Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
232. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
NATO skipar herjum í viðbragðsstöðu vegna Kosovo-deilunnar
Milosevic fellst á
kröfur öryggisráðsins
Belgrad, Brussel, London, Washington. Reuters.
Reuters
RICHARD Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjórnar og Slobodan
Milosevic, Júgóslvaíuforseti, takast í hendur að loknum fundi í gær.
SAMÞYKKT var á fundi Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) seint í
gærkvöldi að skipa herjum banda-
lagsins í viðbragðsstöðu vegna deil-
unnar í Kosovo. Milosevic Júgó-
slavíuforseta voru gefnir fjórir sól-
arhringar til að fara að fullu að
kröfum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um að endi verði bundinn
á valdbeitingu Serba í héraðinu. Bill
Clinton Bandaríkjaforseti staðfesti í
nótt að Milosevic hefði fallist á að
kalla herlið Serba á brott frá
Kosovo, heimila eftirlitsmönnum
Oryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu að fylgjast með brottflutn-
ingnum og leyfa flóttamönnum að
snúa aftur til síns heima. Clinton
tók skýrt fram að stæði Milosevic
ekki við orð sín yrði tafarlaust grip-
ið til loftárása.
Richard Holbrooke, sendimaður
Bandaríkjastjómar, hélt seint í
gærkvöldi til Belgrad til frekari við-
ræðna við Milosevic.
Tilskipunin um að setja heri
NATO í viðbragðsstöðu gerir yfir-
manni herafla bandalagsins í Evr-
ópu kleift að hefja árásir um leið og
yfirstjóm bandalagsins gæfi skipun
þar að lútandi, uppfylli Serbar ekki
kröfur SP innan settra tímamarka.
Ákvörðunin var tekin á fundi Ja-
viers Solana, framkvæmdastjóra
NATO og sendiherra aðildarríkja
bandalagsins, eftir að Holbrooke
skýrði frá niðurstöðum viðræðna
sinna við Milosevic um helgina og í
gær.
Háttsettur embættismaður í
Hvíta húsinu sagði í gær að Hol-
brooke hefði náð umtalsverðum ár-
angri á fundum sínum með Milos-
evic um helgina og í gærmorgun.
Enn væm þó nokkur ágreiningsmál
óleyst, þar á meðal hvernig standa
ætti að eftirliti með því að Serbar
stæðu við orð sín um að draga her-
lið til baka frá Kosovo.
í tilkynningu frá breska utanrík-
isráðuneytinu síðdegis í gær segir
að Kosovo-deilunni sé ekki lokið og
að NATO verði áfram að halda uppi
þrýstingi á Serba. Háttsettur
breskur embættismaður spáði því
réttilega í gær að NATO myndi
skipa herjum sínum í viðbragðs-
stöðu, enda væri það nauðsynlegt til
að gera samningsstöðu Holbrookes
sem besta.
Erlendir sendimenn yfirgefa
Júgóslavíu
ítalir heimiluðu í gær notkun her-
stöðva í landinu til loftárása NATO.
Ríkisstjórn Pýskalands ákvað að
kalla saman sérstakan aukafund
þingsins á fóstudag vegna málsins,
en lýsti því yfir að þýskar herflug-
vélar myndu taka þátt í árásum ef
til þeirra kæmi. Alain Richard,
varnarmálaráðherra Frakklands,
sagði í gær að Frakkar myndu
leggja til 40 herþotur.
Flestir erlendir sendimenn yfir-
gáfu Júgóslavíu í gær vegna yfirvof-
andi loftárása NATO. Meðlimir al-
þjóðlegrar eftirlitsnefndar í Kosovo
héldu yfir landamærin til nágranna-
ríkisins Makedóníu fyrir hádegi.
Sendiráðum Þýskalands og Bret-
lands í Belgrad var lokað í gær, og
flestir starfsmenn bandaríska
sendiráðsins voru fluttir til Búda-
pest. Aðildarríki NATO hvöttu enn-
fremur borgara sína til að yfirgefa
Júgóslavíu og Serbneska lýðveldið í
Bosníu.
Utanríkisráðherra Rússlands,
ígor ívanov, ítrekaði í gær and-
stöðu Rússa við hugsanlegar loft-
árásir NATO.
Dollarinn hækkar
Uppsveifla
á fjármála-
mörkuðum
London. Reuters.
VERULEG hækkun varð á
gengi hlutabréfa á öllum fjár-
málamörkuðum í gær. Hófst
hún í Asíu og náði síðan til
markaða í Evrópu og Banda-
ríkjunum og einnig hækkaði
gengi dollarans nokkuð. Aðalá-
stæðan fyrir uppganginum er
frumvarp japönsku stjómarinn-
ar um aðstoð við bankakerfið í
Japan en eftir því hefur lengi
verið beðið.
Töluverð hækkun varð raun-
ar á verðbréfamarkaðnum í
New York á fóstudag og þegar
síðan bættist við írumvarp
Japansstjómar og aukið jafn-
vægi miUi dollara og jens varð
það til að valda almennri upp-
sveiflu í gær. Nikkei-verðbréfa-
vísitalan japanska hækkaði um
5,24% og í London hækkaðj
FTSE 100-vísitalan um 4,4%. í
New York hélt Dow Jones
áfram að hækka þegar viðskipti
hófust í gærmorgun og fór strax
yfir 8.000 stig. Við lokun hafði
vísitalan hækkað um 101,95 stig,
eða 1,2%. Þýsk hlutabréf hækk-
uðu um 6% og frönsk um 5,5%,
og sömu sögu var að segja í öðr-
um evrópskum kauphöllum.
Stjórnarflokkurinn í Japan,
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
hefur nú fengið stuðning
tveggja stjómarandstöðuflokka
við frumvarp um aðstoð við
endurfjármögnun bankakerfis-
ins en það er meginforsenda
fyrir endurnýjuðu trausti á fjár-
málakerfið í landinu.
■ Getur breytt/29
Níu farast í flug-
slysi í Noregi
NÍU manns fórast er litil tveggja
hreyfla fai'þegaflugvél hrapaði í að-
flugi að flugvellinum á norsku eynni
Stord aðfaranótt gærdagsins.
Rannsakendur voru í gær engu nær
um hvað valdið hefði slysinu, en
þótt dimmt hefði verið og smárign-
ing þóttu flugskilyrði góð, enda nær
enginn vindur.
Flugvélin var skráð í Danmörku
og var að flytja starfsmenn dansks
fyrirtækis, sem er undirverktaki við
skipasmíðastöð á Stord, frá Álaborg
á Jótlandi. Þetta var þriðja ferð
flugmannsins þessa leið þennan
dag, en hann hafði þar með verið við
stjórnvöl vélarinnar í yfir ellefu
klukkustundir samfleytt.
Á myndinni sjást björgunarmenn
kanna flak vélarinnar.
■ Varð alelda/26
Borís Jeltsin flýtir heimför sinni frá Kasakstan að ráði lækna
Sneri aftur til Moskvu
vegna lungnakvefs
Almaty, Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
varð í gær að flýta heimför sinni úr
opinberri heimsókn til Kasakstans
að læknisráði. Fréttastofan Inter-
fax hafði eftir Sergej Míronov,
lækni Jeltsíns, að forsetinn hefði
fengið lungnakvef og tæki inn
sýklalyf. Ekki væri ráðgert að
Jeltsín færi á sjúkrahús en honum
hefði verið ráðlagt að hvíla sig.
Að sögn Dmítrís Jakúshíns, tals-
manns forsetans, hafði Jeltsín feng-
ið kvef á föstudag í síðustu viku, en
hefði þó ekki viljað aflýsa heim-
sókninni. „Borís Níkolajevítsj vildi
ekki flýta heimförinni, en læknarnir
kröfðust þess að hann færi aftur til
Moskvu. Þegar menn fá kvef verða
þeir að liggja í rúminu," sagði
Jakúshín í gær.
Missti næstum
fótanna
Akveðið var af þessum sökum að
Jeltsín undirritaði samstarfssamn-
inga milli Rússlands og Kasakstans
í gær, degi áður en fyrirhugað var.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
nuddar augun við undirritun
samninga í Almaty, höfuðborg
Kasakstans, í gær.
Heimsókninni átti ekki að ljúka fyrr
en í dag.
Jeltsín var í Úsbekistan á sunnu-
dag og litlu munaði að hann missti
fótanna við móttökuathöfn við for-
setabústaðinn í Tashkent, höfuð-
borg landsins. íslam Karímov, for-
seti Úsbekistans, tók þá í olnboga
Jeltsíns og studdi hann inn í bústað-
inn. Síðar um daginn fékk Jeltsín
hóstakast þegar hann hélt ávarp við
undirritun samninga milli Rúss-
lands og Úsbekistans.
Þetta er fyrsta utanlandsferð
Jeltsíns í rúmt hálft ár og líklegt er
að veikindin kyndi undir efasemdum
um að hann sé fær um að gegna for-
setaembættinu. Sú ákvörðun að flýta
heimfórinni er mjög vandræðaleg
fyrir Jeltsín því hann hafði tvisvar
sinnum þurft að aflýsa ferð sinni til
Kasakstans vegna heilsubrests. Síð-
ustu sex mánuði hefur hann lítið lát-
ið til sín taka í stjómmálunum, þrátt
fyrir efnahagskreppuna í Rússlandi,
og lengst af dvalið á sveitasetri sínu
nálægt Moskvu.