Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.10.1998, Qupperneq 32
po rrjrr a TT^'rrr'Tiff 32 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ TRAUST er forsenda farsælla mannlegra samskipta," sagði Ástríður Stefánsdóttir læknir og heimspekingur á málþingi rektors um gagnagrunninn á laugardag- inn, „nauðsynlegt er að geta deilt MALÞING REKTORS UM GAGNAGRUNNINN persónulegum upplýsingum í trúnaði með fagfólki. Sá trúnaður er forsenda þess að heilbrigðis- stéttir geti sinnt starfí sínu.“ Erindi Astríðar hét Einkalíf í tölvuheimi og beindi hún í því einkum sjónum að trúnaðarsam- bandinu og þagnarskyldunni í heimi tækninnar og í ljósi gagna- grunnsins. Hún sagði meginrökin fyrir því að virða ætti þagnarskylduna við sjúklinga þríþætt. Þagnai-skyld- an . . . 1. er liður í því að virða sjúkling- inn sem manneskju, það að bera virðingu fyrir vilja hans og ósk- um. Hún er mikilvæg til að sjúklingurinn sé ekki notaður sem tæki í annarra þágu, heldur sé borin virðing fyrir vilja hans og þeim markmiðum sem hann hefur með lífí sínu. 2. er nauðsynleg fyrir trúnaðar- samband læknis og sjúklings. Ef sjúklingur getur ekki treyst lækninum t.d. til að varðveita þær upplýsingar sem honum eru látnar í té, deilir sjúklingur- inn þeim ekki og þar með nær læknirinn ekki árangri í því starfi sem hann vinnur. 3. er mikilvæg til að tryggja að upplýsingar um sjúklinga séu ekki misnotaðar. Ástríður benti svo á að ekki væri nóg að það ríkti traust á milli tiltekinna einstaklinga, t.d. tiltek- ins sjúklings og læknis hans, held- ur að mjög mikilvægt væri að heil- brigðisstéttir nytu almenns trausts út á við meðal þjóðarinn- ar. Jafnframt að þær litu á sig sem stéttir sem sjúklingurinn get- ur treyst. Hún sagði jafnframt trúnaðinn vera höfuðatriði og að sjúklingur- inn sem þyrfti að leita eftir heil- brigðisþjónustunni yrði að geta fengið hana án þess að fórna frið- helgi sinni. „Það að liggja inni á sjúkrahúsi og það sem fram fer innan veggja sjúkrahússins þarf að geta verið hluti af einkalífí sjúklingsins," sagði hún og fjallaði í framhaldinu um varðveislu upp- lýsinga í tölvuvæddum heimi. Hún Traust er hús byggt á bjargi. Mynd eftir René Magritte. nefndi m.a. öryggið og að heildar- myndin af viðfangsefninu yrði skarpari og bætti svo við: „Þó lík- ur á að upplýsingar um einhvern leki út séu hugsanlega minni eftir tölvuvæðingu þá getur skaðinn af slíkum leka verið mun meiri þar hiki við að segja lækninum sínum alla söguna og það trufli greiningu hans á sjúkdómum. Skjólstæðingur- inn treysti ekki á þagnarskylduna lengur. Er grunnurinn dæmi um undanþágu? Þess bera að geta að þagnarskyld- an er ekki undantekningarlaus. Tvö siðaboð geta rekist á og knúið menn til að velja og felst matið þá iðulega í því að komast að niðurstöðu um hvort vegur þyngra. Þagnarskyldu ber að rjúfa ef það varðar heill og hamingju annarrar manneskju. Þagnarskyldan getur líka stangast á við almannaheill, og jafnvel hags- muni sjúklingsins sjálfs. Breyttar aðstæður geta því haft áhrif á þagnarskylduna. Breyttar að- stæður geta líka leitt til þess að upp- lýsingar um sjúklinga verði opinber- aðar á nýju formi: Þær verði ekki persónugreinanlegar heldur aðeins greinanlegar sem upplýsingar um óþekkta einstaklinga innan hóps. Og spuming er: Hefur það áhrif á trún- aðarsambandið? Þagnarskyldan og trúnaðurinn er ekki algildur ef svo má segja því ófyrirséðar aðstæður geta ævinlega breytt skyldunum, og réttindi sjúk- linga eru heldur ekki ósveigjanleg. Undantekning þagnarskyldunnar getur samt ekki verið gild rök fyrir gagnagrunni með öllum heilsufars- upplýsingum þegnanna þótt hann sé tæki til „að auka þekkingu og bæta heilsu og efla heilbrigðisþjónustu“. En helstu vonir sem stjómvöld binda við hann til viðbótar eru; aukin gæði og spamaður í heilbrigðiskerf- um, uppbygging hátækniiðnaðar á íslandi og þar með atvinna menntaðs fólks í landinu, möguleikar á því að laða til íslands starfsemi sem tengist gagnagrunninum. I siðfræði fæst trúnaði ekki fórnað fyrir göfugt markmið, og gagna- gmnnurinn er ekki knýjandi for- senda eða dæmi til að veita undan- tekningu á þagnarskyldu. Hann er val um kerfí og aðferð. Ástæða tilurðar sjúkraskráa Spurningar sem þetta nýja kerfí vekja um trúnaðarsambandið em: Einkalíf í tölvuheimi sem áreiðanleiki og umfang upp- lýsinganna er af allt annarri stærðargráðu,“ sagði hún og að áhættan fyrir einstaklinginn gæti því aukist. Hún nefndi tvö mikilvæg gildi sem nútímamenn glímdu við: Ann- arsvegar vernd einkalífs og rétt einstaklinga til að ráða því sjálfir með hverjum þeir deila upplýsing- um um sjálfa sig og hinsvegar skilvirkni og áreiðanleika við t.d. rekstur heilbrigðisþjónustu og jafnvel framfarir í vísindum. „Við megum þó ekki falla í þá gryfju að álíta að hér sé um valkosti að ræða; að annarsvegar getum við valið að eiga áfram einkalíf og þá engar framfarir í vísindum eða hinsvegar framfarir í vísindum og ekkert einkalíf," sagði hún, „okkar framtíðarverkefni er að samþætta tölvutæknina og hin siðferðilegu gildi á þann hátt að hin nýja tækni hjálpi okkur við að þróa og standa vörð um þau gildi sem eru undir- staða samfélags okkar fremur en að skaða þau. Framundan er ögi-andi verkefni sem er tækni- legt, pólitískt og siðfræðilegt." Hún velti þessu verkefni fyrir sér og sagði að hin siðferðilega spurning sem við stæðum frammi fyrir væri: „Hvernig getum við verndað réttinn til einkalífs í þess- um nýja heimi?“ Ástríður fjallaði um kröfu um friðhelgi einkalífs og þörfína fyrir upplýsingar og hlut- verk stjórnvalda: „Það er á ábyrgð löggjafans að móta stefnu þjóðarinnar í varðveislu heilsu- farsupplýsinga og að búa þannig í haginn að rétturinn til að lifa einkalífí sé tryggður.".........I framtíðinni munu takast á í vax- andi mæli annarsvegar krafan um friðhelgi einkalífsins og hins vegar þörfin fyrir upplýsingar. Ef möguleikinn til að fá upplýsingar er til staðar má allt eins gera ráð fyrir að þær verði notaðar á allan þann hátt sem mögulegur verður. Viðhorf og aðstæður í samfélaginu breytast hratt og því óráðlegt og hugsanlega rangt að ætlast til þess að stofnanir setji sér sjálfar mörk í notkun upplýsinga. Slíkt aðhald þarf að koma frá löggjaf- anum og því þarf að vera fylgt eft- ir af hlutlausum óháðum aðila.“ Betri árangur bætir trúnaðarsambandið ÞAÐ er svolítið erfitt að átta sig á því hvort eða hvernig miðlæg- ur gagnagmnnur á heilbrigðis- sviði muni hafa áhrif á trúnað- arsamband sjúk- linga og heilbrigð- isstarfsmanna," segir Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, „ég reikna hins vegar með því að hann gæti haft áhrif á þetta samband og einnig að þessi áhrif gætu verið á margan veg.“ Samband heilbrigðisstarfs- manna og sjúklinga inyndast oftast við það að sjúklingurinn hefur meinsemd sem starfs- mennirnir reyna að hjálpa hon- um að takast á við. „En til þess að starfsmennirnir geti unnið sitt verk afla þeir sér ákveðinn- ar vitneskju um sjúklinginn," segir hann „það fer meðal ann- ars eftir því hversu vel sjúk- lingarnir treysta starfsmannin- um hve mikið þeir segja honum af sjálfum sér og sínum mein- semdum. Þetta traust ákvarð- ast ekki bara af þagmælsku starfsmannsins heldur einnig af getu hans til þess að hjálpa sjúk- lingnum.“ Kári segir að traust sjúklinga á heilbrigðisstarfsmanni ráðist lfklega mest af getu hans til þess að hjáipa þeim, ekki af þagmælskunni þótt hún sé lofs- verð. „Traust sjúklinga á heil- brigðisstéttum eins og læknum markast af því hvað læknar geta gert fyrir þá og hvað þeir bjóða þeim upp á. Það sem læknisfræðin hefur upp á að bjóða markast ekki bara af getu hennar heldur einnig af aðgengi sem þá markast meðal annars af efnahag sjúklings- ins,“ segir hann og nefnir tvennt því til stuðnings: 1. „Ef miðlægur gagna- grunnur á heilbrigðissviði stendur undir væntingum og eykur aðgengi og gæði heil- brigðisþjónustunnar með því að bæta það sem heilbrigðisstarfs- menn hafa upp á að bjóða ætti gagnagrunnurinn samkvæmt forsendunum sem ég gaf mér hér að ofan að bæta trúnaðar- samband sjúklinga og Iækna.“ 2. „Það er mikil reynsla fyrir því á ísiandi að yfirvöld og læknar sæki upplýsingar í sjúkraskrár án upplýsts sam- þykkis til þess að nota í faralds- fræðilegar rannsóknir, til þess að gera Trygginastofnun kleift að greiða læknum reikninga, til þess að nýta í kostnaðaráætlan- ir og til þess að setja saman heilbrigðisskýrslur. Mér er ekki kunnugt um að menn hafí lýst áhyggjum sínum yfír áhrifum þeim sem þessi notkun upplýs- inganna gæti haft á trúnaðar- samband lækna og sjúklinga, né er mér kunnugt um rann- sóknir sein hafa verið gerðar á þessu.“ Helst þagnarskylda fagfólks í heil- brigðisþjónustu órofin, og verður trúnaðarsambandið milli sérhvers sjúklings og sérhvers fagmanns jafn sterkt og áður? Geta heilbrigðis- starfsmenn heitið sjúklingum sínum áfram fullum trúnaði þótt heilbrigð- isstofnanir öðlist vald til að leyfa að upplýsingai’nar verði notaðar á öðr- um vettvangi? Getur verið að „fullur trúnaður" feli í sér að afhenda ekki öðrum sjúkraskrá sjúklings nema með samþykki hans? Vilhjálmur Árnason heimspeking- ur og Ástríður Stefánsdótth’ læknir og heimspekingur skrifuðu í Morg- unblaðið 13. september síðastliðinn: „Sjúkragögn sjúklinga hafa hingað til einvörðungu verið á höndum þeirra sem koma að meðferð sjúk- lingsins. Til að þessir aðilar geti tryggt trúnaðinn við sjúklinga þurfa þeir að hafa faglegt sjálfstæði til að varðveita þessi gögn. í frumvarpi til laga um gagnagrunna er alvarlega vegið að þessu sjálfstæði með því að veita einnig heilbrigðisráðheri’a og stjórnendum stofnana ráðstöfunar- vald yfír sjúkragögnum. Læknum og öðrum sem stjórna meðferð er þar með gert ómögulegt að standa undir trausti sjúklinganna. Ef þeir eiga að afsala sér valdi yfir sjúkragögnum í hendur yfirstjórna stofnana og heil- brigðisráðherra er þagnarskylda þeirra sem koma að meðferðinni marklaus og þar með er kominn al- varlegur brestur í trúnaðarsam- bandið." Segja má að rannsóknarlæknar hafí að vísu ávallt notað sjúkra- skýrslur sjúklinga til að setja fram nýjar kenningar og til að ráða bug á sjúkdómum. En strangar reglur í siðfræði rannsókna hafa hinsvegar gilt um það hvernig upplýsingar úr sjúkraskrám hafa verið notaðar. Miðlægur gagnagrunnur er hugs- aður sem nýtt tæki sem gagnast get- ur á mörgum sviðum mannlífsins, hins vegar felur 7. greinin um hann í sér nýja stöðu í trúnaðarsambandi læknis og skjólstæðings hans vegna nýrra áhrifa stjórnvalda og heil- brigðisstofnana á það. Þetta sam- band hvílir á gagnkvæmu trausti og er meginástæðan fyrir því að sjúkra- skrár með persónulegum upplýsing- um eru til. Sambandið er líka ástæð- an fyrir því hversu erfítt er að semja frumvarp sem veikir það ekki. Á MORGUN Fjárfestingar og erfðavísindi Á morgun verður fjallað um erfða- vísindi, einkaleyfi á uppgötvunum og fjárfestingar í fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á þessu sviði vísindanna. KARI STEFÁNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.