Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 2 7 Meciar viðurkenndi ósigur í Slóvakíu Kvaddi með tárum og ljóðalestri VLADIMIR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, viðurkenndi loks í fyrrakvöld tárvotum aug- um, að hann hefði beðið ósigur í kosningunum á fóstudag og laug- ardag í síðustu viku. Hafði þá ekkert til hans sést eða heyrst frá því um helgi. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar gerðu í gær lítið úr „leikrænum" tiiburð- um Meciars og hvöttu fólk til að vera á varðbergi. Vilja ekki starfa með Meciar Meciar, sem hefur verið við stjórnvölinn í Slóvakíu næstum óslitið eftir að Tékkóslóvakíu var skipt 1993, kom fram í ríkis- sjónvarpinu og viðurkenndi af- gerandi sigur stjórnarand- stöðunnar. Kvaðst hann því hvorki mundu taka að sér stjórn- GERT er ráð fyrir að þingkosningar sem fram fara í Astralíu á morgun verði hnífjafnar og enn er erfítt að spá með nokkurri vissu um hvort hægristjórn Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins, undir forsæti Johns Howards, heldur velli. Hefur Verka- mannaflokkurinn mjög aukið fylgi sitt í kosninga- baráttunni en þarf reyndar að bæta við sig 27 sætum í fulltrúa- deild ástralska þingsins til að ná hreinum meh'ihluta sem þætti mikið afrek ef það tækist. Nýjar skoðana- kannanir sýna að auki að ekki er enn hægt að afskrifa Pauline Hanson og flokk hennar Eina þjóð, þótt fylgi hennar hafi minnkað. Margir saka Pauline Hanson um að boða kynþáttahyggju. Ahugaleysi kjósenda þykir hafa einkennt kosningabaráttuna. Sagði Ross Fitzgerald, prófessor í stjóm- málafræði við Griffith-háskóla í Bris- bane, að sennilega myndi það bjarga Howard að Ástralar eru lögum sam- kvæmt skyldugir til að neyta at- kvæðisréttar síns. „Ef ekki væri skylda að mæta á kjörstað kæmi mér á óvart ef kosningaþátttaka næði 60%,“ sagði Fitzgerald. Forsætisráðherrann Howard, sem er leiðtogi Frjálslynda flokksins, þykir hafa haldið illa á spilunum en hann komst til valda fyrir tveimur og hálfu ári eftir þrettán ára stjórnartíð Verkamannaflokksins. Hafði sam- steypustjórn frjálslyndra og Þjóðar- flokksins að loknum kosningunum 1996 fjörutíu og fjögurra sæta meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins, þai' sem sitja 148 fulltrúar. Kjósendur Einnar þjóðar gætu skipt sköpum Verkamannaflokkurinn galt af- hroð í kosningunum 1996 og hlaut sína verstu kosningu um sextíu og fimm ára skeið. Töldu fréttaskýrend- armyndun né taka þátt í næstu stjórn. Furðu vakti og nokkra pólitíska óvissu þegar Meciar lét sig hverfa að kosningunum lokn- um því að flokkur hans er enn sá stærsti á þingi þótt litlu muni. Hann hefði því getað krafist þess að fá sljórnarmyndunarumboðið fyrst í hendur. Leiðtogar hinna flokkanna lýstu því hins vegar yfir allir sem einn, að þeir ætluðu ekki að starfa með Meciar. Meciar átti bágt með sig í sjón- varpinu og hann kvaddi með því að syngja lítið ljóð þar sem segir eitthvað á þessa leið: „Verið blessuð, ég er á förum. Ég hef aldrei gert neitt á ykkar hlut.“ Meciar kvaðst aðeins tala fyrir sjálfan sig er hann hafnaði sijórnarmyndunarumboði og er ur því að það myndi taka flokkinn langan tíma að ná sér á strik á nýjan leik. Kim Beazley, sem tók við sem leiðtogi Verkamannaflokksins af Paul Keating eftir kosningaósigur- inn mikla, hefur hins vegar háð afar öfluga kosningabai-áttu og þykir hafa afsannað rækilega þau orð Howards snemma í kosningabarátt- unni að Beazley hefði ekki þann þess nú beðið, að flokkurinn geri það einnig því að hinir fiokkarnir Qórir vilja starfa saman. „Bara skrípaleikur" „Þetta var bara skrípaleikur og látalæti," sagði Mikulas Dzur- inda, leiðtogi stærsta stjórnar- andstöðuflokksins og líklegur eftirmaður Meciars á forsætis- ráðherrastóli, um sjónvarps- ávarpið. Hvatti hann fólk til að vera á varðbergi því að Meciar væri til alls vís. ki-aft sem til þyrfti í stjórnmálum. I Ástralíu er kosið efth' flóknu hlutfallskosningakerfi þar sem kjó- sendur merkja við fleiri en einn frambjóðanda í forgangsröð. Nái einhver frambjóðenda ekki tilskild- um atkvæðafjölda til að hljóta kosn- ingu við fyrstu talningu eru atkvæði þeirra sem síðastir koma skoðuð á nýjan leik og nú með því markmiði Stjórnarhættir Meciars hafa þótt mjög einræðiskenndir og Slóvakía hefur því verið í eins konar útlegð af þeim sökum. Flokkarnir fjórir, sem sigruðu í kosningunum, ætla að breyta því. Þeir ætla að efla sjálfstæði dómstóla, koma böndum á öryggislögregluna og gera ýms- ar breytingar á stjórnar- skránni. Þá vilja þeir koma á markaðskerfi og sækja um inn- göngu í NATO og Evrópusam- bandið. að nýta atkvæði kjósandans handa þeim frambjóðanda sem kjósandinn vildi næsthelst að næði kjöri. Gæti þetta ráðið úrslitum í kosningunum því miklu máli skiptir hverja kjó- sendur Einnar þjóðar, flokks Pauline Hanson, setja í annað sæti hjá sér. Hanson kom fram á sjónarsviðið svo um munaði í ríkiskosningum í Queensland á þessu ári þar sem Ein þjóð hlaut 23% atkvæða og fjölda þingsæta á ríkisþinginu. Hún hafði áður farið fram fyrir Frjálslynda flokkinn en var send í útlegð þaðan vegna öfgakenndra skoðana sinna. Er Hanson fylgjandi verndarstefnu og hefur krafíst þess að hætt verði að taka við innflytjendum frá Así- uríkjunum og dregið verði úr ríkis- styrkjum handa frumbyggjum Ástralíu sem veldur því að margir saka hana um kynþáttafordóma. Fylgi Einnar þjóðar mælist nú reyndar ekki nema 7% á landsvísu en mældist 13% í júlí og búast frétta- skýrendur vart við því að flokkurinn hljóti nema í mesta lagi eitt sæti í fulltrúadeildinni og eitt í öldunga- deildinni. Vinsældir Hansons hafa semsé dvínað nokkuð og síðast í gær vakti það eftirtekt að sonur hennai' Steven gagnrýndi Hanson fyrir að taka eigin áhugamál fram yfir börn sín. Þykir gagnrýni sonai'ins slæm tíðindi fyrir Hanson því hún hefur gert það að slagorði sínu að Ástralía sé hennar land, „og Ástralar eru börn mín.“ Sagði einn lesenda víðles- ins dagblaðs að væri þetta rétt, og væri Pauline Hanson móðir allra Ástrala „þá fær það mann til að kjósa að verða ættleiddur.“ Úrslitin gætu þrátt fyrir það oltið á Pauline Hanson því eftii' er að sjá hvort hún kemst í oddaaðstöðu á þingi verði fylgi stóru fylkinganna jafnt og ekki skiptir minna máli hvaða leiðbeiningar hún gefur kjó- sendum sínum um það hvaða fram- bjóðendur þeir eigi að setja í annað sæti hjá sér. Gæti það ráðið úrslitum um það hvort Verkamannaflokknum tekst að fella stjórn Howards eða hvort hann lafi naumlega í forsætis- ráðherrastólnum. Italska stjórnin að falla ROMANO Prodi, forsæt- isráðherra Italíu, sagði í gær, að útlit væri íyrir stjórnar- kreppu í land- inu en einn stuðnings- flokka stjóm- arinnar, Kommúníski endurnýj- unarflokkurinn, ætlar ekki að styðja fjárlög stjómarinnar. Prodi neitar hins vegar að gera á þeim nokkrar breytingar. Kommúnistar eru raunar ekki einhuga í andstöðunni við fjárlögin og þeir hófsömu í þeirra hópi segjast furða sig á því, að flokkurinn skuli ætla að fella stjórnina því þá muni þeir koma í veg fyrir, að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir. Þagað um lyfln BRESKA læknatímaritið Brit- ish Medical Journal sakar evr- ópsku lyfjaeftirlitsstofnunina um að halda mikilvægum upp- lýsingum um lyf frá almenningi og treysta að miklu leyti á gögn frá lyfjaframleiðendum. Kemur þetta fram í leiðara tímaritsins, sem segir einnig, að starfshætt- ir stofnunarinnar séu úreltir. Tsjetsjníu- stjórn vikið frá FORSETI og forsætis- ráðherra Tsjetsjníu, Asl- an Maskhadov, vék allri ríkis- stjórninni frá í gær. Er haft eftir heimild- um, að það, sem fvrir hon- um vaki sé að ná betri tökum á efnahagsmálunum en hann sagði þó í sjónvarpsávarpi á miðvikudag, að sumir ráðhen'- anna yrðu hugsanlega sóttir til saka fyrir spillingu. Stafrænt Sky-sjónvarp SKY-sjónvarpsstöðin, fyrirtæki fjölmiðlajöfursins Ruplerts Murdochs, byrjaði með stafrænt sjónvarp í Bretlandi í gær og talsmaður hennar spáði því, að áður en dagur væri að kvöldi kominn hefðu borist 20.000 pantanir á stafrænni gervihnattaþjónustu. I boði verða 140 rásir, þar af 44 sérstakar gæðarásir hvað varðar hljóð og mynd. Gert er ráð fyrii', að fyrir áramót verði búið að afgreiða 200.000 pantanir á búnaði til að ná sendingunum. Skoðanakannanir benda til þess að þingkosningarnar í Ástralíu verði hnífjafnar Canberra, Sydney, Perth, Adelaide. Reuters. * Ovíst hvort stjórn Howards heldur velli Fhh Kosningarnar í Ástralíu Darwinr®'' j KrfíiÚsúVíá Helsfu staðreyndir Flatarmál 7.682.400 ferkm Ibúafjöldi Atvinnuleysi Verðbólga VLF á mann Erlendar skuldir 18.426.900 8,1% jf 2,3% ^ 1.610.000 íkr. \ /r NORTHERN TERRITORY ASTRALIA WESTERN AUSTRALIA \ queensland'• SOUTH AUSTRALIA 13,3 ma.kr. (g, Perth f K NEW SOUTHj WALES Þjóðhöfðingi: Elísabet 2 Englands- drottning en lands- höfðingi, Sir William Deane, er fulltrúi hennar. Þjóðþing: Fulltrúadeild þar sem sitja 148 þingmenn Öldungadeild þar sem sitja 76 þingmenn. Ríkisstjórn: Sfðan 1996 hefur sam- steypustjórn Frjálslynda flokksins og Þjóðarflokksins undir stjórn Johns Howards stýrt landinu. - Canberra Adelaide VICTORIA® Melbourne V km 800 Ágrip af sögu Bretar hófu að nýta Ástralíu sem fanganýlendu árið 1788 og var landið komið alfarið undan breska stjórn árið 1829. Samveldið Ástralía, rfkjasamband sex rfkja, var stofnsett 26. janúar 1901. Norðursvæðinu og höfuðborginni Canberra var bætt við ríkjasambandið árið 1911. John Howard Romano Prodi Aslan Maskhadov ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.