Morgunblaðið - 13.10.1998, Síða 64
J 64 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KING stendur yfir einum uppáhaldsleikara sínum, Gregory Peck, við tökur
Snjóa Kilimanjaro (‘52).
GREGORY Peck og Millard Mitchell í 12 O’Clock High.
■
w. .... JPiP! - .
*
ALDAMÓTAMAÐURINN og
frumkvöðullinn Henry King er
, til umfjöllunar í dag. Hann var
*a löngum ferli einn af traust-
ustu og virtustu leikstjórum
Hollywood. Afkastamikill fag-
maður sem stjórnaði ótrúlega
mörgum gang- og gæðamynd-
um á rösklega hálfri öld. Þeir
gera ekki margir betur. Mynd-
ir hans unnu ekki aðalverðlaun
bandarísku kvikmyndaakadem-
íunnar, margar þeirra voru
hinsvegar tilnefndar og all-
flestar hlutu mikla aðsókn.
Fengu afbragðsdóma hjá
*áhorfendum ekki síður en
gagnrýnendum. Af þeim sökum
er jafnvel hérlendis fjöldi titla
eftir King á boðstólum mynd-
bandaleiganna sem sinna sí-
gildum myndböndum. Helsti
kostur Kings er að mínum
dómi hversu hreinræktaður og
snjall sögumaður hann er,
myndir hans jafnan vafnings-
lausar og aðgengilegar og
skila inntakinu beint í mark.
King (1888-1982) hófstörf
við kvikmyndaiðnaðinn sem
aukaleikari á fyrsta áratug
aldarinnar. 1915 var hann far-
inn að leikstýra, og aðeins ör-
fáuin árum síðar fer hann að
gera góða hluti í hinni nýju
listgrein. 23'Æ Hours Leave
(‘19) sló rækilega í gegn og
fyrsta myndin til að komast í
tölu klassískra var Tol’able Da-
vid (‘21). King var afkastamik-
ill á tímum þöglu myndanna og
meðal kunnra verka hans frá
þriðja áratugnum eru The
White Sister (‘23) (með Lillian
Gish og Ronald Colman) og
Stella Dallas (‘25). Eftir að tal-
myndirnar komu til sögunnar
starfaði þessi farsæli leikstjóri
næstum einvörðungu hjá kvik-
myndaverinu 20th Century Fox
*^(gerði m.a. 11 myndir með
Tyrone Power, aðalstjörnu fyr-
irtækisins um árabil), og var
maðurinn á bak við ótrúlega
margar traustustu og vinsæl-
ustu mynda þess.
King gerði fáar, djúpvitrar
myndir fyrir menningarvitana,
naut sín best úti í óspilltri nátt-
úrunni og í smábæjum vesturs-
ins, mannlífið í dreifbýlinu var
honum greinilega hugstætt. Þá
hafði hann gott lag á að flytja
Ahádramatísk verk yfir á tjaldið
og ekki síður hin litríkustu æv-
intýri. Á fjórða áratugnum
gerði hann nokkrar vinsælustu
myndir Fox einsog State Fair
(‘34), Ramona (‘36), Lloyds of
London (‘36), þar með hófst
farsælt samstarf hans og stór-
^framleiöandans, æðsta manns
HENRY KING
THE GUNFIGHTER (1950)
irkirk
Einn fyrsti og besti sálfræðivestri
sögunnar dregur upp dökka mynd
af endalokum þjóðsagnakennds
byssubófa, Johnny Ringo (Gregory
Peck), sem snýr til baka til heima-
bæjarins. Þreyttur á sál og líkama
hyggst hann snúa baki við sínu rót-
lausa og blóðidrifna líferni. En á
hverjum bar í hverjum bæ er að
fínna byssuglatt ungmenni sem vill
baða sig í frægðarljóma mannsins
sem drap Johnny Ringo. Myndin er
tekin í svart/hvítu af Arthur Miller
og yfir henni einstakur raunsæis-
blær liðinna tíma í vestrinu mikla.
Myndin gerist á einum degi, King
notar klukkuna til að undirstrika
ógnina og auka á spennunna.
Vinnubrögðin hafa örugglega haft
áhrif á leikstjórn Zinnemans í öðr-
um stórvestra, High Noon, sem
gerður er tveimur árum síðar. Peck
er stórkostlegur í þessari kuldalegu
og skynsamlega skrifuðu mynd,
eins er ástæða til að geta Millards
Mitehells í hlutverki lögreglustjóra
og Karls Malden sem barþjóns á
kránni, sem er sögusviðið lungann
úr myndinni.
ÓÐUR BERNADETTU
- THE SONG OF
BERNADETTE (1943)
★★★‘/2
Nánast gallalaus mynd að allri
gerð og ytra útliti um sveitastúlk-
una Bemadettu (Jennifer Jones),
sem katólska kirkjan tók í dýrlinga-
tölu eftir að prelátar hennar tóku
orð stúlkunnar trúanleg; að heilög
guðsmóðir hefði leitt sig að lind sem
ætti að lækna sjúka og sorgmædda.
Þar með varð til helgisögnin um
heilsubrunninn í Lourdes, einn af
helgidómum kristnisögunnar og
dregur að sér þúsundir árlega. Deil-
urnar á æðstu stöðum um trúverð-
ugleika stúlkunnar eru með ærnum
Hollywood-blæ. Meðal Óskarsverð-
launahafa fyrir frammistöðu sína í
myndinni má nefna tökustjórann
Arthur Miller, tónskáldið Alfred
Newman, báðir tíðir samstarfsmenn
leikstjórans, og nýliðann, hina ungu
og fögm Jennifer Jones. Aragrúi
stórleikara gefur myndinni aukið,
metnaðarfullt yfirbragð.
12 O’CLOCK HIGH (1949)
irk+'k
Löng, metnaðarfull og svipmikil
stríðsmynd um bandaríska flug-
menn staðsetta á Bretlandi undir
GREGORY Peck sem goðsögnin, byssubófinn Johnny Ringo,
í The Gunfíghter.
HENRY King leikstýrir Rock Hudson.
ómennsku álagi omistunnar um
England og loftárásanna á Þýska-
land. Gregory Peck leikur hroka-
fullan yfii-mann flugstöðvarinnar,
sem tekur við af öðrum (Millard
Mitchell), sem brotnar undir áfóll-
um manna sinna. Peck byggir upp
bugað siðferðisþrek mannskapsins
með harkalegum meðulum, en
reynist á svipuðum nótum og for-
veri hans undir harðri skelinni.
Vissulega barn síns tíma, en press-
an er ennþá illbærileg og leikstjórn
Kings óaðfinnanleg. Peck er í sín-
um ábúðarfyllsta ham og Dena Jag-
ger (Óskarsverðlaunin) og Mitchell
gefa honum ekkert eftir. Sterk
mynd og athyglisverð. Ó1 af sér
feikivinsæla sjónvarpsþætti.
Sæbjörn Valdimarsson
Sígild myndbönd
Fox, Darryls F. Zanuck, In Old
Chicago (‘38), Alexander’s
Ragtime Band (‘38) (með sí-
gildri tónlist Irvins Berlin), St-
anley and Livingstone (‘39) og
lauk þessum gifturíka áratug
með stórvestranum Jesse
James (‘39).
Þegar hér var komið sögu,
var King reyndasti leikstjóri
Hollywood í gerð stórbrotinna
litmynda, og áfram var haldið
á sömu braut. The Black Swan
(‘42) var afar vinsæl sjóræn-
ingjamynd með ofurstjörnunni
Power. Samvinna leikstjórans
og Zanucks blómstraði með
Oði Bernadettu - The Song of
Bernadette (‘43) og Wilson
(‘44). King var tilnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir báðar,
ásamt fjölda samstrarfsmanna
sinna, sem mörgum vegnaði
betur. Undir lok áratugarins
hófst farsælt samstarf leik-
sljórans og nýjustu stórstjörnu
Fox, Gregory Peck. Fyrsta
mynd þeirra var hin vinsæla
Twelve O’Clock High (‘49), ári
síðar meistaraverkið The Gun-
fighter.
A sjötta áratugnum var eng-
in ellimörk að sjá á hinum
roskna leikstjóra. Love is a
Many Splendoured Thing (‘52)
er ekki ýkja merkileg en var
því vinsælli, og lagið úr mynd-
inni er sígilt. Carousel (‘56) var
litrík og vel heppnuð kvik-
myndagerð söngleiks eftir
Rodgers og Hammerstein. The
Sun Also Rises (‘57) er að
sumra dómi ekki ýkja merki-
leg, manni fannst hún þess
betri í den; með þessum lika
stjörnuskara; Ty Power, Ovu
Gardner, Mel Ferrer, Eddie AI-
bert og sjálfum Erroll Flynn í
sínu síðasta alvöruhlutverki.
Það stormar enn af henni í
minningunni. The Bravados
(‘58) er óvenjulegur vestri með
Peck í hlutverki ekkjumanns
sem gerist „dómari, kviðdómur
og böðull“ í máli fjögurra út-
laga sem hann ranglega sakar
um morð á konu sinni. Þeir
King og kvikmyndatökusnill-
ingurinn Leon Shamroy fanga
víðáttu vestursins og undir
dynur kraftmikil tónlist Emils
Friedhofers. Siðasta mynd
Kings var kvikmyndagerð bók-
ar F. Scotts Fitzgeralds, Tend-
er is the Night. Það var árið
1961, níundi áratugurinn haf-
inn í lífi leikstjórans og hann
dró sig í hlé. Gæfuríkum ferli
var lokið.