Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 64
»í64 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Stutt Kynlíf á efri árum ► f KÖNNUN sem birt var í Bandaríkjunum af National Council á mánudaginn kom f ljós að nærri helmingur Band- aríkjamanna sem eru sextugir eða meira stunda kynlíf a.m.k. einu sinni í mánuði. Af könn- unni mátti einnig ráða að kyn- lífið væri síst of mikið og meira en 40% aðspurðra sögðu að þau myndu ekki slá hendinni á móti meiri hvflubrögðum. Einnig kom fram í könnuninni að flest- ir telja kynlíf sitt betra en þeg- ar þeir voru á fertugsaldri, í það minnsta meira gefandi til- fínningalega. James Firman sem stjórnaði könnuninni gaf frá sér eftirfarandi yfírlýsingu: „Könnunin afsannar mýtuna um kynlíf og efri árin. Eldra fólk er virkt í kynlífí og lítur á það sem mikilvægan þátt í lífi sínu.“ - Tungulipur í neyð ► KONA sem sér um húsvörslu nektarklúbbs á Pompano- ströndinni í Flórída notaði óvanalegar aðferðir til að bjarga sér og stöllu sinni þegar brotist var inn í klúbbinn eftir lokun, því hún notaði tunguna til að hringja í neyðarsíma lög- reglunnar, 911. Konan sér um húsvörslu í klúbbnum ásamt annarri konu en á mánu- dagskvöldið hafði gleymst að loka einum dyrunum og réðust tveir grímuklæddir menn inn í klúbbinn eftir lokun. Talsmaður lögreglunnar segir að ræningjarnir hafi bundið konurnar tvær, en önnur komist að símanum og hringt með þess- ari óvanalegu aðferð. Vegna tungulipurðar konunnar sluppu þær báðar óslasaðar, en ræn- ingjarnir höfðu á brott með sér peningaskáp, sem innihélt 50 þúsund dollara. Þeir hafa enn ekki náðst. Hjartaáfall undir stýri ► SVEITASÖNGVARINN Randy Travis lenti í heldur óvenjulegri bílferð á dögunum. Hann var ásamt eiginkonu sinni á heimleið frá flugvellinum í Los Angeles, þegar ökumaður bflsins féll fram á stýrið vegna hjartaáfalls. Trav- is brá skjótt við og klifraði yfír sætið og gat stöðvað bflinn. Strax var haft samband við sjúkrabfl, en þrátt fyrir margar tilraunir var ekki hægt að lífga ökumann- inn við. Raunir Adolfs ► LÍFIÐ er ekki auðvelt þegar maður er nefndur eftir manni sem hataður er af þorra manna, Adolf Hitler. Sextugur vörubflstjóri í Aust- urríki þekkir af eigin raun erfið- leika sem af þessu geta stafað, en foreldrar hans skírðu hann Adolf Hittler. „Enginn trúði því að þetta væri nafn mitt,“ segir Ad- olf og bætir við að hann hafí oft —verið vakinn upp á nóttunni af fólki sem hringir í hann og segir „Heil Hitler" eða eitthvað álíka. Raunir Adolfs hafa þó hugsan- lega minnkað eitthvað við það að hitta fleiri sem eiga við svipað vandamál að stríða, en á dögun- um var haldin ráðstefna um erf- iðar nafngiftir í Brunau í Aust- urríki. FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin, Regnboginn og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga gamanmyndina Dr. Doolittle með Eddie Murphy í titilhlutverkinu. Dagfínnur dýra- læknir snýr aftur Leikstjóri myndarinner heitir Betty Thomas, en hún leikstýrði Private Parts með Howard Stem og The Brady Bunch Movie. „Þeg- ar ég sá Eddie Murphy fyrir mér að tala við dýrin þá fannst mér hugmyndin að þessari mynd strax heillandi,“ segir hún. Hún segir að fyrir sér hafi Rex gamli Harrison verið dr. Doolittle og þess vegna hafí það verið mikil áskomn að ALLT í einu fer hinn virti læknir, dr. John Doolittle, að skilja dýrin og þau hópast að honum. gera nýja mynd um sömu persónu með Eddie Murphy, sem er eigin- lega eins ólíkur Rex Harrison og hægt er að vera. Þótt framleiðendur og leikstjóri væru sammála um að það væri frábær hugmynd að fá Eddie Murphy til að leika dýralækninn kom það þeim á óvart hvað hann var óöraggur og hræddur innan um dýrin. „Það passaði vel inn í söguna,“ segir leikstjórinn. „I upp- hafi myndarinnar líður Doolittle illa innan um dýrin af því að hann er löngu búinn að týna niður þeim hæfileika sem hann hafði þegar hann var barn, að tala við dýrin.“ Fjölskyldu Eddie Murphys var líka skemmt yfír því að hann ætti að fara að leika með dýram. „Bræður mínir stríddu mér sér- staklega á því að vera dr. Doolittle. Þeir höfðu oft heyrt mig lýsa ótta við hunda og dýr,“ segir Eddie. „Eg hef alltaf vara á mér gagnvart dýrum og það fór stundum um mig meðan ég var að leika í þessari mynd.“ Auk Eddie Murphy era í helstu hlutverkum myndarinnar Ossie Davis, sem leikur föður læknisins, Oliver Platt leikur þröngsýnan kollega hans. Kristen Wilson leikur eiginkonu hans. Dýi’in tala í myndinni og margir þekktir leikarar leggja þeim til raddir. Þar á meðal era Chris Rock (Lethal Weapon) og Ellen De Generes (Ellen) og einnig John Leguizamo (To Wong Foo) og Julie Kavner (Marge Simpson). SMÁM saman færir dr. Doolittle sig upp á skaftið og fer að sinna tígrisdýrum. I FYRSTU er læknirinn dauðhræddur við nýju sjúklingana sfna. DR. JOHN Doolittle á allt sem nokkum mann gæti langað í; blómlegan starfs- feril, fallega konu, tvær yndislegar dætur, nóg af peningum. En allt í einu fara undarlegir hlutir að ger- ast. Lækninum góða til mikillar skapraunar fer hann allt í einu að heyra dýrin tala og skilja hvað þau eru að segja. A skömmum tíma tekur líf læknisins stakkaskiptum og hann er síður en svo sáttur við breytinguna. Ferfætlingarnir era hins vegar mjög hrifnir af því að vera loksins búnir að fá lækni sem skilur þá og þau hópast að heimili hans. Aður en læknirinn veit af er hann farinn að lækna ketti, hunda og tígrisdýr. Myndin er endurgerð hinnar þekktu sögu um Dr. Doolittle, eða Dagfinn dýralækni, eins og bæk- urnar eftir Hugh Lofting hétu þeg- ar þær komu út á íslensku. Kvikmyndaframleiðandinn John Davis átti hugmyndina að því að endurgera myndina frá 1967 um Dagfinn dýralækni þar sem Rex Harrison var í titilhlutverki lækn- isins sem gat talað við dýrin. „Við ákváðum að gera söguna nútímalega og við komumst að þein-i niðurstöðu að til þess að áhorfendur féllu fyrir sögunni í dag væri nauðsynlegt að finna gaman- leikara í titilhlutverkið," segir John Davis. Hann segist hafa sannfærst um að Eddie Murphy væri rétti mað- urinn í hlutverkið þegar hann sá hann leika í The Nutty Professor. Eddie er stórstjama eftir að hafa leikið í þeirri mynd og einnig myndum á borð við 48 Hrs, Trad- ing Places, Beverly Hills Cop I-III, Coming to America og Metro. Það kom á daginn að Eddie var aðdáandi Dagfínns dýralæknis. „Eg man að ég sá myndina þegar ég var strákur. Ég man sérstak- lega eftir lamadýri með tvö höfuð; það þótti mér magnað þegar ég var lítill," segir hann. Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAGNHEIÐUR Sigurðardóttir, Guðrún Björg Sig-urðardóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir létu fara vel um sig í sófanum. TÖFFARARNIR létu sig ekki vanta á svæðið; Orri Freyr Finnbogason, Þorsteinn Davíðsson, Guðjón Haukur Jóhannsson, Daníel Halldór Marteinsson og Árni Grétarsson. Club Fischer opnaður á ný Klámmyndatónlist og langir sófar HELGA Ásgeirsdóttir stóð sig við barinn. ► í FISCHERSUNDI var opnaður sl. föstu- dag skemmtistaðurinn Club Fischer á ný eftir að hafa verið lokaður í sumar. „Við misstum vínveitingaleyfið en ekki skemmtanaleyfið bara út af kosningalof- orði R-listans og það átti engan rétt á sér,“ segir Bryndís Ás- mundsdóttir, veitinga- og starfsmannasljóri á Club Fischer. „Við erum búin að berjast fyrir því í allt sumar að fá að opna að nýju. Nú hefur það tek- ist með pompi og prakt og staðurinn stútfyllt- ist strax á föstu- dagskvöldinu án þess að við auglýstum neitt. Við erum búin að endurhanna allar innréttingar frá því að seinasti skemmtistaður var hér og gestirnir taka breytingun- um opnum örmum. Á efri hæð hússins leikum við þægilega tónlist, eins og klám- myndatónlist, og þar getur fólk slappað af í löngu sófunum. Á neðri hæðinni er svo rosalega góð dausstemmning. Plötusnúðar þeyta skífum með „drum & bass“ tónlist og „teknó“. Á dansgólfinu eru allir sem einn, líkt og á tón- leikum, og það er stórkostlegt að sjá hversu vel fólkið skemmtir sér. I vetur bjóðum við upp á ýmsar nýjungar sem koma í Ijós þegar þar að kemur,“ sagði Bryndís yfir sig lukkuleg yfir velgengninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.