Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 66

Morgunblaðið - 13.10.1998, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Dansað í frum- HEIÐAR Guðlaugsson, Julia Guðmundsdóttir og Ingvar Samúels son. Frum- skógar- maðurinn Gummi Gonzales var plötusnúður. FRUMSKÓGARLÖGMÁLIÐ var við lýði í Klúbbnum á svokölluðu „Jungle Fever“-kvöldi á laugar- dagskvöld. Tarzan og Jane voru á meðal gesta og frumskógar- maðurinn Gummi Gonzales var plötusnúður. Starfsfólk staðar- ins var einnig klætt eins og það væri nýkomið úr dimm- ustu myrkviðum frumskógar- ins. „Þessi þemakvöld hafa verið afar vinsæl og stendur til að halda þeim áfram í vet- ur,“ segir Valgeir Magnús- son, umsjónarmaður frum- skógarkvöldsins. HLÍN var í gervi Jane og leitar hér Tarzans. ÞÓRA Magnúsdóttir og Svava Pétursdóttir. Góð heilsa í þínum höndum alla ævi Leitaðu lífsgæða í hreinum ómenguðum náttúruvörum eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunnl, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri Stutt Phoebe eignast þríbura LEIKKONAN Lisa Kudrow sem fer með hlutverk Phoebe sést hér í hundraðasta þættin- um af Vinum sem sjónvarpað var á NBC-sjónvarpsstöðinni 8. október. Phoebe fæðir þrí- bura í þáttunum sem hún hefur gengið með fyrir bróður sinn og unnustu hans. Hér sést hún í spítalarúminu með ungabörn- in. Reeve í Bakglugga Hitchcocks ENDURGERÐIR á spennu- myndum Alfreds Hitchcocks eru nýjasta gæluverkefni framleiðenda í Hollywood. Leikstjórinn Gus Van Sant vinnur nú að endurgerð Geðsjúklings- ins eða „Psycho“ og önnur sígild mynd, Bakglugginn, eða „Rear Window“ er einnig í bígerð. Christopher Reeve verður í að- alhlutverki en hann hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann lamaðist frá hálsi og niður eftir að hafa dottið af hestbaki. í upphaflegu myndinni var James Stewart í hlutverki Ijós- myndara sem er í hjólastól vegna fótbrots. Hann verður vitni að morði þegar hann fylgist með nágrönnum sínum í gegnum kíki í leiðindum sínum. Reeve þarf öndunargrímu til að anda, nýja rödd og stoðtæki sem gera honum kleift að kveikja ljós og notast við síma, gluggatjöld og myndavélar. Engu að síður segir talsmað- ur hans: „Það þarf að glíma við mörg vandamál við gerð mynd- arinnar og aðeins nokkur þeirra tengjast Chris.“ Tökur á myndinni fara fram í nágrenni við heimili Reeves. Stjörnustríð besta verk vís- indaskáldsagna? STJÖRNUSTRÍÐ er í efsta sæti á lista Entertainment Weekly yfir 100 bestu vísinda- skáldsögu- verk sem gerð hafa verið. Star Trek er í öðru sæti og síðan koma í ljósa- skiptunum, Franken- stein, „2001: A Space Odyss- ey“, Metropolis, „War of the Worlds" frá árinu 1938, „In- vasion of the Body Snatchers" frá árunum 1956 og 1978, fyrstu tvær „Alien“-myndirnar og fyrsta teiknimyndasagan um Superman frá árinu 1938. í tímaritinu segir að við upp- setningu listans hafi verið farið eftir gæðum hvers verks, áhrif- um þess á poppmenninguna og hugarflugi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.