Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 13 FRÉTTIR Rætt um miðlægan gagnagrunn HÁSKÓLI íslands gekkst um helgina fyrir tveggja daga mál- þingi um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar voru flutt 13 erindi um málefnið og að auki var efnt til umræðna. Á málþing- inu var leitast við að leiða fram fulltrúa hinna ólíku fræðasviða og sjónarmiða í málinu. ---------------- Eftirlitsmynda- vélar nýtast vel þegar þær eru í lagi ALLNOKKUR innbrot og þjófnaðir hafa verið upplýstir að undanförnu að tilstuðlan upptöku eftii-litsmyndavéla, að sögn lögreglunnar, hvort sem um er að ræða í verslunum, fyrirtækjum eða á afmörkuðum svæðum, s.s. við bílaleigur, á bifreiðastæðum, atvinnu- svæðum eða annars staðar. I Ijós hefur þó komið að í of mörg- um tilvikum reynast myndbönd, sem notast á við, ekki nothæf til þess sem ætlast var til, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögi-eglu- þjóps. Ómar Smári segir að það hafí vald- ið forráðamönnum fyi-irtækja von- brigðum því þeir hafa í mörgum til- vikum fjárfest í dýrum búnaði, sem reyndist ónothæfur þegai- á hólminn kom. I sumum tilvikum séu linsur vanstilltar, myndavélai- rangt stað- settar eða þeim ekki beint á rétta staði. Þá séu dæmi þess að upptökur séu svo lélegar að ómögulegt sé að greina hvað þar er að eiga sér stað, hvað þá að greina mann, sem þar gæti hafa verið á ferð. Þarf að yfirfara búnaðinn „Eigendur eða notendur eftirlits- myndavéla þurfa því nauðsynlega að fara yfir eða láta fara yfir tæki sín, skoða upptöku og athuga hvort hægt sé að bera kennsl á þann, sem mynd- aður er. Ef svo er ekki þarf annað- hvort að lagfæra búnaðinn eða end- urnýja. Tilvist búnaðarins hefur ákveðið forvarnagildi, en ef hann á að nýtast einnig sem möguleiki til uppljóstrunar afbrota er mjög mikil- vægt að hann sé í lagi og bjóði upp á slíka möguleika," segir Ömar Smári. --------------------- Utanríkisráð- herra ræðir stjórnmála- viðhorfið HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfin á opnum hádegisverðarfundi á Hótel Borg miðvikudaginn 14. október. Þetta er fyrsti fundur í fundaröð sem Ólafur Órn Hilmarsson alþingis- maður gengst fyrir í vetur eins og undanfarin ár. Á þessum fundum er fjallað um þau þjóðmál sem efst eru á baugi hverju sinni og hafa þeir ver- ið vel sóttir, segir í fréttatilkynningu. Hádegisverður kostar 1.100 kr. B rimborg-Þórshamar Tryggvabraut 5, Akureyri sími 462 2700 Bíley Búðareyri 33, Reyðaríirði sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmýri 2a, Selfossi sími 482 3100 Bílasala Keflavíkur Hafnargötu 90, Keflavík sími 421 4444 Skýrslur um álfta- dráp til sýslumanns Ford Ka er lipur, kraftmikill og sparneytinn og því stórgóður bíll til snúninga. Einnig vekur Ka alls staðar athygli vegna útlitsins og er því akandi auglýsing fyrir framsækið fyrirtæki. Okkur er það því ánægjuefhi að geta nú boðið Ford Ka á frábæru vsk-verði. Hafðu samband við sölumenn okkar sem fyrst. Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum sími 481 3141 flkandi auqlysinq frá lögreglunni á ísafirði í dag, sem yfirheyrði þrjá veiðimannanna. Ljóst er að ekki verður talað við neitt veitingahús fyrr en hlutur veiðimannanna er fullkannaður og sagði fulltrúi sýslumanns að löng ferð væri fyrir höndum áður en málið skýrðist. Engin álftahræ eru fundin enn. Fréttir um álftaveiðina hafa borist fréttastjórn breska ríkisút- varpsins BBC til eyrna og frétta- maður þaðan hringdi í Morgun- blaðið í gær til að spyrja fregna af þessu óvenjulega máli. Morgunblaðið/Arni Sæberg EKKI hefur þótt ástæða af hálfu sýslumannsins á Hvolsvelli til að yfirheyra rekstraraðila veitinga- húsa, sem eiga að hafa boðið álftir á matseðlum sínum á sælkera- og villibráðakvöldum. Sýslumaður hefur nafn eins veit- ingahúss, sem forstjóri Náttúru- fræðistofnunar lét honum í té fyrir helgi, en ekki hefur þótt tilefni til aðgerða. Sýslumaður fékk skýrslu frá II afnarf j arðarlögreglunn i í gær, sem yfirheyrði einn veiði- mannanna. Játning hans lá ekki fyrir. Þá fær sýslumaður skýrslur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.