Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Hörður Daviðsson SR. SIGURJÓN Einarsson flutti kveðjumessu sína fyrir nokkru. Prófastur kveður eftir 35 ára þjónustu Kirkjubæjarklaustri - Fjölmenni var við messu að Prestbakka á Síðu nú fyrr í þessum mánuði en þá var kveðjumessa sr. Sigurjóns Einarssonar. Hann lætur nú af störfum eftir 35 ára langa þjón- ustu. Það er raunar ekki óalgengt að prestar séu lengi við þjónustu í sókninni því það kom fram í ræðu Siguijóns að á nærri 100 ára tímabili hafa aðeins fjórir prestar starfað þar. I ræðu sinni rifjaði Siguijón upp ýmsa merka atburði á ferlinum auk þess að segja frá fyrstu minningum sínum af heim- sóknum í Prestbakka- og Kálfa- fellssókn. Að messu lokinni buðu sóknar- nefndirnar upp á kirkjukaffí að gömlum sið og var veislan haldin á Hótel Kirkjubæjarklaustri. Þar fluttu ávörp fulltrúar sóknanna, kirkjukórs Prestbakkakirkju og hreppsnefndar Skaftárhrepps en um leið og sr. Siguijón var kvadd- ur var verið að kveðja konu hans frú Jónu Þorsteinsdóttur sem líka lætur af störfum eftir meira en 30 ára starf hjá sveitarfélaginu. Hún var fyrst kennari í mörg ár en síð- an bókasafnsvörður við Héraðs- og skólabókasafnið á Klaustri. í ávörpunum kom fram að þau hjón hafa víða komið við sögu í uppbyggingu í samfélaginu. Þau settu á stofn unglingaskóla á Klaustri og Sigurjón var einn helsti hvatamaður að byggingu Kirkjubæjarskóla svo og Minning- arkapellu sr. Jóns Steingrímsson- ar auk þess að vera oddviti Kirkjubæjarhrepps um nokkurt skeið og starf að ýmsum málefn- um á vegum sveitarfélagsins. Jóna var fyrsta konan sem sæti átti í hreppsnefnd á þessu svæði. Auk ýmissa mála sem hún Iét til sín taka þar var hún hvatamaður að byggingu heilsugæslustöðvar á Klaustri. Hún skipulagði bóka- safnið frá grunni og tók virkan þátt í félagsskap kvenfélaga í hér- aðinu. Sóknir, sveitarfélög og kór af- hentu þeim hjónum gjöf að skiln- aði. Gjöfín er ferð á Islendinga- slóðir í Kanada á næsta ári. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Samstarfssamning- ur við Evrópusam- band heilsustofnana Selfossi - Á dögunum var undir- ritaður í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði samstarfssamningur á milli stofnunarinnar og Evrópu- sambands heUsustofnana, Eui'- opean Spas Assoeiation. Samning- inn undirrituðu Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri HNLFI, og dr. Cristoph Kirshner, forseti Evrópusambandsins. Að sögn Árna hefur Heilsu- stofnun um nokkurt skeið leitað eftir aðild að þessum Evrópu- samtökum. Óskert aðild að sam- tökunum kemur þó ekki til greina á meðan Island hefur ekki fulla aðild að Evi-ópusamband- inu. Samningur þessi opnar ýms- ar nýjar leiðir inn í Evrópusam- bandið og getur orðið mikilvægur til öflunar upplýsinga og sér- fræðiþekkingar og veitir hugsan- lega aðgang að fjármagni til upp- byggingar og nýiTa verkefna. MORGUNBLAÐIÐ/SIG. FANNAR DR. CRISTOPH Kirshner og Árni Gunnarsson framkvæmda- sljóri undirrita samninginn. Bj örgunartæki á Stöðvarfjörð Stöðvarfírði - Nú í vikunni afhenti Rauðakrossdeildin á Stöðvarfirði slökkviliði staðarins tækjabíl ásamt Lúkas-björgunarklippum til af- nota. Bifreiðin er fyrrverandi sjúkra- bifreið, Chevrolet Suburban, ár- gerð 1981. Björgunarklippumar eru tæki af fullkomnustu gerð og kosta u.þ.b. 1,3 milljónir króna. Tæki þessi notast til björgunar á fólki úr bifreiðum sem lent hafa í alvarlegum umferðaróhöppum og nýtast einnig til annarra björgun- arstarfa. Tækin eru því kærkomin inn á þetta svæði hér á sunnan- verðum Austfjörðum. Rauðakrossdeildin á Stöðvarfirði var stofnuð 1981 og var aðaltil- gangur deildarinnar þá að reka sjúkrabíl fyrir Stöðvarfjörð. Nú á síðustu árum hafa orðið breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflutninga og er Stöðvarfirði nú þjónað frá Fá- skrúðsfirði. Rauðakrossdeildin hef- ur því fundið sér ný markmið til góðra verka og þakkar Slökkvilið Stöðvarfjarðar deildinni fyrir frá- bært framtak. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason FRÁ afhendingu björgunartækjanna. PMBR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson #1®® WSmm Akranesveita Tjón vegna bilunar í spennujafnara Ný brú á Andalæk Hrunamannahreppi - Nú er verið að byggja nýja brú á Andalæk í Biskupstungum hjá Dalsmynni í stað gömlu brúarinnar, sem er einbreið. Það eru JÁ-verktakar á Sel- fossi sem byggja þessa nýju 18 metra löngu brú og er kostnaður um 11 milljónir kr. Verklok eru nú í haust. Vörubflstjórafélagið Mjölnir á Selfossi vinnur samtím- is að vegagerð frá títhlíð að Múla, en félagið átti lægsta tilboð í verkið, 26,5 millj. kr. Verður vegurinn fullgerður í júlí á næsta ári. Þá verður komið bundið slit- lag á hinn íjölfarna veg að Gull- fossi og Geysi með hlíðunum frá Laugarvatni. VEGNA bilunar í spennujafnara á háspennu í aðveitustöð í eigu Anda- kflsárvirkjunar hjá Akranesveitu, var of há spenna á kerfi veitunnar á Akranesi í rúma klukkustund að morgni miðvikudags. Hátt í hundrað tilkynningar um tjón hafa borist veit- unni. „Það varð bilun hjá okkur í að- veitustöðinni, sem olli því að það fór of há spenna inn á netið í bænum og til okkar viðskiptavina,“ sagði Magn- ús Oddsson, rafveitustjóri. „Við vit- um ekki ennþá í hverju bilunin er fólgin en ég tel það nokkuð Ijóst sam- kvæmt okkar reglugerð að veitan sé ekki skaðabótaskyld. I reglugerð er tekið fram að verði spennuhækkun vegna bilana þá sé veitan ekki skaða- bótaskyld. Við vitum að okkar góðu viðskiptavinir urðu bæði fyrir ónæði og tjóni og erum við ásamt trygg- ingafélagi okkar að skoða hvað sé rétt að gera í stöðunni.“ Magnús sagðist ekki vita hversu mikið tjón varð en tilkynningar hefðu borist frá hátt í hundrað aðilum. Tjón varð nær eingöngu á heimilistækjum aðallega örbylgjuofnum, örbylgju- loftnetum og símum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.