Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ versluninni Nýtt gildi. Umboðssala á notuðum fötum Á SNORRABRAUT 22 hefur verið opnuð ný verslun undir heitinu Nýtt gildi. Um er að ræða umboðssölu á notuðum fatnaði, gjarnan merkjavöru, ásamt ýmsum fylgihlutum svo sem höttum, hálsbindum, belt- um, slæðum og veskjum. Einungis er um að ræða galla- lausan, hreinan og vel með far- inn fatnað sem þannig er fyrir komið að viðskiptavinurinn hef- ur það á tilfinningunni að hann sé að koma inn í hefðbundna fataverslun, segir í fréttatil- kynningu. Afgreiðslutími til að byija með er á mánudögum til fímmtudaga kl. 14-18, föstudag kl. 14-19 og laugardaga kl. 10-14. Verslunarstjóri Nýs gild- is er Isabella Daníelsdóttir. Landssöfnun SÍBS SÍBS, samband berkla- og brjóst- holssjúklinga, stendur fyrir lands- söfnun til styrktar endurhæfíngar- starfsemi á Reykjalundi dagana 2.-4. október. Safnað er fyrir sund- laug og um 1.500 fm þjálfunarhúsi. „Innan SIBS eru nú auk frum- kvöðlanna Astma- og ofnæmisfélag- ið og Landssamtök hjartasjúklinga. I söfnunarátakinu taka einnig þátt 15 önnur félög innan Öryrkjabanda- lagsins. Þessi félög eru Félag að- standenda Alzhejmer-sjúklinga, Geðverndarfélags Islands, Lauf, MS-félagið, Samtök lungnasjúk- linga, SEM-hópurinn, Félag nýma- sjúklinga, Styrktarfélag vangef- inna, Félag heilablóðfallsskaðaðra, Geðhjálp, Gigtarfélag íslands, MND-félagið, Parkinson-samtökin á íslandi, Samtök sykursjúkra og Sjálfsbjörg. í dag fer endurhæfíngin í grófum dráttum fram innan átta eftirtal- inna sviða sem gefa nokkra hug- mynd um eðli sjúkdómanna: Hjartasvið, lungnasvið, geðsvið, gigtarsvið, verkjasvið, miðtauga- kerfissvið, _ hæfingarsvið og nær- ingasvið. Á Reykjalundi eru 170 rúm og u.þ.b. 1.300 sjúklingar hljóta þar endurhæfingu árlega. Fjöldi starfsmanna á liðnu ári var 191,“ segir í fréttatilkynningu frá SÍBS. 25 ára afmæli námsbrautar í hjúkrunar- fræðiíHÍ Á ÞESSU hausti er liðinn aldar- fjórðungur síðan nám í hjúkrunar- fræði á háskólastigi hófst á Islandi með stofnun námsbrautar í hjúkr- unarfræði í Háskóla Islands. Þessara tímamóta verður minnst með hátíðardagskrá í aðalsal Há- skólabíós laugardaginn 3. október kl. 13. Auk þess verður sett þar upp sýning á starfsemi sem tengst hefur hjúkrunarkennslu og hjúkr- unarrannsóknum í aldarfjórðung, segir í fréttatilkynningu. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- iierra, mun ávarpa hátíðina. Jafn- framt munu dr. Guðrún Kristjáns- dóttir, formaður námsbrautar- stjórnar, Ingibjörg R. Magnúsdótt- ir, fyrrverandi námsbrautarstjóri, og Ánna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítalans, flytja ávörp. Einnig verða heiðraðir nokkrir einstaklingar fyrir braut- ryðjandastarf í þágu kennslu á há- skólastigi í hjúkrunarfræði og vegna rannsókna í hjúkrunarfræði. Að lokum mun dr. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, opna heimasíðu námsbrautar í hjúkrun- arfræði. Til að minnast afmælisins verður einnig gefinn út kynningarbækling- ur um námsbraut í hjúkmnai'fræði og rit með upplýsingum um þau lokaverkefni sem nemendur í hjúkr- unarfræði hafa unnið að í 25 ár. Alyktað um íbúðalánasjóð á Húsavík EFTIRFARANDI ályktun stjórnar og trúnaðai-mannaráðs Verkalýðs- félags Húsavíkur var samþykkt 30. september sl. og send Páli Péturs- syni, félagsmálaráðherra: „Fundur í stjórn og trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags Húsa- víkur haldinn miðvikudaginn 30. september skorar á félagsmálaráð- herra að vinna að því að Ibúðalána- sjóður verði staðsettur á Húsavík. Með því að staðsetja íbúðalána- sjóðinn á Húsavík væri stigið stórt skref í þein’i viðleitni að treysta og efla byggð í landinu. Fundurinn telur það ekki sjálf- sagt mál að flestar opinberar stofn- anir séu staðsettar á höfuðborgar- svæðinu, ekki síst vegna góðra sam- gangna og þeirra miklu tækni sem er til staðar í nútíma fjarskiptum." ---------------- Flutt í nýja templarahöll STÚKURNAR Einingin og Æskan flytja í nýju templarahöllina sem hefur verið reist við Stangarhyl 4 laugardaginn 3. október. Hist verður í gömlu templarahöll- inni við Eiríksgötu 5 kl. 14 og verð- ur hún kvödd. Farið verður í bíla- lest upp í Ártúnsholt þar sem stúk- an Einingin nr. 14 og Bamastúkan Æskan nr. 1 taka á móti gestum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Dagsferð að Hagavatni FERÐAFÉLAG íslands efnir á morgun kl. 9 til dagsferðar að Haga- vatni á slóðir Árbókar Ferðafélags- ins 1998 en bókin nefnist Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast haustfegurð óbyggðanna of- an Biskupstungna undii- leiðsögn Gísla Sigurðssonar, blaðamanns og höfundar árbókarinnar, segir í fréttatilkynningu. Ekið verður að Hagavatni og á bakleið um hluta Línuvegarins niður í Haukadal en þar og víðar í Bisk- upstungum má enn sjá haustlita- dýrðina. Hagavatnssvæðið hefur verið í fréttum síðustu daga vegna framhlaups skiiðjöklanna úr Lan- gjökli er ganga í áttina að Hagavatni og bendir til að flóð úr Hagavatni sé í aðsigi á næstu mánuðum. Það gefst því færi á að kynnast svæðinu fyrir þær hamfarir. Brottfór er frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. Þeir sem gerast fé- lagar geta eignast árbókina en hún kostar 3.400 kr. og fylgir árgjaldi í Ferðafélagið. Á sunnudaginn 4. október kl. 10.30 verður gengin gamla þjóðleiðin, Sel- vogsgata og kl. 13 verður farin haustlitaferð á Þingvelli með hella- skoðun í Gjábakkahrauni. ----------------- Opið hús að nýju STJÓRN Bæjarmálafélags Hvera- gerðis vill minna á að opið hús verð- ur nk. laugardag að loknu sumai’- leyfi- Alla laugardagsmorgna er opið hús milli kl. 10 og 12 í húsnæði Boð- ans við Austurmörk. Kaffiveitingar í boði. Eins og áður eru fulítrúar Bæj- armálafélagsins í bæjarstjórn til við- tals fyrir bæjarbúa en einnig koma góðh- gestir sem kynna munu áhuga- verð málefni. Þessi opnu hús eru vettvangur íbúa Hveragerðis til að koma skoðunum sínum á framfæri, segir í fréttatilkynningu Bæjannála- félags Hveragerðis. ----------------- Alþjóðleg hundasýning um helgina ALÞJÓÐLEG hundasýning Hundaræktarfélags íslands fer fram helgina 3.-4. október nk. í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Sýndir verða 270 hundar af 40 tegundum. Einnig fer fram keppni ungra sýnenda en þátttakendur í ár eru 30. I lok sýningarinnar verður kiýndur stigahæsti hundur ársins og stigahæsti ungi sýnandi ársins. Dómarar eru Carl-Johan Adlercreutz frá Svíþjóð og Miklos Levente frá Ungverjalandi. U»iunMin'j Blöndunartæki Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega em lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. ■ IP’: WB Heildsöludreifing: ajiT.. . Smiðjuvegi H.Kópavogi sfmj 504 1088.fax564 1089 Fæst í bvggjngavöruuerslunum um land allt. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 55 Þráttfyrir að vinsælasta bragðtegundin hafi ekki veriðfáanleg undanfarið hjá okkur, hafa Leppin Sportdrykkirnir selst upp á flestum útsölustöðum. Ný sendinq af hollu oq braqðqóðu Sportdrykkjunum fyrir[krakka og unqljngalFlókin kolvetni, vítamín og bætiefnísemTjenta lafntjstelpum sem strákum. n r' sykur Sportdrykkur fyrir 5-11 ára. ÁðurFuelforSchool. íslenskar innihaidslýsingar og leiðbeiningar. §portdrykkurfyrir 12-19 ára. AðurFuelforHighSchool. ENN BETRA BRAGÐ - AUÐVELDARI BLÖNDUN! Duftið leysist nú betur upp en áður og bragðast æðislega Leppin Sportdrykkjunum er verið að dreifa í verslanir núna! Kynningar á Leppin Sportdrykkjum verða í Hagkaupum næstu vikurnar. Hagkaup/Nýkaup: Sportdrykkir fyrir krakka, unglinga og fullorðna, Squeezy orkugel. Bónus: Sportdrykkir fyrir krakka, unglinga og fullorðna í 2kg. pakkningum og gæða kreatín (300g). iBDDin mmm, m Isport Leppin sport vörurnar fást í íþrótta- og útivistaverslunum, líkamsræktarstööum og á www.mmedia.is/hlaup. Enduro Booster - svalandi vökvahleðsludrykkur • Carbo Lode -,,hleðslu"kolvetnadrykkur • Training Formuia - vltamin og bætiefnabættur kolvetnadrykkur • Squeezy - orkugel • Maxpower- gæða kreatín Amino Lean töflur - Orkukex - Leppin sport brúsar ofl. Heildsala / dreifing Í.Trausti ehf. S: 588 66)0 / 896 6646
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.