Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Inge Knutsson er afkastamikill þýðandi íslenskra bókmennta á sænsku Mikill áhugi fyrir íslensk- um bókmenntum í Svíþjóð HANN nam norrænu í háskólanum í Lundi á árunum í kringum 1970 og þar vaknaði áhuginn á íslensku. „Þá var íslenska ennþá skyldunámsefni í norrænudeildinni. Við vorum látin lesa fáeina kafla úr Eglu og nokkur Eddukvæði og svo var námskeið í nútímaíslensku, sem Njörður P. Njarðvík kenndi," segir sænski bók- menntaþýðandinn Inge Knutsson. Hann komst fljótt að því að það hafði ekki verið þýtt mikið af ís- lenskum nútímabókmenntum á sænsku. Að því kom að hann keypti sér íslensk-sænska orðabók og tvær bækur eftir Þórberg Þórðarson, settist niður og fór að lesa og fletti samviskusamlega upp í orðabókinni. „Það tók mig langan tíma en ég hélt áfram,“ segir hann. Ekki leið á löngu þangað til hann keypti einar tíu ljóðabækur eftir ís- lensk skáld og hófst handa við að þýða ljóð. „Vinur minn var að vinna hjá bókaforlagi og við spurðum út- gefandann hvort hann hefði áhuga á að gefa út ljóðasafn eftir íslenska höfunda. Það vildi hann gjama.“ Árið eftir kom upp sú staða að Pet- er Hallberg hafði ekki tíma til þess að þýða Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness og leitaði þá til Inge Knutssons. „Eg gerði það auðvitað með mikiili gleði, það var mikill heiður. Síðan var ekki aftur snúið,“ segir Inge en hann hefur ailar götur síðan haft þýðingar að aðalatvinnu. Þegar hann byrjaði að þýða var hann raunar að vinna að doktorsrit- gerð um tökuorð í íslenskum 17. og 18. aldar bókmenntum en hann seg- ir að þýðingamar hafí fljótt orðið ofan á og ritgerðin dottið uppfyrir. „Það var nú meira spennandi að þýða,“ segir hann og kveðst ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. Síðasta aldarfjórðunginn hafa komið út nærri fímmtíu bækur eftir íslenska höf- unda í sænskri þýðingu Inge Knutssons. Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti þennan afkastamikla þýðanda að máli í Norræna húsinu á dögunum. Gagnlegt og upp- örvandi þýðendaþing Inge Knutsson býr og starfar í þorpinu Knisl- inge á Norður-Skáni, þar sem hann segist hafa gott næði til þess að þýða, sem geti vissu- lega verið einmanalegt og einangrað starf. Hann kemur reglulega hingað til lands til þess að halda málinu við og fylgjast með því helsta sem er að gerast í ís- lenskum skáldskap. Hann dvelur hér þó yfir- leitt ekki lengur en í hæsta lagi mánuð í senn, því þá er hann farinn að sakna orða- bókanna sinna og vinnuaðstöðunn- ar. Hann kveðst allajafna ekki hafa mikið samband við aðra þýðendur en á dögunum tók hann þó þátt í þýðendaþingi sem fram fór í Skál- holti á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Bókmenntakynningar- sjóðs. Hann segir þingið hafa verið mjög gagnlegt og uppörvandi. „Það er alltaf gaman að geta rætt saman um vandamál sem mörg hver eru þau sömu hjá þýðendum," segir Inge og vitnar í þýskan þýðanda sem sagði að þýðand- inn væri svo einangr- aður og þá kannski sérstaklega þegar þýtt væri úr íslensku. „Þá er alltaf gott til þess að vita að það eru til aðrir sem eru í sömu spor- um.“ Hann lætur vel af þýðingarsmiðjunum á þinginu, þar sem þýð- endurnir höfðu allir þýtt sama textann og fengu svo góð ráð um lausn ákveðinna vanda- mála í þýðingunni hjá íslenskum rithöfund- um. Þýðir úr íslensku, norsku, dönsku og færeysku Þær eru orðnar 47 talsins, bæk- umai’ sem út eru komnar í þýðingu Inge Knutssons úr íslensku, flestar eftir samtímahöfunda. Meðal þeirra má nefna skáldsögur eftir Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Guðrúnu Helgadóttur, Einar Má Guðmunds- son, Steinunni Sigurðardóttur, Pétur Gunnarsson, Vigdísi Grímsdóttur og Kristínu Ómarsdóttur og ijóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Einar Inge Knutsson Braga, Þorstein frá Hamri, Snorra Hjartarson og Jón úr Vör. Auk þess hefur hann þýtt allmargai’ þeirra ís- lensku bóka sem tilnefndar hafa ver- ið tii bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs en þær hafa ekki nærri all- ar verið gefnar út. Hann vinnur nú að þýðingum á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar, Fótspor á himnum, og Hanami efth’ Steinunni Sigurðardóttur, auk þess sem hann er að þýða ljóð eftir Nínu Björk Ámadóttur. Hann hefur nóg að gera og nú orðið em það yfirleitt forlögin sem leita til hans og falast efth’ þýð- ingum en ekki öfugt. í sumum tilfell- um segir hann raunar að forlög vilji heldur ráða óreyndan þýðanda til verksins til þess að geta þá borgað minna fyrir það. Auk hins mikla fjölda íslenskra skáldverka sem Inge Knutsson hefur þýtt á síðastliðnum aldarfjórðungi hefur hann þýtt þónokki’ar bækur úr norsku, m.a. eftir Kjartan Flpgstad, Jan Kjærstad og Edvard Hoem. Úr dönsku hefur hann m.a. þýtt eftir Svend Aage Madsen og ljóð eftir William Heinesen, auk þess sem hann hefur þýtt smásögur eftir Jens Pauli Heinesen og bækur nokkurra annarra færeyskra höfunda. Sjálfur hefur hann einnig fengist við ijóða- gerð en einungis ein ijóðabók komið út. Hann segir að helst þurfí menn að vera ungir eða spennandi til þess að útgefendur hafí áhuga á að gefa út ljóðabækur þeirra. En hann kveðst þó aldeilis ekki ætla sér að gefast upp. Inge segir mikinn almennan áhuga fytir íslenskum bókmenntum í Sví- þjóð. „Það má líka benda á að það em mun fleiri íslenskar bækur gefn- ai’ út í Svíþjóð en í Noregi og Dan- mörku,“ segir hann. Framhaldið um Rose- mary og djöflaklíkuna AMÍ, Anna María Guð- mann. í baksýn er eitt verka hennar. Ástin og dauðinn í Bfl- um og list AMÍ (Anna María Guðmann) opnar sýningu í Bílum og list, Vegamótastíg 4, laugardaginn 3. október kl. 16. Yfirskrift sýning- arinnar er Ljóð og er viðfangs- efnið ástin og dauðinn og þær til- fínnngar sem tengjast því. Anna María útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 1995 og er þetta sjöunda einka- sýning hennar. Sýninguna tileinkar hún eigin- manni sínum, Þóri Jóni Guð- laugssyni, sem lést fyrir tæpum þremur ámm. Undir nokló’um myndanna em ljóð eða texti sem hún skrifar til að velta fyrir sér tilgangi þess að halda áfram og hvers vegna við stöndum alltaf upp aftur og aftur þegar við dett- um niður, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningin stendur til fímmtu- dagsins 22. október og er opin mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga SONUR ROSEMARY, „SON OF ROSEMARY" eftir Ira Levin. Onyx Book 1998. 315 síður. FRAMHALDSMYNDAFÁRIÐ er alþekkt Hollwoodfyrirbrigði. Ef einni mynd vegnar vel í miðasölunni hvers vegna ætti þá ekki hægt að gera fímm alveg eins sem líka vegn- ar vel? Þannig verða til vondar myndir eins og Batman IV. Á und- anförnum árum hefur framhaldsfár þetta verið að taka sér bólfestu á af- þreyingarbókamarkaðinum með mjög misjöfnum árangri, svo ekki sé meira sagt. Jafnvel mesta ástarsaga allra tíma, Á hverfanda hveli, hefur ekki fengið að vera í friði fyrir tísku þessari en framhaldssagan, „Scar- lett“, var gefin út fyrir nokkrum misserum. Joseph Heller skriíaði „Catch 22 2“ fyrir skemmstu og svo mætti áfram telja. Rosemary 2 Einn af þeim sem fallið hefur fyrir sölubrellunni er bandaríski spennu- sagnahöfundurinn Ira Levin. Hann hefur skrifað margan ágætan tryllinn um sína daga og hafa þeir nokkrir verið kvikmyndaðir. Þeirra helstir eru Drengirnir frá Brasilíu eða „The Boys from Brazil“, einna fyrsti klón- tryllirinn sem athygli vakti, ,q\. Kiss Before Dying“ og „Sliver“ en úr henni var gerð alvond spennumynd með Sharon Stone. Einnig skrifaði Levin á sínum tíma ágæta spennu- sögu um djöflatrú og kallaði Barn Rosemary eða „Rosemary’s Baby“. Pólski leikstjórinn Roman Polanski kvikmyndaði hana með fínum árangri og hafði Miu Farrow í aðalhlutverki móður sem djöfladýrkendur nota til þess að ala af sér son Satans. Levin hefur nú þremur áratugum síðar eða svo skrifað framhaldið og kallar það Son Rosemary eða „Son of Rose- mary“ og tileinkar það Farrow. Hann er ekki að gera henni neinn greiða með því. Sagan hefst á því að Rosemary vaknar upp af 27 ára dásvefni og er þá komið árið 1999 og aldaskiptin í nánd. Hún er orðin 58 ára gömul og tekur eftir því að allir í heiminum ganga með lítið brjóstmerki sem á stendur. Ég elska Andy. Kemur fljótt í ljós að Andy þessi er sonur hennar getinn af djöflinum og hefur að því er virðist sigrað heiminn með góð- mennsku sinni. Hann er svo þéttset- inn að hvorki páfínn né forseti Bandaríkjanna ná í hann í símann. Hann er frelsishetja mannkyns og hefur skipulagt einhverja þá um- fangsmestu kertafleytingu sem hægt er að ímynda sér, eða í það minnsta ígildi hennar. Allt mannkyn á að kveikja á kertum á sama tíma, á mið- nætti 1999, og sýna með því ást og frið og sameiningu. Að skemmta skrattanum Rosemary, vitandi allt um getnað sonar síns og framtíðarplön djöfla- dýrkendanna sem hún átti við í fyrri sögunni, hefur í fyrstu sínar grun- semdir varðandi kertafleytinguna, en Andy sonur hennar fullvissar hana um að hann hafi snúið af braut djöfulsins og gabbað hann: Guðstrú- in sé hans eina raunverulega trú. Rosemary, hafandi dormað í 27 ár, lætur gott heita, einnig það að hann skuli girnast hana, að augun í Andy verða gul þegar hann æsist og það myndast horn upp úr höfðinu á hon- um og hann virðist reglulega stjórna orgíum á níundu hæðinni í skrif- stofubyggingunni sinni. Óþarfí er að gefa upp hvoru meg- in Ándy raunverulega stendur og það skiptir heldur ekki máli því endirinn er svo vitlaust að hann minnir helst á það þegar Pamela Ewing steig útúr sturtunni forðum daga í Dallas! I þessu tilfelli var bet- ur heima setið en af stað farið. Levin tekst jafnvel að eyðileggja ágæta minningu um fyrri söguna með sögulokum sínum. Ekki einu sinni meistara Polanski tækist að gera neitt nema gamanmynd úr þessum framhaldsgraut og þá að- eins til þess að skemmta skrattan- um. Arnaldur Indriðason. er eftir Gylfa Gíslason. Mokka í 40 ár RANNVEIG Anna Jónsdóttir og Þorvaldur Halldór Gunnarsson, eru að ljúka mastersnámi í menningar- fræðum frá Árósaháskóla. Þau hafa valið sér sögu Mokka sem lokaverk- efni og opna sýningu í Mokkakaffi fóstudaginn 2. október sem ber yfír- skriftina „Um þessar mundir“. I kynningu segir að sýningin dragi fram liðna tíð og minni með pinnum á veggjum Mokka á öll þau myndverk sem hangið hafa á veggj- um kaffihússins sl. 40 ár. Sýningin stendur til 29. október. Mokka er opið alla daga frá kl. 9.30-23.30, nema sunnudaga frá kl. 14-23.30. ---------------- Gamansami harmleikurinn aftur á Litla sviðinu SÝNINGAR á einleiknum Gaman- sama harmleiknum, sem frumsýnd- ur var á Litla svið- inu á liðnu vori, eru að hefjast að nýju og verður fyrsta sýningin föstudaginn 2. október. Höfundar verks- ins eru Eve Bon- fanti og Yves Hun- stad Ijeikari en Om Árnason fer með eina hlutverk leikritsins. Leik- stjóri er Sigurður Sigurjónsson. Örn Árnason ♦ ♦♦------ Skyggnst undir fötin í Galleríi Sævars Karls í GALLERÍI Sævars Karls í Bankastræti verður opnuð sýning á nýjum verkum Haraldar Jónssonar laugardaginn 3. október kl. 16. Yfírskrift sýningarinnar er SVIMI en listamaðurinn hefur unnið verkin með umhverfi verslunarinnar sérstaklega í huga, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir: „Á þessari sýningu Haraldar skyggnumst við undir það sem býr undir efni og munsturgerðum fatanna sem við klæðumst. Á sýningunni getum við sömuleiðis horfst í augu við það sem gjarnan er hulið sjónum okkar allt frá því að við vöknum á morgnana og þar til við lognumst út af að kvöldi. Á sýningunni gefur m.a. að líta óregluleg sjávarföll hins rauða hafs líkama okkar en þar má einnig verða vitni að því stöðuga myrkri sem líkami okkar bæði hverfíst um og speglast i en við getum hins vegar einungis ímyndað okkur það án þess að sjá það nokkurn tímann með berum augum.“ Sýningunni lýkur miðvikudaginn 28. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.