Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 20

Morgunblaðið - 02.10.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Hörður Daviðsson SR. SIGURJÓN Einarsson flutti kveðjumessu sína fyrir nokkru. Prófastur kveður eftir 35 ára þjónustu Kirkjubæjarklaustri - Fjölmenni var við messu að Prestbakka á Síðu nú fyrr í þessum mánuði en þá var kveðjumessa sr. Sigurjóns Einarssonar. Hann lætur nú af störfum eftir 35 ára langa þjón- ustu. Það er raunar ekki óalgengt að prestar séu lengi við þjónustu í sókninni því það kom fram í ræðu Siguijóns að á nærri 100 ára tímabili hafa aðeins fjórir prestar starfað þar. I ræðu sinni rifjaði Siguijón upp ýmsa merka atburði á ferlinum auk þess að segja frá fyrstu minningum sínum af heim- sóknum í Prestbakka- og Kálfa- fellssókn. Að messu lokinni buðu sóknar- nefndirnar upp á kirkjukaffí að gömlum sið og var veislan haldin á Hótel Kirkjubæjarklaustri. Þar fluttu ávörp fulltrúar sóknanna, kirkjukórs Prestbakkakirkju og hreppsnefndar Skaftárhrepps en um leið og sr. Siguijón var kvadd- ur var verið að kveðja konu hans frú Jónu Þorsteinsdóttur sem líka lætur af störfum eftir meira en 30 ára starf hjá sveitarfélaginu. Hún var fyrst kennari í mörg ár en síð- an bókasafnsvörður við Héraðs- og skólabókasafnið á Klaustri. í ávörpunum kom fram að þau hjón hafa víða komið við sögu í uppbyggingu í samfélaginu. Þau settu á stofn unglingaskóla á Klaustri og Sigurjón var einn helsti hvatamaður að byggingu Kirkjubæjarskóla svo og Minning- arkapellu sr. Jóns Steingrímsson- ar auk þess að vera oddviti Kirkjubæjarhrepps um nokkurt skeið og starf að ýmsum málefn- um á vegum sveitarfélagsins. Jóna var fyrsta konan sem sæti átti í hreppsnefnd á þessu svæði. Auk ýmissa mála sem hún Iét til sín taka þar var hún hvatamaður að byggingu heilsugæslustöðvar á Klaustri. Hún skipulagði bóka- safnið frá grunni og tók virkan þátt í félagsskap kvenfélaga í hér- aðinu. Sóknir, sveitarfélög og kór af- hentu þeim hjónum gjöf að skiln- aði. Gjöfín er ferð á Islendinga- slóðir í Kanada á næsta ári. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði Samstarfssamning- ur við Evrópusam- band heilsustofnana Selfossi - Á dögunum var undir- ritaður í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði samstarfssamningur á milli stofnunarinnar og Evrópu- sambands heUsustofnana, Eui'- opean Spas Assoeiation. Samning- inn undirrituðu Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri HNLFI, og dr. Cristoph Kirshner, forseti Evrópusambandsins. Að sögn Árna hefur Heilsu- stofnun um nokkurt skeið leitað eftir aðild að þessum Evrópu- samtökum. Óskert aðild að sam- tökunum kemur þó ekki til greina á meðan Island hefur ekki fulla aðild að Evi-ópusamband- inu. Samningur þessi opnar ýms- ar nýjar leiðir inn í Evrópusam- bandið og getur orðið mikilvægur til öflunar upplýsinga og sér- fræðiþekkingar og veitir hugsan- lega aðgang að fjármagni til upp- byggingar og nýiTa verkefna. MORGUNBLAÐIÐ/SIG. FANNAR DR. CRISTOPH Kirshner og Árni Gunnarsson framkvæmda- sljóri undirrita samninginn. Bj örgunartæki á Stöðvarfjörð Stöðvarfírði - Nú í vikunni afhenti Rauðakrossdeildin á Stöðvarfirði slökkviliði staðarins tækjabíl ásamt Lúkas-björgunarklippum til af- nota. Bifreiðin er fyrrverandi sjúkra- bifreið, Chevrolet Suburban, ár- gerð 1981. Björgunarklippumar eru tæki af fullkomnustu gerð og kosta u.þ.b. 1,3 milljónir króna. Tæki þessi notast til björgunar á fólki úr bifreiðum sem lent hafa í alvarlegum umferðaróhöppum og nýtast einnig til annarra björgun- arstarfa. Tækin eru því kærkomin inn á þetta svæði hér á sunnan- verðum Austfjörðum. Rauðakrossdeildin á Stöðvarfirði var stofnuð 1981 og var aðaltil- gangur deildarinnar þá að reka sjúkrabíl fyrir Stöðvarfjörð. Nú á síðustu árum hafa orðið breytingar á fyrirkomulagi sjúkraflutninga og er Stöðvarfirði nú þjónað frá Fá- skrúðsfirði. Rauðakrossdeildin hef- ur því fundið sér ný markmið til góðra verka og þakkar Slökkvilið Stöðvarfjarðar deildinni fyrir frá- bært framtak. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason FRÁ afhendingu björgunartækjanna. PMBR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson #1®® WSmm Akranesveita Tjón vegna bilunar í spennujafnara Ný brú á Andalæk Hrunamannahreppi - Nú er verið að byggja nýja brú á Andalæk í Biskupstungum hjá Dalsmynni í stað gömlu brúarinnar, sem er einbreið. Það eru JÁ-verktakar á Sel- fossi sem byggja þessa nýju 18 metra löngu brú og er kostnaður um 11 milljónir kr. Verklok eru nú í haust. Vörubflstjórafélagið Mjölnir á Selfossi vinnur samtím- is að vegagerð frá títhlíð að Múla, en félagið átti lægsta tilboð í verkið, 26,5 millj. kr. Verður vegurinn fullgerður í júlí á næsta ári. Þá verður komið bundið slit- lag á hinn íjölfarna veg að Gull- fossi og Geysi með hlíðunum frá Laugarvatni. VEGNA bilunar í spennujafnara á háspennu í aðveitustöð í eigu Anda- kflsárvirkjunar hjá Akranesveitu, var of há spenna á kerfi veitunnar á Akranesi í rúma klukkustund að morgni miðvikudags. Hátt í hundrað tilkynningar um tjón hafa borist veit- unni. „Það varð bilun hjá okkur í að- veitustöðinni, sem olli því að það fór of há spenna inn á netið í bænum og til okkar viðskiptavina,“ sagði Magn- ús Oddsson, rafveitustjóri. „Við vit- um ekki ennþá í hverju bilunin er fólgin en ég tel það nokkuð Ijóst sam- kvæmt okkar reglugerð að veitan sé ekki skaðabótaskyld. I reglugerð er tekið fram að verði spennuhækkun vegna bilana þá sé veitan ekki skaða- bótaskyld. Við vitum að okkar góðu viðskiptavinir urðu bæði fyrir ónæði og tjóni og erum við ásamt trygg- ingafélagi okkar að skoða hvað sé rétt að gera í stöðunni.“ Magnús sagðist ekki vita hversu mikið tjón varð en tilkynningar hefðu borist frá hátt í hundrað aðilum. Tjón varð nær eingöngu á heimilistækjum aðallega örbylgjuofnum, örbylgju- loftnetum og símum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.