Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
Héraðsdómur telur
nýleg áfengislög
stj órnarskrárbrot
FRÉTT í Morgun-
blaðinu 10. október sl.
um að Héraðsdómur
Reykjavíkur hefði
sýknað framkvæmda-
stjóra Ölgerðarinnar
Egils Skallagrímsson-
ar af ákæru um brot á
áfengislöggjöfmni
vegna auglýsinga sem
hann lét birta er furðu-
leg í ljósi nýrra áfeng-
islaga.
Þessi niðurstaða
Héraðsdóms Reykja-
víkur kemur öllum
sem eru að beijast við
vímuefnaböl þjóðar-
innar í opna skjöldu
og þann vanda að þurfa að velta því
fyrir sér hvort ný áfengislög frá Al-
þingi séu marklausir stafir sem
ekki þurfi að fara eftir, sé fengin
hjálp löglærðra manna til að finna
leiðir fram hjá þeim, þjóðinni til
stórskaða.
Haftalaust frelsi til áfengisaug-
lýsinga leiðir til meiri drykkju.
Drykkjan er kveikur að notkun
harðari vímuefna. Því er það frelsi
takmarkað með flestum siðmennt-
uðum þjóðum, til dæmis í Frakk-
landi.
Líkamsskaða fólks, hannleiki á
íslenskum heimilum vegna drykkju
virðist dómarinn ekki setja á vog-
arskálar sínar er hann sneiðir hjá
20. gr. í nýlegum áfengislögum.
Að halda því fram, að
það að hindra menn í
að hvetja til áfengis-
neyslu sé stjórnar-
skrárbrot og hindrun á
tjáningarfrelsi, segir
Sigurður Magnússon,
er útúrsnúningur.
Með þessari niðurstöðu Héraðs-
dóms Reykjavíkur er ýtt undir
neyslu vímuefna hverskonar, sem
auka ofbeldi og glæpi og kosta sak-
laust fólk fólskulegar árásir, sem
leiða til örkumla eða dauða. Hvað
með vímuefnalaust ísland árið
2002?
Hvað gerir Alþingi sem af-
greiddi þessi lög frá sér fyrir 5
mánuðum? í glænýjum áfengislög-
um sem samþykkt voru á Alþingi 5.
júní 1998 stendur:
Lagagreinin 20. gr.
„Hvers konar auglýsingar á
áfengi og einstökum áfengisteg-
undum eru bannaðar. Enn fremur
er bannað að sýna neyslu eða hvers
konar aðra meðferð áfengis í aug-
lýsingum eða upplýsingum um
annars konar vöru eða þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers
konar tilkynningar til almennings
vegna markaðssetningar þar sem
sýndar eru í máli eða myndum
áfengistegundir eða atriði tengd
áfengisneyslu, svo sem áfengis-
vöruheiti eða auðkenni, eftirlíking-
ar af áfengisvarningi, spjöld eða
annar svipaður búnaður, útstilling-
ar, dreifing prentaðs máls og vöru-
sýnishoma og þess
háttar. Bannið tekur
með sama hætti til
auglýsinga sem ein-
göngu fela í sér firma-
nafn og/eða firma-
merki áfengisframleið-
anda. Þó er framleið-
anda sem auk áfengis
framleiðir aðrar
drykkjarvörur heimilt
að nota firmanafn eða
merki í tengslum við
auglýsingu þeirra
drykkja, enda megi
augljóst vera að um
óáfenga drykki sé að
ræða í skilningi lag-
anna og ekki vísað til
hinnar áfengu framleiðslu.
Undanþegið banni við áfengis-
auglýsingum er:
1. Auglýsingar á erlendum tungu-
málum í erlendum prentritum
sem flutt em til landsins, nema
megintilgangur ritsins eða inn-
flutningsins sé að auglýsa
áfengi.
2. Auðkenni með firmanafni og/eða
fimiamerki á venjulegum búnaði
til áfengisveitinga á veitingastað
þar sem áfengisveitingar em
heimilaðar.
3. Auðkenni með firmanafni
og/eða firmamerki á flutninga-
tækjum áfengisframleiðanda,
vöruumbúðum, bréfsefni eða
öðra sem beinlínis tengist starf-
semi hans.“
Stjórnarskráin
Að fella dóm á þann veg að það
sé brot á stjómarskránni að
hindra menn í að hvetja til neyslu
á áfengi, að slíkt sé hindran á
tjáningarfrelsi skv. 73. greinar
stjórnarskrárinnar, er útúrsnún-
ingur. Heilbrigði þjóðarinnar
verður að setja ofar auglýsingum
á áfengi, auglýsingum sem eru til
þess ætlaðar að hvetja til neyslu
vanabindandi vímuefnis sem
áfengi er.
73. grein stjórnarskrárinnar er
á þessa leið: „Allir era frjálsir
skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós
hugsanir sínar, en ábyrgjast verð-
ur hann þær fyrir dómi. Ritskoðun
og aðrar sambærilegar tálmanh- á
tjáningarfrelsi má aldrei í lög
leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja
skorður með lögum í þágu allsherj-
arreglu eða öryggis ríkisins, til
verndar heilsu eða siðgæði manna
eða vegna réttinda eða mannorðs
annarra, enda teljist þær nauðsyn-
legar og samrýmist lýðræðishefð-
um.“
Það er ljóst að þessi síðari hluti
20. greinarinnar er settur m.a. til
að vemda heilsu og siðgæði og
samkvæmt því er sagt og ítrekað:
Tjáningarfrelsi má aðeins setja
skorður með lögum í þágu allsherj-
arreglu eða öryggis ríkisins, til
vemdar heilsu eða siðgæði manna.
Sem sagt, það má setja skorður
við tjáningarfrelsi sé þess talin
þörf og á því byggist 20. gr. áfeng-
islaganna.
Höfundur er yfirrafmagns-
eftirlitsmaður.
Sigurður
Magnússon
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Veltvangur fólks í fasteignaleit
*•**
mbl.is/fasteignir
Ógleymanleg stund í Iðnó
áhorfendur oq
"...bráðskemmtilegt, tragikómík af bestu ge
S.A.B. Mbl.
"...áminning um hvað leikhús er" G.S. Dagur
"Guðrún Ásmundsdóttir náði svo fullkomlequ valdi
á persónunni að hún sendi hroll niður bakið á
manni"S.A DV.
"Stjarna sýningarinnar er Erlinaur Gíslason sem átti
sannkallaoan stórleik í hlutverki Wellers" G.S.
Dagur.
"Éq á von á því að sýningin muni ganga lengi fyrir
fuílu húsi og fyrir mma parta mæíi ég með henni"
S.A.B. Mbl.
Tryqqðu þér miða í tíma
Laugardaginn 17.október kl.20.30
Fimmtudaginn 22.október kl.20.30
Laugardaginn 24.október kl.20.30
Laugardaginn 31.október kl.20.30
Sunnudaginn 1. nóvember kl.20.30
Laugardaginn 7. nóvember kl.20.30
Fimmtudaginn 12.nóvember kl.20.30
Föstudaginn 13. nóvember kl.20.30
Ósóttar pantanír seldar daglega.
' n opin alla dagafrá kl. 12.00 -20.00
UPPSELT
örfá sæti laus
UPPSELT
örfá sæti laus
örfá sæti laus
sæti laus
mm