðum í Skeggjastaða- hreppi, Norður-Múlasýslu 8. janúar 1933. Hann lést 13. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaða- kirkju 19. september. Nú eru þau fallin frá Dísa systir og Eiki bróðir okkar. Tvö systkin horfin okkur með skömmu millibili. Þá hvarflar hugurinn til baka og minningarnar hrannast upp. Þá kviknar líka sú hugsun hvort við hefðum ekki átt að hittast oftar og njóta samvista og vináttu hvert annars. Það er á svona stundum sem við finnum hvað tíminn getur þangað til fyrir örfáum árum sem þú treystir þér ekki til þess leng- ur, enda komin barnabarnabörn í hópinn. Alltaf á sunnudögum fórstu í lagningu til Petru. Þú lagðir ávallt svo mikið upp úr því að líta vel út. Já sunnudagar voru sko þínir dagar. Ég man líka eftir að krakkarnir í hverfinu öfunduðu mig svo mikið af að eiga þig fyrir ömmu því þú áttir sjoppu. Það er að sjálfsögðu draumur allra barna. Aldrei kom maður svo til þín að ekki væri laumað að manni sælgæti, hvort sem það var í sjoppuna í gamla daga eða nú síðustu dagana þína. Alltaf áttirðu konfektmola í farteskinu og heimtaðir að allir fengju sér mola. Elsku amma mín, þú varst mér alla tíð svo góð. Þú varst eins og ömmurnar eru í sögubókunum. Amma sem alltaf kom færandi hendi. Ég mun aldrei gleyma fallega dúkkuteppinu sem þú heklaðir handa dóttur minni, það síðasta sem þú gerðir. Allir skrautmunirnir á heimilinu þínu, stólarnir útsaumuðu og heilu lista- verkin á veggjunum eru minning- ar um þig elsku amma. Þú varst mjög góð hannyrðakona og dundaðir þér við það allt fram til dauðadags. Þau voru nú ófá skiptin sem ég og Einar bróðir sváfum hjá ykkur afa og vildum við fá að vera hjá ykkur sem oftast, enda vorum við ofdeki-uð hjá ykkur. Fullir pokar af sælgæti og alltaf voruð þið afi að lauma að okkur barnabörnunum peningum. Þið voruð alltaf svo gjö- ful og góð við okkur. Ekki grunaði mig miðvikudaginn áður en þú yfirgafst þennan heim að það yrði síðasta skiptið sem ég sæi þig. Þú varst í hvíldarinnlögn á Landakoti. Þú varst virkilega farin að hressast því þú varst orðin svolít- ið þreytt heima áður en þú lagðist inn. En svona er oft stutt milli lífs og dauða. Ég sem var búin að bjóða þér í afmæli dóttur minnar 26. sept- ember og þú ætlaðir nú sannarlega að koma, því þá yrðirðu laus af Landakoti eins og þú orðaðir það. Þú áttir að vera þarna í þrjár vikur en varst aðeins tvær vikur. Þú sagð- ir alltaf að þú þyrftir bara tvær vik- ur svo mér er spurn hvort þú hafir innst inni vitað að þetta yrði í raun eins og þú hafðir sagt. Ég sakna þín sárt amma mín og mér finnst erfitt að sætta mig við að þú sért horfín úr þessum heimi. En svona er víst lífið og minning- arnar um þig munu lifa innra með mér. Ég er samt þakklát fyrir öll árin sem ég hafði þig. Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert. Ég kveð þig nú hinstu kveðju. Þín Ólöf. verið hraðfleygur og óvæginn. Alltaf heldur maður að tími sé það eina sem nóg er til af. Síðan er ástvinur hrifinn brott og eftir situr söknuðurinn - og væntumþykjan - sá kærleikur sem lifir og styrkir okkur í þeirri trú að þau séu horfin til betri vist- ar. Við syrgjum elskuleg systkin okkar og ornum okkur við minn- inganna eld. Við áttum þó alltaf hvert annað að! Mig lát, Jesú, með þérlifa, með þér rísa dauða frá, lát þú engil bjargi bifa, brjósti mér er liggur á. Einn sé jafnan okkar vilji, okkur líf né dauð’ ei skilji. Lát mig ætíð lifa þér, lífið þitt svo veitist mér. (V. Briem) Hvíl í friði, elsku Dísa og Eiki. Systkini og tengdafólk. + Guðríður Guðjónsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 10. maí 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 18. september. Það fylgir fullorðinsárunum að þeir sem voru hornsteinar bernsk- unnar hverfa einn af öðrum. Meðal minna hornsteina voru hjónin Guðríður Guðjónsdóttir og G. Hall- dór Guðbjartsson, þau Gauja og Dóri. Þau hjón og foreldrar mínir áttu heima hlið við hlið í Karfavoginum í átta ár, en þær voru systur, Hanna, mamma mín, og Gauja. Milli heimil- anna var mikill samgangur, oft á dag alla daga. Heimilin voru bam- mörg, Gauja og Dóri eignuðust þrjá syni og á hinu heimilinu voru fimm börn. Oftar en ekki lékum við okkur saman, strákar Gauju og við Hlynur bróðir minn, enda á líkum aldri. Ekki skipti máli á hvom heimilanna við vomm, mæðurnar báðar heima- vinnandi og hjálpuðust að við bamagæslu, saumaskap o.fl. Pabbi og Dóri vom báðir vélstjórar og oft- ast á sjó á þessum ámm. Þegar Dóri var heima var hann óþreytandi við að fræða okkur, segja okkur sögur og vera með okkur í leikjum. Otal minningar koma í hugann, meðal annars þegar Dóri, þreyttur og kannski veikur, lagði sig á breiða dívaninn, með okkur Bubba hjá sér, breiddi dagblað yfir andlit okkar og á svipstundu breyttist dívaninn í töfrateppi sem flaug út um gluggann, út yfir höf og lönd, á meðan Dóri sagði frá og töfraði okkur svo að við lágum grafkyrr og ‘ upplifðum undraheima þess ævin- týris sem hann skapaði á þennan hátt. Mamma og Gauja að byggja með okkur snjóhús, mamma og Gauja að sauma grímubúninga og jólaföt á barnahópinn og svo margt fleira. En lífið var ekki alltaf leikur, Dóri veiktist af krabbameini og lést eftir langvinna og erfiða sjúkralegu vorið 1968. Eftir stóð Gauja með þrjá fyrirferðarmikla syni á ung- lingsaldri. Árin sem fóru í hönd voru ár mikillar vinnu eins og geta — má nærri, þrátt fyrir góðan stuðn- ing fjölskyldna og vina. Þrátt fyrir erfiði og amstur þess- ara ára hafði Gauja þó alltaf lag á að skapa sér ýmiskonar ánægju, hún hafði gaman af að ferðast og skemmta sér og hún hafði yndi af fallegum fötum og skarti. Eftir að synirnir höfðu stofnað eigin heimili hóf Gauja sambúð með Hálfdáni Viborg. Síðustu árin bjuggu þau á Hrafnistu, hún síðustu vikumar á sjúkradeild. Hálfdán á þakkir skildar fyrir umhyggju og alúð við Gauju í veikindum hennar. Ég heimsótti Gauju síðast á sjó- mannadaginn í júní sl. Hún leit vel út og var glöð að sjá okkur mömmu, »_ Lovísu mágkonu sína og Eyrúnu frænku Dóra heitins, en innst inni grunaði mig að þetta yrði okkar síð- asti fundur, sem og varð. Ég sendi kveðju mína strákunum hennar, þeim Guðjóni, Magga og Bubba og fjölskyldum þeirra, systk- inum hennar, tengdafólki og þeirra fjölskyldum, einnig Hálfdáni og hans dætrum. Iðunn Antonsdóttír. ÞORDIS EIRÍKSDÓTTIR EIRÍKUR EIRÍKSSON t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LILJA LÁRA SÆMUNDSDÓTTIR frá Heinabergi, Lækjarási 1, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 2. október kl. 15.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á styrktarsjóð um byggingu sundlaugar á Reykjalundi. Bragi G. Thorarensen, Karólina M. Thorarensen, Gísli J. Sigurðsson, Sæunn G. Thorarensen, Davíð E. Sigmundsson, Salbjörg J. Thorarensen, Ragnar S. Stefánsson, Steingrímur G. Thorarensen, Olga Rán Gylfadóttir, Steinunn G. Thorarensen, Hjalti Sigmundsson, Bogi S. Thorarensen, Guðný Ingunn Aradóttir, Guðmundur J. Thorarensen, Kristín H. Thorarensen, Arnar Smári Þorvarðarson og ömmubörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, GRÉTU LÍNDAL sjúkraþjálfara, Sunnuvegi 1, Hafnarfirði. Guðmundur Árnason, Björn Líndaf, Sigríður Guðmundsdóttir, Birna Bertha Guðmundsdóttir, Pétur Joensen, Árni Hrafn Guðmundsson, Jóhanna Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og systur, LOVÍSU INGIMUNDARDÓTTUR, Hjarðarholti, Stöðvarfirði. Anna Albertsdóttir, Birgir Albertsson og fjölskyldur, Dagný Ingimundardóttir. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.