Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 10
f í Qoor n,TrcTnrr\TA pr rjTTn a rrTTTrticrrT mn a TmxTTnrro'rr 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillaga um hval- veiðar endur- flutt á Alþingi TILLAGA til þingsályktunar um að Alþingi álykti að hvalveiðar skuli leyfðar á þeim tegundum og innan þeirra marka sem Hafrann- sóknastofnun hefur lagt til, hefur verið endm’flutt á AJþingi. Tillaga var lögð fram á síð- asta þingi en var ekki afgreidd. I tillögunni sem nú hefm' verið lögð fram er gert ráð fyrir því að hvalveiðar verði leyfðar frá og með árinu 1999 og að sjávarúvegsráðherra verði falin framkvæmd veiðistjórnar á grundvelli gildandi laga. Fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar er Guðjón Guðmundsson þing- maður Sjálfstæðisflokks. Meðflutn- ingsmenn eru Einar K. Guðfínns- son, Sjálfstæðisflokki, Stefán Guð- mundsson, Framsóknarflokki, Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, Kristinn H. Gunnarsson, Aiþýðu- bandalagi, Gísli S. Einarsson, þing- flokki jafnaðarmanna, Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, Árni M._ Mathiesen, Sjálfstæðis- flokki, Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknarflokki, Arni Johnsen, Sjálfstæðisflokki, Magnús Stefáns- son, Framsókn- arflokki og Pétur H. Blöndal, Sjálf- stæðisflokki. í greinargerð tillögunnar er m.a. vitnað til þess að hér á landi hafí ætíð verið vilji til þess að hefja hval- veiðar að nýju. Það hafi komið fram í skoðanakönunum þar sem að jafnaði 80%-90% landsmanna hafi lýst yfir stuðningi við að hefja hvalveiðar að nýju. „Alþingi ákvað á sínum tíma, illu heilli, að mót- mæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Með þessari þingsályktunartillögu er verið að gefa Aiþingi kost á að taka nýja ákvörðun í ljósi yfírgnæfandi raka með því að hefja hvalveiðar strax á næsta ári,“ segir m.a. í greinargerð tillögunnar. ALÞINGI Deilt um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í gær að þingsályktunartillaga Hjör- leifs Guttormssonar, þingflokki óháðra, um mat á umhverfísáhrif- um fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkj- unar væri óþörf vegna þess að eng- in yfirlýsing hefði komið frá Landsvirkjun um að matið ætti ekki að fara fram. Tillaga Hjörleifs gerir ráð fyrir því að Alþingi skori á ríkisstjómina að láta fara fram mat samkvæmt lögum nr. 63/1993 á umhverfisá- hrifum fyrirhugaðrar Fljótsdals- virkjunar, þrátt fyrir að virkjunar- leyfí hafí verið veitt. í svari við um- mælum ráðherra gat Hjörleifur þess hins vegar að enn væri óljóst hvort Landsvirkjun hygðist láta fara fram mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Af þeim sökum væri tillaga hans ekki óþörf. Hjörleifur sagði það mikilvægt að umhverfismatið færi fram sam- kvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, þannig að almenningur gæti komið að málinu og hægt væri að kæra til skipulagsstjóra og um- hverfisráðherra. „Það er beðið um að málið verði sett í þennan far- veg,“ sagði hann. Undirbúningur að umhverfismati stendur yfír Iðnaðarráðherra ítrekaði það hins vegar að það væri hlutverk Landsvirkjunar að ákveða með hvaða hætti mat á umhverfisáhrif- um færi fram og sagði hann að undirbúningur að umhverfismati stæði nú yfir hjá Landsvirkjun. „Það er ekki komið að því að taka ákvörðun af hálfu stjómenda fyrir- tækisins um það hvort málið skuli sent í kærufarveg eða ekki,“ sagði hann og bætti því við að það væri því ekki rétt hjá þingmanninum að halda því fram að ekki ætti að standa að umhverfismatinu með lögformlegum hætti. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Aiþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál verða á dagskrá að lokinni at- kvæðagreiðslu. 1. Almannatryggingar. Frh. 1. umr. 2. Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði. 1. umr. 3. Þjóðgarðar á miðhálendinu. Fyrri umr. 4. Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður. 1. umr. 5. Afnám laga um gjald af kvik- myndasýningum. 1. umr. 6. Virðisaukaskattur. 1. umr. 7. Stjómskipunarlög. 1. umr. 8. Nýtt starfsheiti fyrir ráð- herra. Fyrri umr. 9. títtekt á Schengen-aðild og innflutningi fíkniefna. Fyrri umr. 10. Gæludýrahald. 1. umr. Breskur sérfræðingur gagnrýnir miðlægan gagnagrunn ÍE læknafélagsins furðar -------------_-------- sig á því að Islensk erfðagreining hafí ekki leitað til færustu sérfræðinga á sviði gagnabanka til að hanna öryggiskerfi fyrir miðlægan gagna- grunn. Upplýsingar í því verði ekki óper- sónugreinanlegar. • • Oryggiskerfið skammt á veg komið Ráðgjafí breska Morgunblaðið/Þorkell DR. ROSS Anderson segir að ýmsir möguleikar séu á að komast að upplýsingum um einstaklinga úr miðlægum gagnagrunni miðað við áætlanir Islenskrar erfðagreiningar. ROSS Anderson, ráðgjafi breska læknafélagsins í málefnum sem varða upp- lýsingakerfi á heilbrigðissviði, segir að þróun á öryggiskerfí miðlægs gagnagrunns samkvæmt áætlunum Islenskrar erfðagrein- ingar sé mjög skammt á veg kom- in og að upplýsingar í gagna- grunninum verði ekki ópersónu- greinanlegar, ýmsar leiðir verði til að greina hvaða einstaklinga þær vísa til. Hann segir að gera þurfi þá kröfu til fyrirtækisins að það kalli til sérfræðinga á þessu sviði og leggi fram nákvæma greinargerð um gerð gagna- grunnsins, öryggiskerfið og hvernig hann verði notaður áður en löggjöf um gagnagrunn verður samþykkt. Hann segir að slíka greinargerð sé hægt að taka sam- an á nokkrum mánuðum og furð- ar sig á því að Islensk erfðagrein- ing skuli ekki hafa fyrir löngu kallað til fremstu sérfræðinga heims á þessu sviði til starfa mið- að við hversu mikið sé í húfi fyrir fyrirtækið að gagnagrunnsfrum- varpið verði samþykkt. Einnig segir hann að íhuga þurfi vandlega kosti og galla mið- lægs gagnagrunns annars vegar og hins vegar þess að hafa upp- lýsingarnar dreifaðar en að möguleiki verði á því að safna saman ákveðnum hluta þeirra þegar þörf krefur. Hann segir hættu fólgna í því að sami aðili eigi gagnagi-unninn, sendi fyrir- spurnir í hann og semji forritin. Dr. Ross Anderson er raf- magnsverkfræðingur að mennt og stjórnar nú deild sem sinnir tölvuöryggismálum og klínískum upplýsingakerfum hjá Cambridge-háskóla. Um langt skeið vann hann að öryggismál- um fyrir breska banka en undan- farin ár hefur hann ráðlagt yfir- völdum og ýmsum fyrirtækjum varðandi gagnagrunna á heil- brigðissviði. Dr. Anderson hefur verið und- anfarna daga á íslandi í boði Læknafélags Islands. I gærmorg- un fundaði hann með íslenskum sérfræðingum á sviði upplýsinga- tækni og fulltrúum Islenskrar erfðagreiningar. Ekki fagmannlega að verki staðið Anderson segir að sér virðist sem ekki hafi verið fagmannlega staðið að undirbúningi gagna- grunnsins af hálfu Islenskrar erfðagreiningar. „Ég bjóst við að sjá mun nákvæmari upplýsingar um það til hvers gagnagrunnur- inn verður notaður og hvernig honum yrði stjórnað áður en beiðni hefði komið fram um leyf- isveitingu." Anderson segir að það dragi úr öryggi gagnagrunnsins að svo virðist sem gert sé ráð fyrir að starfsmenn Islenskrar erfðagrein- ingar skrifi þau forrit sem haldi utan um upplýsingarnar og hafi jafnframt eftirlit með þeim og prófi þau. Hann bendir á að ýms- ar leiðir séu til þess að finna út upplýsingar um einstaklinga, jafnvel þó að forritið svari aðeins spurningum um hópa tíu manna eða fleiri, ef ekki séu sérstakar ráðstafanir gerðar við forritunina. „I bönkum er eitt kerfi sem sér um þróun forrita, en annað sem sér um að prófa þau. Þau eru yfir- farin og prófuð af endurskoðend- um bankans og hærra settum for- rituram. Hvernig verður slíku kerfi komið á varðandi miðlægan gagnagrunn?“ Hann segir að í banka sé slíkt kerfi einfaldara því þar sé ein föst stærð sem hægt er að miða við, það er að reikningar bankans verða að ganga upp. Ef einhver innan bankans misnotar kerfið og býr til 100 milljónir aukalega og setur inn á sinn reikning þá kem- ur skekkja í heildarreikningnum upp á 100 milljónir. Erfiðara sé að sjá hvaða stærð er hægt að nota til að kanna hvort gagna- grunnur á heilbrigðiskerfi sé mis- notaður. Hann segir að líkur séu vera- legar á því að einhverjir starfs- menn muni freistast til að nota upplýsingamar í ólöglegum til- gangi. „Eg var í mörg ár öryggis- ráðgjafi stórs bresks banka. Á hverju ári rákum við um 1% starfsfólksins vegna þess að það hafði stolið peningum. Það er aldrei hægt að sjá fyrir hvaða fólk muni gera það. Það getur komið til vegna einhverra vandamála sem koma upp í lífi fólks til dæm- is.“ Hann nefnir að ein leið til að komast að kóða ákveðins einstak- lings í gagnagrunninum sé að koma fólskum upplýsingum inn í heilbrigðiskerfið, til dæmis um lyfjagjöf með sjaldgæfu lyfi. Upp- lýsingarnar fara inn í gagna- grunninn og sá sem hefur aðgang að honum geti síðan leitað eftir lyfinu og þannig sé hægt að ein- angi’a einstaklinginn. Skilgreina þarf aðgang embættismanna Anderson segir að skilgreina þurfi betur aðgang heilbrigðisyf- irvalda á upplýsingum. „Embætt- ismenn í Bretlandi vilja meiri og meiri aðgang til að geta hagrætt í heilbrigðiskerfinu, en hver skoð- anakönnunin á fætur annarri sýn- ir að almenningur er ekki á sama máli. Þær vilja að aðgangurinn takmarkist við læknana." Hann segir að í frumvarpinu eins og það liggur nú fyrir sé gert ráð fyrir því að í fyrsta sinn muni persónulegar upplýsingar sem sjúklingar gefa læknum einnig koma fyrir augu embættismanna. „Það virðast ekki vera neinar tak- markanir á því hvað þeir geti síð- an gert við upplýsingarnar." Anderson segir að mörg dæmi séu um misnotkun heilbrigðis- upplýsinga úr gagnagrunnum í Bretlandi. Hann nefnir sem dæmi að lögregluyfnvöld hafi á sínum tíma óskað eftir því að fá aðgang að gagnagrunni yfh’ alla útgefna lyfseðla í þeim tilgangi að geta fundið lækna sem misnotuðu heróín. „Þeir fengu aðganginn, en svo heyrðum við af því að lögregl- an væri farin að nota gagna- granninn til að eltast við ólöglega innflytjendur. Þeh’ leituðu eftir útlendum ættarnöfnum og báru þau saman við lista yfir löglega innflytjendur. Ef nöfnin fundust ekki þar gátu þeir látið handtaka fólkið. Litið var á þetta sem ósið- lega notkun heilbrigðisupplýs- inga. Ef ólöglegir innflytjendur hefðu orðið hræddir við að leita til lækna hefðu hættulegir sjúkdóm- ar, til dæmis berklar, breiðst út.“ Hann nefnir einnig að hægt sé að nota heilbrigðisupplýsingar um einstaklinga til að kúga úr fólki fé eða í stjórnmálalegum til- gangi. Anderson segir að vegna nýrra reglna um það að allir skuli hafa aðgang að opinberum upplýsing- um um sjálfa sig geti atvinnurek- endur notfært sér gagnagrunn á heilbrigðissviði til að velja úr hópi starfsumsækjenda. „Þeir geta krafist þess að umsækjendur sæki slíkar upplýsingar um sjálfa sig úr gagnagrunninum. Þetta verður alvarlegra vandamál ef upplýsingarnar eru miðlægar, því að öðram kosti er hægt að halda leyndu því ef leitað hefur verið til annaraa en dæmis heimilislæknis- ins, til dæmis varðandi sálfræði- lega aðstoð." Anderson segir að ekki sé ljóst hvort að Islendingar muni hagn- ast svo mjög á gagnagrunninum sem gefið hefur verið til kynna. Hann segir að líta þurfi á sam- þykki við gagnagrunninn sem fjárfestingu. I henni sé fólgin áhætta fyrir Islendinga, og nauð- synlegt sé að þekkja þá áhættu og hagnaðarmöguleikana, og hvort að hægt sé að draga úr áhættunni og auka hagnaðinn með öðrum aðferðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.