Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 47v- Á Öldugötunni ólumst við upp Pétur og ég, hann á nr. 24 og ég á nr. 18 á árunum fyrir stríð. Og það var gott því í Vesturbænum bjó þá og vonandi enn einstaklega gott og hjálpsamt fólk. Allt var þá með öðr- um brag, heilu hverfin sem nú eru fullbyggð voru annaðhvort í bygg- ingu eða óbyggð með öllu. Athafna- svæði var því nóg og ekkert vanda- mál að fara í kýlibolta eða aðra leiki á götunni. Ekki vora bflar til trafala því bíleigendur voru ekki margir á Óldugötunni nema auðvitað Stein- dór Einarsson sem bjó á nr. 14. Kynni okkar Péturs voru nánast engin á þessum árum enda var hann tveim árum eldri sem munaði miklu í þá daga. Undarlegt var það að samgangur var lítill milli ki'akka austan og vestan Stýrimannastígs. Ég hefi stundum velt þessu fyi'ir mér en enga skýringu fundið því allt voru þetta ágætis krakkar. Nokkrar stelpufrekjur fundust á Öldugötunni en hrekkisvín engin. Unglingavandamál hafði ekki verið uppgötvað á þessum árum. Sameiginlegt áhugamál eignuð- umst við Munda með Siggu og Pétri síðar en það var badminton sem við stunduðum öll af kappi áratugum saman þótt ekki væram við í sama hópi. Við urðum því fijótlega góð- kunningjar sem við nánari kynni þróaðist í sanna vináttu við Siggu og Pétur sem við Munda erum óum- ræðilega þakklát fyrir. Pétur kom í stjóm TBR 1952 og var formaður 1957-1959. Ég var rit- ari hjá Pétri á formannsárum hans. Okkar helsta afrek var að fá hingað í fyrsta sinn tvo badmintonspilara af heimsklassa, þá Jörgen Hammergard Hansen og Henning Borch sem komu hér í nóvember 1959 og sýndu listir sínar í KR-hús- inu. Brostu þá íslenskir badminton- spilarar breitt enda fæstir séð bad- minton af þessum klassa fyrr. Sigga og Pétur höfðu farið í Kerl- ingarfjöll og voru orðin allgóð á skíðum. Þau nefndu það við okkur Mundu hvort við væram ekki til í að koma með þeim til Isafjarðar með Gullfossi í páskaferð. Sem betur fer slógum við til þótt vanbúin værum, höfðum lítið farið á skíði áram sam- an, eigandi engar græjur nema gömlu spýturnar með gormabind- ingum og svarta anoraka áttum við til skjóls. Þetta vakti nokkra athygli í brekkunum þar sem allir, bæði full- orðnir og börn, vora komnir með nýtísku útbúnað. Allt stóð þetta þó til bóta og við áttum eftir að fara með Siggu og Pétri í allar fimm ferðirnar sem famar vora til 1973 þegar Gullfoss var seldur flestum til sárra leiðinda. Þetta vora stór- skemmtilegar ferðir. Kvöldvökur er farþegar stóðu fyrir voru a.m.k. einu sinni í hverri ferð voru meiri- háttar og komu margir á óvart. Að- keyptir skemmtikraftar voru engir. Ýmislegt spaugilegt bar við í þess- um ferðum sem kannske á ekki heima í minningargrein um Pétur okkar og ég vona að enginn misvirði það þótt þetta sé rifjað upp. Pétur átti fyrstu árin Bronco-jeppa sem var þeirrar náttúru að fara alltaf í gang í hörkufrosti þegar enginn annar bíll tók við sér. Þetta var til mikilla þæginda að komast í fjallið hvenær sem okkur hentaði. Einn ferðafélaginn var með snjósleða með sér og var lengi búinn að trekkja einn frostmorgun en ekkert lífsmark var með sleðanum lengi vel. Allt í einu hrökk hann í gang og fór á fljúgandi ferð niður bryggj- una. Menn horfðu á þetta agndofa, ökumaður var óviðbúinn og réð ekki við neitt en gat á síðustu stundu velt sér af sleðanum sem hentist langt út í sjó. Hann var fljótlega slæddur upp og seldur á staðnum ef ég man rétt. Allur viðurgjörningur í mat á Gullfossi var alþekktur og var ekki laust við að kaupstaðarlykt væri af sumum eftir hádegisverð en alltaf var farið í fjallið. Einn daginn er við vorum á leiðinni stóðu allt í einu tveir lögreglumenn á miðri götunni og mér datt ekki annað í hug en að ferðir okkar á jeppanum yrðu ekki fleiri að sinni. Annar þeirra rak höf- uðið inn um gluggann hjá Pétri. Þeir ætla þó ekki að fara að þefa af okkur. Nei, erindið var annað. „Vilduð þið ekki vera svo vænir, drengir, að kippa í okkur, við misst- um bflinn útaf í hálkunni." Þessu var snarlega bjargað og eftir það gerði ísafjarðarlögreglan jafnan honnör fyrir okkur hvar sem til okkar sást á jeppanum. Eftir að ísafjarðarferðum lauk áttum við eftir að ferðast vítt og breitt um heiminn með Siggu og Pétri. Til Austurlanda, Möltu, St. Lucia, Grikklands og ísraels og síð- ast til Fort Meyers á Flórída. Betri, tillitssamari og elskulegri ferðafé- laga er ekki hægt að hugsa sér. Áhugamálin voru ekki alltaf þau sömu. Það var t.d. ekki þeirra stfll að eyða miklum tíma í að skoða söfn eða þess háttar. Stundum urðum við að plata þau á fólskum forsendum til að skoða eitt eða annað sem okk- ur langaði til að sjá, og voru venju- lega allir ánægðir er upp var staðið. Margs er að minnast úr þessum ferðum en víst er að við nutum sam- vista við þau hvern dag. Þá komu þau Sigga og Pétur því í kring að við fórum að veiða saman í Laxá í Aðaldal hvert sumar frá 1979 þangað til í ár að Pétur treysti sér ekki lengur okkur til sárra von- brigða. Seinni árin höfum við gripið í að spila saman bridge. Mætt í mat hvert hjá öðru til skiptis. Það var jafnan mikil tilhlökkun að koma til þeirra og njóta höfðinglegra veit- inga sem ekki var hægt að jafnast á við. Pétur var farsæll maður í við- skiptum sem í öllum félagsstörfum sem honum var trúað fyrir. Mesta gæfa hans var Sigga hans blessuð og góð og elskuleg böm. Við Munda eigum ótalmargt að þakka Siggu og Pétri, fyrir vinátt- una, alltaf ánægjulegar samvera- stundir að ógleymdum ótal smekk- legum gjöfum sem þau hafa fært okkur. Pétur var ekki þeirrar gerðar að ösla áfram með fyrirgangi. Af hon- um stafaði góðvild, hlýja og kurt- eisi. Hann átti því marga vini sem sakna hans sárlega. Það er með miklum trega að við kveðjum Pétur Nikulásson og við óskum Siggu, börnunum og fjöl- skyldunni allrar blessunar á þessum erfíðu tímamótum. Guðmunda og Gunnar Petersen. Kveðja frá Lionsklúbbnum Baldri í dag kveðja Baldursfélagar góð- an félaga, Pétur 0. Nikulásson. Saga Baldurs spannar 45 ár, en klúbburinn var stofnaður árið 1953. Pétur gekk til liðs við klúbbinn og þar með Lionshreyfinguna þegar árið 1955, og hefur því starfað í klúbbnum bróðurpartinn af starfs- tíma Baldurs. Pétur var máttarstólpi í starfi Baldurs. Hann tók ríkan þátt í störfum félagsins alla tíð, og heyrði til undantekninga ef hann mætti ekki á félagsfund. Hann naut virð- ingar meðal félaganna, og gegndi trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. St- arfsárið 1965-1966 var hann for- maður, auk þess sem hann átti sæti í ýmsum nefndum á vegum klúbbs- ins. Lionsklúbburinn Baldui' markaði sér ákveðna sérstöðu í upphafi 7. áratugarins þá er félagar hófu land- græðslu á örfoka landi í Svartár- torfum við Hvítárvatn, nærri Kjal- vegi. Þeir voru stórhuga framherj- arnir sem réðust í þetta verkefni á sínum tíma, og þótti mörgum sem um óvinnandi verk væri að ræða. Nú, rúmum 35 áram síðar, er reitur þessi landprýði. Glöggt má sjá ár- angur ræktunarstarfsins, gróður dafnar vel, landfok hefur verið heft og rofabörð nánast horfin. Hér má því sjá í verki árangur góðs starfs samhents hóps, sem sýnir hversu samtakamátturinn getur verið öfl- ugur. Pétur og fjölskylda hans voru mjög virk í landgræðsluátaki klúbbsins um margra ára skeið, og muna eldri félagar t.d. glöggt er Pétur klöngraðist á jeppa sínum innan landgræðslugirðingarinnar með gamlan áburðardreifara aftan í, í hinum árlegu og vinsælu grasa- ferðum klúbbsins, þar sem félags- menn og fjölskyldur þeirra unnu í sameiningu að uppgræðslu lands- ins. I líknarfélagi er öflun fjár drjúg- ur þáttur í starfmu, því oftar en ekki taka slík félög að sér að styrkja ýmiss konar starfsemi og málefni. Fjáröflun Baldurs til margra ára var sala á ljósaperum. Félagarnir hittust að hausti og útbjuggu heim- ilispakka með peram, sem síðan var gengið með hús úr húsi og selt til styrktar líknarsjóði félagsins. Þá vora einnig útbúnar gjafaöskjur með lagmeti, sem síðan voru seldar fyrirtækjum. í báðum þessum fjár- öflunarþáttum lagði Pétur ávallt drjúga hönd á plóg og tók virkan þátt. Við Baldursfélagar minnumst góðs félaga á kveðjustundu. Við vottum Sigríði eiginkonu hans okk- ar dýpstu samúð, sem og fjölskyld- unni allri. Traustur félagi og góður drengur er genginn, blessuð sé minning hans. Ásgeir Eiríksson. Móðursystir okkar, frú GÓGÓ GERSTRÖM, (fædd Zimsen), er látin. Útför hennar hefur farið fram í Kaupmannahöfn. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Kristófersdóttir, Ólöf Kristófersdóttir, Ólafur Jes Kristófersson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGVALDI ÞORSTEINSSON lögfræðingur, Hólmgarði 41, áðurÁsgarði 12, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 5. október kl. 13.30. Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Sigvaldadóttir, Guðlaugur K. Karlsson, Erla Sigvaldadóttir, Sæmundur K. B. Gísiason, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristján G. Jóakimsson, Þorsteinn Sigvaldason, Kristfn Þórmundsdóttir, Bogi Sigvaldason, Ingunn Pálsdóttir, Dagbjört Sigvaldadóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, EIRÍKUR JÓNSSON, Einilundi 6E, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, deild 1, fimmtudaginn 1. október. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Jónsdóttir. + Konan mín, móðirokkar, tengdamóðir, fóstur- móðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA ÓLAFSDÓTTIR, Engjavegi 67, Selfossi, andaðist á Ljósheimum fimmtudaginn 1. október 1998. Pétur M. Sigurðsson, börn, tengdabörn, fósturdóttir og barnabörn + Ástkær bróðir okkar, HALLGEIR BJARNI SIGURÐSSON, Hátúni 10b, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 30. september. Guðmundur H. Sigurðsson, Erna G. Sigurðardóttir Ohlsson, Dóra Sigurðardóttir, Jónína B. Sigurðardóttir og fjölskyldur. + Ástkær dóttir, systir okkar og mágkona, SIGÞRÚÐUR JÓHANNA KARLSDÓTTIR PÉREZ, lést föstudaginn 25. september í Mataró á Spáni. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Heiðbjört Helga Jóhannesdóttir. er látin. + ÞÓRDfS BENEDIKTSDÓTTIR frá Grænavatni, Dætur hennar og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR GÍSLI SIGURÐSSON, Norðurbrún 1, sem lést föstudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 5. októ- ber kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta Bamaspítala Hringsins eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Erla Ingvarsdóttir, Rögnvaldur Hjörleifsson, Ásta Ingvarsdóttir, Sigfríður Ingvarsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Þórir Ingvarsson, Theodóra Ólafsdóttir, Svala Ingvarsdóttir, Ingólfur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna útfarar PÉTURS ODDBERGS NIKULÁSSONAR stórkaup- manns, í dag, föstudaginn 2. október eftir kl. 12.00. Pon Pétur O. Nikulásson sf., Tryggvagata 16, 101 Rvík. ----------------------------------------hr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.