Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 2

Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lundamynd vekur athyg'li PALI Steingrímssyni, kvikmynda- gerðarmanni í Kvik hf., hefur verið boðið að vera sérstakur gestur kvikmyndahátíðarinnar Festival International du Film Ornitholog- ique, sem haldin verður í lok mán- aðarins í Méningoute í Frakklandi. Hátíðin er helguð náttúrulífsmynd- um og er Páll einn tíu kvikmynda- gerðarmanna sem sérstaklega er boðið þangað að sýna verk sín. Að þessu sinni er um að ræða mynd Páls um lundann, Litli bróðir í norðri, sem var frumsýnd á þessu ári. Þetta er í annað sinn sem Páli er boðið á hátíðina, í fyrra skiptið sýndi hann þar mynd sína Æður og maður. í september sl. kynnti Páll lundamyndina á kvikmyndahátíð í Marseille og var hann annar tveggja sem boðið var að halda sér- staka kynningu í aðalsal hátíðar- innar. Lundamyndin fjallar um sambúð manns og lunda, lunda- stofninn og lífshætti hans. Sambúð manna og villtrar náttúru er raun- ar meginstef í myndum Páls og hefur hann markað sér bás í gerð náttúrulífsmynda með þeirri sér- stöðu. Vinnur að mynd um seli Nýjasta verkefni Páls og sam- starfsmanna hans er um seli og er stefnt að frumsýningu myndarinn- ar í nóvember á næsta ári. Þar verður fjallað um seli við ísland og lífshætti þeirra, sambúð manna og sela og þjóðtrúna sem tengist sel- um. Settur fangelsis- málastjóri VALTYR Sigurðsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið settur fangelsismála- stjóri tímabund- ið. Þorsteinn A Jónsson fangels- ismálastjóri mun næstu tíu mán- uðina vinna að sérverkefnum fyrir dómsmála- Vaitýr ráðuneytið er Sigurðsson snerta Scheng- en-málefni. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri tjáði Morgunblaðinu að Valtýr hefði fengið leyfi dómstólaráðs þann tíma sem hann yrði settur fangelsis- málastjóri, sem er frá 1. nóvember næstkomandi til 31. ágúst á næsta ári. Þorsteinn A. Jónsson mun þann sama tíma starfa að áðurgreindum Sehengen-verkefnum sem ráðuneyt- isstjórinn sagði að brýnt væri orðið að sinna sérstaklega. Taldi hann lík- legt að dómstólaráð myndi leggja til að settur yrði nýr héraðsdómari tímabundið meðan Valtýr er í leyfi. ---------------- Rússarnir í vinnu hjá Stálsmiðjunni RÚSSARNIR þrír, sem leituðu ásjár Félags járniðnaðarmanna og Rafiðnaðarsambandsins þegar at- vinnuveitandi þeirra, Technoprom- export, ætlaði að senda þá heim fyr- ir rúmri viku, munu líklega hefja störf hjá Stálsmiðjunni innan skamms. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bíður umsókn frá Stálsmiðjunni um atvinnuleyfi fyrir mennina afgreiðslu í félagsmála- ráðuneytinu. Þar er gert ráð fyrir að mennirnir vinni fram að miðjum nóvember, eða eins lengi og upp- runalega var gert ráð fyrir að þeir ynnu fýrir Technopromexport. Morgunblaðið/I ngvar Laugardælir á tæpar 100 ODDNY Kristinsdóttir, eiginkona Páls Jónssonar sem kenndur er við fyrirtækið Pólaris, hefur keypt jörðina Laugardæli við Selfoss af Samvinnulífeyrissjóðnum fyrir rúmlega 97 milljónii- kr. Jörðin er um 700 hektarar að stærð. Kaup- samningurinn er með fyrirvara um forkaupsrétt. Fyrsta forkaupsrétt á ábúandinn á Laugardælum en síð- an Hraungerðishreppur og loks Ár- borg. Hitaveituréttindi nýtt Páll Jónsson sagði að nýr eigandi jarðarinnar hefði ekki afráðið hvað hann ætlaði sér með jörðina. Lík- lega yrðu afnotin lítið breytt frá því sem nú er. A Laugardælum er bú- skapur og talsverður mjólkurkvóti. Heitt vatn er á jörðinni en Páll seg- ir að löngu sé búið að selja þann rétt hitaveitunni á Selfossi og til- heyri hann því ekki nýjum eiganda jarðarinnar. Á jörðinni er Golf- klúbbur Selfoss einnig með níu holu golfvöll. Karl Björnsson, bæjarstjóri Ár- borgar, segir að landið sem hér um ræðir sé að hluta til innan marka Árborgai' en að stærstum hluta í Hraungerðishreppi. „Við höfum skoðað þetta mál í gegnum árin en ekki talið það hag- kvæman kost að kaupa landið á því verði sem það var boðið á,“ sagði Karl. Hann sagði að málið ætti eftir að fá formlega umfjöllun í bæjar- stjórn. Laugardælir voru upphaflega í eigu Kaupfélags Árnesinga og keypti Selfossbær hitaveituréttindi af því og nýtir Árborg nú hitann þar. Samvinnulífeyrissjóðurinn eignaðist síðan landið þegar hann tók þátt í fjárhagslegri endurskipu- lagningu kaupfélagsins. Karl bendir á að í skipulagi Sel- fossbyggðar sé reiknað með að byggðin þróist í suður en ekki í norðaustur frá Selfossi, þar sem Laugardælir eru. Hreppurinn hefur ekki fjallað um málið Guðmundur Stefánsson, oddviti Hraungerðishrepps, segir að hreppurinn hafi ekki fjallað um málið enda samningurinn nýlega seldir millj. borist þeim. „Málið kemur ekki til okkar kasta fyrr en okkur hefur borist vitneskja um hvort ábúendur nýta forkaupsréttinn," segir Guð- mundur. Ekki náðist tal af Haraldi Þórar- inssyni, bónda á Laugardælum, í gær. Steingrímur J. í fæðingarorlofí FORSETI Alþingis tilkynnti í upphafi þingfundai' á Alþingi í gær að Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður þingflokks óháðra, væri kominn í tveggja vikna fæðingarorlof. Er hann fyrsti karlkyns þingmaðurinn á Álþingi sem nýtir sér rétt sinn til fæðingarorlofs. Ami Steinar Jó- hannsson, varaþingmaður AI- þýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra, tekur sæti Steingríms á Álþingi á með- an á fæðingarorlofinu stendur. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi er Steingrímur að nýta sér heimild í reglum sem kveða á um sjálfstæðan rétt feðra sem starfa hjá hinu opinbera til fæð- ingarorlofs í tvær vikur án skerðingar á dagvinnulaunum. Fjármálaráðherra gaf út regl- umar fyrir rúmu ári og segir m.a. í þeim að orlofið skuli taka út í einu lagi innan átta vikna frá fæðingu eða heimkomu bams- ins. Þingmönnum gefst kostur á að nýta sér þennan rétt í gegn- um lög um þingfararkaup þar sem segir að þingmenn eigi rétt á sams konar fæðingarorlofi og opinberir starfsmenn. Veikur maður sótt- ur á haf út ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti í gærkvöld veik- an sjómann af íslenskum tog- ara og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. Þyrlan lenti þar seint á níunda tímanum í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur í gærkvöldi var maðurinn lífshættulega veikur og lá á gjörgæsludeild. Osk um aðstoð barst til Gæslunnar um klukkan 17.30 frá togaranum sem var að veið- um um 135 sjómílur vestnorð- vestur af landinu. Fór þyrlan í loftið skömmu seinna og var maðurinn hífður um borð úti á rúmsjó. Utafakst- ur vegna aðsvifs ÖKUMAÐUR bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í Ártúns- brekkunni í gær með þeim af- leiðingum að hún hafnaði á um- ferðarskilti og valt. Ökumaður var fluttur á slysa- deild með minniháttar meiðsl, en talið er að hann hafi fengið aðsvif og ekið út af. Bifreiðin skemmdist hins vegar töiuvert og var dregin á brott með krana. Tæpri klukkustund áður fékk lögreglan tilkynningu um að rúmlega þrítugur maður hefði ekið bifreið sinni ölvaður út af á Suðurlandsvegi við af- Ieggjarann að Waldorfskólan- um í Lækjarbotnum. Hann var lluttur á slysadeild með sjúkrabifreið með minniháttar meiðsl. VÁRÖAN0, PJÁIlf ESTINQA.R (WiMFCYRlSMÁtí WftOMfARPRIÍAR IVAmiifURNINOPM kWKmiámtmm (UTUUUM HUNAftAMMNmNI ÍITVWMIHPMI ABAITtöTU |ú «(MI 43» MM ÍpRUNPAinRPI fiRUNPAMWTU >IMI m fcMO (KUIUBARPAI MIOIMUT Wi llMI «1« H00 VFRIBVSMWMINI AUGLYSSN □ ( dag fylgir auglýs- ingablað um verð- bréfadaga Búnað- arbankans í Stykk- ishólmi, Búðardal, Grundarfirði og Sauðárkróki 14. - 16 okt. Auglýsing- unni er dreift á þessum stöðum. 26 leikir án sigurs í efstu deild / B2 Armeníuferð í máli og myndum/B1, B4-B9 Fylgstu med nýjustu f réttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.