Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 48

Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 48
^8 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sigur lífsins KÆRU landsmenn. Mig langar að ræða við ykkur um málefni sem ég hef lagt frítíma minn og vinnu í undan- farið ár. Hér á ég við undirbúning að söfn- unarátakinu Sigur lífs- ins til uppbyggingar sundlaugar og íþrótta- mannvirlq'a að Reykja- lundi. Undirbúnings- vinnan hefur verið bæði ánægjuleg og i*iiærdómsrík, ekki síst af þeim sökum að fímmtán líknarfélög komu að þessu verk- efni fyrir utan félög sem standa að SÍBS en það eru berklasjúklingar, hjartasjúklingar, astma- og ofnæmissjúklingar. Það hefur verið mér afskaplega lær- dómsríkt að kynnast þeim einstak- lingum sem standa í fremstu víglínu í baráttumálum fyrir skjólstæðinga sína ég hef orðið margs vísari af þessu ágæta fólki. Eg vil nota tæki- færið og þakka því samstarfíð. Allir þessir einstaklingar hafa gefið vinnu sína og tíma, vegna kynna sinna og félagsmanna sinna ••Si Reykjalundi. Þeir vita hvers virði það er að hafa aðgang að endur- hæfíngu sem gerir fólki mögulegt að takast á við daglegt líf. Það sem ég vil benda þér á, lesandi góður, er að þegar við heil heilsu göngum út að morgni er ekki alveg vist að við séum svo lánsöm að dagurinn líði áfallalaust hjá okkur eða þeim sem standa okkur næst. Það veit enginn hver þarf næstur á þjónustu Reykjalundar að halda. Eg vonast til að þeir landsmenn sem gerðu ítrekaðar tilraunir til að hringja í númer söfnunarátaksins þann annan október en náðu ekki sambandi, láti það ekki koma í veg fyrir stuðning sinn heldur leiti til Búnaðarbank- ans með framlag sitt. Sagt er að Róm hafi ekki verið byggð á ein- um degi. Sundlaugin og þjálfunarmiðstöðinn Margrét M. að Reykjalundi verða Ragnars ekki byggð með einum sjónvarpsþætti. Þessi mannvirki verða því aðeins að veru- leika að þjóðin standi saman nú sem fyrr með hlýhug og áframhald- Eg vona, segir Margrét M. Ragnars, að þeir sem ekki náðu sam- bandi 2. október, láti það ekki koma í veg fyrir stuðning sinn heldur leiti til Búnaðarbankans með framlag sitt. andi stuðningi fyrir Reykjalund. Eg vona lesandi góður að dagurinn reynist þér vel. Höfundur er í stjórn Landssamt-aka hjartasjúklinga og í framkvæmda- stjórn fyrir átaksverkefni um upp- byggingu og þjálfun á Reykjalundi. Vantar þig einhvern að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN vinur í raun 561 6464 800 6464 öll kvöld k). 20-23 EES-samningurinn og stjórnarskráin SAMNINGURINN um hið evrópska efna- hagssvæði gekk í gildi hinn 1. janúar 1994. Nokkru áður sam- þykkti Alþingi lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið sem fólu m.a. í sér heimild fyrir stjórnvöld til að fullgilda samninginn. Nokkrir aðrir samn- ingar voru í nánum tengslum við EES- samninginn. Einn þeirra var samningur- inn milli EFTA-ríkj- anna um stofnun eftir- litsstofnunar og dóm- stóls. Fyrrgreind lög fólu einnig í sér heimild til að fullgilda þessa samninga. Miklar umræður urðu um EES- samninginn hér á landi, ekki síst hvort sum ákvæði hans kynnu að fara í bága við stjórnarskrána. Af því tilefni óskaði utanríkisráðherra eftir því við fjóra lögfræðinga að tekin yrði saman álitsgerð þar sem lagt væri lögfræðilegt mat á það hvort samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið ásamt fylgisamn- ingum bryti á einhvern hátt í bága við íslensk stjórnskipunarlög. Nið- urstaða lögfræðinganna var sú að svo teldist ekki vera. Ekki voru allir sammála þessu áliti. Voru rit- aðar aðrar lögfræðilegar álitsgerð- ir þar sem komist var að gagn- stæðri niðurstöðu og samningur- inn talinn fara í bága við stjómar- skrána eða a.m.k. það talið liggja nærri. Hvað sem um þennan ágreining má segja blandast fáum hugur um að EES-samningurinn (og fylgi- samningar) fól í sér víðtækar breytingar á íslenskri löggjöf og í nokkrum tilvikum framsal á stjómskipulegu valdi. I álitsgerð þeirri sem utanríkisráðherra stóð fyrir var þetta framsal þó tahð falla innan þess ramma sem stjórnarskráin heimil- aði í þeim efnum. A Alþingi jafnt sem utan þess vom einnig skiptar skoðanir um hvort heimilt væri að fullgilda EES-samn- inginn án þess að stjórnarskránni sjálfri væri breytt og forseti Islands hugleiddi að beita laga- synjunarvaldi sínu er hann stað- festi lögin um Evrópska efnahags- svæðið, sbr. yfirlýsingu þá sem hann las upp á ríkisráðsfundi 13. janúar 1993. Niðurstaðan varð samt sú sem kunnugt er að Alþingi samþykkti lögin um Evrópska efnahagssvæðið og forseti staðfesti þau. Með úrskurði Hæstaréttar í mál- inu nr. 169/1998 Fagtún ehf. gegn bygginganefnd Borgarholtsskóla, o.fl. ákvað rétturinn að leita ráð- gefandi álits EFTA-dómstólsins um tiltekin atriði. EFTA-dómstóll- inn var stofnaður til þess að full- nægja 108. gr. EES-samningsins. Hlutverk hans er að tryggja rétta túlkun og beitingu EES-reglna. Heimildina til að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins er að fínna í lögum nr. 21/1994 um öflun álits EFTA-dómstólsins um skýi-ingu samnings um Evrópska efnahags- svæðið. Þau lög vora sett til að full- nægja þeim þjóðréttarlegu skuld- bindingum sem hér um ræðir. Fáum blandast hugur um, segir Stefán Már Stefánsson, að EES- samningurinn fól í sér víðtækar breytingar á íslenskri löggjöf. Þar með hefur Hæstiréttur að því er best verður séð einnig lagt til grandvallar að EES-samningur- inn og fylgisamningar fái sam- rýmst ákvæðum stjórnarskrárinn- ar þó að ljóst sé að rétturinn fjall- aði ekki beinlínis um þetta atriði. Má nú væntanlega líta svo á að öll æðstu stjórnvöld landsins, forseti Islands, Alþingi og Hæstiréttur, hafí komist að þeirri niðurstöðu að EES-samningurinn og fylgisamn- ingar fari ekki í bága við stjórnar- skrána. I allri þessari málsmeðferð er það athugavert að stjórnarskráin hefur nú sætt endanlegri túlkun í þýðingarmiklum atriðum án þess að stjórnarskrárgjafinn sjálfur eða aðili sem gætir sérstaklega stjórn- arskrárvarinna réttinda hafi komið þar nærri. Þessi niðurstaða getur tæplega talist viðunandi með hlið- sjón af þýðingu málsins. Þar að auki má nánast fullyrða að sú túlk- un sem hér hefur verið lögð til grundvallar kemur til með að hafa fordæmisáhrif um túlkun stjórnar- skrárinnar í framtíðinni. Það má m.a. marka af þeim álitsgerðum sem fyrr er getið og af aðferða- fræði í lögfræði yfirleitt. Mun eðlilegra virðist að stjórn- arskrárgjafinn eigi sér málsvara ef svo má að orði komast. Stjórnar- skráin sjálf gerir þó ekki ráð fyrir slíku kerfi. Ein leið til þess að koma til móts við þessi sjónarmið er að koma á fót stjómskipunar- dómstóli hér á landi. Önnur leið og einfaldari er að heimila að bera uppkast að þjóðréttarsamningi undir Hæstarétt til ákvörðunar réttarins ef talið er að þar kynni að reyna á ákvæði stjómarskrárinn- ar. Höfundur er prófessor við lagadeild HÍ. ffcwxx&yL, Brúðhjón Allur boröbiinaður ■ GIæsi 1 eg gjafdvara Briíðhjónalistar VFfíSU TTKTTN "VK. VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. í blaðaukanum verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á líflegan og skemmtilegan hátt. Farið verður m.a. í heimsókn til ungs fólks sem er nýbúið að gera upp íbúð og sýndar myndir fyrir og eftir breytingar. Einnig verður rætt við arkitekt um tískuna í húsbúnaði, litavali og innréttingum. j) z LL iU -J < 0 iu I • Eldhús • Gólfefni • Litir og litaval ♦ Lýsing og Ijós • Húsgögn og annar húsbúnaður • Hirslur •Tískan á heimilinu •Viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 19. október. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 1139. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.