Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 8

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samtökm 98 út úr w skápnum . ^ sk^/a^ ifG-MU/Jc? Morgunblaðið/Árni Sæberg SKARTKLÆDDAR konur að Ioknu námskeiði Heimilisiðnaðarskólans. Frá vinstri: Sigrún J. Baldursdóttir, Fríða Kristjánsdóttir, Þórunn Ásmundsdóttir, Lilja Guðbjartsdóttir, Helga Krisljánsdóttir, Lilja Jónsdóttir og Lovísa Aradóttir. NÝLEGA Iauk námskeiði í þjóð- búningagerð á vegum Heimilis- iðnaðarskóla Islands. Konurnar á myndinni luku hver sfnum bún- ingi á tíu vikum og munu klæðast lionum við hátíðleg tækifæri framvegis. Þjóðbúningagerð er vanda- verk og henni fylgir mikil handavinna því ekki er hægt að koma við saumavél alls staðar. Búningar kvennanna endur- spegla hönnunina eins og hún Luku nám- skeiði í þjóð- búningagerð tíðkaðist á 20. öld og segir Sig- rún J. Baldursdóttir, ein sauma- kvennanna, að hönnunin sé mjög áhugaverð og sýni mikið list- fengi genginna kynslóða. Bún- ingar sem þessir kosta á milli 50-60 þúsund krónur, en ef leggja þarf í kostnað vegna góð- málma sem fylgja búningnum getur andvirðið farið í 300 þús- und krónur. Það leiðir hugann að því hversu mikil eign búning- urinn hefur verið fyrir efnalitlar konur fyrr á tíð og í ljósi al- mennrar eignar, hversu mikinn metnað konur hafa lagt í að eignast slíka gersemi. Sala til ferðamanna eykst um 28 prósent LIÐLEGA 28% aukning varð í sölu verslana til erlendra ferðamanna fyrstu níu mánuði ársins, frá sama tíma á síðasta ári, miðað við endur- greiðslu virðisaukaskatts. Salan hér hefur aukist mun meira en á hinum Norðurlöndunum. Ef litið er á höfuðborgimar sést að „tax free“ sala hefur aukist um 27,5% í Reylgavík en 3,8% í Ósló sem kemur næst þar á eftir. Versl- unin hefur aftur á móti minnkað um 10-17% í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og er það rakið til efna- hagsástandsins í Asíu. I fréttatilkynningu frá Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur- borgar kemur fram það sjónarmið að gott samstarf og öflug kynning á endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna sé farin að skila verulegum árangri. „Rík áhersla hefur verið lögð á almenna verslun í Reykjavík með því að benda ferðamönnum á hagstætt verðlag, til dæmis á merkjavöru.“ Fram kemur að í verðkönnun sem gerð hefur verið í nokkrum borg- um austan hafs og vestan hafi verð- lag á merkjavöru reynst hagstæð- ara hér en í viðkomandi borgum auk þess sem allir ferðamenn hér fái endurgreiddan virðisaukaskatt við brottför. Þá fái íslendingar bú- settir erlendis einnig endurgreidd- an virðisaukaskatt við brottför af landinu. Ullarvörur stærsti liðurinn A fyrstu níu mánuðum ársins var endurgreiddur virðisaukaskattur út á vörusölu að fjárhæð 338 milljónir kr. Ullarvörur eru sem fyrr stærsti einstaki liðurinn með 57% sölunnar. Af einstökum liðum í „tax free“ sölu má nefna að sala á rafeindavör- um og tölvum hefur meira en tífald- ast frá íyrra ári. Einnig hefur orðið mikil aukning í sölu herrafatnaðar, 150%, og tvöföldun á sölu almenns fatnaðar og kvenfatnaðar. Ný lög um ríkisborgararétt Stuðlað að jöfnum rétti beggja kynja NY LÖG, sem breyta á ýmsan hátt eldri lögum um íslenskan ríkisborg- ararétt frá 1952, gengu í gildi 1. október sl. Jóns Thors, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu og aðalhöfundur laganna, segir að þrjár megin- breytingar í lögunum miðað við eldri lög megi rekja til eðlilegrar þróun- ar á löggjöf í tengslum við veitingu ríkisborgara- réttar. „Einn liður í eðli- legri þróun laganna stuðl- ar að jafnrétti kynjanna. Erlendum konum nægði að giftast íslenskum körl- um til að hljóta íslenskan ríkisborgararétt lengi vel. Erlendir karlar nutu ekki sama réttar og var í framhaldi af því ákveðið að afnema ákvæð- ið úr lögunum árið 1952. Móður var heimilað að láta íslenskan ríkisborgararétt ganga til barns síns með lagabreytingu árið 1982. Aðalbreytingin í nýju lög- unum felst í því að rétta hlut karlanna. Böm erlendra kvenna og ís- lenskra karla í hjúskap fá ætíð íslenskan ríkisborgararétt. Með nýju lögunum fá börn ógiftra er- lendra kvenna og íslenskra karla fædd á Islandi íslenskan ríkis- borgararétt að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. Þannig fá börn sambúðarfólks sjálfkrafa ríkisborgararéttinn. I öðrum til- vikum þegar erlend ógift kona eignast barn með íslenskum karlmanni verður að uppfylla ákveðin skilyrði um faðernisvið- urkenningu. Að þeim skilyrðum uppfylltum fær barnið íslenskan ríldsborgararétt. Meðal þessara skilyrða er að faðernisviður- kenning sé gerð fyrir sýslu- manni eða presti eða karlinn sé dæmdur faðir barnsins. Ef á hinn bóginn ógift erlend kona eignast barn með íslensk- um karlmanni í útlöndum verður íslenski karlinn og faðir bai-nsins að óska eftir því að barnið fái ís- lenskan ríkisborgararétt. Með umsókninni verða að fylgja ákveðin gögn.“ - Snertir breytingin ættleidd börn? „Jú, vissulega því að með nýju lögunum er verið að gera rétt ættleiddra barna líkari rétti eig- in bama. Aður þurftu báðir for- eldrar að vera íslenskú' ríkis- borgarar og búsettir hérlendis til að barnið fengi ríkisborgara- rétt. Nú er nægilegt að annað foreldri sé með íslenskan ríkis- borgararétt og skiptir búseta ekki máli. Aðeins er ----------- svolítill munur á fram- ganginum eftir því hvort ættleiðingin er gefín út hér eða er- lendis. Ef ættleiðingin er gefm út hérlendis fær bamið ríkisborgararétt um leið. Ef ættleiðingin er gefin út erlendis þarf ákveðna afgreiðslu til að fá ríkisborgararéttinn við- urkenndan. Ein af ástæðunum fyrir því að ákvæðinu var breytt felst í því að öðmvísi fá Islend- ingar ekki aðild að Haag-sátt- málanum um ættleiðingu barna.“ - Hver er þriðja meginbreyt- ingin? „Þriðja meginbreytingin felst í því að heimila dómsmálaráð- herra að veita ríkisborgararétt að uppfylltum tilteknum skilyrð- Jón Thors ► Jón Thors er fæddur 11. apríl árið 1932 í Reykjavík. Jón er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1952 og lögfræðingur frá Háskóla Is- lands árið 1959. Hann var við nám hjá lagaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna árið 1957 og öðlaðist héraðsdómslögmanns- réttindi árið 1962. Jón hefur starfað í dóms- málaráðuneytinu frá árinu 1964. Hann var fulltrúi fyrstu árin og hefur verið skrifstofu- sljóri frá árinu 1985. Eigin- kona Jóns er Ellen Thors, skrifstofusljóri, og eignuðust þau þrjár dætur. um. Með því móti verður hægt að afgreiða langflestar umsóknir um ríkisborgararétt í ráðuneyt- inu. Eftir sem áður verða þó ein- hverjar umsóknir afgreiddar frá Alþingi ef um sérstök tilvik er að ræða. Þá er einnig rétt að geta sér- staks bráðabirgðaákvæðis sem var samþykkt með nýju lögun- um þess efnis að böm sem fædd eru í hjónabandi íslenskra mæðra og erlendra karla á tíma- bilinu 1. júlí 1964 til 1. júlí 1982 geta nú öðlast íslenskan ríkis- borgararétt með yfirlýsingu móður um að hún óski þess. Barnið getur einnig eftir 18 ára aldur gefið sjálft slíka yfirlýs- ingu. Að lokum tek ég fram að fyi'ir nýju lögin féll niður íslenskur ríkisborgararéttur íslenskra barna, fæddra og uppalinna í út- löndum, ef barnið hafði ekki komið hingað til lands fyrir 22 ára aldur. Nú gildir ákvæðið ekki nema ef um tvöfaldan ríkis- borgararétt er að ræða. Þessi breyting tengist því að í nýjum Evrópuráðssamningi er kveðið á um að ríki megi ekki svipta manneskju rík- isfangi svo að hún verði ríkisfangslaus." -Er fólk meðvitað _____ um lög og reglur í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar? „Nei, alls ekki alltaf því að oft þarf fólk að reka sig hastarlega á til að átta sig á ríkisfanginu. Ég get nefnt að algengt er að ungt fólk átti sig á því þegar sótt er um vegabréf, ætlunin er að kjósa eða sækja um námslán að íslenskt ríkisfang vantar. Stund- um höfum við getað bjargað fólki með ákvæði frá árinu 1982. Ákvæðið gerir ráð fyrir að út- lendingur, sem alltaf hefur átt heima hér, geti óskað eftir og fengið ríkisborgararétt á aldurs- bilinu 18 til 23 ára.“ Réttur ætt- leiddra barna líkari rétti eigin barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.