Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 23

Morgunblaðið - 30.09.1998, Page 23
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 23 TONLEIKUM Veronicu Oster- hammer var vel tekið í Ingj aldshólskirkj u. Tónleikar í Ingjalds- hólskirkju Morgunblaðið. Hellissandur. VERONICA Osterhammer á Brimilsvöllum hélt sína fyrstu op- inberu tónleika í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 20. september sl. Undirleikari á pí- anó var Krystyna Cortes. Húsfyll- ir var á tónleikunum. Á efnisskrá tónleikanna voru m.a. lög eftir Pergolesi, Brahms, Gluck og Rossini. Þá söng Veron- ica nokkur íslensk þjóðlög og lög eftir Árna Thorsteinsson og Kari Ó. Runólfsson og fór jafnfallega með þau öll. Veronica Osterhammer er 25 ára gömul en hefur verið búsett á Islandi sl. fjögur ár. Veronica er þýsk að uppruna, fædd í Traum- stein í Bæjaralandi en talar lýta- lausa íslensku. Hún hóf lítilsháttar söngnám í Þýskalandi áður en hún hélt til Islands. Eftir að hún kom hingað til lands hefur hún stundað söngnám hjá Sieglinde Kahmann við Söngskólann í Reykjavík og náð góðum árangri á skömmum tíma. Fréttaritari gat ekki annað heyrt en hér væri á ferð og í upp- siglingu mikil söngkona sem gæti átt eftir að ná langt í list sinni. Undanfarin fjögur ár hefur Ver- onica búið á Brimilsvöllum í Fróð- árhreppi og rekið þar hrossabú ásamt manni sínum og var það áhuginn á íslenska hestinum sem dró hana upphaflega til íslands. Tónleikarnir tókust framúrskar- andi vel. Þær vonir manna, að safnaðarheimilið á Ingjaldshóli ætti eftir að verða menningarauki fyrir byggðina og lyftistöng í menningarlegu tilliti hafa nú þegar ræst og hefur það mikið verið not- að síðan það var vígt sl. haust. Nýjar bækur • „RING of Seasons“ er eftir Terry G. Lacy. í bókinni fléttar höfundurinn saman frásögn af dag- legu lífi í íslensku samfélagi sam- tímans og yfír- gripsmikilli lýs- ingu á jarðfræði, sögu, trúarlífí, stjórnmálum og menningu þjóð- arinnar frá upp- hafi byggðar. Höfundi tekst einnig að flétta saman sjónar- þorni á mannlíf á íslandi séð með augum útlendings og þess sem hér þekkir vel til og veita þannig dýpri innsýn í líf og til- veru Islendinga en gengur og ger- ist, segir í fréttatilkynningu. Enn fremur segir að frásögn Terry G. Lacy sé tilvalið kynning- arrit fyrir alla þá sem hyggjast heimsækja ísland, kynna sér það úr íjarlægð eða þá íslendinga sem vilja skoða landið sitt frá nýju sjón- arhorni. Höfundurinn er frá Bandaríkjun- um, en hún hefur verið búsett hér á landi um árabil. Utgefandi er Háskólaútgáfan og er unnin í samvinnu við bókaútgáfu Michigan-háskóla. Bókin er 297 bls. og kostar kr. 3.882. Háskólaútgáfan sér um dreifmgu. Terry G. Lacy Morgunblaðið/Ólafur Jens Kristinn fær góða dóma í Classical Guitar KRISTINN H. Árnason gítarleikari fær lofsamlega dóma í hinu virta breska gítarriti Classical Guitar fyr- ir geislaplötu sína Norðurljós. Krist- inn leikur þar verk eftir Sor og Ponce og segir gagnrýnandinn, Paul Fowles, augljóst að hann sé með allt á hreinu, bæði tækni og taktfestu. „Ef þessi líflega geislaplata endur- speglar leik Kristins í raun og veru, Kristinn Árnason þá er aðeins tíma- spursmál hvenær ótvíræðir hæfíleik- ar hans hljóta þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið." Fowles hælir Kristni mjög fyrir flutning á verkum Ponce - segir túlk- unina hreina og beina og leyfa sam- þjöppuðum en um leið hugmynda- ríkum tónsmíðum hans að tala sínu eigin máli. Fowles er ekki jafnmikill aðdá- andi Sors, sérstaklega Sónötu op. 25, en tekur fram að snyrtilegur og hæverskur flutningur Kristins dragi fram hið besta í þessu útblásna og tíðindalitla verki. NÝTTUÞÉR DREIFINGARSTYRK MORGRNRLADSINS Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu. Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsins um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni. Morgunblaðið er mest lesna dagblað á íslandi og samkvæmt fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til boða með innskoti í Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.