Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn ATLI Heimir Sveinsson, Love Derwinger og Mikko Franck gleðjast að flutningi loknum. Suðræn kryddsúpa TÓNLIST lláskólabín SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Carl Nielsen: Forlcikur að Maskarade; Atli Heimir Sveinsson: Eldtákn, pianó- konsert nr. 2; Johs. Brahms: Sinfónía nr. 1. Love Derwinger, píanó; Sinfóníuhljómsveit íslands u. stj. Mikkos Francks. Háskólabiói, fimmtudaginn 1. október kl. 20. NÍTJÁN ára aldur er ekki mikið veganesti í starfsgrein þar sem margir náðu biblneskum aldri eins og Toscanini, Klemperer, Beecham og fleiri. Par að auki var hljómsveitarstjórn kannski einmitt sú listgrein þar sem aldur og reynsla þótti - til skamms tíma - skipta hvað mestu máli. En sem kunnugt er hafa slík við- horf tekið verulegum stakkaskiptum eftir að upphófst sú æskudýrkun á Vesturlöndum á seinni helmingi þessarar aldar sem enn sér ekki fyrir endann á, og nú þykir ekki nándar nærri eins mikil „sensasjón" að sjá táning eins og hinn fínnska Mikko Franck munda sprota uppi á stjómpalli og hefði verið bara fyrir tuttugu árum. Samt var sem lægi nokk- uð í lofti, að æska hljómsveitarstjórans væri mörgum tónleikagestum ekki síður aðdráttar- afl en frumflutningur íslenzks píanókonserts, sem er þó ekki hvunndagsbrauð heldur, hvort svo sem hafi verið yfirsterkara hjá hverjum og einum, löngunin eftir að sjá flug eða fall. Fáar ef nokkrar ölkelduflöskur í líki óperu- forleikja 20. aldar - það væri þá helzt Candide-forleikur Bemsteins - skvetta úr sér við opnun af þvílíkum ómótstæðilegum gáska og forleikur Carls Nielsens að ópemnni Ma- skarade (1906) við samnefndan gamanleik Lu- dvigs Holbergs. Verður að fara allt aftur að Figaro-forleik Mozarts til að finna samjöfnuð, enda kvað sá víst að hluta fyrirmynd Niel- sens, sem var mikill Mozart-aðdáandi. Ekki beinlínis hljómræn værðarvoð að hita sig upp á í rólegheitum, en Sinfóníuhljómsveitin var vel með frá upphafi. í meðfömm þeirra Francks varð forleikurinn þónokkru fínlegri en maður átti að venjast, jafnvel dulúðlegur. Var það skemmtileg tilbreyting frá megin- straumstúlkunum, og hefði verið enn meira sannfærandi, hefði verið sett aðeins meira púður í forte-staðina til mótvægis. Eldtákn, píanókonsert Atla Heimis Sveins- sonar nr. 2, var saminn 1995 fyrir Sinfónísku blásarasveitina í Stokkhólmi og píanósnilling- inn Love Derwinger, sem margir kannast við frá samleiksplötu þeirra Áshildar Haralds- dóttur flautuleikara. Að sögn höfundar var konsertinn saminn undir innblæstri frá kvæði eftir Nietzsche um elda Zaraþústm og er í fjómm þáttum: fyrst lúðrakall skreytt píanó- spili, svo rómantísk ballaða sem „villist inn í suðræna sömbu“, þá næturljóð dimmra nátta, og loks er lokaþáttur, „lofsöngur glæstrar einveru". Fyrsti þáttur, sem hófst á risa-sjöundar- skrefum í strengjum, líkt og nietschneskt of- urmenni væri að klofa fjöll, tók brátt að ygla brúnum með snörpum sviptingum svo leiddi helzt hugann að náttúmhamfórum á við eld- gos eða verra, enda framvindan ófyrirsjáan- leg líkt og hjá höfuðskepnum í vígamóð. Ann- ar þátturinn var samfelldari, fullur af hvöss- um og litríkum blástursinnskotum, og fjaraði út í einskonar rúmbublendingi. Mest magík var yfír III. þætti, (hitabeltis)næturljóðinu, þar sem m.a. m-ruðust á kontrafagott og hið hér um slóðir fáséða kontrabassaklarínett, líkt og til að undirstrika enn frekar hitastæku taufur frumskógamætur, og lauk með mæðu- legu andvarpi á lofti einu úr básúnum. í fínalnum kvað aftur á móti við allt annan tón og annað íomneyti; hektískt stórborgar- rokk skuggahverfanna, sem ásamt nokkram tokkötuinnskotum fyrir tvo slagverksmenn á tréblakkir leiddi hugann ýmist að Metrópólis Fritz Lang, saurlifnaðinum um borð í geim- skipinu góða Aníöra, eða jafnvel að ítrekun heimsendisboðskaparins: eftir oss syndaflóðið! Þökk sé góðum undirbúningi flytjenda mið- að við nauman æfingartíma skilaði þetta öfl- uga nærri 28 mín. langa verk furðu miklum þokka, enda lék hljómsveitin flest vel samtaka með góðri snerpu, þó að maður hefði stundum viljað fá fleiri og stærri andstæðufleti á lægri nótum til mótvægis við hinn í heild full-dóm- ínerandi hamagang. Verður þó ekki talið lítið afrek af kornungum stjórnanda að fá jafn mikið úr þessari sterkkrydduðu suðrænu hljómasúpu Atla og raun bar vitni, enda í samræmi við hraðskreiða framabraut að geta notað tímann vel. Síðust á dagskrá var 1. sinfónía Brahms í c- moll Op. 68, sem tónskáldið hóf smíði á 1854, þá 21 árs, en lauk ekki við fyrr en 1876, enda hvort tveggja sjálfsgagnrýninn í meira lagi og lét lengi vel sligast af slagskugga Beethovens, sem honum þótti bera af öllum sinfónistum 19. aldar. Líkt og með Kóralfantasíu Beet- hovens fyrir Níuna samdi Brahms einnig „æf- ingarverk" fyrir fyrstu sinfóníuna sína, nefni- lega Haydn-tilbrigðin, en verkið þykir, þrátt fyrir langlegu þess í burðarliðnum, bæði ægi- fagurt og innblásið. Lokaþáttur þess, sem með orðalagi höfundarins er það keimlíkur niðurlagsþætti Níunnar í anda að ,jafnvel asni ætti að geta séð það“, sver sig óneitan- lega í sömu sam-mannlegu ætt og kenna má á þjóðlagastefinu frá Rínarlöndum í Níu Beet- hovens, Freude, schöner Götterfunken, þegar C-dúr stef Brahms svífur ógleymanlega upp frá jörðu úr djúptliggjandi strengjasveitinni með upphafsfórtón á opnum G-streng í fiðlum og víólum. Tæplega finnst þroskaðra dæmi um fyrstu hljómkviðu höfundar en einmitt þetta, og vissulega ekki árennilegt fyrir ungan og lítt reyndan stjórnanda að fá það bezta fram úr jafn víðkunnu meistaraverld. Það mátti líka til sanns færa, að mótunin, einkum í dýnamík fyrstu tveggja þátta, var svolítið flöt, þó að margt væri annars vel spilað. Betur tókst til í III., þó að hefði t.d. mátt hlaða meira drama í fallandi þríhljóma sellóa og bassa og skerpa á pizzicatostöðum, sem berast ævinlega illa í Háskólabíói. I lokaþættinum vottaði hins vegar fyrir ein- hverju svipuðu þeim nærri því annarlega þroska sem heyra má í fíðluleik landa stjórn- andans og jafnaldra, Pekka Kuusisto, því þar fór Brahms gamli, þrátt fyrir ívið of geyst megintempó, á flug, með tærum og velhljóm- andi útleggingum á „þjóðlaginu", endurreisn- arbrasskórölum og öllu, svo að gmna mátti, að Mikko Franck ætti skemur eftir í fullt er- indi við Brahms en á grönum mátti sjá. Ríkarður Ö. Pálsson „...hve freistandi vísindamönnum þykir að rannsaka þjóð, þar sem hægt er að ganga að heilbrigðisupp- lýsingum áratugi aftur í tímann...“ .^t.......... Blaðamenn Morgunblaðsins varpa Ijósi á erfðavisindi, gagnagrunna á heilbrigðissviði og þau álitamál sem fylgja skráningu heilsufarsupplýsinga og einkaleyfi á rekstri gagnagrunns. Greinaflokkurinn Erfðir og upplýsingar hefst í blaðinu á sunnudaginn. _________ A...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.