Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ j 44 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 Miðlægur gagnagrunnur og fyrirhugaðar lyfjapróf anir á Islendingum Umræður, sem farið hafa fram um fyrir- hugaðan miðlægan gagnagrunn, kalla fram fleiri spurningar en svör. Margrét Þor- valdsdóttir leitaðist við að finna svör við spurningum, sem vakna. ÞORKELL Jóhannesson prófessor segir að með rannsóknum á fyrri stigum klínískra rannsókna virðist deCode vera að fara inn á miklu víð- tækara svið en rætt hafi verið um í upphafi í sambandi við margumtal- aðan gagnagrunn. Hann hvetur menn til að fara sér hægt í þessu máli. UPPLÝSINGAR sem fara eiga í þennan gagnagrunn eru við- kvæmar persónuupplýsingar. Því er eðlilegt að fólk hafí skoðun á gagnagrunninum og vilji fá skýr- ingar á ýmsum hliðum hans áður en ákvarðanir verða teknar. I fyrirlestri í Háskólanum í síð- ustu viku um siðfræði í þróun vís- inda, kom fram að í öðrum löndum hefur umræðan um siðferðilega þáttinn komið fyrst og á undan mikilvægum ákvörðunum. Hér virðist eiga að fara öfugt að, ör- lagaríkar ákvarðanir á að taka án '■"pess að siðferðilegi þátturinn fái nauðsynlega umræðu. I kynningarriti de Code, „A non-confidential corporate sum- mary“, sem fyrirtækið hefur sent líklegum erlendum samstarfsaðil- um og fjárfestum, kemur fram stefna fyrirtækisins. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ekki fengið leyfí fyrir gagnagrunninum er verið að markaðssetja hann. Gef- in eru freistandi fyrirheit um hvernig erlendir viðskiptaaðilar geti haft sem mestan hag af gagnagrunninum og hvernig hægt sé að nota Islendinga til rannsókna. Fyrirtækið segist vera stolt yfír að geta sett upp genaprógamm sem sniðið yrði að þörfum viðskipavina m.a. með genagreiningu og klínískum rannsóknum. Byggt sé á erfða- mengi heppilegrar þjóðar sem fyrirtækið hafi óheftan aðgang að. Þessi þjóð sé íslenska þjóðin. - Forsmán kann marga að skaða - Kynningin í þessu riti er mjög niðurlægjandi fyrir Islendinga, þeir eru markaðssettir sem hjörð tilraunadýra. Fyrirtækið segist geta fyrirhafnarlítið sett upp nýjar tilraunir eða ákveðið að hefja vinnu við nýjan sjúkdóm án þess að hafa áhyggjur af því hvort hægt sé að fínna eða tryggja heppilegan sjúk- lingahóp ... deCode genetics verði í þeirri aðstöðu að bjóða samstarfs- aðilum aðgang að íslensku þjóðinni fyrir klínískar rannsóknir í lyfja- þróun byggðar á upplýsingum genarannsókna sem gerðar hafa verið á þjóðinni... þar sem um fjöl- genasjúkdóma er að ræða, geti verið sérstaklega mikilvægt að hafa aðgang að þjóð fyrir fyrri stig klínískra rannsókna ... ennfremur er bent á að genagerð þátttakenda í þessum klinísku rannsóknum geri auðveldara að meta viðbrögð við meðferð og umfang aukaverkana! Hvað þýðir þetta? Hvað er verið að bjóða upp á? Hvað eru klínískar rannsóknir - á fyrri stigum? - Fáir vita hverju fagna skal - Þorkell Jóhannesson prófessor í lyfjafræði var beðinn að lýsa klínískum rannsóknum. Hann segir að klínískar rannsóknir skiptist oftast í fjögur stig. Áður en að þeim kemur fara þó fyrst fram rannsóknir á frumum eða líffærum í tilraunaglösum. Þá taka við rann- sóknir á tilraunadýrum og skiptast þær í tvennt, skammtíma og lang- tíma dýratilraunir. I skammtíma tilraunum er verið að meta verkun, virkni og bráð eiturhrif efnis. Ef efnið er talið hafa líklega virkni eru samtímis settar af stað langtíma dýratilraunir þar sem leitað er að síðkomnum eiturhrifum, áhrif á fjósemi, fósturskemmdir og krabbameinsvaldandi áhrif. Þessar rannsóknir geta staðið yfir í mörg ár og oft allan þann tíma sem fyrstu klínísku rannsóknirnar standa yfir. I Bandaríkjunum er það Fæðu- og lyfjaeftirlitið (FDA) sem verður að samþykkja hvort hefja megi klínískar rannsóknir með ný lyf. I öðrum löndum eru það hliðstæðar stofnanir. 1. stig klínískra rannsókna fer fram á heilbrigðu fólki (sjálfboða- liðum). Þar er verið að rannsaka öryggi efnisins, virkni þess á líf- færakeifí, umbrot og hvörf lyfj- anna í líkamanum, þ.e. hvemig þau dreifast um líkamann og skiljast út og milliverkun við önnur lyfjaefni. Þarna er rannsakað hvernig valinn hópur heilbrigðs venjulegs fólks bregst við ákveðnu lyfí, hvort það hefur einhverja virkni eða sýni skaðlega verkun og hvað verður um lyfíð í líkamanum. 2. stig. Þá eru valdir sjúklingar með tiltekinn sjúkdóm (sem einnig eru sjálfboðaliðar), þar sem talið er að eitthvert ákveðið lyf geti komið að gagni og þá mjög gjaman í sam- anburði við eitthvert annað eldra og vel þekkt lyf. Þar er verið að kanna lækningagildi lyfsins og hvort það sé jafn gott eða síðra en eldra lyfið. Notaðar em lyfleysur, t.d. mjólkursykur, til þess að útiloka eða draga úr geðþóttaverkunum. Og þar er jafnframt um að ræða samanburð á milli skammta og verkunar og lyfjahvörf. Ef lyfið reynist betur en eldra lyfið og ekk- ert mælir gegn því, tekur við þriðja stig klínískra rannsókna. 3. stig. Fyrir þetta stig er tekinn stór hópur af völdum sjúklingum og er þá verið að meta virkni, nota- gildi og öryggi lyfja á stóram en vel völdum hópi sjúklinga. Þar koma að ýmsir læknar og era þess- ar rannsóknir venjulega gerðar á mörgum sjúkrahúsum samhliða. Þessi þrjú stig klínískra rannsókna geta tekið allt að því 10 ár. Eftir þriðja stigið er metið hvort skrá eigi lyfið til lækninga. Skráninga- tíminn í Bandaríkjunum er frá fá- einum mánuðum og upp í 2-3 ár. Eftir að lyf hefur fengið samþykki tekur við fjórða stigið. 4. stig. Á fjórða stigi eiga yfir- völd (heilbrigðisyfirvöld) að fylgj- ast með hjáverkunum og notagildi lyfsins við lækningar. Hvort sem það er notað beint af læknum eða einungis tilteknum sérfræðingum. - Flan og slys eru förunautar - Þorkell sagði að þrátt fyrir að lyf hefðu farið í gegnum þrjú stig klínískra rannsókna, kæmi fýrir að lyf væri tekið af markaði eftir nokkurn tíma á 4. stigi vegna þess að fram kæmu hjáverkanir sem enginn gat séð fyrir, eins og of- næmi, krabbamein, blóðmergs- skemmdir, lifrarskemmdir eða milliverkanir við önnur lyf. Þorkell var spurður hvort fyrsta stig klínískra rannsókna væri ekki mjög áhættusamt. Heyrst hefur um hjáverkanir og vefjaskemmdir sem afleiðing slíkra rannsókna. Jú, jú, hann sagði að áhættan á fyrsta stigi væri sérstaklega bund- in við tvö líffæri, lifur og nýra. Það væri í þessum líffæram sem lyf umbrotna og skiljast út. Drjúgur hluti lyfja umbrotnar í lifrinni í efni sem geta verið hættuleg, sömuleið- is geta lyfjasameindir eða um- brotsefni skaðað nýran beint. - Gleð þig spart, illt kemur óvænt - Af öryggisástæðum þarf að fylgj- ast mjög nákvæmlega með fólki sem tekur þátt í þessum klínísku rann- sóknum, mæla þarf magn lyfjanna í blóði og fylgjast með útskiinaði bæði í þvagi og í saur. Þetta væri talsvert viðamikið mál. Þorkell benti á að til þessara rannsókna verði að velja heilbrigt fólk á góðum aldri, 20-50 ára, og oftast af báðum kynjum, enda þótt að í fyrsta stig rannsókna væri alloft hlífst við að nota konur vegna hugsanlegra fósturskemmda. Hann sagðist ekki kannast við að rannsóknir á fyrri stigum klínískra rannsókna hefðu verið gerðar hér á landi, en hins vegar rannsóknir á þriðja stigi og hafi þær m.a. verðið gerðar í sambandi við fitulækkandi lyf og lyf vegna truflana á hjartslætti. Haldið hefur verið fram að hér á landi séu alls konar lyfjarannsókn- ir í gangi. Þorkell sagði að lyf framleidd á Islandi sem prófuð hefðu verið hér væra sér vitanlega eingöngu notuð svokölluð „Me too preparöt“, en það era lyf sem innihalda virk efni sem áður hafa verið skráð. Stuðst væri við rannsóknir þeirra sem hefðu hannað uppranalegu lyfin og væri verið að kanna aðgengi lyfjanna í líkamanum og hvort það væri sam- bærilegt við það sem þekkt væri eftir töku frumlyfsins eða ekki. Þorkell var spurður um álit sitt á þessum fyrirhuguðu rannsóknum. Hann sagði að með rannsóknum á fyrri stigum klínískra rannsókna virtist deCode vera að fara inn á miklu víðtækara svið en rætt hafi verið um í upphafi í sambandi við margumtalaðan gagnagrann. Þor- kell benti á að á háskólafyrirlestri í síðustu viku hefði fyrirlesarinn gef- ið íslenskum stjórnvöldum þau ráð að flýta sér hægt í þessu máli og það væru augljóslega orð að sönnu. Líklegt má telja að erlend lyfja- fyrirtæki muni telja rannsóknatil- boð deCode á Islendingum, sem heppilegt rannsóknarefni fyrir klínískar rannsóknir, mjög freist- andi. Þar sem ekki á að liggja fyrir upplýst samþykki einstaklinga fyr- ir skrásetningu persónuupplýsinga í miðlæga gagnagrunninn, er ekki ljóst hver yrði staða fólks eða hver muni tryggja öryggi þess fólks sem verður valið í klínískar rann- sóknir. - Góð viska er gulli betri - Upplýsingar deCode um starf- semi gagnagrannsins hafa verið mjög misvísandi. Fullyrt hefur verið að enginn áhugi sé íyrir einstakling- um, aðeins hópum, en síðan er boðið upp á klínískar rannsóknir sem gera verður á einstaklingum. Sagt hefur verið að enginn áhugi sé á lífsýnum, en síðan er boðið upp á genarann- sóknir sem byggjast á lífsýnum. Gagnagrannsframvai-pið hefur greinilega margar hliðar sem þurfa útskýringa við. LANCOME Rouge Haust- og vetrarlitirnir ’98 - ’99 Komið, sjáið og prófið... ....glimmer, mattir, blautir og þurrir. Allt er fáanlegt og allt er leyfilegt.Tískan verður rauð, meira logandi, frjálsari og kvenlegri en áður. Förðun og óvæntur glaðningur. SMART Hólmgarði 2, Keflavík sími 421 5414 Kynning í dag www.lancome.com &ara Bankastræti 8, sími 551 3140 Kynning í dag og á morgun Námskeið um " íþróttalæknisfræði QQO íþróttamiðstöðinni í Laugardal, w 8.-10. október 1998. Heilbrigðisráð íþrótta- og Ólympíusambands íslands heldur námskeið um íþróttalæknisfræði og skyld efni í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 8.-10. október nk. Námskeiðið stendur frá kl. 17 til kl. 21 fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. október og frá kl. 9 til kl. 15 laugardag- inn 10. október. Námskeiðið er einkum ætlað læknum, sjúkraþjálfurum og íþróttaþjálfurum. Á því verður m.a. fjallað um lífeðlisfræði þjálfunar, íþróttameiðsli og umönnun þeirra, endurhæf- ingu eftir meiðsli, teipingar og lyfjamál. Gestafyrirlesari er dr. Walter Frontera, prófessor í endurhæfingu við Harvard-háskóla. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 581 3377, fax 588 8848, tölvupóstur isi@toto.is. Heilbrigðisráð áskilur sér rétt til að takmarka fjölda þátttakenda. Þátttökugjald á námskeiðinu er kr. 1000,- Námskeiðið er haldið með styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Heilbrigðisráð ÍSÍ Höfundur er blaðnmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.