Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 55

Morgunblaðið - 02.10.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÁ versluninni Nýtt gildi. Umboðssala á notuðum fötum Á SNORRABRAUT 22 hefur verið opnuð ný verslun undir heitinu Nýtt gildi. Um er að ræða umboðssölu á notuðum fatnaði, gjarnan merkjavöru, ásamt ýmsum fylgihlutum svo sem höttum, hálsbindum, belt- um, slæðum og veskjum. Einungis er um að ræða galla- lausan, hreinan og vel með far- inn fatnað sem þannig er fyrir komið að viðskiptavinurinn hef- ur það á tilfinningunni að hann sé að koma inn í hefðbundna fataverslun, segir í fréttatil- kynningu. Afgreiðslutími til að byija með er á mánudögum til fímmtudaga kl. 14-18, föstudag kl. 14-19 og laugardaga kl. 10-14. Verslunarstjóri Nýs gild- is er Isabella Daníelsdóttir. Landssöfnun SÍBS SÍBS, samband berkla- og brjóst- holssjúklinga, stendur fyrir lands- söfnun til styrktar endurhæfíngar- starfsemi á Reykjalundi dagana 2.-4. október. Safnað er fyrir sund- laug og um 1.500 fm þjálfunarhúsi. „Innan SIBS eru nú auk frum- kvöðlanna Astma- og ofnæmisfélag- ið og Landssamtök hjartasjúklinga. I söfnunarátakinu taka einnig þátt 15 önnur félög innan Öryrkjabanda- lagsins. Þessi félög eru Félag að- standenda Alzhejmer-sjúklinga, Geðverndarfélags Islands, Lauf, MS-félagið, Samtök lungnasjúk- linga, SEM-hópurinn, Félag nýma- sjúklinga, Styrktarfélag vangef- inna, Félag heilablóðfallsskaðaðra, Geðhjálp, Gigtarfélag íslands, MND-félagið, Parkinson-samtökin á íslandi, Samtök sykursjúkra og Sjálfsbjörg. í dag fer endurhæfíngin í grófum dráttum fram innan átta eftirtal- inna sviða sem gefa nokkra hug- mynd um eðli sjúkdómanna: Hjartasvið, lungnasvið, geðsvið, gigtarsvið, verkjasvið, miðtauga- kerfissvið, _ hæfingarsvið og nær- ingasvið. Á Reykjalundi eru 170 rúm og u.þ.b. 1.300 sjúklingar hljóta þar endurhæfingu árlega. Fjöldi starfsmanna á liðnu ári var 191,“ segir í fréttatilkynningu frá SÍBS. 25 ára afmæli námsbrautar í hjúkrunar- fræðiíHÍ Á ÞESSU hausti er liðinn aldar- fjórðungur síðan nám í hjúkrunar- fræði á háskólastigi hófst á Islandi með stofnun námsbrautar í hjúkr- unarfræði í Háskóla Islands. Þessara tímamóta verður minnst með hátíðardagskrá í aðalsal Há- skólabíós laugardaginn 3. október kl. 13. Auk þess verður sett þar upp sýning á starfsemi sem tengst hefur hjúkrunarkennslu og hjúkr- unarrannsóknum í aldarfjórðung, segir í fréttatilkynningu. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- iierra, mun ávarpa hátíðina. Jafn- framt munu dr. Guðrún Kristjáns- dóttir, formaður námsbrautar- stjórnar, Ingibjörg R. Magnúsdótt- ir, fyrrverandi námsbrautarstjóri, og Ánna Stefánsdóttir, hjúkrunar- forstjóri Landspítalans, flytja ávörp. Einnig verða heiðraðir nokkrir einstaklingar fyrir braut- ryðjandastarf í þágu kennslu á há- skólastigi í hjúkrunarfræði og vegna rannsókna í hjúkrunarfræði. Að lokum mun dr. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, opna heimasíðu námsbrautar í hjúkrun- arfræði. Til að minnast afmælisins verður einnig gefinn út kynningarbækling- ur um námsbraut í hjúkmnai'fræði og rit með upplýsingum um þau lokaverkefni sem nemendur í hjúkr- unarfræði hafa unnið að í 25 ár. Alyktað um íbúðalánasjóð á Húsavík EFTIRFARANDI ályktun stjórnar og trúnaðai-mannaráðs Verkalýðs- félags Húsavíkur var samþykkt 30. september sl. og send Páli Péturs- syni, félagsmálaráðherra: „Fundur í stjórn og trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags Húsa- víkur haldinn miðvikudaginn 30. september skorar á félagsmálaráð- herra að vinna að því að Ibúðalána- sjóður verði staðsettur á Húsavík. Með því að staðsetja íbúðalána- sjóðinn á Húsavík væri stigið stórt skref í þein’i viðleitni að treysta og efla byggð í landinu. Fundurinn telur það ekki sjálf- sagt mál að flestar opinberar stofn- anir séu staðsettar á höfuðborgar- svæðinu, ekki síst vegna góðra sam- gangna og þeirra miklu tækni sem er til staðar í nútíma fjarskiptum." ---------------- Flutt í nýja templarahöll STÚKURNAR Einingin og Æskan flytja í nýju templarahöllina sem hefur verið reist við Stangarhyl 4 laugardaginn 3. október. Hist verður í gömlu templarahöll- inni við Eiríksgötu 5 kl. 14 og verð- ur hún kvödd. Farið verður í bíla- lest upp í Ártúnsholt þar sem stúk- an Einingin nr. 14 og Bamastúkan Æskan nr. 1 taka á móti gestum. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Dagsferð að Hagavatni FERÐAFÉLAG íslands efnir á morgun kl. 9 til dagsferðar að Haga- vatni á slóðir Árbókar Ferðafélags- ins 1998 en bókin nefnist Fjallajarðir og Framafréttur Biskupstungna. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast haustfegurð óbyggðanna of- an Biskupstungna undii- leiðsögn Gísla Sigurðssonar, blaðamanns og höfundar árbókarinnar, segir í fréttatilkynningu. Ekið verður að Hagavatni og á bakleið um hluta Línuvegarins niður í Haukadal en þar og víðar í Bisk- upstungum má enn sjá haustlita- dýrðina. Hagavatnssvæðið hefur verið í fréttum síðustu daga vegna framhlaups skiiðjöklanna úr Lan- gjökli er ganga í áttina að Hagavatni og bendir til að flóð úr Hagavatni sé í aðsigi á næstu mánuðum. Það gefst því færi á að kynnast svæðinu fyrir þær hamfarir. Brottfór er frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6. Þeir sem gerast fé- lagar geta eignast árbókina en hún kostar 3.400 kr. og fylgir árgjaldi í Ferðafélagið. Á sunnudaginn 4. október kl. 10.30 verður gengin gamla þjóðleiðin, Sel- vogsgata og kl. 13 verður farin haustlitaferð á Þingvelli með hella- skoðun í Gjábakkahrauni. ----------------- Opið hús að nýju STJÓRN Bæjarmálafélags Hvera- gerðis vill minna á að opið hús verð- ur nk. laugardag að loknu sumai’- leyfi- Alla laugardagsmorgna er opið hús milli kl. 10 og 12 í húsnæði Boð- ans við Austurmörk. Kaffiveitingar í boði. Eins og áður eru fulítrúar Bæj- armálafélagsins í bæjarstjórn til við- tals fyrir bæjarbúa en einnig koma góðh- gestir sem kynna munu áhuga- verð málefni. Þessi opnu hús eru vettvangur íbúa Hveragerðis til að koma skoðunum sínum á framfæri, segir í fréttatilkynningu Bæjannála- félags Hveragerðis. ----------------- Alþjóðleg hundasýning um helgina ALÞJÓÐLEG hundasýning Hundaræktarfélags íslands fer fram helgina 3.-4. október nk. í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Sýndir verða 270 hundar af 40 tegundum. Einnig fer fram keppni ungra sýnenda en þátttakendur í ár eru 30. I lok sýningarinnar verður kiýndur stigahæsti hundur ársins og stigahæsti ungi sýnandi ársins. Dómarar eru Carl-Johan Adlercreutz frá Svíþjóð og Miklos Levente frá Ungverjalandi. U»iunMin'j Blöndunartæki Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega em lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eða króm/gull. Mora sænsk gæðavara. ■ IP’: WB Heildsöludreifing: ajiT.. . Smiðjuvegi H.Kópavogi sfmj 504 1088.fax564 1089 Fæst í bvggjngavöruuerslunum um land allt. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 55 Þráttfyrir að vinsælasta bragðtegundin hafi ekki veriðfáanleg undanfarið hjá okkur, hafa Leppin Sportdrykkirnir selst upp á flestum útsölustöðum. Ný sendinq af hollu oq braqðqóðu Sportdrykkjunum fyrir[krakka og unqljngalFlókin kolvetni, vítamín og bætiefnísemTjenta lafntjstelpum sem strákum. n r' sykur Sportdrykkur fyrir 5-11 ára. ÁðurFuelforSchool. íslenskar innihaidslýsingar og leiðbeiningar. §portdrykkurfyrir 12-19 ára. AðurFuelforHighSchool. ENN BETRA BRAGÐ - AUÐVELDARI BLÖNDUN! Duftið leysist nú betur upp en áður og bragðast æðislega Leppin Sportdrykkjunum er verið að dreifa í verslanir núna! Kynningar á Leppin Sportdrykkjum verða í Hagkaupum næstu vikurnar. Hagkaup/Nýkaup: Sportdrykkir fyrir krakka, unglinga og fullorðna, Squeezy orkugel. Bónus: Sportdrykkir fyrir krakka, unglinga og fullorðna í 2kg. pakkningum og gæða kreatín (300g). iBDDin mmm, m Isport Leppin sport vörurnar fást í íþrótta- og útivistaverslunum, líkamsræktarstööum og á www.mmedia.is/hlaup. Enduro Booster - svalandi vökvahleðsludrykkur • Carbo Lode -,,hleðslu"kolvetnadrykkur • Training Formuia - vltamin og bætiefnabættur kolvetnadrykkur • Squeezy - orkugel • Maxpower- gæða kreatín Amino Lean töflur - Orkukex - Leppin sport brúsar ofl. Heildsala / dreifing Í.Trausti ehf. S: 588 66)0 / 896 6646

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.