Morgunblaðið - 13.10.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 61
I DAG
Árnað heilla
rj (\ÁRA afmæli. í dag,
I V/þriðjudaginn 13.
október, verður sjötugui'
Kristján Þórðarson, skrif-
stofustjóri hjá slökkviliðinu
á Keflavikurflugvelli, Mið-
vangi 1, Hafnarfírði. Eigin-
kona hans er Sigrún Sig-
urðardóttir. Þau ei'u að
heiman.
BRIDS
Vinsjón Guðmundui'
l'áll Arnarson
í Póllandstvímenningi
Bridsfélags Reykjavíkur sl.
miðvikudag, kom upp
óvenjulegt spil, sem sýnir
hvað keppnisformið getur
skipt miklu máli. Lesandinn
ætti að setja sig í spor suð-
urs, sem er sagnhafi í þrem-
ur gröndum með smáum
spaða út:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
A ÁKY4
¥ K762
♦ G8
* 764
Suður
♦ D8
¥ G94
♦ ÁD10542
*ÁD
Vestur Norður Austur Suður
1 grand Pass 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass
3 grönd Pass Pass
Pass
í sveitakeppni er þetta
lítið vandamál: Maður tekur
fyrsta slaginn heima á
spaðadrottningu og spilar
litlum tígli að gosanum. Þá
er samningurinn öruggur
nema þegar tígullinn liggur
5-0. En í tvímenningi er
þetta ekki besta leiðin til að
næla sér í yfirslagi. I góðri
legu er hugsanlegt að fá allt
upp 5 tólf slagi og því freist-
uðust margir til að spila litlu
hjarta í öðrum slag á kóng
blinds. Og þá tóku málin
óþægilega stefnu:
Norður
A ÁK74
¥ K762
♦ G8
+ 764
* G1062
V D105
* K97
* K108
Austur
* 953
¥ Á83
* 63
* G9532
Suður
+ D8
¥ G94
♦ ÁD10542
+ ÁD
Austur tók kónginn með
ás og skipti yfir í lauf. Suður
svínaði drottningunni, en
vestur drap og spilaði enn
laufi. Þegar hér er komið
sögu er útlitið heldur farið
að dökkna, en ef tígulkóng-
ur liggur rétt má samt fá tíu
siagi. Svo það er ekki um
annað að ræða en að taka
AK í spaða (og henda hjarta
heima) og svína svo í tíglin-
um. Og afleiðingin af því er
fimm niður, hvorki meira né
minna! Og það í spili þar
sem sagnhafi byrjaði með
níu slagi.
Samt sem áður verður
þetta að teljast eðlileg spila-
mennska í tvímenningi.
^i"VÁRA afmæli. Á
I V/morgun, miðvikudag-
inn 14. október, verður sjö-
tug Rósa Geirþrúður Hall-
dórsdóttir, Rjúpufelli 31.
Hún verður með heitt á
könnunni fyiár ættingja og
vini á afmælisdaginn frá kl.
15.30.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 20. júní sl. í Viðeyjar-
kii'kju af sr. Sigurði Jóns-
syni, sóknarpresti í Odda,
Dýrfinna Kristjánsdóttir og
Þórir Björn Kolbeinsson.
Heimili þeii'ra er að Þrúð-
vangi 22, Hellu.
Ljósmyndastofan Svipmyndir.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. ágúst í Há-
teigskirkju af sr. Sigurði
Arnarsyni Selma Unn-
steinsdóttir og Pétur
Magnússon. Heimili
þeirra er á Bergþórugötu
í Reykjavík.
ÞESSI duglegi drengur
safnaði með tombólu kr.
1.120 til styrktar Rauða
krossi íslands. Hann heitir
Arnór Ingi Sigurðsson.
Með morgunkaffinu
Ást er.
að svífa um.
TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rights resen
(c) 1998 Los AngelesTimes Syndicatt
Hvað meinarðu með að
það vanti frímerki? Það
kostaði bara 25 krónur
undir bréfið þegar ég
sendi það.
COSPER
Ég er búin að þvo mér um hendurnar.
STJÖRIVUSPA
eftir Frances Drake
VOG
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert sniiiingur í samræðulist
og samningagerð. Þú ert
hrókur ails fagnaðar á
mannamótum.
Hrútur —
(21. mars -19. apríl)
Þú ljómar af orku og ert
fullur af hugmyndum sem
þú vilt koma í framkvæmd
sem fyrst. Þér tekst það því
þú hefur allt sem til þarf.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér tekst að afstýra leiðind-
um ef þú beitir lipurð og
kurteisi í samskiptum. Þér
verður ekkert ágengt í
ákveðnu máli ef þú ert of
einstrengingslegur.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júnO uA
Öllu gríni íylgir einhver al-
vara svo þú skalt gæta orða
þinna og hafa aðgát í nær-
veru sálar. Allt á sér sinn
stað og sína stund
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gefðu þér tíma til útiveru
því það hressir upp á sálar-
lífið. Láttu allar óþarfa
áhyggjur lönd og leið og ein-
beittu þér að augnablikinu
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) 3NW
Þú ert nú fullur orku til að
takast á við alla hluti. Ekkert
virðist þér ofviða og þú hefur
jákvæð áhrif á umhverfi þitt.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) WíL
sannleikskorn í því að hálfn-
að er verk þá hafið er. En þú
verður að byrja á byrjuninni
til að svo geti orðið. Slakaðu
á og byijaðu bara upp á nýtt.
Vog rrx
(23. sept. - 22. október) 4
Þér býðst tækifæri til að
leiðbeina öðrum og ættir
ekki að hugsa þig tvisvar
um. Þú skalt ekki efast um
hæfileika þína, láttu frekar
reyna á þá.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Gefstu ekki upp þótt í móti
blási. Leitaðu huggunar og
uppörvunar hjá þeim sem
næst þér standa og brettu
svo upp ermarnar tilbúinn í
slaginn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ftA
Lífið blasir við þér og þú ert
með bros á vör. Láttu það
eftir þér að fara í ferðalag
eða gera eitthvað fyrir sjálf-
an þig.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) tmC
Það er eitthvert valdatafl í
gangi í vinnunni svo þér er
skapi næst að gefast upp.
Láttu þetta ekki ganga þér of
nærri og fylgdu hjarta þínu.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) WSh
Nú þarf að hefja viðræður
og komast að samkomulagi.
Láttu alla hlutaðeigandi
koma með hugmyndir og
finndu svo lausn sem allir
getasættsig við.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þér finnst fólkið í kringum
þig of krefjandi og þarft þvi
að gera upp við þig hvernig
þú viljir eyða tíma þínum og
þá með hverjum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindaiegra staðreynda.
Stelpur, strákar, konur og karlar!
Eg er komin til starfa á tannlæknastofuna á Grensásvegi 13,
(Pfaff-húsinu) 3. hæð. Viðtalstímar eftir samkomulagi.
Tímapantanir í síma 568 5015.
Kristín Gígja Einarsdóttir
tannlæknir
IN
Smart
Grímsbæ v/Bústaðaveg
Nýkomið:
Dragtir og kjólar með
jökkum. st. 42-52, tilvalið
í veislur eða samkvæmi.
Stretchbuxur stærðir 36-52.
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15. Sími 588 8488
haust- og vetrarlistinn
Fair Lady- og Trend- listarnir eru komnir!
Ármúli 17A - Sími 588 1980 - Fax 588 1985
Opnunartími: 11-17 mán.-fös.
ottolisti @ heimsnet.is
Rýmingarsala
á kjólum
Verð frá kr. 4.000
ELÍZUBÚÐIN
Skipholti 5,105 Reykjavík, sími 552 6250.
YFIRBREIÐSLUR
ÁSÓFA
Lífgar upp á gamla sófa
og verndar nýja.
Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra
ræðir stjórnmálaviðhorfín á
opnum hádegisverðarfundi á Hótel
Borg á morgun, miðvikudaginn 14.
október, kl. 12.00-13.00.
Hádegisverður kr. 1.100,-
Allir velkomnir.
Fundarboðandi
Ólafur Örn Haraldsson,
alþingismaður.