Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Hátíðarsamkoma í Háskóla Islands í tilefni af 90 ára afmæli lagakennslu á íslandi Samhengi laga við lífið ætti að vera grunntónn lagakennslu Morgunblaðið/Ásdís YMSIR velunnarar lagadeildarinnar auk fyrrverandi og núverandi nemenda voru meðal gesta. Efnt var í gær til hátíð- arsamkomu í Hátíðar- sal Háskóla Islands í tilefni af níutíu ára af- mæli lagakennslu á Is- landi. Örlygur Steinn Sigurjónsson var meðal margra gesta sem minntust tímamótanna FORSETI lagadeildar, Jónatan Þórmundsson, setti hátíðina og flutti ávarp. Rakti hann stuttlega upphaf lagakennslunnar, sem átti sér nokk- urra ára aðdraganda, frá því þegar lög voru sett árið 1904 um kennslu við lagaskóla á Islandi til þess er formleg kennsla hófst fjórum árum síðar í Lagaskóla Islands. I upphafi voru kenndar fimm greinar og gert var ráð fyrir fjögurra ára námstíma, en skólinn starfaði aðeins í þrjú ar eða til ársins 1911 þegar Háskóli Is- lands tók til starfa. Fyrsti forstöðu- maðm' Lagaskólans var Lárus H. Bjarnason og með honum kenndu Einar Arnórsson og Jón Kristjáns- son. Nemendur Lagaskólans voru sex í upphafi og bættust tveir við síðar. Fyrstu lögfræðingarnir voru síðan útski-ifaðir árið 1912, sem nemendur frá lagadeild Háskólans. Minntist deildarforseti þeirra margháttuðu tímamóta sem laga- deildin stæði á, nú þegar fræðin væru ekki lengur ástunduð og num- in í einangruðu lagaumhverfi vegna tilkomu alþjóðavæðingar og sam- vinnu milli háskóla víðs vegar um heiminn. Lauk deildarforseti síðan ávarpi sínu á því að segja að sam- hengi Iaga við lífið sjálft ætti að vera grunntónnin í lagakennslu. Tímamót í menningarsögu Islendiiiga Páll Skúlason, rektor Háskólans, flutti næst ávarp og vitnaði í ræðu Magnúsar Stephensens landshöfð- ingja, Góð lög eru lýða heill. „Mér er til efs að nokkuð annað en skynsam- leg lagasetning hafi átt drýgri þátt í að þroska mannfólkið og beina því á braut til farsældar og framfara," sagði rektor. „Þegar Lagaskólinn tók til starfa árið 1908 urðu tímamót í menningarsögu íslendinga. Með stofnun Lagaskólans verður til hornsteinn þess íslenska réttarríkis sem mest hefur skipt um þróun og viðfang íslensks þjóðfélags á þessari öld.“ Sagði rektor að án skipulegi’ar íslenskrar lögfræði hefði íslensk þjóð verið getulaus til að öðlast sjálfstæði og varðveita það með sjálfri sér. „Hvar væri íslensk þjóð ef hún hefði ekki eignast hóp manna sem yfirvegaði reglur og siði þjóðfélags- ins í því skyni að bæta það í alla staði?“ Sagði rektor að svarið í sín- um huga væri augljóst. Islensk þjóð, hverrar saga og endalok heyrði sög- unni til, væri rannsóknarefni há- skóla víða um heim og Island væri staður þar sem erlendir auðmenn og auðhringir hefðu fyrir löngu lagt undir sig í afþreyingu eða nýtingu á náttúruauðlindum. Með þessum orð- um vildi rektor ekki gera lítið úr at- hafnamönnum til sjávar og sveita og öðrum starfsstéttum, sem vissulega hefðu byggt upp íslenskt þjóðfélag með ómældri hugvitssemi og dugn- aði. „En það breytir engu um þá stað- reynd að með lögum skal land byggja," sagði rektor. „Án íslenskra lögfræðinga væri hér ekkert ís- lenskt skipulegt þjóðfélag." Rektor lauk máli sínu á því að vekja athygli, í ljósi framansagðs, á þeirri mildu ábyrgð sem hvílir á lagadeild Há- skólans og lagði fram fimm spurn- ingar um íslenska lagasetningu út frá boðskap Magnúsar Stephensens. „Er tekið nægilegt mið af manniegri náttúru, þ.e. er lagasetningin byggð á traustri þekkingu og skilningi á réttindum fólks, þörfum og hags- munum? Er tekið nægilegt mið af landsins náttúrulega ásigkomulagi, þ.e. hinum margvíslegu umhverfis- vandamáium sem tengjast um- gengni okkar við landið og nýtingu á gæðum þess? Er tekið nægilegt mið af stjórnarforminu, þ.e. lýðræðinu? Er tekið nægilegt mið af breyttum tímum og umbyltingu á aðstæðum? Eru lögin öllum auðskiljanleg?" Rektor lofaði einnig meiri stuðn- ingi Háskólans við lagadeildina til rannsókna og vonaði að lagadeildin missti aldrei sjónar á því markmiði að bæta mannlífið. Gildi lögfræðimenntunar Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögfræðingur og Ólafur Reynir Guð- mundsson laganemi fluttu næst verk fyrir fiðlu og píanó eftir Rachmanin- off og sté því næst Sigurður Líndal prófessor í ræðustól og flutti hátíð- arerindi, sem hann nefndi Gildi lög- fræðimenntunar fyrir sjálfstæði þjóðar. Fór hann orðum um upphaf krafna um iagakennslu á Islandi, sem rekja mætti til nýrra strauma í lögfræði í Evrópu á 18. og 19. öld og stóð í beinum tengslum við þjóð- fi-elsisbaráttu á íslandi, þar sem Jón Sigurðsson forseti fór fremstur í flokki með nýjar skilgreiningar á réttarstöðu íslands. Greindi Sigurð- ur annars vegar á milli hugmynda um þjóðlega lögfræði sem fólust í ákvarðanatöku sem næst vettvangi með hliðsjón af aðstæðum og voru að ryðja sér til rúms og hins vegar alþjóðlegrar lögfræði, sem hafði eðl- isrétt sér að bakhjarli þ.e. skírskot- un til skynseminnar, sem er óum- breytanleg óháð stað og stund og sameiginleg öllum mönnum. „Rökrétt framhald af þessum hugmyndum um undirstöðu og eðli laga var að flytja lögfræðikennsluna inn í landið. Eftir því sem ég kemst næst hreyfði Tómas Sæmundsson þeirri hugmynd fyi’stur manna árið 1832. Síðan vék Jón Sigurðsson lítil- lega að málinu í ritgerð um skólamál í Nýjum félagsritum árið 1842 og fylgdi henni síðan eftir á Alþingi ár- ið 1845 í frumvarpi um bænaskrú um þjóðskóla á íslandi. Stofnun sér- staks lagaskóla var fyrst kynnt á al- þingi árið 1855, en þar var samþykkt bænjiskrá þess efnis,“ sagði Sigm-ð- ur. Á tímabilinu 1845-1903 var slík- um bænaski'ám, hvort heldur var þingsályktanir eða frumvörp hafnað tuttugu sinnum af danska konungs- valdinu. í erindi sínu tilgreindi Sigurður ýmis rök fyrir gildi lögfræðimennt- unar fyrir sjálfstæði þjóða og benti meðal annars á dæmi nýrrar þjóðfé- lagsskipunar sem reis upp úr kerfi einvaldssamfélaga miðalda, sem rið- uðu tii falls á 18. öld. Sagði hann að lögfræðilegur hugsunarháttur væri mikiivægur í þjóðfélögum, sem þró- ist frá frumframleiðslu tii sjálfs- þurftarbúskapar til iðnvæðingar og viðskipta. „Regluverkið stuðlar að trausti manna þótt alókunnugir séu og hjálpar þeim að sjá fyrir afleið- ingar gerða sinna þannig að unnt verði að gera áætianir. Réttarörygg- ið er forsenda fyrir almennri far- sæld, án þess væri engin skipuleg lánastarfsemi og fjárfesting og sam- tök til meiriháttar framkvæmda væru ekki stofnuð." Dómskórinn, skipaður starfsfólki í Héraðsdómi Reykjavíkur, söng næst nokkur lög við undirleik Sig- rúnar Steingrímsdóttur og voru þá fluttar nokkrar afmæliskveðjur frá Orator, félagi laganema, Hollvinafé- lagi lagadeildar, Lögmannafélagi Is- lands, Lögft'æðingafélagi Islands og Prentsmiðjunni Odda. Feður og synir LR í Moskvu Grimmur gagnrýn- andi grét FRUMSÝNINGU Leikfélags Reykjavíkur á Feðram og sonum í Rússneska akademíska æskulýðs- leikhúsinu í Moskvu í fyrrakvöld var afar vel tekið og að sögn Þór- hildar Þorleifsdóttur leikhússtjóra hafði grimmur gagnrýnandi þar í borg á orði eftir sýninguna að hann hefði ekki grátið í leikhúsi í tíu ár en þessi sýning hefði fengið hann til að fella tár. Fullt hús var á framsýningunni og einnig hinni seinni sem var í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri var viðstödd framsýninguna og Þórhildur sagði í símtali við Morgunblaðið í gær að leikhópurinn hefði fengið höfðing- legar móttökur hjá leikurum húss- ins að sýningu lokinni. „Þetta var auðvitað mjög spenn- andi og skemmtilegt. Það sem kom á óvart, en segir kannski dálítið um samfélagið hér, var að í þessu 750 manna húsi voru á milli 200 og 300 skólanemar. Við voram fyrst hissa og dálítið tortryggin og héidum að þama hefði bara verið sópað inn einhverjum krökkum. En þá kem- ur í ljós að Feður og synir er bók sem er lesin í öllum skólum hér, svo auðvitað eru börnin drifin í leikhúsið til að sjá þetta,“ segir Þórhildur. Náði rússnesku þjóðarsálinni inn í Islendingana Tveir aðstandenda sýningarinn- ar eru heimamenn í Moskvu, Stan- islav Benediktov, sem gerði leik- mynd og búninga, og Alexei Borodín, sem leikstýrði og vann auk þess leikgerðina eftir skáld- sögu Ivans Túrgenevs. Þórhildur segist hafa fengið staðfestingu á því að Borodín hefði greinilega unnið sína vinnu óskaplega vel, þegar hún heyrði ummæli rúss- neskrar konu, sem gift er Islend- ingi og sá sýninguna í fyrrakvöld. Sú kvaðst hafa séð Feður og syni sjö eða átta sinnum á sviði áður og oft hugsað með sér að erlendir leikhópar gætu eins látið það vera að leika rússnesk verk. I sýningu LR hefði Borodín hins vegar tekist að ná inn í íslendingana rússnesku þjóðarsálinni. Stúdentaráð og Hollvinasamtök Háskóla fslands efna til fjársöfnunar til tölvukaupa Bætt úr óviðunandi tölvukosti háskólans Morgunblaðið/Golli ÁSDIS Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands, kynnti söfnunarátak Stúdentaráðs og Hollvinasamtaka HI: Nám á nýrri öld - bætum tölvukost Háskóla Islands. STÚDENTARÁÐ og Hollvinasam- tök Háskóla Isiands hafa hrint af stað söfnunarátaki til að bæta tölvu- kost háskólans. Yfirskrift átaksins er „Nám á nýrri öld - bætum tölvu- kost Háskóla íslands" og mun það standa yfir næstu tvo mánuði. Ætl- unin er að safna 20 milljónum í fjár- framlögum og tækjum, en eins og fram kom í máli Páls Skúlasonar rektors á kynningarfundi átaksins, er tækjakostur Háskóla íslands óviðunandi. Fyrirtækið Islensk erfðagreining reið á vaðið og lagði til fyrsta framlag átaksins er því var ýtt úr vör í gær, með 500 þúsund ki-óna fjárframlagi. Endurnýjunarsjóður settur á laggirnar Átakið felst í víðtækri fjársöfnun hérlendis og erlendis og mun söfn- unarféð renna í sérstakan endurnýj- unarsjóð, sem mun sjá fyrir reglu- bundinni endurnýjun á tölvum og hugbúnaði. Sjóðurinn verður varan- legur og er ætlaður til reglubund- innar endurnýjunar á tölvukosti skólans. Fjársöfnunin mun fara fram meðal fyrirtækja, stofnana, al- mennings, sendiráða og erlendra sjóða og verður fyrirtækjum meðal annars boðið að „fóstra" tilteknar tölvur eða tölvuver og greiða þannig framlag sitt í áföngum. Einnig verð- ur leitað til fyrirtækja sem selja hugbúnað og forrit sem gætu nýst til kennslu. Áætlað er að koma á fót sérstakri tölvumiðlun stúdenta þar sem þeir geta keypt ódýrar tölvur fyrir lítið fé og geta fyrirtæki styrkt átakið með því að gefa notaðar tölvur í miðlunina. Einnig verður gefinn út sérstakur bæklingur um tölvuátakið og almenna þróun í tölvuheiminum. Heimasíða átaksins verður opnuð og fengnir hafa verið einstaklingar úr atvinnu- og menningarlífi til að sitja í heiðursráði átaksins, stúdentum til fulltingis og ráðgjafar. Ástandið óviðunandi eins og er Markmið átaksins er að safna fjár- munum, tölvum og öðram búnaði svo bæta megi aðstöðu nemenda og kennslu. Háskólinn hefur nú yfir að ráða um 150 tölvum fyrir nemendur skólans og era um 50 nemendur um hverja tölvu. Miðað er við að viðun- andi hlutfall sé 20 notendui' á hverja tölvu og þyrftu tölvurnar að vera um 300 til þess að því sé framfylgt. Á kynningarfundi átaksins kom m.a. fram að víða væri skortur á sér- stökum kennsluforritum og gagna- bönkum sem nauðsynlegt er að nemendur hafi aðgang að. Aðstæður nemenda eftir deildum er misgóð og að átakinu loknu verður tölvubúnaði forgangsraðað eftir þörf deildanna. Víða er löng bið eftir aðgangi að tölvu á venjulegum námsdegi í HI og í sumum deildum eru örfáar nettengdar tölvur. Landssíminn, Oddi, Búnaðar- banki Isiands og Bifreiðar og land- búnaðai’vélar era styrktaraðilar átaksins og gi'eiða fyrir rekstur þess. Fulltrúar fyrirtækjanna af- hentu aðstandendum átaksins fjár- framlög við upphaf þess í gær. For- seti íslands, hr. Olafur Ragnai' Grímsson, er verndari átaksins. Allar upplýsingar um átakið eru veittar á skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Islands, auk þess sem bankareikningur sjóðsins er í Bún- aðarbanka, númer 26-3500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.