Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 43^
Fjöldi íslenskra kvikmynda
og meðaláhorf 1981-1997
Kvikmyndir
6-
1981
1985
1990
þús. -45
áhorfenda
-40
1995 1997
Hlutfall styrkja af heildarkostnaði
fjárhæðir í millj. kr. Heildar- fjárhæð til ráðstöfunar Fjöldi styrktra mynda Meðalstyrkur á hverja mynd Hlutfall styrks af heildarfram- leiðslukostnaði myndar (%)
Danmörk 769,1 13 59,1 74,4
Finnland 412,5 13 31,7 81,9
Frakkland 3.944,6 115 34,3 14,9
írland 130,5 10 13,1 2,4
ÍSLAND 284,0 15 18,9 22,2
Ítalía 2.443,7 50 48,9 20,1
Svíþjóð 1.204,6 39 30,9 44,2
Þýskaland 4.623,2 79 58,5 32,6
ESB-lönd (samtals) 18.361,7 475 38,7 23,9
Tekjur og gjöld ríkissjóðs af kvik- myndagerð 1997 millj. kr.
Beinar skatttekjur 87
Tekjur af erl. ferðam. 446
Tekjur af erl. tökuliðum 50
Samtals tekjur 583
Styrkir Kvikmyndasjóðs (85)
Hreinar tekjur ríkissjóðs 498
um mæli færst til Iandsins og fyrir
vildð hefur atvinnutækifærum fyrir
íslenska tæknimenn fjölgað. Hægt er
að vinna myndir að mestu leyti hér-
lendis, nema framköllun. Vöntun er á
hinn bóginn talin á fullkomnu varan-
legu myndveri en mikil fjárfesting
liggur í slíku húsnæði og þai-f það
góða nýtingu til að verða arðbært.
Víða um heim eru sjónvarpsstöðv-
ar traustur bakhjarl fyrir innlenda
kvikmyndagerð. Þessu er ekki til að
dreifa hér á landi. A þriggja ára
tímabili, 1994-96, sýndi Ríkissjón-
varpið íslenskar kvikmyndir í tæpar
14 klukkustundir, eða 4,7 klst. á ári
að meðaltali. A árinu 1997 sýndi Stöð
2 islenskar kvikmyndir í 6 klst.
Rrafa Kvikmyndasjóðs um ís-
lenskt tal dregur augljóslega úr
mögulegri alþjóðlegri dreifingu ís-
lenskra kvikmynda. Æskilegt er, að
áliti Viðskiptafræðistofnunar, að
fella þetta skilyrði niður. Bent er á
að íslenskar bókmenntir séu áfram
íslenskar þótt þær hafi verið þýddar
á erlendar tungur og að Björk Guð-
mundsdóttir sé íslensk þótt hún
flytji lög sin á ensku.
Menningarstyrkir
Framlög til kvikmyndagerðar hafa
verið um 10% af menningarframlög-
um íslenska ríkisins en stuðningur
Reykjavíkurborgar óverulegur, eða
um 0,3% af heildarframlögum borg-
aiánnar til menningar. Opinberir
styrkir vega misþungt í rekstri ein-
stakra menningai'stofnana. Þannig
nema opinberir styrkir til Þjóðleik-
hússins 73% af kostnaði við rekstur-
inn, 75% af rekstrarkostnaði Sinfón-
íuhljómsveitar Islands, 65% af
rekstrarkostnaði Borgarleikhússins
en opinberir styrkir eru að meðaltali
22% af framleiðslukostnaði íslenskra
kvikmynda.
Samanburðurinn verður kvik-
myndum enn óhagstæðari ef styrk-
urinn er settur í hlutfall við fjölda
áhorfenda. Opinberii’ styrkir néma
um 3.500 kr. á hvern leikhúsgest í
Þjóðleikhúsinu, 4.100 kr. á hvern
tónleikagest Sinfóníunnar og 2.900 á
hvern gest Borgarleikhússins. Opin-
berir styrkir nema um 1.100 kr. á
hvern áhorfanda íslenskrar kvik-
myndar sem hlýtur meðalaðsókn.
Þorfinnur segir þennan saman-
burð til þessa hafa verið tabú á Is-
landi. „Auðvitað er að einhverju leyti
verið að bera saman epli og appelsín-
ur en epli og appelsínur eru hvort
tveggja ávextir. Þegar menn skoða
opinber framlög til kvikmyndagerð-
ar á Islandi gætu þeir dregið þá
ályktun að framlög hins opinbera
séu almennt lág til menningarmála.
Svo virðist ekki vera. Eg vona þó að
menn gæti varkárni í þessum saman-
burði, hann má ekki verða til þess að
menningarstofnanimar sem eru
nefndar í skýi-slunni gjaldi fyrir
hann. Það yrði stórslys."
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði í Morgunblaðinu á dög-
unum álitamál að bera framlag ríkis-
ins til Kvikmyndasjóðs saman við
rekstur Sinfóníuhljómsveitar íslands
og Þjóðleikhússins, þar hafi hið opin-
bera tekið að sér að reka menningar-
fyrirtæki „en enginn er að tala um að
það taki að sér að reka kvikmynda-
hús eða að starfrækt verði hér á
landi opinbert kvikmyndafyrirtæki".
Að mati Þoi-finns á þessi saman-
burður fyllilega rétt á sér. „Auðvitað
hefur ríkið ekki tekið að sér að reka
kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Það
ákvað á hinn bóginn á sínum tíma,
árið 1979, að hérlendis skyldi starf-
rækt kvikmyndagerð og setti Kvik-
myndasjóð á laggirnar. I mínum
huga er þetta fyllilega sambærilegt
við stofnun Þjóðleikhússins og stofn-
un Sinfóníuhljómsveitarinnar, þótt
þetta hafi verið gert með öðrum
hætti. Markmiðið var í öllum tilvik-
um hið sama - að efla list í landinu."
Þorfinnur segir í raun jákvætt að
hið opinbera reki ekki framleiðslufyr-
irtæki á sviði kvikmynda. „Við erum
ekki að tala um að þenja út þessa
stofnun, Kvikmyndasjóð, hún myndi
ekkert stækka þótt við fengjum
meira fé í okkar hlut, einkafyrirtækin
í greininni myndu aftur á móti eflast."
Þorfinnur vekur einnig athygli á
framlagi Reykjavíkurborgar til kvik-
myndagerðar í landinu en það er
eins og fram kemur að ofan óveru-
legt. „Að minu viti snýr þetta ekki
bara að ríkinu, borgin gæti komið að
málinu með ýmsum hætti. Reykjavík
vill vera menningarborg, og gerir
margt gott, en mætti sinna þessari
gi'ein betur. Langflest íslensk kvik-
myndafyrirtæki hafa aðsetur í
Reykjavík og borga þar af leiðandi
gjöld til borgarinnar. Flestir útlend-
ingar sem koma hingað til lands í
tengslum við kvikmyndagerð dvelj-
ast líka í Reykjavík, þannig að borg-
in tekur umtalsverðar upphæðir inn
vegna gi’einarinnar. Um það er ekki
að villast. Ég lýsi því hér með eftir
hugmyndum Reykjavíkurborgar á
sviði kvikmyndagerðar!"
Alþjóðlegur sainanburður
í flestum vestrænum löndum nýt-
ur kvikmyndaiðnaðurinn opinbers
stuðnings. Nokkur munur er þó á því
hve miklir fjármunir eru til ráðstöf-
unar, hvaða leiðir eni valdar, hve
hátt hlutfall styi’kir eru af fram-
leiðslukostnaði og hvaða sjónarmið
liggja til grundvallar. Mjög algengt
er að menningar- og listasjónai-mið
ráði ferðinni við úthlutun styi’kja
fremur en viðskiptaleg sjónarmið.
Algengt er að styrkveitingin sé að
öllu leyti í höndum úthlutunai-nefnd-
ar eins og tíðkast hér á landi. I þeim
flokki eru ísland, Finnland og írland
en úthlutunarnefndir ráða einnig
miklu í Danmörku og Svíþjóð. Auk
úthlutunamefnda þekkist sjálfvirkur
stuðningur sem oft er tengdur áhorfi
á einhvern hátt, einkum í Frakklandi
(54%) og á Ítalíu (42%). Hvatinn til
að gera vinsælai- myndir er mestur í
þessu kerfi. í Þýskalandi er svæðis-
bundinn styrkur stór hluti af opin-
berum stuðningi, eða um 40%.
Þau lönd sem hafa yfir mestu fé að
ráða til kvikmyndagerðar styrkja
ekki endilega einstakar myndir
mest. Frakkar og Danir verja mikl-
um fjármunum í styrki til kvik-
myndagerðar en munurinn er sá að í
Frakklandi dreifast styrkirnir á
margar myndir en á fáar myndir í
Danmörku.
A Islandi er fjöldi mynda sem
styrktur er 15, miðað við árið 1994, í
Danmörku 13 og í Frakklandi 115.
Frakkar eru með 15% stuðning af
heildarkostnaði, Danir með 74% en
ísland 22%. Styrkjahlutfall í ESB-
rílyunum er 24% að meðaltali.
Islendingar standa nágrönnum
sínum á Norðm-löndunum ekki langt
að baki hvað fjölda kvikmynda snert-
ir. A árunum 1992-96 voru 19 kvik-
myndir í fullri lengd gerðar hér á
landi. I Danmörku voru framleiddar
38 myndir, Norðmenn gerðu 58, Sví-
ar 122 og Finnar 53. í heiminum öll-
um voru framleiddar 13.455 kvik-
myndir á þessum tíma.
Framleiðslukostnaður á hverja
kvikmynd á Islandi er lægi’i en í ná-
grannalöndum okkar, að Finnlandi
undanskildu. Framleiðslukostnaður
á íslandi er um helmingi minni en að
meðaltali í ESB-ríkjunum. Meðal-
fjárfesting í kvikmyndum hér á landi
árið 1996 var um 117 m.kr. en 260
m.kr. í ESB-ríkjunum.
Hlutfall samframleiðslu í kvik-
myndagerð á árunum 1992-96 er
hæst á íslandi, eða um 95%, miðað
við helstu nágrannalönd okkar. Lík-
ast til stafar það af því að möguleik-
ar til að fjármagna myndir að fullu
hér á landi eru takmarkaðir. í næsta
sæti kemur Danmörk með 60% og
Svíþjóð 44%. I heiminum öllum voru
12% kvikmynda á þessum árum gerð
í samvinnu tveggja eða fleiri landa.
Hvað er til ráða?
Viðskiptafræðistofnun fullyi’ðir að
íslensk kvikmyndagerð geti ekki
dafnað og vaxið ef kvikmyndir eru
eingöngu framleiddar fyrir innan-
landsmarkað. Viðgangur greinarinn-
ar byggist á alþjóðlegri samkeppnis-
hæfni. Setur stofnunin fram nokkrar
tillögur um bætt starfsskilyrði, sem
taka mið af því sem vel hefur gefist í
samkeppnislöndum okkar.
I fyrsta lagi leggur stofnunin til að
Kvikmyndasjóður verði efldur. Auk-
ið fjármagn myndi gera honum kleift
að styrkja allt að fjórar til fimm
myndir á ári með um 30—40% fram-
lagi. Aukið innlent fé kæmi til með
að gera framleiðendur óháðari er-
lendum meðframleiðendum. Jafn-
framt er lagt til að fjármagn til
kynningarstarfs sjóðsins verði aukið.
Þorfinnur segir þetta algjört lykil-
atriði, eigi kvikmyndagerð að þrífast
á landinu bláa. Þetta myndi kosta á
bilinu 150-200 m.kr., miðað við með-
alkostnað á leikna mynd, en á tjár-
lögum 1999 er áætlað að af útgjöld-
um Kvikmyndasjóðs fari um 100
m.kr. í styrkveitingar. „Eigi stofnun-
in að geta sinnt lagalegum skyldum
sínum þarf þessum skilyrðum að
vera fullnægt. Síðan þarf auðvitað að
vera starfrækt hér á landi annars
konar kvikmyndagerð, heimilda-
myndir, sjónvarpsmyndir og fleira.
A vissan hátt er hún starfrækt nú
þegar í gegnum sjónvarpsstöðvarnar
en til þess að sjálfstæðir framleið-
endur geti lifað í þeii’ri grein þarf
annaðhvort að stofna nýjan sjóð um
þá starfsemi eða efla Kvikmynda-
sjóð. Þarna erum við að tala um 100
m.kr. til viðbótar, í það minnsta."
Þorfinnur leggur ennfremur
áherslu á, að efling Kvikmyndasjóðs
sé aðeins ein leið af mörgum til að
bæta hag kvikmyndagerðar í land-
inu. Skoða verði málið vítt og finna
heildarlausn með aðgerðum á
nokki’um sviðum í einu.
I annan stað stingur Viðskipta-
fræðistofnun upp á skattafrádrætti
sem víða um heim hefur orðið til
þess að efla innlenda kvikmynda-
gerð.
„Þetta er einmitt ein af lausnunum
sem kemur til álita,“ segir Þoi’finnur,
sem sæti á í nefnd, skipaðri af fjár-
málaráðherra, sem skila mun áliti
um þetta mál innan tíðar. „Þá ákvað
ríkisstjórnin um daginn, í kjölfar
komu forsvarsmanna bandaríska
kvikmyndaframleiðandans Miramax
til landsins, að taka þessi mál til rót-
tækrar skoðunar."
í þriðja lagi bendir stofnunin á
aukið hlutafé. Ekkert íslenskt kvik-
myndafyrirtæki hefur náð nægjan-
legri stærð til að dreifa áhættu með
góðum árangri. Aukin hlutdeild
áhættufjármagns eða hlutafjár er
forsenda fyrir uppbyggingu þeirra. í
Englandi hafa opinberii- aðilar veitt
fé til kvikmyndagerðar í formi hluta-
fjár og gert með þeim hætti aukna
kröfu um arðsemi rekstrar. Áformi
íslensk stjórnvöld aukin fjárframlög
til greinarinnar telur Viðskiptafræði-
stofnun vert að skoða þessa leið, til
að mynda með hlutafjárþátttöku
fjárfestingasjóða í eigu ríkisins eða
atvinnuþróunarfélaga í eigu sveitar-
félaga.
Þorfinnur segir þennan lið sam-
hangandi við tvo þá fyrstu. „Ef Kvik-
myndasjóður verður efldur og hag-
stæð skattaleg skilyrði koma til sög-
unnar hef ég trú á því að fjárfestar
muni taka við sér - snjóboltinn fari
að rúlla.“
I fjórða lagi þarf, að mati Við-
skiptafræðistofnunar, að kanna hag-
kvæmni rekstrar hlutafélags um
myndver. Gott myndver myndi ekki
aðeins styrkja íslenska kvikmynda-
gerðarmenn, heldur einnig efla ís-
land sem töku- og vinnustað fyrir er-
lenda framleiðendur.
Undir þetta tekur Þoifinnur. „Til
þess að hér séu almennileg skilyrði
til að gera kvikmyndir og til þess að
freista þess að fá útlendinga til að
taka myndir sínar upp hérna verðurp
við að eignast myndver. A sama hátt
og ríkið tók að sér að byggja þjóð-
leikhús og mun vonandi taka að sér
að byggja tónlistarhús gæti það látið
reisa myndver. Það þyrfti ekki endi-
lega að reka það en án þátttöku rík-
isins verður myndveri ekki komið
upp á Islandi.“
Loks er lagt til í skýrslu Viðskipta-
fræðistofnunar að komið verði á fót
Þjónustumiðstöð kvikmynda, en slík-
ar miðstöðvar munu vera starfi-æktar
í öllum helstu borgum Evrópu og
Ameríku. Mai’kmið þeh-ra er að bjóða
erlendum tökuliðum heildstæðgr
lausn. Þjónustumiðstöð af þessu tagi
yrði til að auka erlend verkefni í kvik-
myndagerð hér á landi og skapa fyr-
irtækjum í greininni og stai’fsmönn-
um þeirra aukin umsvif.
Þorfinnur segir að þessi hugmynd
hafi ekki verið skoðuð hér á landi,
þótt til þess sé full ástæða. „Þessar
miðstöðvar eru venjulega litlar ein-
ingar sem kosta ekki mikið en eru
fyrirtaks landkynning. Ég er sann-
færður um að auðveldlega mætti
fjölga erlendum verkefnum á íslandi
í gegnum svona miðxxxxstöð.“
Framtíðin
En hvernig sér Þorfinnur framtíð-
ina fyrir sér?
„Eg vonast til þess að hér á landi
verði mótuð heildarstefna í kvik-
myndamálum - ríkið vegi stöðuna og
meti og leiti leiða til að efla greinina.
Það þarf að setja sér markmið sem
hrinda mætti jafnt og þétt í fram-
kvæmd á næstu árum. Það er nefni-
lega ekki endilega hollt fyi’ir mark-
aðinn að fá of stóra gusu í einu.“
Þoifinnur segir Islendinga geta
tekið Dani sér til fyrirmyndar í þess-
um efnum. „Þar hefur verið gert átak
í kvikmyndamálum sem vakið hefur
gífurlega athygli. Danir hafa fyrir
bragðið verið að koma af miklum
ki’afti inn í kvikmyndagerð á heims-
vísu. Nægir þar að nefna að þeir áttu
tvær myndir af 22 í keppninni í Cann-
es fyrr á þessu ári en 1.000 myndir
vora tilneftidar í keppnina. Það sem
Danir gerðu var að tvöfalda framlag
til dönsku kvikmyndastofnunarinnar
á fjóram áram og fyrir vikið er heild-
arlausn á þörfum mai’kaðarins fundin.
Þetta hefur bæði skilað sér í spenn-
andi verkefnum og bættri vinnuað-
stöðu fyiir fólk í danskri kvikmynda-
gerð. Af þessu getum við lært!“
RAUÐA RÖÐIN
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tónleikar í Háskólabíói
fimmtudaginn 15. október kl. 20:00
Hljómsveitarstjóri:
Petri Sakari
Einleikari:
Cristina Ortiz
Efnisskrá:
Þorsteinn Hauksson:
Sergei Rachmaninoff:
Claude Debussy:
Richard Strauss:
Bells of Earth
Píanókonsert nr. 2
Fétes og Nuages úr Noctumes
Rosenkavalier svíta
Miðasala á skrifstofu hljóm-
sveitarinnar og við innganginn
Sinfóníuhijómsveit íslands
Háskólabíói við Hagatorg
Sfmi: 562 2255
Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfóníu-
vefnum: www.sinfonia.is