Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 72

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 72
Jíemát -setur brag á sérhvern dag! s Æ 1 KOSTAB | með vaxta þrepum | ® BÚNADAKBANKINN | www.bi.is j MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK. SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Davíð Oddsson forsætisráðherra í stefnuræðu á Alþingi Stærstur hluti þjóðar- innar taki þátt í útgerð Snúið við vegna hreyfíl- bilunar ^pHREYFILBILUN varð til þess að einni af Loekheed Tristar-flugvélum Atlanta-flugfélagsins var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak um hádegisbilið á miðvikudag frá Gatwick-flugvelli í London. Samkvæmt upplýsingum flugfé- lagsins voru 289 farþegar um borð, sem flestir voru breskir ellilífeyris- þegar, auk fjórtán manna áhafnar, sem einnig er af erlendu bergi brot- in. Flugvélin hefur verið í leiguflugi fyrir breska flugfélagið Caledonian í Bretlandi undanfarna mánuði. Að lokinni máltíð á flugvellinum var flogið með farþegana áfram til áfangastaðar í einni af Boeing 747- flugvélum Atlanta. I fréttatilkynningu frá Atlanta segir að ekki sé vitað um orsakir bil- unarinnar en unnið sé að rannsókn málsins. ---------------- Landsvirkjun biður um svigrúm LANDSVIRKJUN skrifaði Rafiðn- — -aðarsambandi íslands og Félagi járniðnaðarmanna í gær bréf þar sem þess er farið á leit að samtökin gefi „svigrúm til að finna farsæla lausn“ í máli verkamanna rússneska fyrirtækisins Technopromexport, sem vinna við að leggja Búrfellslínu 3A, þar til fulltrúar þess og Lands- virkjunar hafa fundað í næstu viku. Sex starfsmenn Technopromexport verða sendir heim á sunnudag. í bréfinu er vísað til þess að fé- lagsmálaráðuneytið hafi ákveðið að bíða með frekari ákvarðanir í málinu þar til fundurinn verður haldinn. Þar er undirstrikað að það séu hagsmun- ir Landsvirkjunar að málið leysist og öll efnisatriði þess verði upplýst áður en ákvarðanir verði teknar. Fyrir- ’L-í*tækið hafi gert sitt ýtrasta á grund- velli ákvæða verksamningsins við rússneska fyrirtækið til að leysa deiluna. ■ Sex starfsmenn/10 -------------- Þórður Guðjónsson skoraði tvö ÞÓRÐUR Guðjónsson knattspyrnu- maður með Genk í Belgíu skoraði tvö mörk og átti þátt í tveimur öðrum er Genk lagði Duisburg 5:0 í síðari - i'iðureign liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa í Brussel í gærkvöldi. Genk tryggði sér þar með sæti í næstu umferð, en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum fyrir tveimur vik- um, 1:1. Þórður fór á kostum í liði Genk og auk þess sem að ofan er getið átti hann færi á því að skora eitt mark til viðbótar. ■ C3/Þórður ------♦-♦-♦--- Norskur ferða- ' maður lést 77 ÁRA gamall norskur ferðamaður beið bana í fjallgöngu í Vestmanna- eyjum í gær. Maðurinn var á ferð með hópi fólks að skoða sig um í Vestmannaeyjum. Þegar gengið var á Eldfellið hneig maðurinn niður og var látinn við komu á sjúkrahús, að sögn lögreglu. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að skoða ætti vandlega hvort hið opinbera gæti í samvinnu við for- ráðamenn í útvegi beitt sér fyrir að- gerðum sem leiða myndu til þess að enn fleiri Islendingar, jafnvel stærsti hluti þjóðarinnar, tæki beinan þátt í útgerð. „Með því yrði skýrara að hér er um þjóðargrein að ræða, sem öll- um nýtist. Verði hinn mikli gróði í þessari grein sem sumir spá og sumir virðast óttast, þá myndi hann fljóta hratt út í þjóðfélagið og tortryggni yrði minni en ella,“ sagði Davíð. Hann sagði einnig að ekki væri um það deilt að núverandi skipan fisk- veiða stuðlaði að mikilli verðmæta- sköpun, þótt víðast hvar annars stað- ar í heiminum væri sjávarútvegur þungur baggi. „Það er því með nokkrum ólíkindum þegar stjórn- málaflokkai- eða framboðsbræðingar segjast vilja kasta fískveiðistjórnun- arkerfi okkar í heild sinni fyrir róða, án þess að geta bent á, hvað koma eigi í staðinn," sagði Davíð. „Þeir, sem sýna slíkt ábyrgðarleysi, ætla sér bersýnilega ekki í bráð að leita eftir því að mega hafa forystu fyrir þjóðinni.“ ForsætisráðheiTa sagði á hinn bóginn ljóst að ýmsir þættir er vörð- uðu sjávarútvegsmál hlytu að lúta endurskoðun og lagfæringum. Þjóðin þyrfti að eiga betri aðgang að upplýs- ingum um undirstöðuatvinnugrein sína en verið hefði. „Þá er mjög þýð- ingarmikið að nú er að störfum svokölluð auðlindanefnd, sem allir flokkar eiga aðild að. Þessi þverpóli- tíski vettvangur er kjörinn tfl að skoða æsingalaust og án fordóma þætti sem lúta að nýtingu auðlinda og afrakstri af þeim,“ sagði Davið. í umræðum um stefnuræðuna í gærkvöld gagnrýndi Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins, forsætisráðherra fyrir það að hafa ekkert minnst á málefni aldr- aðra, öryrkja eða fatlaðra í ræðu sinni sem spurt hefðu að því hvað orðið hefði af þeirra hlut í góðærinu. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, taldi að stjórnarstefna Davíðs fæli ekki í sér aukinn jöfnuð og réttlæti og sagði að undir hans stjóm hefði orðið gífurleg eignatilfærsla sem í æ ríkai'i mæli stuðlaði að því að fámennur hópur manna ætti allt og réði öllu. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður þingflokks óháðra, sagði að góðærið sem forsætisráðherra talaði um væri aðallega di'ifið áfram af eyðslu umft-am efni. „Það stefnir í nærfelldan fjörutíu milljarða við- skiptahalla íslenska þjóðarbúsins,“ sagði hann. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins sagði að mál- efnagrunnm' stjómarandstöðunnar væri fullur af góðum óskum, en það vantaði á hinn bóginn í hann allan efnahagslegan grunn. Sagðist hann vera farinn að halda það að það væri hreinlega skflgreining á vinstri stefnu að tala bara um útgjöld. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra beindi spjótum sínum að stjórnendum heilbrigðiskerfisins og spurði hvernig stæði á því að jafnvel stjórnendur í heflbrigðiskerfínu gerðu sjálfum sér og sjúklingunum það að gagnrýna heilbrigðiskerfið „sundur og saman.“ Kerfi sem þeir ættu sjálfir að stjóma. ■ Setning Alþingis/4/6/36 Setning Alþingis Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra setti Alþingi fs- lendinga í gær í umboði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Sendi hann Ólafí Ragnari og eigin- konu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, hlýj- ar kveðjur, en þau eru nú í Seattle í Bandaríkjun- um, vegna veikinda Guðrúnar Katrínar. Með fjárlagafrumvarpinu er stefnt að mikilli lækkun skulda Stefnt að því að ríkið dragi sig út af lánamarkaði 30 MILLJARÐA skuldalækkun ríkissjóðs á tveimur árum mun leiða til þess að vaxtagjöld rík- isins lækka um einn milljarð þegar áhrif skulda- lækkunar verða að fullu komin fram. Geir H. Ha- arde fjármálaráðherra, sem lagði fram sitt fyrsta fjárlagafrumvarp í gær, segir að með því sé mörk- uð sú stefna að nota auknar tekjur ríkissjóðs til að lækka skuldir. Ríkið sé að draga sig út af lána- markaði, en það hafi á undanförnum áram sogað til sín gífurlegt fjármagn og átt þannig þátt í að halda uppi háum vöxtum. Geir sagði að þetta fjárlagafrumvarp væri sól- skinsframvarp. Það bæri með sér að hagur ríkis- sjóðs væri að batna. Frumvarpið væri svar við gagnrýni, sem heyrst hefði í sumar, um lausatök í fjármálum ríkisins. Ríkissjóður væri að draga sig út af fjármagnsmarkaði, borga niður skuldir og draga úr þenslu. Ríkissjóður, ríkisfyi'ii'tæki og sjóðir myndu á næsta ári taka að láni um 59 millj- arða, en endurgreiðsla eldri lána næmi svipaðri upphæð. Þetta gerðist þrátt fyrir umfangsmiklar orkuframkvæmdir sem fjármagnaðar væru með lánum. 1,9 milljarða afgangur Fjárlagaframvarpið gerir ráð íyrir að ríkissjóð- ur skili 1,9 milljarða afgangi á næsta ári. Þetta er tæplega 5 milljörðum betri afkoma en horfur eru á að verði á þessu ári. Fjárlagaframvarpið er nú í annað sinn lagt fram á rekstrargrunni, en ef það hefði verið lagt fram á greiðslugrunni hefði verið um 10 milljarða afgangur á fjárlögum. Geir sagði að mestu skipti að framvarpið gerði ráð fyrir að ríkið héldi áfram að greiða niður skuldir. Skuldir ríkissjóðs myndu á þessu ári og því næsta lækka um 30 milljarða. Við það myndi vaxtakostnaður ríkissjóðs lækka. Þar væri hægt að ná miklum árangri við niðurskurð ríkisfjár- mála. Þegar áhrif 30 milljarða skuldalækkunar era að fullu komin fram lækka vaxtagjöld ríkis- sjóðs um einn milljarð. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til samgöngumála verði aukin um tæpan milljarð. Geir sagði að þetta bæri ekki vott um lausatök í ríkisfjármálum. Áætlað væri að fjárfesting á næsta ári myndi dragast saman um 10% milli ára. Það væri því útlit íyrir samdrátt í verktakastarf- semi og við slíkar aðstæður væri eðlilegt að halda sig við áætlun í samgöngumálum. I Fjárlagafrumvarpið/Dl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.