Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
PRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 4%
námsnemendur koma alls staðar
að af landinu, bæði af lands-
byggðinni og af höfuðborgar-
svæðinu. Námsefni þeirra er hið
sama og annarra nemenda við
skorina en er til fjögurra ára í stað
þriggja og fer að mestu fram í
gegnum tölvur. Auk þess hittast
nemendurnir tvisvar á ári, í þrjár
vikur í senn í ágúst og janúar, í
húsnæði skorarinnar við Leiru-
læk.
„Mun færri fá skólavist en
vilja,“ segir Jóhanna en fjár-
magnsskortur hamlar því að fleiri
en u.þ.b. 70 nemendur séu teknir
inn haust hvert. A sama tíma óska
fleiri og fleiri foreldrar eftir
leikskólaplássi fyrir börn sín.
„Samkvæmt lögum um leikskóla
eiga leikskólakennarar að sjá um
uppeldisstarfið á leikskólum.
Reyndin er sú að aðeins um 36%
af starfsfólki leikskóla hafa
leikskólakennaramenntun. Gífur-
leg þörf er á því að fjölga
leikskólakennurum í landinu,“
segir hún enn fremur. I sama
streng tekur Björg Bjarnadóttir,
formaður Félags íslenskra leik-
skólakennara, í pistli í september-
hefti Fréttabréfs leikskólakenn-
ara. Segir þar að menntamál-
aráðherra og formanni Sambands
íslenskra sveitarfélaga hafi verið
sent erindi þess efnis „að þeir
beiti sér fyrir því að hrinda af stað
vinnu er hafi að markmiði að leita
leiða til að fleirum gefíst kostur á
því að komast í leikskólakennar-
anám“.
„Það er engin tilviljun að
leikskólakennaranámið fluttist á
háskólastig," segir Jóhanna aukin-
heldur. „Við sem vinnum að þess-
um málum vitum að það er stað-
reynd að fyrstu aldursárin eru
þau mikilvægustu í h'fi mannsins
og á fyrstu fímm árunum lærum
við meira heldur en við gerum alla
ævina. Rannsóknir sem gerðar
hafa verið á síðustu 10-15 árum,
m.a. á vexti og þroska mannsheil-
ans, benda til að allt atlæti og góð
alhliða vaxtarskilyrði á fyrstu
æviárum manneskjunnar séu jafn-
vel enn mikilvægari en áður var
talið. Pað sem börn læra á þessum
fyrstu árum er því gríðarlega
þýðingarmikið og ég leyfi mér að
segja að fyrstu kennarar barnsins
séu mikilvægustu og áhrifamestu
kennararnir. Þriggja ára há-
skólanám er því lágmarkstími til
að nema þessi fræði.“
Fyrsti hluti
stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema
í DAG, þriðjudaginn 13. október,
fer fram fyrsti hluti í stærðfræði-
keppni framhaldsskólanna. Er
keppnin haldin í flestöllum
bóknámsskólum landsins. Að henni
standa íslenska stærðfræðafélagið
og Félag raungreinakennai’a í
framhaldsskólum. Markmiðið með
keppninni er að efla almennan
áhuga nemenda á stærðfræði og
jafnframt að gefa þeim sem hafa
sérstakan áhuga á stærðfræði
tækifæri til að þroska hæfileika
sína frekar.
Til að auðvelda áhugasömum
nemendum að búa sig undir keppn-
ina hafa dæmin úr keppni fyrri ára
verið tekin saman og ítarlegar
lausnir á þeim útbúnar. Jafnframt
hafa verið teknir saman stuttir kafl-
ar um þau atriði sem nýtast við
lausnir dæmanna en tilheyra ekki
grunnnámsefni framhaldsskóla.
Hægt er að nálgast efnið á Netinu
og er slóðin h ttp:/Avww. rdun-
vis.hi.is/~stak. Uppsetning efnisins
er miðuð við að nemendur sem vilja
spreyta sig á gamalli keppni geti
fyrst náð í dæmin og svo, eftir að
hafa glímt við þau, náð í lausnir
þeirra. Sama efni verður einnig gefið
út á bók hjá IÐNU bókaútgáfunni.
Ritstjórar eru stærðfræðingamir
Jóhann Sigurðsson og Rögnvaldur
G. Möller.
Dæmin sem lögð hafa verið í
keppninni reyna meira á hug-
kvæmni, útsjónarsemi og þraut-
seigju heldur en kunnáttu í fast-
mótuðum reikniaðferðum. Sum
þeirra eru þung og reynast jafnvel
sprenglærðum stærðfræðingum of-
viða, önnur eru léttari og jafnvel við
hæfi ungra barna í grunnskóla.
Hverjir eru lygarar?
Eftirfarandi dæmi var í keppn-
inni í fyrra: í nefnd eru fjórir
menn, Einar, Friðrik, Lárus og
Rögnvaldur. Um hvem þeirra er
vitað að annaðhvort segir hann
alltaf satt, eða lýgur alltaf. Fundar-
gerð síðasta nefndarfundar lítur
svona út:
„Fundur settur.
Einar segir við Friðrík: Þú ert
lygari.
Rögnvaldur segir við Einar: Þú
ert sjálfur lygarí.
Lárus segir við Rögnvald: Þeir
eru báðir lygarar. Skömmu síðar
heldur Lárus áfram og segir við
Rögnvald: Þú ert iíka lygari.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Hverjir fjónnenninganna em
lygarar?
VIÐ FLJÚGUM
TIL LONDON
TÍU SINNUM
í VIKU
| Vefur Flugleiða d Intemetinu: www.icelandair.is
Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is
Á Saga Business Class vinnur þú tíma og
sparar peninga. Nú getur þú farið til London
að morgni og komið heim aftur að kveldi.*
Á Saga Business Class bjóðast tíðar
áætlunarferðir og sveigjanleiki sem miða að
því að stytta viðskiptaferðir og auka þannig
afköst starfsmanna, nýta tímann betur og
draga úr ferðakostnaði.
Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og
gilda engin skilyrði um lágmarks- eSa helgardvöl erlendis.
*Fimmtudag, föstudag og sunnudag
FLUGLEIDIR
Traustur fslenskur frriafélagi
Til siðs að
sötra supuna
Á MENNTASÍÐUM síðastliðinn-
ar viku var sagt frá athyglis-
verðu samstarfi japanskra og ís-
lenskra skólabarna, sem átti sér
stað síðastliðinn vetur. Grunn-
skólabörn í Mitsukaido, lítilli
borg skammt norður af Tókýó og
börn í 6. bekk Álftamýrarskóla
skiptust á myndverkum sem þau
unnu undir handleiðslu mynd-
menntakennara sinna. Borgar-
sfjóri Mitsukaido, forseti borgar-
stjórnarinnar og fleiri borgar-
stjórnarmenn komu í heimsókn
til íslands í vetur sem leið, ásamt
listakonunni Rieko Yamazaki og
fleiri góðum gestum, með mynd-
verk japönsku barnanna í
farteskinu. Var íslandsferðin
fyrsta utanlandsferð margra
japönsku gestanna. Þegar þau
héldu heim höfðu þau myndverk
íslensku barnanna með sér og
var í vor opnuð sýning á þeim í
Mitsukaido. Steinunn Ármanns-
dóttir, skólastjóri Álftamýrar-
skóla, og Guðrún Bryndís Karls-
dóttir, formaður Islensk-jap-
anska félagsins, fóru síðan til
Japans og voru viðstaddar þegar
sýningin var opnuð.
Þau leiðu mistök urðu við birt-
ingu greinarinnar að stutt en
nauðsynleg grein sem átti að
birtast með varð eftir og kom
ekki fyrir sjónir lesenda. Birtist
hún hér með um leið og umsjón-
armaður menntasíðna biður
hlutaðeigendur og aðra lesendur
velvirðingar á mistökunum.
Mikill heiður
japanska félagið og bauð þeim til
samstarfsins fyrir Islands hönd.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir
segir hún að félaginu hafi verið
boðið að bjóða gestum á sýning-
arnar, bæði á verkum japönsku
barnanna, en hún var haldin í
Þjóðarbókhlöðinni, og á sýn-
ingunna sem Rieko Yamazaki
hélt í Ásmundarsal. Slíkt boð
þykir mikill heiður í Japan. „Sið-
ir og hefðir í Japan eru gjörólíkir
þeim sem hér eru og það er mjög
vandasamt að rata réttan veg í
þeim efnum,“ segir Guðrún
Bryndís, en hún bjó fyrir
nokkrum árum í Kýótó í Japan.
„Maður verður að varpa öllum
venjum frá sér á meðan maður
dvelur í Japan og vera opinn fyr-
ir því að þar eru þær öðruvísi en
maður á að venjast.“
Lærði dönsku og
gat þýtt úr íslensku
Guðrún Bryndís naut Japans-
ferðarinnar í apríl síðastliðnum
ekki síður en Steinunn og hún
kann margar sögur úr ferðinni.
„Á opnun sýningarinnar kom til
okkar maður með hvítt hár og al-
Það var listakonan Rieko
Yamazaki sem fékk hugmyndina
að samstarfi japönsku barnanna í
Mitsukaido og barnanna í Álfta-
mýrarskóla. Hún hefur komið til
Islands fjölmörgum sinnum og
haldið nokkrar listsýningar hér á
landi, m.a. í febrúar síðastliðnum
þegar hún kom ásamt borgar-
stjórnarmönnum Mitsukaido.
Yamazaki er fædd í Mitsukaido-
borg.
Borgarstjóri Mitsukaido hafði
samband við Sr. Miyako Þórðar-
son og hún setti sig í samband
við Álftamýrarskóla og íslensk-
HR. TOSHI Endo borgarstjóri Mitsukaido flytur ræðu sína við opnun
sýningarinnar á myndverkum íslensku barnanna í Japan. Næst honum
stendur Guðrún Bryndís, þá Steinunn og túlkurinn Teruko Horigosi. ■».'
skegg, í jakkafötum, og í minn-
ingunni er eins og hann hafi ver-
ið í stígvélum. Sennilega var
hann það þó ekki. Hann fór til
Danmerkur eftir siðari heims-
styijöldina þar sem hann dvaldi í
4-5 ár og lærði grísarækt. Grís-
aræktina valdi hann vegna þess
að hann var svangur þegar hann
kom til landsins. Hann talaði
dönsku með sterkum dönskum
hrein þrátt fyrir að það væru
áratugir frá því að hann fór frá
Danmörku. Hann gat þýtt grein í
Morgunblaðinu sem við höfðum
meðferðis, þar sem sagði frá því
þegar borgarsljórnarfólkið kom
til íslands. Þetta var rétt: fyrir
páska og hann lá yfir svínakjöts-
auglýsingunum í blaðinu enda
var hann sjálfur að auglýsa sitt
kjöt. Honum þótti svínakjötið á
Islandi ekki dýrt. Hann reyndi
mikið til að fá Steinunni til að
sötra núðlusúpuna sem foreldrar
hr. Horikosi elduðu handa okkur
eftir fjölskylduuppskriftinni en
það gekk ekki vel, enda er það
svo ríkt í okkur Islcndingum að
sötra ekki. í Japan verður maður
að sötra súpuna til að sýna
velþóknun sína og svo verður
hún líka allt öðruvísi á bragðið i*L
sötruð!"
B 80 x L 200 sm.
B 90 x L 200 sm.
B 105 x L 200 sm.
B 120 x L 200 sm.
Kr. 12.360
Kr. 12.360
Kr. 15.900
Kr. 1 7.400
NOCTURNE 3015 boxdýna
með tvötoiáu fjaðrakerti oq
þykkri y/irdýnu
B 80 x L 200 sm.
B 90 x L 200 sm.
B 105 x L 200 sm.
B 120 x L 200 sm.
Kr. 19.200
Kr. 19.200
Kr. 27.180
Kr. 29.960
Mikið úrvalafdýnufótumfrá
HÚSGAGNAHÖLUN
Blldshöföl 20 -112 Rvlk - S:510 8000
Meiri gceði & betra verð !