Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra setti Alþingi í gær 1 umboði Forseta Islands Hægt að fylgjast með útsend- ingu þingfunda í gegnum Netið ALÞINGI íslendinga, 123. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Davíð Oddsson forsætisráðherra setti þingið í umboði Olafs Ragnars Grímssonar, for- seta íslands. Þá flutti Ragnar Amalds, sem hef- ur lengstan starfsaldur þingmanna, minningar- orð um látinn fyrrverandi alþingismann, Ólaf Þ. Þórðarson. Að því búnu var Ölafur G. Einarsson endurkjörinn forseti Alþingis og flutti hann stutt ávarp þar sem hann skýrði m.a. frá því að frá og með deginum í gær gætu allir sem að- gang hefðu að Netinu fylgst með útsendingum af þingfundum Alþingis af tölvuskjám. Stefnuræða forsætisráðherra var því næst flutt og eftir að þingfundi hafði verið frestað um tæp- an klukkutíma var fjárlagafrumvarpinu útbýtt og kosnir fjórir varaforsetar þingsins auk full- trúa í fastanefndir. Eftir að forsætisráðherra hafði sett þingið skýrði hann frá því að Ólafur Ragnar gæti ekki verið við setningu Alþingis að þessu sinni þar sem hann væri við sjúkrabeð eiginkonu sinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, í Seattle í Bandaríkjunum. „Forsetafrúin hefur glímt við erfíðan sjúkdóm og sýnt æðruleysi og kjark í baráttu við mikið ofurefli. Ur þessum sal eru þeim hjónum sendar hlýjar kveðjur," sagði ráð- herra. Minningarorð um látinn þingmann Eftir að þingheimur hafði minnst forseta íslands og ættjarðarinnar með húrrahrópum tók Ragnar Arnalds, aldursforseti AI- þingis, við fundarstjóm, Flutti hann nokkur minningarorð um Ólaf Þ. Þórð- arson, fyrrverandi alþingismann, sem andaðist á heimili sínu í Borgarfírði sunnudaginn 6. september, fímmtíu og sjö ára að aldri. „Ólafur Þ. Þórðarson var atkvæðamaður þar sem hann kom að málum. Á Alþingi tók hann oft til máls og í ræðum hans leyndi sér ekki að hann var minnuggur, víðlesinn og margfróður. Honum var létt um mál og hann var ódeigur í kappræðum, rökfastur og hnyttinn. Hann var stað- fastur flokksmaður, ötull baráttumað- ur fyrir hagsmunum dreifbýlisins og umbótamálum í kjördæmi sínu,“ sagði Ragnar m.a. Að minningarorðunum loknum fór fram for- setakjör og var Ólafur G. Einarsson endurkjör- inn. Tók hann við fundarstjóm og ávarpaði þingheim. Skýrði hann m.a. frá því að þingstörf- um lyki í fyrra lagi á þessu þingi vegna alþingis- kosninganna 8. maí í vor. Þingfrestun verður því 10. mars nk. Forseti Alþingis fór því næst nokkrum orðum um húsnæðismál Alþingis og sagði að hönnun þjónustuskála, sem fyrirhugað væri að risi vestan við Alþingishúsið, miðaði vel áfram, en reyna myndi á það við afgreiðslu fjár- laga fyrir næsta ár hvort ráðist yrði þá í fram- kvæmdir. Alþingi fær eina sjónvarpsrás á breiðbandinu „Það er mér [...] sérstakt ánægjuefni að geta skýrt frá því að frá og með deginum í dag geta allir sem hafa aðgang að Netinu, hvar sem er í heiminum, fylgst með útsendingu af þingfund- um frá tölvuskjám. Þetta nýmæli skipar Alþingi á bekk með þeim þjóðþingum sem lengst eru komin í því að hagnýta sér möguleika Netsins til að miðla upplýsingum um starfsemi sína,“ sagði forseti Alþingis. „Ég vil einnig nota þetta tækifæri til að skýra frá því að fyrir skömmu var undirritaður samn- ingur milli Alþingis og Landssímans hf. um að Alþingi fái til afnota eina sjónvarpsrás á breið- bandi Landssímans til útsendingar frá fundum Alþingis og á öðru sjónvarpsefni sem varðar störf Alþingis. Allir þeir sem eru tengdir breið- bandinu munu eiga kost á að nýta sér þessa út- sendingu sér að kostnaðarlausu. Með þessum samningi er tryggð samfelld útsending frá þing- fundum í gegnum miðil sem Landssíminn áætlar að muni ná inn á hvert heimili í fram- tíðinni. Um léið skapast tækifæri fyr- ir Alþingi til þess að nota rásina til út- sendingar á öðru efni þegar ekki er sent út frá þingfundum. í því sam- bandi kæmi til dæmis til greina að senda út fræðsluefni um Alþingi á breiðrásinni. Jafnframt væri þing- flokkum sköpuð aðstaða til að vera með sérstaka dagskrá til að kynna stefnumál sín sem og til að kynna þau mál sem þeir leggja fram á Alþingi, allt samkvæmt reglum sem forsætis- nefnd Alþingis mundi setja.“ Varaforsetar endurkjörnir Að loknu ávarpi forseta Alþingis flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína sem er birt í heild sinni á öðrum stað hér í blað- inu í dag. Þá var þingfundi frestað um tæpan klukkutíma og þegar hann hófst að nýju var til- kynnt um stofnun nýs þingflokks, þingflokks óháðra, sem í eiga sæti Steingrímur J. Sigfús- son, Ögmundur Jónasson, sem jafnframt er for- maður þingflokksins, Hjörleifur Guttormsson og Kristín Ástgeirsdóttir. Einnig var skýrt frá því að Kristín Halldórsdóttir hefði tekið við embætti formanns þingflokks Kvennalistans. Þá var kos- ið um fjóra varaforseta Alþingis. Ragnai- Arn- alds var endurkjörinn sem fyrsti varaforseti, St- urla Böðvarsson, sem annar varaforseti, Guðni Ágústsson sem þriðji varaforseti og Guðmundur Árni Stefánsson sem fjórði varaforseti. Enn- fremur voru fulltrúar kjörnir í fastanefndir þingsins og að lokum úthlutað sætum í þingsaln- um. Að því búnu var þingsetningarfundi slitið. Þingflokkur Alþýðubandalags og óháðra Orðið „óháðra“ fellur út ÁKVEÐIÐ var á þingflokks- fundi Alþýðubandalags og óháðra í gær að þingflokkurinn bæri á þessu þingi heitið Þing- flokkur Alþýðubandalagsins. Orðið „óháðra" var þar með fellt úr heiti hans. Þingflokkurinn fékk heitið Þingflokkur Alþýðubandalags og óháðra eftir síðustu kosning- ar þegar Ögmundm' Jónasson komst inn á þing af framboðs- lista Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík, en hann var fulltrúi óháðra á listanum. Ögmundur hefur hins vegar stofnað þingflokk óháðra, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Hjörleifi Guttormssyni, sem áð- ur vora í þingflokki Alþýðu- bandalags og óháðra. í þing- flokki óháðra er einnig Kristín Ástgeii’sdóttir. Á fundi þingflokks Alþýðu- bandalagsins í gær var enn- fremur kosið í stjórn þing- flokksins. Var Svavar Gestsson endm'kjörinn formaður þing- flokksins, Kristinn H. Gunnars- son endurkjörinn vai-afoi-maður og Bryndís Hlöðversdóttir end- urkjörin ritari. Synjað um leyfí til að koma saman TÓLF náttúruverndarsamtök og útivistai'félög og tugum lista- manna var á miðvikudag synjað um leyfi til koma saman á AusL urvelli og lesa ættjarðarljóð meðan á þingsetningu stóð í gær. „Þetta átti að gera í þeim tilgangi að vekja athygli á mál- efnum miðhálendisins," sagði Kolbrún Halldórsdóttir leik- stjóri, sem var einn skipuleggj- enda aðgerðanna, í gær. „Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, hafði samþykkt að taka á móti áskorun, en því var slegið á frest vegna banns lögreglunnar." Sagði Kolbrún að þetta hefði komið sér á óvart. Efaðist hún um að slík ákvörðun væri rétt- mæt í lýðræðisríki þar sem ætti að ríkja fundafrelsi. Hún sagði að Elísabet Jökulsdóttir skáld hefði engu að síður staðið fyrir framan Alþingi þegar þing- menn gengu þaðan til Dóm- kirkjunnar og lesið Island far- sælda Frón eftir Jónas Hall- grímsson. Gott samkomulag milli þingflokka stjórnarandstöðunnar um skipan í fastanefndir Alþingis Búist við því að Kristinn H. taki við formennsku í sj á varút veg'snefnd GERT er ráð fyrir því að Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður þing- flokks Alþýðubandalags, taki við formennsku í sjávarútvegsnefnd Alþingis á þessú þingi af Stein- gi'ími J. Sigfússyni, þingmanni þingflokks óháðra, sem vikið hefur úr nefndinni. Fulltrúar í fasta- nefndir Alþingis voru kjörnir á þingsetningarfundi í gær og tók þá Kristinn H. sæti í nefndinni í stað Steingríms J. Steingrímur segir í samtali við Morgunblaðið að gott samkomulag sé milli þingflokka stjómarand- stöðunnar um skipan í fastanefndir Alþingis og að hann hefði boðist tfl þess að fyrra bragði að láta af for- mannsembætti sjávarútvegsnefnd- ar til þess að greiða fyrir góðu samkomulagi milli þingflokkanna. „Ég gerði mér grein fyrir því að eitt af því sem mönnum fannst vera komið í ójafnvægi var sú staðreynd að tvær af þremur nefndarfor- mannsstöðum í þingnefndum, sem stjómarandstaðan hafði með hönd- um, lentu hjá þessum nýja þing- flokki okkar [þingflokki óháðra],“ sagði hann og bætti því við að það hefði ekki verið „erfitt" eins og hann orðaði það að láta af því emb- ætti. „Það var ekkert sáluhjálpar- atriði fyrir mig að vera nákvæm- lega í þessu embætti." Steingrímur kvaðst gera ráð fyr- ir því að Kristín Ástgeirsdóttir, þingmaður þingflokks óháðra, yrði áfram formaður félagsmálanefndar Alþingis og að þingflokkur óháðra hefði fulltrúa í sex fastanefndum Alþingis. Þær væru auk félags- málanefndar, efnahags- og við- skiptanefnd sem Steingrímur héldi sæti í, umhverfisnefnd, mennta- málanefnd, allsherjarnefnd og iðn- aðarnefnd. Þá myndi þingflokkur- inn væntanlega óska eftir því að hafa áheyrnai'fulltrúa í flestum öðrum nefndum þingsins. Alls hafa þingflokkar stjórnarandstöðunnar rétt á 37 sætum í nefndum Alþingis fyrir utan forsætisnefnd og skipt- ast þau sæti á milli þingflokkanna í samræmi við þingstyrk þeirra. Sighvatur í utanríkismálanefnd Aðrar breytingar á nefndaskip- an Alþingis ettir kjörið í gær eru eftirfarandi. Ögmundur Jónasson tekur sæti í allsherjamefnd í stað Bryndísar Hlöðversdóttur. Ki'istín Halldórsdóttir tekur einnig sæti í nefndinni í stað Guðnýjar Guð- björnsdóttur. Svavar Gestsson tek- ur sæti í efnahags- og viðskipta- nefnd í stað Sighvats Björgvins- sonar. Guðný Guðbjörnsdóttir tek- ur sæti í félagsmálanefnd í stað Ögmundar Jónassonar. Bryndís Hlöðversdóttir tekur sæti í heil- brigðis- og trygginganefnd í stað Margrétar Frímannsdóttur. Hjör- leifur Guttormsson tekur sæti í iðnaðarnefnd í stað Svavars Gests- sonar. Kristín Ástgeirsdóttir tekur sæti í menntamálanefnd í stað Sig- ríðar Jóhannesdóttur. Margrét Frímannsdóttir tekur sæti í um- hverfisnefnd í stað Kristínar Hall- dórsdóttur og Sighvatur Björg- vinsson tekur sæti í utanríkismála- nefnd í stað Kristínar Ástgeirs- dóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.