Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Gríptu það sem er í loftinu
Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 13 útvarpsrásum
Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og útvarps
en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar getur þú gripið
það sem er áhugaverðast í dagskránni hverju sinni.
I blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um þættina,
kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu. Dagskránni
er dreift með Morgunblaðinu annan hvern miðvikudag og
ókeypis á helstu bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Hafðu Dagskrána alltaf við hendina.
I Kemur út á tnorgun! |
í allri sinni mynd!
Níu Danir fórust í flugslysi í Noregi
Yarð alelda
á augabragði
Ósltí. Reuters.
NÍU Danir fórust aðfaranótt gær-
dagsins, þegar lítil flugvél hrapaði í
aðflugi að Sörstokken-flugvelli á
norsku eynni Stord suður af Björg-
vin. Allir farþegarnir um borð í vél-
inni, sem var að koma frá Alaborg á
Jótlandi, voru starfsmenn dansks
fyrirtækis, sem var undirverktaki
við skipasmíðastöðina Aker Stord.
Flugvélin var í aðflugi að flugvell-
inum skömmu eftir miðnætti á
sunnudagskvöld er hún hrapaði, um
200-300 m sunnan við flugbrautina.
Eldur brauzt þegar út í vélinni og
varð hún alelda á augabragði.
Björgunarsveitarmenn, sem í
fyrstu fundu átta lík í brunnu flak-
inu, fundu það níunda síðdegis í
gær. „Við höldum að allir hafi verið
Danir en það hefur ekki verið geng-
ið úr skugga um það enn. Við erum
að hafa uppi á aðstandendum," tjáði
Berit Johansen, talsmaður lögregl-
unnar á slysstaðnum, fréttamönn-
um. Áhöfn flugvélarinnar, sem var
af gerðinni Cessna 402 A, var aðeins
einn flugmaður.
Um orsakir slyssins var í gær enn
allt á huldu. Flugvallarstjórinn á
Stord sagði á blaðamannafundi að
slysið væri ráðgáta. „Við höfum eng-
ar tilgátur um hvað gæti hafa komið
fyrir flugvéhna. Það var allt með
felldu í aðfluginu, þar til eitthvað
gerðist skyndilega og vélin hrapaði í
jörðina um 200-300 m suður af flug-
brautinni," hafði Jyllands-Posten
eftir flugumferðarstjóranum Jan-
Morten Myklebust.
Vélin var að fljúga þriðju ferðina
frá Alaborg í röð þegar slysið varð.
Sami flugmaður var við stjórnvölinn
í öllum ferðunum.
Cessna-vélin var 29 ára gömul,
smíðuð árið 1969, en hún hafði ný-
lega verið yfirfarin. Samkvæmt upp-
lýsingum danska loftferðaeftirlitsins
er þetta í fyrsta sinn sem dauðaslys
verður í vél af þessari gerð skráðri
þar í landi. A Islandi eru nokkrar
vélar af þessari gerð í umferð.
Ólöglegt atvinnuflug?
Danska blaðið Holbæks Amts
Venstreblad greindi frá því í gær, að
flugmaðurinn, sem lét lífið í slysinu,
hefði hlotið áminningar fyrir ólög-
legt atvinnuflug. Mun danska loft-
ferðaeftirhtið hafa haft manninn
grunaðan um að hafa árum saman
stundað atvinnuflug án tilskilinna
leyfa.
Clark M. Clifford látinn
Kunnur ráðgjafí
fj ögurra forseta
CLARK M. Clifford,
kunnur, bandarískur
lögfræðingur, varnar-
málaráðherra í
skamman tíma og ráð-
gjafi fjögurra Banda-
ríkjaforseta, lést sl.
laugardag 91 árs að
aldri. Voru fáir honum
fróðari um pólitíkina í
Washington en glæsi-
legur ferill hans varð
fyrir nokkrum hnekki
er hann tengdist einu
mesta bankahneyksli
aldarinnar fyrir nokkr-
um árum.
Clifford vakti fyrst
verulega athygli á sér sem ráðgjafi
Harry S. Trumans og er honum
ekki síst þakkaður óvæntur sigur
hans í forsetakosningunum 1948.
John Kennedy, Lyndon Johnson og
Jimmy Carter sóttu líka til hans
holl ráð og raunar var Clifford varn-
armálaráðherra á síðasta ári John-
son-stjómarinnar, 1968. Þá var Ví-
etnamstríðið í algleymingi og er
Clifford sagður hafa sannfært
stjómina um, að best væri að brjót-
ast út úr því kviksyndi.
Orðstír Cliffords, svo mikill sem
hann var, varð fyrir alvarlegu áfalli
Clark M. Clifford
r
Landssöfnun SIBS fyrir endurhæfingu á Reykjalundi
Síminn er oninn
CH?]6060
9-17 virka daga
Bankareikningur
0301-26-002600
í Búnaðarbanka íslands
Innleggsseðlar liggja frammi i Búnaðarbanka og Sparisjóðum.
Einnig er hægt að leggja inn rafrænt á interneti eða í heimabanka.
1992 þegar hann var
ákærður í sambandi við
gjaldþrot BCCI, Bank
of Credit and
Commerce Internat-
ional. Að sumra sögn
var um að ræða eitt
mesta bankahneyksli
aldarinnar og banda-
rískir saksóknarar
lýstu BCCI sem hrein-
ræktaðri glæpastarf-
semi ýmissa manna frá
Miðausturlöndum.
Clifford var sakaður
um að hafa logið að
þeim, sem rannsökuðu
BCCI, og sérstaklega
um tengsl bankans við First Amer-
ican Bankshares, sem þá var
stærsti bankinn í Washington. Var
Clifford stjómarformaður hans.
Clifford neitaði öllum ásökunum
og 1993 var málið gegn honum fellt
niður vegna hans háa aldurs og
heilsubrests.
Mikill áhrifamaður
Clifford gat sér snemma orð sem
frábær lögfræðingur, ljúfur í við-
móti en skarpgáfaður, og þeir hæfi-
leikar nýttust honum vel sem ráð-
gjafa fjögurra forseta demókrata og
í þeim störfum, sem hann tók að sér
fyrir stjómvöld. Hann lagði sitt af
mörkum við stofnun Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, og við að
skipuleggja Marshall-áætlunina.
Seint væri að telja upp öll þau
margvíslegu störf, sem Clifford
innti af hendi um dagana, og áhrif
hans vom mikil. Þau lýsa sér
kannski best í þeim embættum, sem
hann átti kost á en hafnaði. Þar á
meðal vora sæti í hæstarétti Banda-
ríkjanna og nokkur sendiherra- og
ráðherraembætti.
Eiginkona Cliffords í 66 ár, Mar-
gery Pepperell Kimball, lifir mann
sinn en þau áttu þrjár dætur, 12
bamaböm og 17 barnabamaböm.