Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bflasýningin í París haldin í eitthundraðasta sinn ALFA Romeo hundrað sextíu og sex var frumsýndur í París. Morgunblaðið/Arni Sæberg MAZDA sýnd í langbaksgerð 323. Á heimavelli frönsku framleiðendanna Lupo og Bugatti Ford Foeus, sem tekur við af Escort, er framhald af svokall- aðri „New Edge“ hönnun Ford sem fyrst sást í Ka og síðar í Puma og Cougar, tveggja dyra bílnum sem grundvallaður er á undirvagni Mondeo. Focus er sýndur í þriggja og fímm dyra hiaðbaksgerðum og fímm dyra langbaksgerð. í Frakklandi verða útfærslumar allar á sama verði og verður fróðlegt að sjá hvort sama stefna verði tekin hjá Brim- borg, umboðsaðila Ford á Islandi. VW Lupo, fjögurra manna MITSUBISHI sýndi sportútfærslu Pajero. smábíll, sem með 1,0 lítra vél er sagður eyða innan við þremur lítrum á hverja eitthundrað km, var einnig sýndur í nokkrum út- færslum. í Frakklandi á grunn- gerðin að kosta tæpa 60 þúsund franka, um 780 þús. ÍSK, en trá- lega má búast við að verðið á Is; landi verði nokkru hærra. I næsta bás við VW sýndi Bugatti EB18 lúxusvagninn sem er með 18 strokka vél og öllum hugsan- legum búnaði til þæginda fyrir ökumann og farþega. Enginn hugmyndabíll var að þessu sinni hjá Mercedes Benz en aðal „frontið" var að sjálf- sögðu ný S-lína, þar á meðal S430 með 4,3 lítra V8 vél, 279 hestafla. Með öllum búnaði, s.s. 6 öryggis- belgjum, ESP veltivörn, ABS, aksturstölvu og leiðsagnarkerfi, farsíma og byltingarakenndum framsætum kostar bíllinn í Frakklandi 528 þús. franka, rám- ar 6,8 millj. ÍSK. var sýnd í BMW 740 d. Japanskir framleiðendur voru ekki áberandi á sýningunni að þessu sinni en þó mátti sjá þar nýja línu Mazda 323, þar á meðal langbaksgerðina. Toyota frum- kynnti einnig smábílinn Yaris, Mitsubishi kynnti lítinn fjölnota- bíl, Space Star, og sportútfærslu af Pajero jeppanum. Á sýningar- svæði Nissan gat að líta einn mest framúrstefnulega hug- myndabílinn, Kyxx. NOKKRIR BÍLAR sem henta vel fyrir stórar fjölskyldur voru þar á meðal. Parísarsýningin er heimavöllur frönsku framleið- endanna sem sá strax stað í stóra sýningarrými þeirra og áherslu þeirra á framkynningar á fram- leiðslubílum og hugmyndabflum. Áður hefur verið sagt frá nýjum Peugeot 206. Blaðamanni gafst kostur á því að reynsluaka bflnum í þéttri Parísaramferðinni og verður sagt frá því ævintýri síðar. 206 var líka sýndur sem hugmynd að litlum torfærabíl með 16 cm veghæð og á stórum hjólbörðum. Blæjuútfærslan, Cabriolet, kemui’ á markað vorið 2000 með 1,6 h'tra vél en 206 WRC rallbflnum er ætl- að að taka þátt í heimsmeistara- mótinu í ralli um mitt næsta ár. Bfll Renault fyrir 21. öld Citroén framkynnti síðbúið svar sitt við Renault Scénic, 5 manna einrýmisbfl með fjöl- breytilegu notkunargildi. Bfllinn heitir Picasso og verður fáanleg- ur á næsta ári, meðal annars með nýrri dísilforþjöppuvél. Square hugmyndabfllinn er enn síðbún- ara svar Citroén við Twingo frá Renault. Square er þó að öllu leyti framtíðarlegri í allri hönnun. Þetta er 5 dyra bfll og afturhurðir ljúkast upp aftur sem auðveldar aðgengi um bílinn. Mikið var um dýrðir hjá Renault en skammt er síðan ný kynslóð Clio var markaðssett og nú var komið að því að kynna Clio Sport með V6, 250 hestafla vél, sem kemur á markað á næsta ári, eingöngu sem keppnisbfll. Vel Satis hugmyndabfllinn sló marga út af laginu. Þama er á ferð lúx- usbíll sem sagður er bíll Renault fýrir 21. öldina. Margir áhugaverðir bílar fyrir almenna bílkaupendur eru kynntir 1 fyrsta sinn á bílasýningunni í París auk mikils fjölda af rándýrum sportbílum og hugmyndabílum sem margir myndu sóma sér vel í örgustu vísindaskáldsögu. Guðjón Guðmundsson blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari segja frá því helsta sem bar fyrir augu á síðari fjölmiðladegi sýningarinnar. Nýjar dísilvélar BMW BMW sýndi að dísilvélar era nú orðið ekki síður eftirsóknai-verður kostur í fólksbíla en bensínvélar. Fyrirtækið kynnti í fyrsta sinn nýja kynslóð aflmikilla dísilvéla með beinni innsprautun. Sex strokka vélin skilar 183 hestöflum, togið er 390 Nm og eyðslan er sögð vera að meðaltali 7,2 lítrar á hverja eitt hundrað km. Fjögurra strokka vélin er eitt hundrað og þrjátíu hestafla og togið 280 Nm, eyðslan að meðaltali 5,7 lítrar. Toppurinn er svo V8 vél, sem skilar 231 hest- afli og togi upp á 500 Nm. Þessi vél Opnun Duus-húss mótmælt Borgin standi við fyrirheit í OPNU bréfi íbúasamtaka Grjóta- þorps til borgarráðs er þess krafist að borgaryfirvöld standi við fyrri fyrirheit og komi í veg fyrir núver- andi skemmtanahald í Duus-húsi en veitingastaðurinn hefur verið opn- aður á ný. Veitingahúsið missti áfengisveit- ingaleyfi í apríl sl. og minna íbúa- samtökin á að í bréfi borgarstjóra til lögreglustjóra frá því í vor vegna skemmtistaðarins segi: „Borgarráð mun hins vegar mæla gegn leyfi fyrir skemmtistað." Fram kemur að í rúm tvö kjör- tímabil hafi íbúar í Grjótaþorpi átt í útistöðum við veitingarekstur í hús- inu og reynt að benda borgaryfir- völdum og lögreglu á að sá skemmtanaiðnaður sem þar fari fram geti ekki samrýmst íbúða- byggð. Síðan segir: „Hafi menn hingað til verið í vafa um hvað við er að etja, þá liggur það nú ljóst fyrir með orðum skemmtanastjór- ans sjálfs í frétt sem birtist í DV sama dag og staðurinn var opnaður á ný: „í kvöld bjóðum við Grjóta- þorpinu upp í dans með það hrika- legu hljóðkerfi að vonandi hristist Ráðhúsið sjálft... Það verður því dansveisla frá helvíti í kvöld... Flytjið í Grafai-voginn ef þið þolið ekki lætin.“ ---------------- Tveir úr- skurðaðir í gæslu- varðhald TVEIR 22 ára gamlir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarlega líkams- árás í Austurstræti aðfaranótt síð- astliðins sunnudags. Var annar mannanna úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 9. október, en hinn til 19. október. Sá sem fyrir árásinni varð er 19 ára gamall pilt- ur, sem liggur á heila- og tauga- skurðdeild Borgarspítalans með al- varlega höfuðáverka. Að sögn lækn- is er hann þó að koma til. Rannsókn málsins stendur yfir og mun lögreglan yfirheyra þau vitni, sem gefið hafa sig fram, en þau voru fjölmörg að árásinni. Lögregl- an hefur undir höndum myndbands- upptöku af atburðinum, sem sönn- unargagn, en eftir er að fara betur yfir hana. Lögreglan óskar enn fremur eftir því að fleiri vitni gefi sig fram. Maðurinn sem hlaut alvarlega höfuðáverka eftir árás tveggja manna á Ingólfstorgi aðfaranótt föstudags í síðustu viku var útskrif- aður af heila- og taugaskurðdeild í gær. Árásarmennirnir vora úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 16. október. ----------------- Verð áfengis hækkar VERÐ á áfengi hækkaði í gær og segir í fréttatilkynningu frá Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins að ástæðan sé verðhækkanir birgis. Bjór hækkar að meðaltali um 0,83% og annað áfengi að meðaltali um 1,45%. í tilkynningunni segir að verð á tóbaki verði nánast óbreytt, lækki að meðaltali um 0,1%. Ný verðskrá áfengis hefur verið gefin út samfara þessum breyting- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.