Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 31 Menntamálaráðherra segir ríkið leggja góðan skerf af mörkum til Kvikmyndasjóðs Islands Framlagið hækkar um 10 m.kr. milli ára REKSTRARÚTGJÖLD ríkissjóðs vegna Kvikmyndasjóðs Islands eru áætluð 146,4 milljónir króna, að því er fram kemur í fjárlögum 1999. Er þetta 10 milljóna króna raunaukning frá fjárlögum 1998. Hækkunin er ætluð til að efla styrkveitingar Kvikmyndasjóðs. Áætlað er að af útgjöldum sjóðsins fari um 100 m.kr. í styrkveitingar, 9 m.kr. verði varið til að greiða framlög í erlenda kvikmyndasjóði og 10 m.kr. fari til kynningar á ís- lenskum kvikmyndum erlendis. í skýrslu sem Viðskiptafræði- stofnun Háskóla Islands vann fyrir Aflvaka hf., og greint var frá í blað- inu í gær, kemur fram að íslenskar kvikmyndir og þættir um Island í sjónvarpi erlendis skiluðu rikis- sjóði um hálfum milljarði króna í skatttekjur á síðasta ári umfram fjárframlög til Kvikmyndasjóðs það ár. Munar þar mestu um þau áhrif sem íslenskt efni, sem sýnt er erlendis, hefur á straum ferða- manna til íslands. Bjöm Bjamason menntamálaráðherra segir þessi tíðindi ekki koma sér á óvart. „Þetta staðfestir það sem menn vissu að auðvitað kunna kvikmynd- ir og sjónvarpsþættir að hafa áhrif á það að menn heimsæki Island en það em líka margir aðrir þættir sem valda því að menn sækja okk- ur heim. Sú starfsemi er ekki endi- lega ríkisstyrkt ef það er hug- myndin að nota þessar tölur sem rökstuðning fyrir því að hækka rík- isstyrk til kvikmyndagerðar? Hvað með allt hitt sem ekki nýtur ríkis- styrkja og laðar fólk til landsins? Má þar til dæmis nefna Björku Guðmundsdóttur.“ Menntamálaráðherra segir af og frá að íslenska ríkið leggi ekki góð- an skerf til kvikmyndagerðar. „Eg hef líka heyrt ávæning af því að við Snæfellinga- kórinn í Reykjavík 20 ára Á ÞESSU ári heldur Snæfellinga- kórinn í Reykjavík upp á 20 ára starfsafmæli. Áf því tilefni heldur kórinn m.a. tvenna tónleika á Snæ- fellsnesi laugardaginn 3. október. Fyrri tónleikarnir verða í Ólafsvík- urkirkju kl. 14. Með kórnum syngja Kirkjukórar Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskirkju. Seinni tónleik- arnir verða í Stykkishólmskirkju kl. 18, með kór kirkjunnar. Snæfellingakórinn í Reykjavík var stofnaður í marsmánuði árið 1978. Fyrsti stjórnandi kórsins var Jón Isleifsson organisti. Undanfarin ár hefur kórinn starfað undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Ljóðatónleikar í Hveragerðis- kirkju TÓNLISTARFÉLAG Hveragerðis heldur ljóðatónleika í Hveragerðis- kirkju laugardaginn 3. október kl. 16. Yfirskrift tónleikanna er „Frá íslandi til Aserbaídsjan". Einsöngv- ari á tónleikunum er Sigi'ún Val- gerður Gestsdóttir og píanóleikari er Sigursveinn Magnússon. Á tónleikunum getur m.a. að heyra sönglög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Áma Thorsteinsson, stöndum ekki við skyldur okkar gagnvart erlendum sjóðum sem við eigum aðild að og Islendingar fá styrki úr. Þetta er algjör misskiln- ingur. Nú nýlega veitti Eurimage- sjóðurinn, sem við eigum aðild að, til dæmis tveimur íslenskum kvik- myndum mjög háa styrki. Við ger- um nákvæmlega eins og okkur er fyrir lagt og Island, sem fámennt ríki, á ekki og þarf ekki að borga háar fjárhæðir í þessa sjóði sam- kvæmt þeim alþjóðareglum sem gilda. Að sjálfsögðu ber að standa við þá samninga sem eru í gildi.“ Að hyggju Björns skiptir höfuð- máli í þessu efni að menn komi sér saman um hvað sanngjarnt sé að ríkið styðji duglega við bakið á kvikmyndagerð í landinu, hvað af því eigi að vera á menningarlegum forsendum og hvað vegna atvinnu- sjónarmiða. „Menn, og þar á ég við alla aðila sem að málinu koma, verða að átta sig á því hvað sé við- unandi, annars vegar með hliðsjón af þróun og eflingu kvikmynda- gerðar, sem við höfum öll áhuga á, og hins vegar hver hlutur skatt- greiðenda eigi að vera í því að standa undir þessari atvinnustarf- semi. Eins og við vitum hefur al- mennt séð dregið úr slíkum styrk- veitingum til atvinnulífsins. Það era líka mismunandi sjónarmið um það, annars vegar í Bandaríkjun- um og hins vegar í Evrópu, hvort það sé yfirleitt æskilegt að ríkið sé með puttana í stuðningi við kvik- myndir. Þar sem ríkisstyrkir eru lægstir vegnar kvikmyndum best.“ Samanburður álitamál Björn segir álitamál að bera framlag ríkisins til Kvikmynda- sjóðs saman við rekstur Sinfóníu- hljómsveitar Islands og Þjóðleik- hússins, eins og gert er í skýrsl- SIGURSVEINN Magnússon og Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Tryggva Baldvinsson, Jón Þórar- insson, Jórunni Viðar, Carl Nielsen, Ingunni Bjarnadóttur, Sigvalda Kaldalóns, Giacomo Puccini og Luciano Berio. Tónleikarnir eru framlag flytj- enda til styrktar flygilssjóði. Fyrirlestur og námskeið hiá MHÍ ÍVAR Brynjólfsson ljósmyndari fer með stutt ágrip af ljósmynda- sögu í fyrirlestri sem hann heldur í Málstofu, fyrirlestrasal MHÍ, í Laugarnesi mánudaginn 5. október kl. 12.30. Jun Kawaguchi heldur fyrirlest- ur í Barmahlíð, fyrirlestrasal MHI í Skipholti 1, miðvikudaginn 7. október kl. 12.30, og fjallar um eig- in verk og sýningar. Hann sýnir verk sín um þessar mundir í Ás- mundarsal við Freyjugötu. Námskeið Sigurborg Stefánsdóttir mynd- listarmaður heldur námskeið í bókagerð í húsnæði MHÍ í Laugar- nesi og hefst námskeiðið þriðju- unni. „Þar hefur hið opinbera tekið að sér að reka menningarfyrirtæki en enginn er að tala um að það taki að sér að reka kvikmyndahús eða að starfrækt verði hér á landi opin- bert kvikmyndafyrirtæki. Hins vegar er eitt öflugasta ríkisfyrir- tækið, sem nú er við lýði, Ríkisút- varpið og ég hef lagt áherslu á að það hagaði framleiðslu sinni með þeim hætti að það ýtti undir inn- lenda kvikmynda- og þáttagerð. Ríkisútvarpið hefur líka verið sá skóli sem flestir okkar kvikmynda- gerðarmenn hafa gengið í, auk þess að standa að samningum um samstarfsverkefni á sviði kvik- myndagerðar við aðrar þjóðir. Þetta era úrræði sem menn ættu að velta fyrir sér.“ Island og Hollywood í skýrslunni kemur einnig fram að æskilegt sé að fella niður skil- yrði Kvikmyndasjóðs um íslenskt tal enda dragi það augljóslega úr mögulegri alþjóðlegri dreifingu ís- lenskra kvikmynda. Þetta mál seg- ir menntamálaráðherra einnig æskilegt að ræða. „I mínum huga snýst málið ekki um það að Kvik- myndasjóður Islands stuðli að því að íslenskir kvikmyndagerðar- menn njóti sín á erlendum vett- vangi. Það eru ekki bara Banda- ríkjamenn sem slá í gegn í Hollywood, heldur allra þjóða menn, vegna þess hvernig þar er að málum staðið. Ef Islendingar fara þangað og ná að slá í gegn yrði það vissulega ánægjulegt en það er ekki á verksviði Kvikmyndasjóðs að tryggja það.“ En lítur Björn á þessa tillögu sem aðför að íslenskri tungu og menningu? „Það kom mér vissu- lega á óvart að sjá þetta í áliti Við- skiptafræðistofnunar.“ daginn 5. október. Kenndar verða m.a. ýmsar ólíkar aðferðir við ein- falt bókband byggðar á japönskum hefðum. Baltasar Samper myndlistar- maður heldur námskeið um fresku- gerð í Laugarnesi og hefst nám- skeiðið þriðjudaginn 6. október. Þetta námskeið krefst undh-stöðu- þekkingar í myndlist. Jón Axel Égilsson kvikmynda- gerðarmaður heldur námskeið um teiknimyndagerð í Skipholti 1 og hefst námskeiðið laugardaginn 10. október. Farið verður m.a. yfir grundvallaratriði í klassíski-i teiknimyndagerð og hún tengd við tölvutækni í gerð teiknimynda. Eva G. Sigurð- ardóttir sýnir í Galleríi Horninu EVA G. Sigurðardóttir opnar mál- verkasýningu í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, á morgun, laugar- dag kl. 16. Verkin eru unnin á þessu og síðasta ári og eru unnin með olíu og blandaðri tækni á striga og kros- svið. Viðfangsefni verka hennar era tilveran og margræðni hugmynda. Eva stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og École des Beaux arts de Lyon í Frakk- landi. Hún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Sýning stendur til miðvikudags- ins 21. október og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18, þó er innangengt um veitingahúsið á öðr- um tíma. Sögur af systrunum Snuðru og Tuðru BARNALEIKRITIÐ Snuðra og Tuðra verður frumsýnt í Möguleikhúsinu við Illemm á morgun, laugardag. Snuðru og Tuðru, sem eru litlar systur, kemur oftast nær ósköp vel saman en stundum fer allt í hund og kött. Þær gera líka stundum heljarinnar axarsköft þó að allt sé það í góðri trú. Til dæmis einn daginn þegar þær eru einar heima og í heimsókn kemur maður sem er að safna fötum handa fá- tæku börnunum í Afr- íku. Af einskærri góð- semi gefa þær liverja einustu spjör fjöl- skyldunnar í söfnun- ina. Leikritið er gert eftir hinum kunnu sögumIðunnar Steinsdóttur um syst- urnar Snuðru og Tuðru. Það er aðal- lega byggt á fjórum þeirra; Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra missa af matnum, Snuðra og Tuðra laga til í skápum og Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn. Leikstjóri og höfundur leikmyndar er Bjarni Ingvarsson, höfundur Ieikgerðar og söngtcxta er Pétur Eggerz, Katrín Þorvaldsdóttir sér um búninga og brúðugerð og tónlist er eftir Vilhjálm Guðjónsson. Snuðru og Tuðru leika þær Drífa Arnþórsdóttir og Linda Ásgeirs- dóttir og þær bregða sér einnig í önnur hlutverk, auk þess sem Morgunblaðið/Golli LINDA Ásgeirsdóttir og Drífa Arnþórsdóttir í hlutverkum Snuðru og Tuðru. brúður koma við sögu inn á milli. Að sögn leikstjórans, Bjarna Ingvarssonar, er leikritið hugsað fyrir áhorfendur á aldrinum tveggja til sjö ára. Systurnar lenda í hinum ýmsu ævintýrum og einn daginn fara þær upp í sveit. „Þar sjá þær ýmislegt sem er þeim býsna framandi, ekki síst þegar þær fara að skoða fjósið, sem þeim finnst mjög merkilegt. Þær fara að ólmast við fjóshaug- inn og það endar auðvitað með því að önnur þeirra fer á kaf í hauginn,“ segir Bjarni. ESTEE LAUDER Nú sérðu línur og hrukkur minnka um allt að 50% Það sem þú getur búist við að sjá Með því að nota Diminish á kvöldin muntu sjá jákvæðar breytingar á nokkrum vikum. Línur og djúpar hrukkur minnka. Ljómi og ferskleiki húðarinnar sem þú hélst að væri horfinn kemur aftur. Diminish inniheldur Retinol, hreinasta form af A-vítamíni og er eitt áhrifamesta efni sem dregur úr öldrunareinkennum. Þér mun líka það sem þú ekki sérð. Kaupauki: DayWear 15 ml fylgir öllum Diminish - kremum. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í þessum verslunum í dag og á morgun, laugardag UvttttO H Y G E A jnyrtivðruverdlun Laugavegi, sími 511 4533 (SNYRTIVÖRUVEftSLUKIN GLÆS®Æ sími 5685170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.