Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/11 - 21/11 ►LANDSSAMBAND lög- reglumanna gagnrýnir harð- lega vinnubrögð við úttekt og breytingar á embætti lög- reglustjórans í Reykjavík og segja lögreglumenn að hyl- dýpisgjá hafi myndast á milli lögreglumanna og æðstu yf- irstjórnar lögreglunnar. 244 kindur drápust í eldsvoða 244 KINDUR brunnu inni í eldsvoða þegar hlaða full af heyi og fjárhús brunnu til grunna á bænum Stóru- Breiðuvík á Reyðarfirði. Eldsupptök eru ókunn. Á annan tug slökkviliðs- manna frá Brunavömum Eskifjarðar og Reyðarfjarðar fékk lítið að gert. Mikið eignatjón varð í brunanum. ►Umhverfisráðuneytið hef- ur sett nýja gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum Islands. Gagnrýna forsvarsmenn út- gáfufyrirtækja og stofnana sem gefa út prentað efni með kortum unnum upp úr gögnum Landmælinga gjald- skrárhækkunina harðlega. ►STÚDENTAR við Háskóla íslands sátu eftir lokun í Þjóðarbókhlöðunni og mót- mæltu ófullnægjandi lengd þess tíma sem safnið er opið. Formaður Stúdentaráðs seg- ir að það kosti 14 milljónir kr. á ári að hafa safnið opið til kl. 22. ►ÁRMANNSFELL hf. hefur gert samning við eigendur Blikastaða í Mosfellsbæ um kauprótt á landi þeirra og hefur auk þess óskað eftir samstarfi við Mosfellsbæ um skipulagningu svæðisins fyr- ir íbúðarbyggð og atvinnu- húsnæði. Eyjólfur Sveinsson, formaður verkefnisstjórnar um Blikastaði, sem skipuð er af hálfu Ármannsfells, hefur ekki gefið upp umsamið kaupverð Blikastaða. ►BÚNAÐARBANKINN tók virkan þátt í framvirkum viðskiptum með hlutabréf FBA. Forráðamenn verð- bréfafyrirtækja telja fram- virk kaup á hlutabréfum og söfnun kennitalna í þeim til- gangi að komast yfir stærri hlut í FBA hvorki vera ólög- leg né siðlaus. Hluta af aukningu kvóta haldið eftir FRAMSÓKNARMENN telja að skatt- leggja eigi með sérstökum hætti sölu- hagnað sem myndist við sölu á veiði- heimildum og fénýtingu veiðiheimilda með öðrum hætti þegar einstaklingar hætti starfsemi í atvinnugreininni. Einnig að stjórnvöld eigi að halda eftir hluta af aukningu veiðiheimilda og hafa þær m.a. til leigu á kvótaþingi til að auka framboð veiðiheimilda þar. Þetta kom fram í drögum að ályktun um sjáv- arútvegsmál sem lögð eru fram á flokksþingi Framsóknarflokksins. Atlanta semur við Iberia FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur gengið frá samningi við spænska flugfélagið Iberia um flug milli Madríd og Buenos Aires og Madríd og Las Palmas. Samn- ingurinn hljóðar upp á um 5,5 milljarða kr. Umsvif félagsins aukast um þriðj- ung vegna þeirra verkefna. Samkvæmt rekstraruppgjöri Atlanta fyrir fyrstu átta mánuði ársins nam rekstrarhagn- aður eftir skatta 210 milljónum kr. Bandaríkjaþing hefur rannsókn DÓMSMÁLANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hóf á fimmtudag rann- sókn sem leitt gæti til ákæru til emb- ættismissis á hendur Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, og er það einungis í þriðja sinn í sögunni sem sllk rannsókn fer fram. Kenneth Starr, sem falið var að rannsaka hugsanleg embættisafglöp Clintons, bar vitni fyrir nefndinni á fimmtudag. Vopnaeftirlit hefst á ný í Irak STARFSMENN vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, UNSCOM, fóru á mið- vikudag í fyrstu eftir- litsferð sína í írak eft- ir að Saddam Hussein, forseti íraks, féll frá ákvörðun sinni um að slíta samstarfi við nefndina. Ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi eru sagðir fullir efasemda um að Saddam standi við loforð sín um að reyna ekki að hindra vopnaeftirlit UNSCOM, og hafa ítrekað að gerð verði árás á írak fyrirvaralaust ef hann geri það. ísraelar samþykkja afhendingu lands ÍSRAELSSTJÓRN fyrirskipaði á fimmtudag að hafist skyldi handa við að afhenda Palestínumönnum land á Vest- urbakkanum, í samræmi við Wye-sam- komulagið, sem Bandaríkjamenn höfðu milligöngu um í síðasta mánuði. Akvörð- unin var tekin eftir að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, gaf út fyrir- skipun þar sem blátt bann er lagt við því að menn æsi til átaka. Saddam Hussein ►EFNAHAGS- og framfara- stofnunin, OECD, varaði á þriðjudag við þvf að hagvöxt- ur f heiminum myndi minnka verulega á næsta ári ef seðla- bankar Bandaríkjanna og fleiri landa lækkuðu ekki vexti sfna á næstu mánuðum. Bandarfski seðlabankinn Iækkaði mikilvægustu vexti sína um 0,25% á þriðjudags- kvöld. ►SÉRFRÆÐINGAR eru á einu máli um að lftill árang- ur hafi orðið af fundi Efna- hagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, APEC, í Ku- ala Lumpur f vikunni. Spenna vegna stuðningsyfir- lýsingar Als Gores, varafor- seta Bandaríkjanna, við stjórnarandstöðuna í Malasíu varpaði skugga á fundinn. ►BILL Clinton Bandaríkja- forseti var í opinberri heim- sókn í Japan á fimmtudag og föstudag. Hvatti hann Japani til að lcggja meira af mörk- um til lausnar efnahagsvand- anum í Asíu og draga úr inn- flutningshömlum. Forsetinn hélt til Suður-Kóreu á föstu- dag. ►STJÓRNARKREPPA er yf- irvofandi í Norcgi. Forseti Stórþingsins, Kirsti Kolle Gröndal, hefur boðað leið- toga þingflokkanna á neyðar- fund nk. mánudag til að ræða vandann. Alls liggja sex til- lögur fyrir fjárlaganefnd þingsins og nýtur engin þeirra stuðnings meirihlut- ans. Morgunblaðið/Porkell Tveggja manna far HANN leyfði kunningja að slást með í fór þótt hann væri hvorki með hjálm né sæti fyrir sig. Enda var aðeins farin stutt ferð milli húsa. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson GUÐMUNDUR Kristinsson og menn hans við byggingu raðhúsanna á Flúðum. Verulegar bygginga- framkvæmdir Hrunamannalircppi. Morg-unblaðið. VERULEGAR byggingafram- kvæmdir eru hér í hreppi á þessu ári. Á Flúðum eru nú fjögur einbýl- ishús í byggingu. Auk þess er bygg- ingameistari úr Reykjavík, Guð- mundur Kristinsson, sem jafnframt er jarðareigandi hér í sveit, að byggja sex íbúða raðhús á Flúðum og fyrirhugar að byggja aðra sex íbúða raðhúsalengju á sumri kom- anda. Verulegur skortur á íbúðarhús- næði hefur verið á Flúðum á síð- ustu árum. Þá var flutt í þrjú ný íbúðarhús á síðastliðnum vetri hér í sveitinni sem eru á sveitabæjum en íbúar þeirra stunda að vísu ekki hefðbundinn búskap. Nokkuð hefur verið um byggingaframkvæmdir hjá bændum síðustu misseri. Þar er aðallega um að ræða breytingar á fjósum og byggingu mjaltabása, en af 36 mjólkurframleiðendum hafa nú 13 bændur mjaltabása sem eykur hreinlæti og vinnuhagræð- ingu við mjaltir. Hefðbundnum bú- skap hefur verið hætt á nokkrum jörðum síðustu ár en engin jörð hefur þó farið í eyði í marga ára- tugi. Mikil fjölgun íbúa Öfugt við þá þróun sem verið hef- ur síðari ár á landsbyggðinni, þar sem æ fleiri hafa flust til Reykjavík- ursvæðisins, hefur verið veruleg fjölgun íbúa hér, eða um 200 á síð- astliðnum 13 árum. Sem dæmi má nefna að 100 börn á aldrinum 0-6 ára voru á manntali 1. desember í fyrra. Skólahúsnæði er orðið allt of lítið og er í forgangi framkvæmda sveitarstjórnar að byggja nýjan leikskóla. Vistvænt eldsneyti úr lífrænu sorpi HÆGT er að framleiða vist- vænt innlent eldsneyti úr metangasi frá urðunarstöðum og þannig gæti Sorpa í dag framleitt um 1.500 tonn af metangasi í Álfsnesi. Eftir hálfan annan áratug gæti framleiðslan verið komin í um 4.500 tonn sem duga myndi sem eldsneyti á 4.000 til 5.000 fólksbíla. Áhrif gasmyndunar í líf- rænu sorpi í Álfsnesi sam- svara rúmlega 100 þúsund tonnum af koldíoxíði þegar fullum afköstum verður náð árið 2012, en það eru um 5% af árlegri losun íslendinga á koldíoxíði. Ásbjörn Einarsson, efnaverkfræðingur og Ög- mundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, greindu frá þessum um metangas á ráðstefnu á fostudag, og sögðu að auk þess að nota það í stað orkugjafa á bíla mætti einnig nota það í iðnaði og til að framleiða rafmagn. Þeir sögðu framleiðslu á hauggasi ein- falda og vel þekkta aðgerð, en til að nota það í stað hefð- bundins eldsneytis á farartæki þarf að hreinsa gasið. Kostar slík hreinsistöð um 100 millj- ónir króna. Eldsneytisverð ekki yfír 25 krónum Þeir sögðu eldsneytisverð ekki yfir 25 krónum á lítrann með virðisaukaskatti, en nokkur viðbótarkostnaður fælist í útbúnaði fyrir bfla sem nota ættu metangas. Sá kostn- aður væri um þrjár milljónir króna fyrir strætisvagn, um 1,5 milljónir fyrir sorpbfl og um 200 þúsund fyrir fólksbfl. Helstu notendur sögðu þeir geta verið almenningsvagna og sorpbfla, ýmsa þjónustubfla sveitarfélaga svo og leigu- og sendibíla. Ögmundur sagði Sorpu reiðubúna að hefja slíka framleiðslu, en aðrir yrðu að sjá um dreifmgu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.