Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.10.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréf Járnblendifélagsins lækka Gengið lækkað um 25% frá hæsta verði HLUTABRÉF í íslenska járn- blendifélaginu hf. á Grundartanga lækkuðu á Verðbréfaþingi Islands í gær um 4,2%, eftir frétt Morgun- blaðsins um að verksmiðjan verði að öllum líkindum lokuð frá 20. októ- ber til áramóta. Hlutabréfin hafa lækkað um tæp 25% eftir að þau náðu hámarki um miðjan maí, að loknu hlutafjárútboði félagsins. í hlutafjárútboði Járnblendifé- lagsins voru bréfin seld almenningi á genginu 2,50 og keyptu um 2.700 einstaklingar og fyrirtæki hlut á 80 þúsund kr. á nafnverði. í tilboðs- hluta útboðsins keyptu Kaupþing og Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hlutabréf að nafnvirði samtals tæp- ar 130 milljónir á genginu 3,01 og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins keypti 20 milljónir kr. á genginu 3,05. Þegar viðskipti hófust með hlutabréfin hinn 18. ágúst síðastlið- inn fór gengið strax upp í tæpa 3,0 og í einstökum sölum upp í 3,05. Síðan hefur það sigið niður og var komið niður í 2,30 í gær, 25% undir því verði sem FBA keypti sín bréf á. Sérstakt kredit- kortaverð heimilt Leitar eft- ir lækkun á gjald- skrá SIGURÐUR Lárusson kaup- maður í Dals-Nesti í Hafnar- firði hefur ekki gefið út sér- staka gjaldskrá fyrir kredit- kortaviðskipti, eins og honum er heimilt samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs sem gekk í gildi í gær. Hann hefur hins vegar leitað eftir lækkun á gjaldskrá greiðslukortafyrir- tækjanna. I úrskurði samkeppnisyfir- valda, sem kveðinn var upp vegna kæru Sigurðar í Dals- Nesti, felst að verslanir og þjónustufyrirtæki geta inn- heimt sérstaklega kostnað við greiðslukoi-taviðskipti en í nýj- um reglum um verðmerkingar er jafnframt kveðið á um að ef það er gert, skuli það koma fram við inngöngudyr fyrir- tækis. Verslanir og þjónustu- fyrirtæki virðast almennt ekki hafa nýtt sér þessa heimild í gær. Samningar lausir Sigurður segist líta svo á að eftir úrskurð samkeppnisráðs séu í raun lausir samningar milli kaupmanna og greiðslu- kortafyrirtækjanna. Segist hann því hafa haft samband við bæði greiðslukortafyrirtækin í gær til að spyrjast fyrir um það hvaða gjaldskrá þau biðu. Fyrr en það lægi fyrir gæti hann ekki breytt verðinu í versluninni og birt álag fyrir greiðslukortaþjónustu. Hann segir að almennt verðlag í búð- inni muni miðast við greiðslu með skuldaviðurkenningum, það er að segja debetkortum, og síðan yrði unnt að veita af- slátt þegar greitt væri með peningum og álag ef greitt væri með kreditkorti. 200 milljóna kr. viðskipti Töluverð viðskipti hafa verið með hlutabréfin í Islenska járnblendifé- laginu. Söluverðmætið er samtals tæpar 205 milljónir kr. frá 18. maí og meðalgengi allra viðskipta á Verðbréfaþingi 2,76. Áberandi er sala á 80 þúsund kr. hlutum og er því líklegt að hluthöfum hafi mjög fækkað á þeim rúmu 4 mánuðum sem liðnir eru frá hiutafjárútboði. Lækkun hlutabréfanna er talin stafa meðal annars af fréttum sem hafa verið frá því í sumar um yfir- vofandi skerðingu á afgangsorku sem félagið kaupir á lægra verði en fulltryggðri orku. Fram kom á sín- um tíma að þess var ekki getið í út- boðslýsingu vegna hlutafjárútboðs- ins. Hins vegar segir framkvæmda- stjóri Jámblendifélagsins að hag- kvæmara sé að keyra verksmiðjuna með fullum afköstum á meðan raf- magn er til og loka síðan alveg, en að keyra með hálfum afköstum allan tímann. Ekki hafa verið teknar ákvarðanh' um skerðingu af- gangsorku eftir áramót enda hafa verið hagstæð skilyrði í vatnsbúskap hálendisins að undanfömu. Þess ber að geta að 1. apríl næstkomandi tek- ur tildi nýr orkusölusamningur Jámblendifélagsins og Landsvirkj- unar og eftir það kaupir Jámblendið alla orku í forgangsflokki. Lækkandi afurðaverð Fleira kann að hafa áhrif á verð- lækkun hlutabréfanna. Þannig er á það bent í Morgunfréttum, fréttariti Viðskiptastofu Islandsbanka, að út- flutningur á járnblendi hafi dregist saman um 13% fyrstu átta mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Helsta skýringin sé lækkandi verð á afurðunum. Þess er getið að hagn- aður félagsins fyrstu sex mánuði ársins nemi 217 milljónum kr., ef frá er talin endurgreiðsla frá Landsvirkjun sem deilt er um. „Það era því allar horfur á slæmu ári í rekstri félagsins,“ segir í Morgun- fréttum. Nú standa yfir fram- kvæmdir við þriðja ofn verksmiðj- unnar og verður hann tekinn í notk- un næsta haust. Fram hefur komið að hann mun bæta hagkvæmni verksmiðjunnar. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins í samningum um fjárvörslu Leitar tilboða í 15% hlut í Þróun- arfélaginu STJÓRN Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins hefur falið fram- kvæmdastjóra sjóðsins að leita eftir tilboðum í helming hlutafjár- eignar sjóðsins í Þróunarfélagi íslands hf. Auglýst verður eftir tilboðum í dag eða næstu daga. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins á nú hlutabréf að nafnvirði um 320 milljónir kr. í Þróunarfélag- inu, eða tæplega 30% heildar- hlutafjár félagsins. Ætlunin er að leita tilboða í helming þess eða um 160 milljónir kr. Gengi hluta- bréfanna er nú 1,78, reyndar hafa engin viðskipti átt sér stað með þau á Verðbréfaþingi síðan um miðjan september. Markaðsvirði þess eignarhlutar sem Nýsköp- unarsjóðurinn hyggst selja nú, ef nógu góð tilboð berast, er því um 285 milljónir kr., miðað við gengið í dag. Hins vegar bendir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Ný- sköpunarsjóðsins, á að sjóðurinn hafi fyrir nokkm boðið til sölu hlutabréf í Þróunarfélaginu að nafnverði 10 þúsund kr. og þau hafi selst nánast samstundis á Verðbréfaþingi á nokkra hærra gengi en skráð markaðsgengi var þann dag. Samið um Ijárvörslu Spurður um ástæðu þess að Nýsköpunarsjóðurinn vill athuga með sölu á hlutabréfum sínum segir Páll að það sé ekki hlutverk hans að eiga hlut í fyrirtækjum eins og Þróunarfélaginu. Hann bendir á að hlutverk hans sé að fjárfesta í nýsköpun og ávaxta höfuðstólinn. Nýsköpunarsjóðurinn er um þessar mundir í viðræðum við þrjú innlend fjái-málafyrirtæki og tvö erlend um fjárvörslu. Eignir sjóðsins eru nú um 4,8 milljarðar kr. og er ætlunin að setja 3 milij- arða í fjárvörslu. Fjármununum verður sldpt í fimm hluta og falið fyrirtækjunum fimm til vörslu. Reykjagarður hf. kaupir Mið-Fossa í Borgarfírði HAFIN verður stórframleiðsla á kjúklingum í útihúsunum á Mið-Fossum í Andakfl í Borgarfirði. REYKJAGARÐUR hf„ framleið- andi Holta-kjúklings, hefur keypt jörðina Mið-Fossa í Andakfl í Borgarfirði og hyggst hefja þar kjúklingarækt. f fyrstu verða framleidd um 300 tonn á ári en ætlunin er að auka við fram- leiðsluna eftir því sem markaðs- aðstæður leyfa. Jörðin Mið-Fossar er um 300 hektarar að stærð. Þar var til skamms tíma stórt kúabú og á bænum eru miklar byggingar; stórt fjós og hlaða og myndarlegt íbúðarhús. Reykjagarður tók við jörðinni í gær. Eftir að bústjóra- hjónin sem ráðin hafa verið hafa komið sér fyrir verður að sögn Bjarna Asgeirs Jónssonar fram- kvæmdastjóra ráðist í að innrétta útihúsin fyrir kjúklingarækt með það fyrir augum að hefja fram- leiðslu eftir áramót. Telur hann að byggingamar henti ágætlega fyrir sitt nýja hlutverk og tiltölu- lega auðvelt verði að nýta fjós, haughús og hlöðu til framleiðslu á allt að 300 tonnum af kjúklingakjöti á ári. Þá verði með tiltölulega litlum breyting- um hægt að auka framleiðsluna upp í 500 tonn á ári. Mið-Fossar Holta- kjúkling- ur fram- leiddur í Andakíl eru tengdir hitaveitu og er það talinn kostur fyrir kjúklingarækt á staðnum. Kaupverð jarðarinnar er ekki gefið upp en nefna má að ásett verð var 28 milljónir kr. þegar jörðin var auglýst til sölu. Oll aukning í Borgarfirði Reykjagarður hf. er stærsta alifuglabú landsins, framleiðir 1 ár 1.200-1.300 tonn af Holta- kjúkling á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ og á Ásmundarstöð- um í Rangárvallasýslu. Félagið rekur auk þess alifuglasláturhús á Hellu þar sem slátrað er öllum kjúklingum frá Reykjagarði og fleiri búum. Þar verður einnig slátrað kjúklingunum sem aldir verða upp á Mið-Fossum. Mikil aukning hefur verið í sölu kjúklinga síðustu árin, neyslan jókst um 20% á síðasta ári og jafn mikið árið áður. Aukningin er ekki síst j ferskum kjúklingum en Bjami Ásgeir seg- ir að verðþróun á kjúklingum hafi einnig mikið að segja. Hann getur þess að kjúklingaverð hafi staðið í stað frá árinu 1989 sam- kvæmt gmnni framfærsluvísitölu á meðan vísitalan sjálf hafi hækkað um 40%. Hefur fram- leiðslan því verið að aukast aftur eftir erfiðleikatímabil í greininni. Reykjagarður hefur ekki svig- rúm til aukningar í Mosfellsbæ vegna þess að byggðin þrengir að. Á Asmundarstöðum er verið að byggja 500 fermetra hús. Eft- ir að þeirri framkvæmd lýkur er, að sögn Bjarna Ásgeirs, ætlunin að öll framleiðsluaukning fyrir- tækisins komi frá búinu á Mið- Fossum. Athugasemd frá Samkeppnisstofnun Biðu svars Samtaka iðnaðarins GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs hjá Samkeppnisstofnun, vill, vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um samkeppnisstöðu hugbúnaðarfyrir- tækja, að það komi fram að Sam- keppnisstofnun bað Samtök iðnaðar- ins um nánari skilgreiningu á hverju samtökin kröfðust í erindi sínu um meinta samkeppnislega mismunun hugbúnaðarfyrirtækja og Reikni- stofu bankanna vegna þjónustu við fjármálastofnanir, sem samtökin sendu samkeppnisstofnun 18. aprfl 1995. Hann segir að óskað hafi verið eft- ir áþreifanlegum dæmum um brot á reglum um samkeppni á þessu sviði en SI hafi ekki svarað þeim fyrr en nú nýlega þegar þeir sendu Sam- keppnisstofnun málið í annað sinn. Guðmundur vill því koma þvi að að málið hafi tafist vegna þess að svar hefur ekki borist frá SI en ekki vegna tafa hjá Samkeppnisstofnun eins og gefið er í skyn í fréttinni. ------------------- Kynningar- fundur um fyr- irtækjamót IÐNTÆKNISTOFNUN stendur fyrir kynningarfundi um Europar- tenariat fyrirtækjastefnumót sem haldið verður í Valencia á Spáni dag- ana 12. og 13. nóvember nk. Fundur- inn verður haldinn í Rúgbrauðsgerð- inni við Borgartún í dag, kl. 12 til 13.15. Þátttaka í fyrirtækjastefnumóti sem þessu er talin góð leið fyrir fyr- irtæki sem era að hugleiða sókn á erlenda markaði eða samstarf við er- lenda aðila á einhverjum öðrum grunni. Unnt er að bóka fyrirfram fundi með fulltrúum áhugaverðra þátttökufyrirtækja. Spánverjar gera ráð fyrir að um 2.000 gestafyrirtæki frá um 80 löndum mæti til mótsins og gera ráð fyrir að 12.000 fyrir- tækjafundir verði haldnir þessa tvo daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.