Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 20. útdráttur 4. flokki 1994 - 13. útdráttur 2. flokki 1995 -11. útdráttur 1. flokki 1998 - 2. útdráttur 2. flokki 1998 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. [& HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 ,» vkk“''.............. Staðfesta M P««M"ir FRA TOPPI TIL TAAR I Námskeið sem hefiir veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heikufúndir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfitraustið. FRA TOPPI TIL TAAR n. - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Fqálsir tímar, 13 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. Vel varðveitt leyndarmál! MIG langar til að ljóstra upp best varðveitta leynd- armáli hvað varðar ís- lensku veitingastaðaflór- una - en það er lítill veit- ingastaður að nafni Ban Thai sem er staðsettur á Laugaveginum rétt hjá Hlemmi. Eg hef farið nokkuð víða og kynnst austurlensri matargerðar- list og leyfi mér því að fullyrða að á Ban Thai er boðið upp á einhverja bestu matargerð sem finna má í Reykjavík í dag. Ósvikinn tailenskan mat eins og hann getur orðið hvað bestur. Þetta er skrifað vegna þess að því miður er eins og allt of sjaldan vakni athygli á því sem vel er gert, en hér er á ferðinni góður og ódýr kostur vilji menn bregða sér út að borða, og reyna eitthvað einstaklega gott. Eg mæli sérstakiega með kjúklingi í kókosmjólk. Njótið vel. Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sammála ÁSTA hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem komið hefur fram í Velvakanda um ráðningu Jóns Gunn- ars Grjetarssonar. Var hún að undra sig á því líka af hverju hann var ekki ráðinn því hann sé ein- staklega góður fréttamað- ur og skýr í tali. Finnst henni Logi Bergmann ekki tala nógu skýrt. Hvernig líður málinu? BJARNI hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa heyrt að það væri lögfræðingur með mál fyrir annað hvort dómstólum eða umboðs- manni alþingis vegna tekjuskerðingar öryrkja út af tekjum maka. Hefur hann áhuga á að vita hvemig því máli líði. Tapað/fundið Taubudda týndist TAUBUDDA með tölu- verðri fjárhæð týndist á leiðinni frá Síðumúla í Nettó í Mjódd í byrjun september. Skilvís finn- andi er beðinn um að hafa samband í síma 567 3159 eftir kl. 17. Hann týndist fyrir nokkrum vikum síðan frá Efstasundi 85. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 555 2699 eða 581 3841. Gleraugu týndust GLERAUGU týndust í Bústaðakirkju sunnudag- inn 4. október. Upplýsing- ar í síma 566 6631. Dýrahald Guðbjörn er týndur GUÐBJÖRN er hvítur og gulrauður fress, eyma- merktur en ólarlaus. Gabríel er týndur GABRÍEL er 2ja ára al- hvítur, bláeygður högni. Hann er eymamerktur og með silfraða endurskinsól með bláu nafnspjaldi á. Hann hefur ekki sést á heimili sínu, Norðurbraut í Hafnarfirði, síðan 4. október. Þeir sem hafa orðið hans varir em beðn- ir að hafa samband í síma 565 2728. Dúri týndur á Húsavík HVÍTUR köttur, 4ra ára geltur högni, týndist frá Skólagarði 6, Húsavík 23. september sl. Kisi er með bláa hálsól, bjöllu og rautt merki sem á stendur: Dúri, Skólag. 6, 464 2045. Bjami. Dúri er heymarlaus. Þeir sem geta veitt upplýsingar um Dúra vinsamlega hafið samband í síma 464 2045 eða 464 2046. SKAK Ilmsjón Margeir l’étiirsson Staðan kom upp á fyrsta borði í viðureign Þjóðverja og Rússa í næstsíðustu um- ferð á Ólympíuskákmótinu í Elista í Kal- exd2 28. cxb8D+ - Bxb8 29. Rdl - Ba7+ 30. Khl - Ba6 og Júsupov gafst upp. Rússar sigmðu Þjóð- verja 3-1, en það dugði ekki til að ná efsta sætinu af Bandaríkjamönnum sem unnu Rúmena 3-1 og höfðu hálfs vinnings forskot á Rússana fyrir síðustu um- ferð. mykíu sem nú er að ljúka. Artúr Júsu- pov (2.640), Þýskalandi, hafði hvítt, en Peter Svidler (2.710), Rúss- landi, var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 25. B5-b6 og hót- aði svörtu drottningunni. 25. - fxe3 26. bxc7 - Hxfl+ 27. Hxfl - SVARTUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI : MmC-OG: : fy •Suona erþai íhv&6 sinn semham v-erður var. Víkverji skrifar... RÁTT fyrir mikla samkeppni er augljóst, að þjónusta mat- vöruverzlana á höfuðborgarsvæð- inu hefur að hluta til versnað. Þannig uppgötvaði Víkverji á sunnudag, að verzlun Nýkaupa í Kringlunni er nú lokuð á sunnu- dögum en hefur verið opin þar í allmörg ár. Fyrirtækið hefur ekki haft hátt um þessa breytingu. Það er hins vegar augljóst, að þetta hefur í för með sér versnandi þjónustu fyrir viðskiptavini þess- arar verzlunar um leið og sú hætta vofir yfír verzluninni að fastir viðskiptamenn hennar leiti annað og þá ekki bara á sunnu- dögum. Næst lá leið Víkverja í verzlun Hagkaupa við Smáralind. Það er stór og mikil verzlun eins og allir vita og mikið vöruframboð. Sú matvælategund, sem þessi við- skiptavinur Hagkaupa-Nýkaupa þurfti á að halda, var hins vegar ekki til í þeirri stóru verzlun aug- ljóslega vegna þess, að svo virðist sem verzlanirnar bæti ekki við vörum í hillur sínar um helgar. Það er líklegasta skýringin á því að hvað eftir annað eru algengar matvörur ekki til í matrvöru- verzlunum síðari hluta sunnu- dags. Þessarar vöruþurrðar gætti hins vegar ekki í Nóatúni í Austurveri, þar sem augljóslega var betur hugsað um viðskiptavinina. xxx EIN skýringin á því er kannski sú, sem viðskiptavinir Nóatúns verða varir við aftur og aftur en hún er, að stofnandi þessarar verzlunarkeðju, Jón Júlíusson, kaupmaður, sést hvað eftir annað við margvísleg störf í verzlunum sínum hvort sem er um kvöld eða helgar. Stundum er hann að safna saman innkaupakörfum, í öðrum tilvikum að fylgjast með vörufram- boði eða tala við viðskiptavini. Það liggur í augum uppi, að þegar aðal- eigandi verzlunarkeðjunnar fylgist svo vel með í rekstri sínum skilar það sér í bættri þjónustu við við- skiptavini. Ánnars minnist Víkverji þess, að hafa séð Jón Ásbergsson, sem fyrir nokkrum árum var forstjóri Hag- kaups, í svipuðu hlutverki. Hann mátti hvað eftir annað sjá í verzlun Hagkaups í Kringlunni fylgjast með viðskiptaháttum og annarri starfsemi í verzluninni. Þótt tölvur séu góðar hefur sennilega ekki enn verið fundin upp betri aðferð til þess að fylgjast með því, sem gerist í stórum fyrir- tækjum. xxx OLÍKLEGT má telja, að dóm- stólarnir hafi sagt sitt síðasta orð um áfengisauglýsingar með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir helgina i máli Ölgerðarinnar. Hins vegar er augljóst, að eftir að sterkur bjór kom til sögunnar, sem ber sama vöruheiti og venjulegur pilsner, er nánast ómögulegt að koma í veg íyrir þá orðaleiki í aug- lýsingum, sem ölgerðarfyrirtækin hafa stundað. Þessi skrípaleikur er kominn í sama farveg og þegar ekki mátti auglýsa dansleiki fyrir nokkrum áratugum og samkomuhús höfðu uppi alls konar orðaleiki í auglýs- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.