Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Fyrirlestur sendi- herra Rússlands SENDIHERRA Rússlands á ís- landi, Anatoli Zaitsév, verður gest- ur og fyrirlesari hjá Félaginu MÍR í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 laug- ardaginn 3. október kl. 15. Ræðir hann þá um samskipti þjóðanna og nýjustu viðhorf, en nú í október- byrjun eru liðin 55 ár frá því form- legt stjórnmálasamband komst á milli stjórnvalda í Moskvu og Reykjavík. I tilefni 55 ára afmælisins hefur verið sett upp ljósmyndasýning í sýningarsölum MIR á Vatnsstígn- um helguð samskiptum Islands og Sovétn'kjanna fyrrverandi og nú Rússlands, á sviði menningarmála, viðskipta og stjórnmála. I tengsl- um við ljósmyndasýninguna verða svo sýndar í bíósal MIR nokkrar gamlar, forvitnilegar sovéskar frétta- og heimildarkvikmyndir. Ein þeirra verður sýnd að lokn- um fyrirlestri Zaitsévs sendiherra en það er mynd um opinbera heim- sókn Geirs Hallgrímssonar, þáver- andi forsætisráðherra, til Sovét- ríkjanna í september 1977. Aðrar kvikmyndir, sem sýndar verða á fimmtudags- og föstudagskvöldum kl. 18 meðan á ljósmyndasýning- unni stendur eru: Mynd um ferð sendinefndar Alþingis til Sovétríkj- anna 1981j mynd um ferð sendi- nefndar Islenskra vísinda- og menntamanna austur sumarið 1956 og tvær sovéskar íslandsmyndir: Ferð tö íslands frá 1955 og Niðjar Ingólfs frá 1975. Anatóli Zaitsév tók við embætti sendiherra Rússlands á Islandi á liðnu vori. Hann á áratuga langt starf að bald í utanríkisþjónustunni og gegndi m.a. störfum sendiherra í löndum Afríku. Fyinrlestur sendi- herrans verður túlkaður á íslensku. Aðgangur að fyrirlestrinum laug- ardaginn 3. október ki. 15 er öllum heimill, sem og aðgangur að kvik- myndasýningum og ljósmyndasýn- ingu, sem opin verður fram eftir mánuðinum á Vatnsstíg 10. TOPPTILBOÐ Póstsendum samdægurs toppskórinn L VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 121 2 fe. Helena Rubinstein Áhrifarík „andlitslyfting7' án skurðaðgerðar Face Sculptor með Pro-Phosphor Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. En í dag nálg- umst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náttúrulegan fosfór líkamans, 61 að styrkja grunn húðarinnar. Samtímis strekkja mótandi efni á yfirborði húðarinnar. Árangun Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða útlínur andlits- ins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Nýtt! Face Sculptor krem fyrir þurra húð og Eye Sculptor fyrir augnsvæðið.________________ Sérfræðingur frá Helena Rubinstein kynnir CINDERELLA, nýju haust- og vetrarlitina og Face Sculptor kremin í dag. Veglegur kaupauki. VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags „Skrifaðu flugvöllur“ í GAMLA daga, meðan litlu kjördæmin voru við lýði, áttu stjórnmála- flokkarnir víða mjög mis- jöfnu gengi að fagna. Svo mjög að fyrir kom að fram- bjóðendur náðu ekki einu sinni fjölda meðmælenda sinna, þegar úrslit lágu fyrir, en meðmælendur voru allt niður í 12 að tölu. Þetta henti t.d. frambjóð- anda Alþýðuflokksins í Dalasýslu. Bjóst hann þó um rammlega í undirbún- ingi kosninganna. M.a. með því að hafa sér til full- tingis sérstakan skrifara á framboðsfundi svo ekkert mikilvægt færi forgörðum af því sem fram kæmi. A einum framboðsfund- anna tók frambjóðandinn að ræða nauðsyn vegabóta og var þá samstundis kall- að fram í: „Við þurfum líka flugvöll." Þó sneri ræðu- maður sér að aðstoðar- manni sínum og sagði: „Skrifaðu flugvöllur". Nú þegar kosningarnar í Þýzkalandi eru um garð gengnar með sigri Sig- hvats Björgvinssonar kem- ur þessi gamla grínsaga í hugann, en Víkveiji Morg- unblaðsins þriðjudaginn 29. september gerir úrslit- in að sérstöku umræðuefni og telur að sigur Schröders megi rekja til heimsóknai- hans til Is- lands „og eftir mikinn und- irbúning kom Schröder hingað til lands fyrir u.þ.b. ári“ eins og þar segir. Síðan segir Víkverji orð- rétt: ,Á fundi hans og Da- víðs Oddssonar, forsætis- ráðherra, mun Schröder m.a. hafa spurt Davíð hvernig hann mundi í hans sporum reka kosningabar- áttuna í Þýzkalandi. Þegar Schröder heyi’ði svar Da- víðs sagði hann við aðstoð- armann sinn: „Skrifaðu þetta niður“.“ Það er sem sagt komið á daginn að fleiri hafa komið að sigiú Schröders í Þýzka- landi en Sighvatur. Melamaður. Reykjalundur ÉG dvel nú á Reykjalundi í endurhæfingu vegna hjartaáfalls. Dvöl á Reykjalundi er frábær. Það ber öllum saman um sem hér hafa dvalið. Læknar, hjúkrunarfólk og annað starfsfólk hér er allt frábært. Vegna landssöfnunar 2.-4. október vegna endur- hæfingarmiðstöðvar á Reykjalundi hvet ég ætt- ingja og vini þeirra sem dvalist hafa á Reykjalundi að leggja fram peninga- skerf í söfnunina, en í þau 55 ár sem Reykjalundur hefur starfað hafa tugir þúsunda íslendinga notið þar hjúkrunar og aðhlynn- ingar. Gerum góðverk - styðj- um söfnunina. JM - 1928. Eftirseta í stað brottreksturs ÉG vil koma þeirri skoðun minni á framfæri í sam- bandi við afbrot og brott- rekstur úr skóla hvort ekki hafi verið hugað að því að láta krakkana sitja eftir í stað brottreksturs. Það er ekki sniðugt að reka ki-akka úr skóla vegna skróps, betra að láta þau sitja eftir. Fyrir öll smá- brot í skóla ætti að nota eftirsetuna, það er miklu meiri refsing. Það er refs- ing fyrir börn að sitja eftir en refsing fyrir foreldrana að láta reka börnin úr skóla. Hildur. Slæmur sýningartími ÉG er mjög ósátt við sýn- ingartíma þáttarins „Gæsahúð" sem sjónvarpið er að sýna. Er ég búin að hringja í sjónvarpið og biðja um að þátturinn sé sýndur eftir fréttatíma en því hefur ekki verið sinnt. Þessi tími sem hann er sýndur á er sá tími sem börnin sitja heima fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir matnum. Þessi þáttur er ekki við barna hæfl og það er spurning hvort kvikmyndaeftirlitið leyfi þessa mynd fyrir alla ald- urshópa. Væri gott ef ein- hver gæti svarað þessu. Sdlveig Lúðvíksddttir. Tapað/fundið Fram-peysa týndist NÚNA í sumar týndi drengur Fram-peysu (nýja gerðin) í stærð 150. Þetta var alveg ný peysa en ómerkt. Ef einhver kann- ast við peysuna hafí hann samband í síma 568 8310. Barnahjól í óskilum BARNAHJÓL með hjálp- ai'dekkjum fannst í byrjun september við Grundarhús í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 567 6129. Lyklar í óskilum LYKLAR á kippu sem á stendur S, á henni er 3 lyklar, einn masterlykill. Upplýsingar hjá Aroni í síma 587 3005. Hálsmen fannst í Vesturbæ SILFURLITAÐ hálsmen með bláum steini fannst í Vesturbænum í síðustu viku. Upplýsingar í síma 551 0007. Ur týndist í Sund- laug Grafarvogs TAPAST hefúr úr í keðju með mynd af fugli á í Sundlaug Grafarvogs sl. laugardag. Skilvís fínnandi hafí samband í síma 5878734. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar óska eftir góðu heimili, 4ra mánaða, kassavanir. Upp- lýsingar í síma 422 7196. Fressköttur óskar eftir heimili VEGNA flutninga þarf geðgóður og kelinn fressköttur að komast á barnlaust heimili sem fyrst. Er bólusettur og vanaður. Ferðabúr fylgir. Upplýsingar eftir kl. 19 á kvöldin í síma 552 6154. Síamslæða fæst gefins SÍAMSLÆÐA fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 431 2789. Kettlingur í óskilum GRÁR kettlingur er í óskilum í Nökkvavogi. Upplýsingar í síma 588 6114. SKAK IJinsjdn Margeir l’étursson STAÐAN ■ kom upp á svæðamóti Austur-Evr- ópuríkja, annarra en fyrr- verandi Sovétríkja, sem fram fór í Krynica í Pól- SVARTUR leikur og vinnur landi í september. Ung- verjinn Csaba Horvath (2.540) var með hvítt, en landi hans Peter Acs (2.500), ungur og efnilegur skákmaður, hafði svart og átti leik. 30. - Hg8!! 31. Dxc5 - Hxg2+ 32. Kfl - Rd3 33. He3 - Hf2++ 34. Kgl - Hg8+ 35. Hg3 - Hxg3+ 36. hxg3 - Hg2+ 37. Khl - Rxc5 og hvítur gafst upp, því hann hefur tapað manni. Úrslit á mótinu urðu: 1.-4. Nisipeanu, Rúmeníu, Babula, Tékk- landi, Macieja, Póllandi og Almasi, Ungverjalandi 6 v. af 9 mögulegum. Þessir fjórir tryggðu sér sæti á heimsmeistaramót- inu í Las Vegas í desem- ber. Víkveiji skrifar... KUNNINGJAKONA Víkverja ber umferðarlögreglunni ekki vel söguna eftir að hafa verið stöðvuð með látum fyrir meint brot. Hún sagðist ekki hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar sírenur ætluðu allt að æra, hélt að stórslys hefði orðið, en sá síðan að lögreglan var á eftir sér, heiðar- legri konunni, sem færi aldrei of hratt. Eftir að hafa stöðvað bílinn kom ungur lögreglumaður, valds- mikill á svip, sagði henni að drepa á bílnum, taka ökuskírteinið með sér og koma yfir í lögreglubílinn. Með honum var lögreglukona á ámóta aldri. Ungri dóttur konunnar, sem var vel spennt í aftursæti bifreiðarinn- ar, dauðbrá, skalf, og hélt að verið væri að fara með móður sína í fang- elsi. Hún fór líka út úr bflnum og fylgdi móðurinni, sem var ekki síð- ur úr jafnvægi. I lögreglubflnum ætlaði hún að útskýra sitt mál, að þar sem hún hefði verið komin út á gatnamótin þegar gula ljósið hefði komið hefði hún haldið áfram, eins og henni hefði verið kennt, til að hreinsa gatnamótin og fyrirbyggja að bíll á eftir skylli aftan á sínum bfl. En lögreglumaðurinn greip frammí, las henni réttinn eins og gert er í bandarískum bíómyndum. Enn sagðist konunni hafa brugðið, sér hefði liðið eins og hún hefði framið stórglæp, svo hranalegt hefði valdsfólkið verið, sem kvaddi hana með orðunum „þú munt heyra frá embættinu", og virti litlu, hræddu stúlkuna ekki viðlits. Þá stuttu hafði lengi dreymt um að fá að setjast inn í löggubíl en álit hennar á „góðu“ mönnunum breyttist snarlega við þessa reynslu. XXX RANNI Víkverja lést fyrir nokkrum árum en hann fær ekki að liggja í friði, þó hann sé fluttur til annarra heimkynna. Á dögunum sendi Tollstjórinn í Reykjavík honum bréf, stflað á síð- asta kunna heimilisfang hans í þessu lífi; tilkynningu um gjald- fallna skuld og er skorað á mann- inn að greiða skuldina svo ekki komi til frekari innheimtuaðgerða. Eftir því sem best er vitað hefur búið verið gert upp en er ekki hægt að gera þá kröfu að Tollstjórinn í Reykjavík fylgist með breytingum 4—þjóðskránni og sendi látnum skilaboð á réttan stað vilji hann vera í sambandi við þá? XXX VÍKVERJI fór á Broadway á laugai-dagskvöldið á skemmtun Stórsveitar Reykjavíkur og fjög- urra einsöngvara. Þessi sveit hefur haldið nokkra tónleika undanfarin ár við góðan orðstír og því hafði lengi verið á dagski-ánni að skella sér á tónleika með sveitinni. Og við- tal sem birtist nýlega í Morgunblað- inu við Sæbjörn Jónsson, stjóm- anda sveitarinnar, skerpti enn á áhuganum að heyra í sveitinni. Er skemmst frá því að segja að sýningin á Broadway reyndist af- bragðs skemmtun. Við íslendingar höfum á undanfómum ámm eign- ast marga frábæra tónlistarmenn og era þeir uppistaðan í sveitinni. Síðan em þama „gamlir refir“ svo sem Björn R. Einarsson, sem á að baki meira en hálfa öld í stórsveit- um. Hljómur sveitarinnar er mjög þéttur og sólóin grípandi. Andi Glen Miller, Frank Sinatra, Nat King Cole, Billie Holiday og fleiri þekktra tónlistarmanna svifur yfir vötnunum. Enda vom viðtökur tónleikagesta eftir efninu, fi-ábærar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.