Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 58
.58 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
8enn/, Xm) þée bín- H'/ERJJ LÍFSSPEKl / ) VER.WMJUKM/IU 06 / 06 NoT/t£>a sró&ta ( Stxb.,. ) 1 Hl/HÐA ST/jr) g / /) BÐA B I ^ [bme? J
o° o;V \ • o 0 0 0] W 0°6Y . -’o.o'o
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
FRÁ námskeiði FÁÍA 21.-23. ágúst 1998. Verkleg
kennsla í íþróttasal Árbæjarskóla.
Störf FAIA á
liðnu sumrí
Frá Þorsteini Einarssyni:
í LOK ágústmánaðar efndi félagið
til þriggja daga námskeiðs fyrir
kennara og leiðbeinendur, sem
annast forsagnir um líkamsæfíngar
aldraðra innanhúss og utan sem í
sundlaugum.
Fyrir slíkum námskeiðum hefur
stjórn félagsins gengist annað-
hvert ár frá því 1986. Kennsluefnið
hefur verið fjölbreytilegt, bæði
fræðilegt í fyrirlestrum og verk-
legt. Að þessari kennslu hefur
komið innlent sem erlent kunn-
áttufólk.
í ár voi-u það þær Lis Puggaard
og Vibeke Pilmark frá Danmörku
sem önnuðust fræðsluna. Lis er
lektor við íþróttadeild Kennarahá-
skólans í Odense. Þar hefur hún
samhliða kennslu stundað rann-
sóknir á áhrifum þjálfunar á líf-
fræðilega öldrun og hefur skólinn
samþykkt þær til doktorsprófs. Vi-
beke er íþróttakennari og sjúkra-
þjálfari. Hún starfar í Kaupmanna-
höfn. Ritstjóri er hún tímarits fé-
lags sjúkraþjálfara. Hér starfaði
hún 1990 á námskeiði FÁÍA. í
nokkur ár hafa þær starfað saman
á slíkum námskeiðum og voru ný-
lega á Grænlandi slíkra erinda.
Umrætt námskeið FÁÍA hýsti
Árbæjarskóli í Reykjavík. Naut
það mikils velvilja skólastjóra og
starfsfólks skólans. Fyrirferð slíks
námskeiðs er mikil, því að auk sal-
arkynna til fyi-irlestra og verklegr-
ar kennslu, eru eldhús og borðstofa
undirlögð, þar sem þátttakendur
njóta fæðis á staðnum meðan á
náminu stendur.
Viðfangsþema námskeiðsins var:
áhrif líkamsæfingar á öldrun, þær
vom kynntar í fyrirlestrum, við-
ræðum, á sýningum mynda og með
iðkun æfinga.
Glöggt kom í ljós hvað líkams-
æfingar, markvissar, ásamt þjálf-
un geta hamlað gegn hrörnun,
aukið á hreyfifærni og tafið fyrir
eða jafnvel komið í veg fyrir ýmsa
öldrunarsjúkdóma og styrkt and-
lega heilsu. Við æfingarnar, sem
vora jafnt fyrir heilbrigða sem
vanheila, notuðu kennararnir
handhæg og nærtæk hjálpartæki,
svo sem stóla, teygjubönd margra
gerða, stóra og smáa knetti, blöðr-
ur, prik (sköft), hand- og gólf-
þurrkur. Vegna þessa varð nám-
skeiðið árangursríkt og skemmti-
legt.
Þátttakendur vora 45, víða af
landinu. Námskeiðsgjald var ekk-
ert og fæði ókeypis. Fyrir þjónustu
við þátttakendur stóðu: Formaður
Guðrún Nielsen, Soffía Stefáns-
dóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Guðrún
S. Jónsdóttir og Tómas Einarsson
og Ernst Tr. Bachmann.
Framundan hjá stjóm FÁÍA eru
keppni í holugolfi (pútti) 19. októ-
ber í Laugardal og boccia 3. nóv-
ember í íþróttahúsi íþróttafélags
fatlaðra við Hátún.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn 28. nóvember kl. 14 í Ás-
garði (húsakynni félags eldri borg-
ara í Rvík).
ÞORSTEINN EINARSSON
varaformaður Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.