Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
N or ðurlj ós
í dagsbirtu
Húsfyllir var á minningartónleikum um Jó-
hann Konráðsson á Akureyri á laugardag
þar sem Kristján, sonur hans, fór meðal
annars á kostum. Skapti Hallgrímsson lifði
sig inn í stemmninguna og fannst hjart-
næmt þegar Konnarinn leiddi aldraða móð-
ur sína, Fanneyju Qddgeirsdóttur, á svið
þar sem hún var hyllt í lok tónleikanna.
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
FANNEY Oddgeirsdóttir, móðir Kristjáns, gekk á svið í fylgd sonar
síns í lok tónleikanna og ríflega 2.000 manns hylltu hana vel og lengi.
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
SIGRIJN Iljálmtýsdóttir flytur aríuna Mercé dilette amiche úr óperunni I Vespri Siciliani eftir Verdi,
ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og félögum úr Sinfóm'uhljómsveit íslands undir lok tónleikanna.
LEIÐIN er ekki löng frá
æskuheimili Kristjáns Jó-
hannssonar á Suður-
Brekkunni á Akureyri norður að
þeim stað þar sem Iþróttahöllin
stendur nú. Hann hefur hins vegar
farið langan veg og tekið mörg
sporin, sum hver erfið, frá því hann
yfirgaf æskustöðvamar til þess að
láta draum sinn rætast. II grande
tenore steig á svið Hallarinnar á
laugardag á tónleikum sem haldnir
voru tii minningar um föður hans og
fór mikinn. Jói Konn var dáður
söngvari og Konnaramir raunar
flestir miklir söngmenn, en Kristján
er sá sem flýgur lang hæst. Hann er
þessi fágaði heimsmaður, sem syng-
ur í stærstu og virtustu óperahús-
um heimsins, en um leið „ekta
Konnari“ einsog stundum er haft á
orði norður undir heimskautsbaug;
hæfilega dannaður piltur en alltaf
með kjaftinn fyrir neðan nefið og
lætur vel í sér heyra hvar sem hann
kemur.
Mér er til efs að margir stórten-
órar leggi sér siginn fisk til munns,
en Kristján heldur tryggð við
gamlar hefðir. Sigríður Dóra
Sverrisdóttir, menningarfrömuður
á Vopnafirði, sem alin er upp á
Akureyri, tjáði blaðamanni nefni-
lega fyrir tónleikana að hún hefði
fært Kristjáni siginn fisk að gjöf
fyrr um daginn og hann var alsæll
með það. Söngvarinn kvartaði und-
an því í samtali í Morgunblaðinu
fyrir helgi að „Mæja systir“ - Anna
María, sem sá um skipulagningu
minningartónleikanna - hefði ekki
einu sinni haft tíma til að taka slát-
ur vegna anna, en Sigga Dóra sá
um að eitthvað þjóðlegt yrði í
farteski tenórsins á leiðinni til Vín-
ar þar sem hann átti að vera mætt-
ur á æfingu í gærmorgun. Vonandi,
samstarfsmannanna vegna, sýður
hann þó signa fiskinn ekki í óperu-
húsinu!
íkiega hafa aldrei jafn margir
setið jafn kyrrir jafn lengi í
íþróttahöllinni á Akureyri og
á tónleikunum á laugardag. Fólk
byrjaði að streyma á staðinn þegar
húsið var opnað klukkan fjögur,
klukkustund áður en tónleikarnir
áttu að hefjast, húsið var orðið troð-
fullt skömmu fyrir klukkan fimm og
spenna greinileg í lofti. Framundan
var stór stund í tónlistarsögu Akur-
eyringa, sjálfur kóngur Konnar-
anna mættur á heimaslóðir með
heila Sinfóníuhljómsveit sér til að-
stoðar, auk þess sem Sigrún
Hjálmtýsdóttir - sú stórkostlega
óperasöngkona - söng bæði ein og
dúetta með Kristjáni, og Jóna
Fanney Svavarsdóttir, frænka
Kidda, spreytti sig á einni aríu. Og
þótt fólk hafi setið kyrrt meðan tón-
listin var flutt sleppti það fram af
sér beislinu milli laga. Mér sýndist
fólk beinlínis dolfallið þegar það sló
saman lófum - fast - í þakklætis- og
virðingarskyni við tónlistarfólldð,
hvað eftir annað. Og í lokin varð
hreinlega „allt vitlaust" einsog
stundum er sagt um stemmningu í
íþróttahúsum! Blaðamaður rifjaði í
huganum upp söguna af sprungun-
um í félagsheimilinu Freyvangi í
Eyjafirði; þannig var að Kristján
söng þar einhverju sinni á árshátíð,
fljótlega eftir að hann byrjaði að
læra. Þegar Jói spurði son sinn dag-
inn eftir hvernig hefði gengið á
Kiddi að hafa svarað digurbarka-
lega: Alveg frábærlega. Kvaðst hafa
verið í banastuði og bauð Jóa meira
að segja, ef hann vildi, að skutlast
með hann frameftir. Það hefðu
nefnilega myndast sprungur í
veggjunum eftir hann. Jói Konn á
þá að hafa svarað: Helvítis vitleysan
í þér drengur, þetta eru eldgamlar
sprangur eftir mig! Eitthvað mun
Kristján hafa orðið kyndugur í
framan við svar föður síns, þannig
að Jói dró aðeins úr og sagði: Það
getur svo sem vel verið að þú hafir
aðeins gleikkað þær!
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
styrkt af félögum úr Sinfóníuhljóm-
sveit íslands, hóf tónleikana með
fallegum forleik úr La Traviata eftir
Verdi og í kjölfarið kom Jóna Fann-
ey Svavarsdóttir, bróðurdóttir Kri-
stjáns á svið. Sveif inn í glæsilegum,
bláum kjól og söng mjög fallega -
eftir því sem amatör-eyra mitt nam
- aríu eftir Puccini og fólkið í saln-
um var greinilega sammála. Bravó-
hróp heyrðist strax og hún hafði
lokið söng sínum og mikið var
klappað fyrir þessari upprennandi
söngkonu.
Sigrún Hjálmtýsdóttir var næst á
sviðið, i ákaflega fallegum, hvitum
kjól og af henni geislaði sem aldrei
fyrr. Aríur úr óperanni Simon
Boccanegra eftir Verdi voru á dag-
skrá og eftir að Diddú hóf upp raust
sína læddist Konnarinn sjálfur inn á
sviðið. Vel var klappað fyrir söng-
konunni ástsælu eftir að hún lauk
fyrstu aríunni en Kristján beið ekki
boðanna heldur þandi raddböndin
þegar í stað þannig að hendurnar í
salnum - vel á fimmta þúsund -
féllu þegar í stað í skaut á ný og
eyran héldu áfram að njóta þess
konfekts sem þeim var boðið upp á.
Söngvaramir kölluðust á um stund
en Kristján kom síðan fram á sviðs-
brún til Diddúar. Mikið var klappað
eftir þennan fyrsta dúett þeirra,
Kiddi gaf vini sínum Giovanni
Andreoli, stjórnanda hljómsveitar-
innar, honnör og síðan fóra þau
Diddú út. Komu raunar fljótt aftur,
að kröfu áheyrenda - sem vildu
klappa enn meira og hressiiegar -
hneigðu sig og hurfu af sviðinu.
Kristján kom þvínæst inn, og
Giovanni vitaskuld eins og jafnan,
og það var kraftur í karli þegar
hann þaut einn af stað í aríu úr
sömu óperu. Kristján var að syngja
hana í Múnchen áður en hann kom
heim og því í góðri æfingu. Það
leyndi sér ekki enda viðtökurnar af-
bragð að söngnum loknum; aftur
heyrðist bravó og sumir flautuðu
meira að segja þegar hann var
klappaður upp.
egar þarna var komið stóð
HLE í efnisskránni, en Kiddi
og Diddú tóku eitt aukanúm-
er, vegna góðra undirtekta. Höfðu
gaman af og Konnarinn gekk hlæj-
andi af sviðinu eftir þann söng. Áð-
ur en hlé var gert komu þau svo öll
fjögur, söngvaramir þrír og stjórn-
andinn, fram á sviðsbrún þar sem
vel og lengi var klappað.
Fólk sem blaðamaður ræddi við í
hléinu var greinilega yfir sig ánægt:
„Þetta er heimsviðburður.“ „Stór-
kostlegt.“ „Ég vona að fólk almennt
geri sér grein fyrir því hvað það er
að upplifa." „Ég fékk gæsahúð þeg-
ar hún Jóna Fanney söng, hún var
yndisleg."
Hljómsveitin byrjaði á því eftir
hlé að leika forleik úr Rakaranum
frá Sevilla og síðan söng Diddú aríu
úr þeirri óperu - kom á svið í rauð-
um, glæsilegum kjól. Hljómsveitar-
stjórinn Andreoli vakti mikla at-
hygli fyrir líflega framkomu; lyfti
sér stundum vel upp á tærnar,
einsog margur stjórnandinn hefur
gert gegnum tíðina, en lét ekki þar
við sitja heldur hoppaði ýmist á palli
sínum eða beygði sig í hnjánum
einsog fímasti ballettdansari, þegar
það átti við. Enda smitaði hann
hljómsveitina bersýnilega af krafti
og gleði.
Kristján tók síðan aríu úr Tosca,
heymarfæri mín kváðu upp þann
dóm að það hefði hann gert frábær-
lega. Þeir geta farið að hlakka til á
Metropolitan, hugsaði ég með mér,
þegar augu hans skutu gneistum út
í salinn - slíkur var krafturinn í.
söngnum. Maður fann hvernig
gæsahúð gerði vart við sig á hand-
ieggjunum og fólk sleppti sér eftir
að söngnum lauk. „Bravó.“ Og
klappið ætlaði engan enda að taka.
Kristján syngur í Tosca fyrsta sinni
á Metrapolitan næsta haust.
Svona gekk þetta áfram, hljóm-
sveitin lék næst forleik eftir Verdi,
Kristján og Diddú sungu síðan sam-
an aríu úr Oþelló og Diddú fór svo
ein með aríu úr I Vespri Siciliani,
einnig eftir Verdi, og stemmningin í
salnum var að ná hámarki. Aftur
sagði amatöreyra mitt mér að söng-
urinn hefði verið yndislegur og fólk-
ið var á sömu skoðun. Það bravó-aði
og Diddú var þökkuð frammistaðan
með langvinnu lófataki.
Síðasta lagið á efnisskránni var
ekki af verri endanum. Stórtenórinn
steig á svið, Andreoli í kjölfarið og
eftir að þeir slógu saman höndum
lagaði Kiddi ennahnappana einsog
honum er tamt á sviði, Italinn
sveiflaði sprota sínum og kýlt var
á’ða: Nessun donna úr Turandot
eftir Puccini. Hvílíkur kraftur. Ég
verð að viðurkenna að aftur spratt
gæsahúðin út á handleggjum þess
sem hér ritar og á stundum sem
þessari fylgir henni einhver óút-
skýranleg vellíðan. Stolt yfir mönn-
um sem standa sig svona vel. Jafn-
vel mont yfir því að vera sprottinn
úr sama jarðvegi. Þegar Kristján
lauk sér af breiddi hann út faðminn
til áhorfenda og salurinn hreinlega
sprakk af fögnuði. Bravó-hróp
heyrðust úr hverju horni og skarinn
stóð upp og hyllti þennan frægasta
son bæjarins. En þó fyrst og síðast
son Fanneyjar Oddgeirsdóttur og
Jóa Konn. Minningin um Jóa lifir;
margir muna hans fögru tóna en
fyrir þá sem ekki muna heldur Kri-
stján minningunni sannarlega hátt
á lofti. Kristján er draumur sem
rættist.
Fólk var aldeilis ekki á því að
sleppa söngvuranum þó svo
að efnisskráin væri tæmd.
Kristján gekk hnarreistur á svið á
ný ásamt Diddú og Jónu Fanneyju
og Giovanni fylgdi á eftir. Þeim
voru færðir fagrir blómvendir,
Diddú smellti kussi á konsertmeist-
arann - Szymon Kuran - og síðan
fékk fólkið ósk sína uppfyllta; meira
að heyra. Og þá var komið að ís-
lenskum perlum, sem mér hefði satt
að segja fundist mega vera fleiri á
efnisskránni, vegna þess að á því
sviði var Jói Konn fremstur. Auka-
lögin urðu tvö. Diddú byijaði á því
að flytja Sjá dagar koma; söngur
hennar var undurblíður og fallegur í
upphafí en ekkert vantaði upp á
kraftinn þegar við átti, enda hlaut
hún gífurleg fagnaðarlæti að laun-
um. Mér varð hugsað til sprungn-
anna í Freyvangi! Giovanni svipti
Diddú upp á stjórnandapallinn og
hyllti hana þar. Síðan hvarf hún af
sviðinu en kom von bráðar aftur þar
sem fólk klappaði kröftuglega og
hljómsveitarmeðlimir stöppuðu
hver í kapp við annan.
Síðari hluti framlengigarinnar
var í umsjá Kristjáns. Hann
sté á svið, setti upp gleraugun
og ávarpaði samkomugesti: „Kæru
vinir! Ákureyringar og íslending-
ar...“ Salurinn tók bakföll. „Aðrir
íslendingar!" sagði þá Kristján og
hlaut lófaklapp fyrir. „Ég er ofsa-
lega stoltur í hjartanu og vona að
þið séuð það líka,“ sagði hann.
„Þetta er í raun ótrúlegur atburður.
Ekki vegna mín, heldur okkar
allra,“ sagði hann og dásamaði
hljómsveitina, kvatti fólk til að
styðja við bakið á henni eins og gert
hefði verið þetta kvöld og bætti við
að eftir því sem fólk þroskaðist
meira gerði það sér betur grein fyr-
ir mildlvæga lista. „Roðið og sporð-
urinn og allt sem því tilheyrir er
mjög áríðandi en við verðum að
luydda tilverana - ekki síst hér á
íslandi."
Vert er að geta þess að ágóðinn af
tónleikunum rennur í nýstofnaðan
Minningarsjóð um Jóhann Konráðs-
son, en allt sem í hann kemur að
þessu sinni fer rakleitt áfram til
styrktar Sinfóníuhljómveit Norður-
lands, samkvæmt ákvörðun Krist-
jáns.
Tónleika sem þessa er ekki hægt
að enda nema á einn hátt. Enda
kynnti Kristján lokalag sitt með
þessum orðum: „Þið þekkið þetta
ábyggilega!" Það nægði, salurinn
klappaði og svo var gefið í botn;
fyrst nokkrir tónar frá hljómsveit-
inni, og svo hóf Konnarinn upp
raust sína: „Haaaaamraborgin rís
hááááá og fögur...“ Svo hélt hann
áfram; bergið lokaðist, og í lokin var
eins og einhver óskiljanlegur kraft-
ur móður náttúru hefði losnað úr
læðingi: „Nóóóttin looooogar af
norðurljóóóósuuuuuuum..." Sann-
færingarkrafturinn var svo mikill í
túlkun Kristjáns að það var engu
líkara en maður tryði því að norður-
ljósin lýstu upp himininn í höfuð-
stað Norðurlands þetta augnablik,
þótt úti væri það fallegasta haust-
veður sem um getur, hlýtt og milt
og bjart. Kristján breiddi svo út
faðminn í síðasta sinn fram í sal,
þeir Giovanni slógu saman höndum
og föðmuðust enda gátu þeir verið
ánægðir með framlag sitt.
Tónleikagestir hylltu söngvar-
ana, stjórnandann og hljóm-
sveitina enn einu sinni, og
gerði sér greinilega vonir um eitt
auka-aukalag, en Kristján kom á
svið, sendi fingurkossa fram í sal,
sagði takk í míkrafóninn og vinkaði.
Steig svo skyndilega niður af svið-
inu og út í sal þar sem Fanney móð-
ir hans sat og færði henni blóm-
vönd. Leiddi hana svo á svið. Unn-
endur góðra lista eiga Fanneyju
mikið að þakka; hún var konan á
bak við Jóa Konn og saman gáfu
þau heiminum Kidda. Það var hjart-
næm stund þegar salurinn hyllti
gömlu konuna með klappi og húrra-
hrópum. Þarna var verið að hylla
þau Jóa heitinn í sameiningu.
Stundin í íþróttahöllinni var eftir-
minnileg. Einn tónleikagesta hafði á
orði að Kristján hefur örugglega
aldrei sungið Hamraborgina betur
en einmitt þarna og ekki mótmæli
ég því. En ég legg til að athugað
verði - svona til öryggis - hvort
nokkrar sprungur hafi myndast í
veggi íþróttahallarinnar...
■ I minningu Jóa Konn/35