Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýr héraðslæknir í Reykjavík LÚÐVÍK Ólafsson hefur verið skipaður héraðslæknir í Reykja- vík til næstu fimm ára og afhenti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra honum skipunarbréf við athöfn í ráðuneytinu á miðviku- dag. Lúðvík hefur verið settur í embættið að undanförnu en hefur nú hlotið skipun að undangengnu því að embættið var auglýst laust til umsóknar. Auk Lúðvíks sóttu um það Geir Gunnlaugsson og Sveinn Magnússon, að sögn Ragn- heiðar Haraldsdóttur, skrifstofu- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu. FRÉTTIR___________________________________ Læknadeild HÍ ályktar um gagnagrunnsfrumvarpið Frumvarpið verði lagt til hliðar í bili FUNDUR læknadeildar Háskóla íslands hefur samþykkt með 31 at- kvæði gegn 7 að skora á stjórnvöld að leggja í bili til hliðar frumvörp um gagnagrunn á heilbrigðissviði og um lifsýni og skapa fyrst um þau nauðsynlegan ramma með lögum um öflun, meðferð og úrvinnslu heilsufars- og erfðaupplýsinga. Tveir sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. I ályktun fundarins segir að drög að frumvarpi því sem áætlað er að leggja fyrir þingið fari á svig við grundvallarreglur vísindasiðfræði. Stærsti galli þess frá þessum sjón- arhóli sé að rannsóknir starfsleyfis- hafa séu undanskildar mati vísinda- siðanefnda og annarra lögbundinna eftirlitsaðila, meðal annars Tölvu- nefndar. Þættir varðandi miðlægan gagna- grunn sem ekki hafa fengið viðun- andi úrlausn eru að mati fundarins í fyrsta lagi réttur til flutnings og eft- irlits með söfnun upplýsinga og notkun þeirra. „Hér ber að líta til persónuvernd- ar, réttar og stöðu einstaklings gagnvart slíkum gagnagrunni, þörf á upplýstu samþykki og áhrifin á trúnaðarsamband Iæknis og sjúk- lings,“ segir í ályktuninni. I öðru lagi vanti viðunandi úr- lausn varðandi eignarétt og vörslu gagnagrunns, veitingu einkaleyfis á gerð hans og aðgang að upplýsing- unum gegn greiðslu og í þriðja lagi varðandi frelsi og jafnræði þeirra vísindamanna sem utan einkaleyfis standa til rannsókna. „Núverandi upplýsingalög, tölu- lög, og lög um réttindi sjúklinga eru ófullnægjandi rammi gagnvart vandamálum sem upp koma vegna nýrra verkefna og tækni í læknis- fræði,“ segir enn fremur í ályktun- inni. Von á yfirmönnum frá aðalstöðvum Technopromexport til fundar með stjórn Landsvirkjunar Sex starfsmenn sendir heim á sunnudag RÚSSNESKA fyrirtækið Technopromexport, verktaki Landsvirkjunar við lagningu Búr- fellslínu 3A, hefur tilkynnt stjórn- völdum og verkalýðsfélögum að á sunnudaginn verði sex rússneskir sérfræðingar, sem hafa verið starf- andi á vegum þess hér á landi, send- ir heim og frekari fækkun rúss- neskra starfsmanna sé einnig fyrir- huguð í áfóngum. Starfsmennirnir sex hafa þegar fengið farseðla í hendur. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra fundar með Borís Zaitsev, stjórnanda Technopromexport hér á landi, og fleiri fulltrúum fyrirtæk- isins í dag, og segist munu beita sér fyrir því að heimsendingu mann- anna verði frestað þangað til launa- mál starfsmannanna hafa verið skýrð. Hann hefur einnig beðið for- ráðamenn Landsvirkjunar um að beita sér fyrir hinu sama. Páll segir að snemma í næstu viku sé von á yfirmönnum frá aðal- stöðvum Technopromexport í Moskvu til neyðarfundar með full- trúum Landsvirkjunar. Ráðherrann hefur veitt fyrirtækinu frest til að skýra launamálin þangað til að loknum fundinum. „Við verðum að fá fullvissu um það að mennimir fái það kaup sem þeir eiga að fá, að það sé farið með þá eins og aðra sem við veitum at- vinnuleyfi. Við ráðum hins vegar ekki við það að ekki er í gildi tví- sköttunarsamningur milli Islands og Rússlands. Það er unnið að slík- um samningi en hann hefur enn ekki tekið gildi. Við getum því út af fyrir sig ekkert gert þó að þessir vesalings rússnesku starfsmenn verði skattpíndir og þurfi að borga 70% af kaupinu sínu í skatt.“ I skeyti Technopromexport til Félags jámiðnaðarmanna í gær er tekið fram að starfsmönnunum, sem senda á heim, verði ekki sagt upp störfum heldur muni þeir snúa aftur til starfa í Rússlandi. íslensk verka- lýðsfélög hafa bent Technopromex- port á að verði starfsmenn sagt upp beri þeim mánaðar uppsagnarfrest- ur. I skeytinu kemur ennfremur fram að ástæða heimsendingarinnar sé sú að minni þörf sé nú á útlend- ingunum en áður Jiví Rússamir séu búnir að kenna Islendingunum að reisa rafmagnsstaurana. Vignir Eyþórsson, varaformaður Félags jámiðnaðarmanna, sem fór síðdegis í gær ásamt túlki til við við- ræðna við starfsmenn Technopromexport á Selfossi, segir að þegar sé búið að afhenda starfs- mönnunum sex farseðla. „Það kom fram í samtali við Rússana að þeir sem á að senda heim eru starfs- menn sem hafa verið mest í sam- skiptum við okkur.“ Vignir segir að verkamennirnir séu orðnir daufir og vonlitlir um stöðu sína. „Okkur skildist að sumir af þeim sem ætti að senda heim væru þegar hættir að vinna. Þeir vita ekkert hvað tekur við þegar þeir koma út, því þeir hafa í raun og vera aðeins verið í vinnu við þetta tiltekna verkefni." Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað hjá út- lendum starfsmönnum Technopromexport voru fáir eða engir þeirra starfandi hjá fyrirtæk- inu í Rússlandi, heldur var þeim safnað saman hjá öðrum fyrirtækj- um sérstaklega til að fara til Is- lands. Engar sannanir fyrir vanskilum launa Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hafnaði aðalforstjóri Technopromexport í Moskvu samn- ingsdrögum Landsvirkjunar þar sem meðal annars var gert ráð fyrir að laun útlendra starfsmanna yrðu greidd inn á íslenska bankareikn- inga með milligöngu endurskoð- anda. í bréfi sem Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar, sendi Páli Péturssyni félagsmálaráðherra á þriðjudag kemur fram að hann hafi í staðinn lagt til að endurskoð- andinn greiddi launin í seðlum. Ekki kemur fram hver viðbrögð Rússanna hafi verið. í bréfi Halldórs til félagsmálaráð- herra kemur einnig fram að engar sannanir séu fyrir því að Technopromexport hafi ekki staðið í skilum með laun starfsmanna sinna. Þau gögn sem fram hafi komið sýni að það hafi staðið í skilum með skatta og Iaunatengd gjöld í sam- ræmi við íslensk lög og kjarasamn- inga. Samningsdrög þau sem lögð vora fram fyrir fulltrúa Technopromexport 25. september sl., og sem fyrirtækið hafnaði á þriðjudag, hefðu miðað að því að „eyða alln tortryggni um að er- lendu starfsmennirnir hafi ekki fengið í hendur sinn hluta laun- anna.“ Starfsmenn Technopromexport hefðu þó ekki sett slíka ásökun fram, hvorki við fulltrúa fyrirtækis- ins né Landsvirkjunar og ekki held- ur við ráðuneytið eða Vinnumála- stofnun svo vitað væri. „Eigi að slá því fóstu að Technopromexport hafi brotið lög nr. 133/1994 um atvinnuréttindi út- lendinga verður að liggja fyrir bein og milliliðalaus sönnun þess efnis að hinir erlendu starfsmenn hafi ekki fengið gi-eiddan að fullu sinn launa- hlut. Einnig þarf ráðuneytið að kanna að hve miklu leyti vöntun á tvísköttunarsamningi milli Islands og Rússlands sé orsakavaldur í máli þessu.“ Halldór segir í bréfinu að Lands- virkjun hafi lítið svigrúm til frekari aðgerða í málinu á grundvelli verk- samningsins meðan ekki liggi fyrir sannanir um meint brot Technopromexport. Fulltrúar Landsvirkjunar, Félags járniðnaðarmanna og Rafiðnaðar- sambands íslands funduðu í gær- morgun með Páli Péturssyni félags- málaráðherra um málefni verka- mannanna. Síðdegis funduðu for- ráðamenn Landsvirkjunar með Boris Zaitsev, stjórnanda Technopromexport á Islandi. Technoproinexport vísar á lögfræðing sinn Morgunblaðið hafði í gær sam- band við sendiráð Rússlands á Is- landi, og ræddi meðal annars við Anatolí S. Zaytsev sendiherra, til að fá upplýsingar um hvort rétt væri, sem forráðamenn Technopromex- port hafa haldið fram, að rússneskir ríkisborgarar mættu ekki stofna bankareikninga í útlöndum og hvort að rússneskir verkamenn starfandi fyrir Technopromexport hér á landi þyrftu einnig að greiða skatt í Rúss- landi. Sendiherrann og starfslið hans taldi sig ekki geta svarað þess- um spurningum og vísaði á Borís Zaitsev. Zaitsev neitaði að ræða við blaða- mann Morgunblaðsins og vísaði í stað þess á lögfræðing sinn, Þorvald Jóhannesson. Ekki náðist í Þorvald í gær. Morgunblaðið/Halldór Fullkomið tæki til þvagfæraskurðlækninga STYRKTAR- og sjúkrasjóður verslunarmanna hef- ur safnað fyrir og gefið þvagskurðdeild Landspítal- ans Homium-leysitæki til þvagfæraskurðlækninga, en tækið er það besta sem völ er á til slíkra aðgerða nú. Einnig gaf Verkstjórafélag íslands fjárhæð til kaupanna á sextíu ára afmæli félagsins fyrr á þessu ári. Tækið var formlega tekið í notkun í gær og er myndin tekin við það tækifæri. A Guðmundur Páll Olafsson Sýslumaður skili fánanum GUÐMUNDUR Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfund- ur, hefur skrifað sýslumannin- um á Hvolsvelli bréf með ósk um að sér verði skilað fána og stöng sem lögreglan lagði hald á í júlí í sumar á Köldukvíslar- eyrum. í bréfinu segir Guðmundur að hann hafí talið sér bæði heimilt og skylt að setja niður stöng ásamt íslenska fánanum við svonefnda Fögruhveri hinn 19. júlí sl. „Mér kom því á óvart að sjá af blaðafregnum að þér höfðuð sent lögreglulið til að sækja þessa muni, en ég kann- ast ekki við að hafa beðið um slíkan erindrekstur. Hvað svo sem öllu líður ætla ég hvorki að erfa þetta við yður né embætti yðar, en bið um að þér skilið þessum eigum mínum við fyrsta hentuga tækifæri, enda sýnist mér ærnar ástæður til að nota aftur bæði fána og stöng og af sama tilefni," segir í bréfinu. Guðmundur Páll stóð fyrir mótmælunum til þess að and- mæla því að Fögruhverir færu undir vatn vegna Hágöngumiðl- unarlóns vegna virkjana Lands- virkjunar á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.