Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 232. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO skipar herjum í viðbragðsstöðu vegna Kosovo-deilunnar Milosevic fellst á kröfur öryggisráðsins Belgrad, Brussel, London, Washington. Reuters. Reuters RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar og Slobodan Milosevic, Júgóslvaíuforseti, takast í hendur að loknum fundi í gær. SAMÞYKKT var á fundi Atlants- hafsbandalagsins (NATO) seint í gærkvöldi að skipa herjum banda- lagsins í viðbragðsstöðu vegna deil- unnar í Kosovo. Milosevic Júgó- slavíuforseta voru gefnir fjórir sól- arhringar til að fara að fullu að kröfum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að endi verði bundinn á valdbeitingu Serba í héraðinu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti staðfesti í nótt að Milosevic hefði fallist á að kalla herlið Serba á brott frá Kosovo, heimila eftirlitsmönnum Oryggis- og samvinnustofnunar Evrópu að fylgjast með brottflutn- ingnum og leyfa flóttamönnum að snúa aftur til síns heima. Clinton tók skýrt fram að stæði Milosevic ekki við orð sín yrði tafarlaust grip- ið til loftárása. Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómar, hélt seint í gærkvöldi til Belgrad til frekari við- ræðna við Milosevic. Tilskipunin um að setja heri NATO í viðbragðsstöðu gerir yfir- manni herafla bandalagsins í Evr- ópu kleift að hefja árásir um leið og yfirstjóm bandalagsins gæfi skipun þar að lútandi, uppfylli Serbar ekki kröfur SP innan settra tímamarka. Ákvörðunin var tekin á fundi Ja- viers Solana, framkvæmdastjóra NATO og sendiherra aðildarríkja bandalagsins, eftir að Holbrooke skýrði frá niðurstöðum viðræðna sinna við Milosevic um helgina og í gær. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu sagði í gær að Hol- brooke hefði náð umtalsverðum ár- angri á fundum sínum með Milos- evic um helgina og í gærmorgun. Enn væm þó nokkur ágreiningsmál óleyst, þar á meðal hvernig standa ætti að eftirliti með því að Serbar stæðu við orð sín um að draga her- lið til baka frá Kosovo. í tilkynningu frá breska utanrík- isráðuneytinu síðdegis í gær segir að Kosovo-deilunni sé ekki lokið og að NATO verði áfram að halda uppi þrýstingi á Serba. Háttsettur breskur embættismaður spáði því réttilega í gær að NATO myndi skipa herjum sínum í viðbragðs- stöðu, enda væri það nauðsynlegt til að gera samningsstöðu Holbrookes sem besta. Erlendir sendimenn yfirgefa Júgóslavíu ítalir heimiluðu í gær notkun her- stöðva í landinu til loftárása NATO. Ríkisstjórn Pýskalands ákvað að kalla saman sérstakan aukafund þingsins á fóstudag vegna málsins, en lýsti því yfir að þýskar herflug- vélar myndu taka þátt í árásum ef til þeirra kæmi. Alain Richard, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði í gær að Frakkar myndu leggja til 40 herþotur. Flestir erlendir sendimenn yfir- gáfu Júgóslavíu í gær vegna yfirvof- andi loftárása NATO. Meðlimir al- þjóðlegrar eftirlitsnefndar í Kosovo héldu yfir landamærin til nágranna- ríkisins Makedóníu fyrir hádegi. Sendiráðum Þýskalands og Bret- lands í Belgrad var lokað í gær, og flestir starfsmenn bandaríska sendiráðsins voru fluttir til Búda- pest. Aðildarríki NATO hvöttu enn- fremur borgara sína til að yfirgefa Júgóslavíu og Serbneska lýðveldið í Bosníu. Utanríkisráðherra Rússlands, ígor ívanov, ítrekaði í gær and- stöðu Rússa við hugsanlegar loft- árásir NATO. Dollarinn hækkar Uppsveifla á fjármála- mörkuðum London. Reuters. VERULEG hækkun varð á gengi hlutabréfa á öllum fjár- málamörkuðum í gær. Hófst hún í Asíu og náði síðan til markaða í Evrópu og Banda- ríkjunum og einnig hækkaði gengi dollarans nokkuð. Aðalá- stæðan fyrir uppganginum er frumvarp japönsku stjómarinn- ar um aðstoð við bankakerfið í Japan en eftir því hefur lengi verið beðið. Töluverð hækkun varð raun- ar á verðbréfamarkaðnum í New York á fóstudag og þegar síðan bættist við írumvarp Japansstjómar og aukið jafn- vægi miUi dollara og jens varð það til að valda almennri upp- sveiflu í gær. Nikkei-verðbréfa- vísitalan japanska hækkaði um 5,24% og í London hækkaðj FTSE 100-vísitalan um 4,4%. í New York hélt Dow Jones áfram að hækka þegar viðskipti hófust í gærmorgun og fór strax yfir 8.000 stig. Við lokun hafði vísitalan hækkað um 101,95 stig, eða 1,2%. Þýsk hlutabréf hækk- uðu um 6% og frönsk um 5,5%, og sömu sögu var að segja í öðr- um evrópskum kauphöllum. Stjórnarflokkurinn í Japan, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hefur nú fengið stuðning tveggja stjómarandstöðuflokka við frumvarp um aðstoð við endurfjármögnun bankakerfis- ins en það er meginforsenda fyrir endurnýjuðu trausti á fjár- málakerfið í landinu. ■ Getur breytt/29 Níu farast í flug- slysi í Noregi NÍU manns fórast er litil tveggja hreyfla fai'þegaflugvél hrapaði í að- flugi að flugvellinum á norsku eynni Stord aðfaranótt gærdagsins. Rannsakendur voru í gær engu nær um hvað valdið hefði slysinu, en þótt dimmt hefði verið og smárign- ing þóttu flugskilyrði góð, enda nær enginn vindur. Flugvélin var skráð í Danmörku og var að flytja starfsmenn dansks fyrirtækis, sem er undirverktaki við skipasmíðastöð á Stord, frá Álaborg á Jótlandi. Þetta var þriðja ferð flugmannsins þessa leið þennan dag, en hann hafði þar með verið við stjórnvöl vélarinnar í yfir ellefu klukkustundir samfleytt. Á myndinni sjást björgunarmenn kanna flak vélarinnar. ■ Varð alelda/26 Borís Jeltsin flýtir heimför sinni frá Kasakstan að ráði lækna Sneri aftur til Moskvu vegna lungnakvefs Almaty, Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, varð í gær að flýta heimför sinni úr opinberri heimsókn til Kasakstans að læknisráði. Fréttastofan Inter- fax hafði eftir Sergej Míronov, lækni Jeltsíns, að forsetinn hefði fengið lungnakvef og tæki inn sýklalyf. Ekki væri ráðgert að Jeltsín færi á sjúkrahús en honum hefði verið ráðlagt að hvíla sig. Að sögn Dmítrís Jakúshíns, tals- manns forsetans, hafði Jeltsín feng- ið kvef á föstudag í síðustu viku, en hefði þó ekki viljað aflýsa heim- sókninni. „Borís Níkolajevítsj vildi ekki flýta heimförinni, en læknarnir kröfðust þess að hann færi aftur til Moskvu. Þegar menn fá kvef verða þeir að liggja í rúminu," sagði Jakúshín í gær. Missti næstum fótanna Akveðið var af þessum sökum að Jeltsín undirritaði samstarfssamn- inga milli Rússlands og Kasakstans í gær, degi áður en fyrirhugað var. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti nuddar augun við undirritun samninga í Almaty, höfuðborg Kasakstans, í gær. Heimsókninni átti ekki að ljúka fyrr en í dag. Jeltsín var í Úsbekistan á sunnu- dag og litlu munaði að hann missti fótanna við móttökuathöfn við for- setabústaðinn í Tashkent, höfuð- borg landsins. íslam Karímov, for- seti Úsbekistans, tók þá í olnboga Jeltsíns og studdi hann inn í bústað- inn. Síðar um daginn fékk Jeltsín hóstakast þegar hann hélt ávarp við undirritun samninga milli Rúss- lands og Úsbekistans. Þetta er fyrsta utanlandsferð Jeltsíns í rúmt hálft ár og líklegt er að veikindin kyndi undir efasemdum um að hann sé fær um að gegna for- setaembættinu. Sú ákvörðun að flýta heimfórinni er mjög vandræðaleg fyrir Jeltsín því hann hafði tvisvar sinnum þurft að aflýsa ferð sinni til Kasakstans vegna heilsubrests. Síð- ustu sex mánuði hefur hann lítið lát- ið til sín taka í stjómmálunum, þrátt fyrir efnahagskreppuna í Rússlandi, og lengst af dvalið á sveitasetri sínu nálægt Moskvu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.