Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fremst meðal jafningja í Rómönsku Ameríku Eftir að herforingjar höfðu myrt 17 ára son Graciela Fernández Meijide ákvað hún að leggja sitt af mörkum til að takast mætti að skapa nýtt þjóðfélag í Argentínu. Hún er nú þekktasti leiðtogi stjórnarand- stöðunnar þar í landi og líklegur forseta- frambjóðandi. Ásgeir Sverrisson segir frá ferli og baráttu frú Meijide, sem nýtur mestrar virðingar stjórnmálakvenna í Ró- mönsku Ameríku nú um stundir. GRACIELA Fernández Meijide. Reuters SKÆRASTA stjaman í argentískum stjórnmálum nú um stundir heitir Graci- ela Fernández Meijide. Víða þætti þessi 67 ára gamla kona hafa heldur lítið pólitískt aðdráttar- afl ;hún verður seint talin sérlega sjónvarpsvæn, með mikla og dökka poka undir augunum, röddin er rám, klæðaburðurinn þykir ekki fallinn til að kynsystur hennar grípi andann á lofti og framganga hennar er á köflum sérkennileg, þá ekki síst danssporin sem hún á til að stíga berfætt þegar vel liggur á henni. Hún hefur enga reynslu af efna- hagsmálum, sem samtíminn upp- hefur svo mjög og hún hefur aldrei starfað í ríkisstjórn. Samt kann svo að fara að Graciela Fernández Meijide verði kjörin næsti forseti Argentínu. Stjarna hennar skín ekki aðeins skært í heimalandi hennar, Argent- ínu. Fullyrða má að engin kona í stjórnmálum Rómönsku Ameríku njóti nú þvílíkrar virðingar og stuðnings. Þar ræður mestu sá sál- arstyrkur sem hún hefur sýnt til að afbera þær miklu þjáningar sem á hana hafa verið lagðar. Femández Meijide kemst næst því að geta bor- ið sæmdarheitið „móðir þjóðarinn- ar“. Reynsla hennar rennur saman við eitt myrkasta tímabilið í sögu Argentínu og barátta hennar hefur víða vakið vonir. Orlaganóttin Fyrir rétt um 22 árum var Fer- nández Meijide móðir þriggja barna, Alejöndm, Pablo og Martín. Hún var frönskukennari og maður hennar, Enrique, fékkst við ljóðagerð í frístund- unum en starfaði sem arkitekt. Hryllingurinn reið yfir 23. októ- ber 1976. Þá um nóttina börðu fjórir vopnaðir menn úr öryggissveitum Argentínu að dyram á heimili Fer- nández Meijide. Þeir drógu 17 ára son hennar, Pablo, á brott lítt klæddan og leyfðu móður hans ekki að kveðja hann. Sögðu enda að hún gæti sótt hann á lögreglustöðina morguninn eftir. Ofsóknir herfor- ingjastjómarinnar, sem rænt hafði völdum í landinu með því að steypa Maríu Estelu Martínez, Isabelitu, ekkju Juan Perón forseta, af stóli, voru þá að hefjast. Graciela Fer- nández Meijide sá son sinn aldrei aftur. Hann bættist í hóp los dcsíip- arecidos, „hinna horfnu“. Þessari hrikalegu lífsreynslu hef- ur hún lýst í sjálfsævisögu sinni „Rétturinn til vonarinnar" („Der- echo a la esperanza“). Hún segir frá örvæntingarfullri leitinni að Pablo og skýrir frá því hvemig hún bar jafnan þá von í brjósti að krafta- verkið hefði gerst og sonur hennar biði hennar er hún sneri heim eftir vinnu á kvöldin. „Við gerðum okkur snemma ljóst að Pablo væri látinn og að eitthvað í okkur öllum hefði dáið með honum.“ Átta árum síðar þegar lýðræði hafði verið endurreist í Argentínu komst Fernández Meijide að því að sonur hennar hefði verið tekinn af lífi í fangabúðum. Enn er ekki vitað með vissu hversu margir óbreyttir borgarar, sem granaðir voru um að vera vinstrisinnaðir undirróðurs- menn, „hurfu“ á þessum dögum „skítuga stríðsins" í Argentínu. Stjómvöld hafa aðeins getað gert grein fyrir afdrifum tæplega níu þúsund manns en talið er að 15.000, hið minnsta, hafi „horfið". Mannréttindabarátta og stjórnmálaþátttaka Þessi reynsla breytti Femández Meijide úr heldur hversdagslegum frönskukennara í einn þekktasta leiðtoga mannréttindahreyfingar- innar í Argentínu. Hún varð síðar formaður nefndar, sem Raúl Alfons- ín skipaði til að rannsaka ódæðis- verkin eftir að hann hafði verið lqörinn forseti árið 1983. Við það varð hún þekkt í heimalandi sínu og af henni tók að fara orð að hún væri kona strang- heiðarleg og beinskeytt. Því kom ekki á óvart að leið hennar skyldi liggja í stjórnmálin. „Eg ákvað að leggja mitt af mörkum til að skapa nýtt þjóðfélag," segir hún. Raúl Alfonsín fór fyrir Róttæka- flokknum, Unión Cívica Radical (UCR), heldur hófsömum vinstri- fiokki, en það var undir merkjum lítt þekktra samstaka vinstri- og miðjumanna sem Fernández Meijide hóf stjórnmálaferilinn árið 1991. Þá fékk hún aðeins 3% at- kvæðanna í Buenos Aires. Hún bauð sig aftur fram 1993 og náði þá kjöri. Árið 1995 vann hún sæti í öld- ungadeildinni. Þar sat hún þar til i fyrra er hún ákvað að leita eftir sæti í fulltrúadeildinni, sem hefur mun meiri afskipti af hinum dag- lega gangi stjórnmálanna. Frú Meijide hafði þá um nokk- urra mánaða skeið unnið að sameig- inlegu framboði tveggja helstu stjórnarandstöðuflokkanna, UCR og Frepaso-hreyfingarinnar svo- nefndu (Frente País Solidario), sem orðið hafði til við klofning í peron- istaflokknum, helsta stjómmálaafli Argentínu. Þrátt fyrir skamman undirbúningstíma ákváðu flokkarn- ir að bjóða fram saman undir nafn- inu „Bandalag um réttlætið, vinn- una og heilbrigðismálin" eða „Ali- anza por la Justicia, el Trabajo y la Salud“ á spænskri tungu. Gengi Bandalagsins fór fram úr björtustu vonum og tilkoma þess kann að marka algjör þáttaskil í stjórnmálum Argentínu. Peronista- flokkurinn, sem raunar heitir Partido Justicalista (PJ), tapaði meirihluta sínum í neðri deild þingsins en kosið var um helming þingsæta að þessu sinni. Gegn „drottningu hinna allslausu" Einna mesta athygli vakti þó framboð Gracielu Fernández Meijide, sem bauð sig fram í höfuð- borginni, Buenos Aires. Þar atti hún kappi við Hildu „Chiche“ Dul- halde, eiginkonu Eduardo Dulhalde, héraðsstjóra Buenos Aires, sem þá hafði ekki farið dult með að hann hygðist leita eftir því að verða fram- bjóðandi peronistaflokksins í kosn- ingunum í októbennánuði 1999 og setjast síðan að í Casa Rosada-for- setahöllinni. „Chiche" Dulhalde hafði þegið af eiginmanninum andvirði rúmlega 5.000 milljóna króna til að fjár- magna kosningabaráttuna. Hún snerist enda um að skapa af frú Dulhalde þá ímynd að hún væri „drottning hinna allslausu". Þessum miklu fjármunum varði hún til að- stoðar hinum fátækustu í Buenos Aires þar sem um 40% kjósenda í Argentínu búa. Var hún enda vænd um „Evuhyggju" („Evitismo“ á spænsku) í anda Evitu Perón, hinn- ar goðsagnarkenndu fyrri eigin- konu Juan Domingo Perón, forseta landsins á árunum 1946-55 og 1973- 74, sem dreifði gjöfum til lýðsins til að tryggja manni sínum nánast al- ræðisvald. Þetta herbragð virtist enda ætla að takast því lengst af hafði „Chiche" Dulhalde forskot á Fer- nández Meijide í skoðanakönnun- um. Kosningabaráttan var hörð og óvægin og sérstaka athygli vakti er eiginkona héraðsstjórans lýsti yfir því að Femández Meijide „hagaði sér eins og karlmaður" , sem þótti óvenju rætin árás. Carlos Menem forseti kvaðst hins vegar vera þeirr- ar hyggju að Femández Meijide væri „aðeins fær um að vera hús- móðir“. Þessar árásir höfðu þveröf- ug áhrif því þegar talningu atkvæða var lokið var Femández Meijide lýst sigurvegari kosninganna í Bu- enos Aires. Þótti það með merkari kosningasigrum í sögu Argentínu. Nú horfir Bandalagið nýja til for- setakosninganna í október á næsta ári og hefur stefnan verið sett á að binda enda á yfirburðastöðu peron- istaflokksins í stjórnmálum Árgent- ínu. Bendir allt til þess að Eduardo Dulhalde verði forsetaefni stjómar- flokksins þrátt fyrir ósigur eigin- konunnar í þingkosningunum í fyrra, sem margir túlkuðu sem póli- tískt rothögg fyrir héraðsstjórann. Deilur magnast fyrir prófkjör „Bandalagið" hefur enn ekki ákveðið hver verður frambjóðandi þess í forsetakosningunum. Fram- bjóðandinn verður valinn í sérstöku prófkjöri og munu þar takast á þau Graciela Fernández Meijide, sem verður fulltrúi Frepaso og Fem- ando de la Rúa, borgarstjóri Buen- os Aires, og leiðtogi UCR-flokksins. Prófkjör þetta fer fram um næstu helgi, sunnudaginn 29. nóvember. Fernández Meijide eða „La Graci- ela“ eins og aðdáendurnir nefna hana jafnan kveðst vera fullviss um sigur. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós sterka stöðu Bandalagsins. Að und- anförnu hefur hins vegar dregið saman með fylkingunum tveimur, peronistaflokknum og Bandalaginu. Segja stjómmálaskýrendur í Ró- mönsku Ameríku að þá þróun megi rekja til innibyrðis átaka og ósættis innan Bandalagsins. Þetta kunna að reynast hin verstu ótíðindi fyrir Femández Meijide, sem ávallt hefur lagt á það áherslu að hún sé kona sátta en ekki átaka. Þá hefur hún einnig ítrekað lýst yfir því að landsmenn séu búnir að fá sig fullsadda af „gömlu flokk- unum“, hugmyndafræði þeirra og baráttuaðferðum. Nú er hættan sú að almenningi taki að sýnast að Bandalagið beiti sömu aðferðum og þar sé ekki síður tekist á um völdin en innan peronistaflokksins. Staða Bandalagsins er þó enn traust ef marka má skoðanakönnun sem birtist í dagblaðinu La Nación um síðustu helgi. Reyndist Fern- ando de la Rúa njóta hylli 22,8% að- spurðra, fylgi Femández Meijide mældist 19,6% en þriðji var Edu- ardo Dulhalde með 16,6% fylgi. Hryllingurinn ekki deilumál Graciela Meijide hefur gætt þess sérstaklega að gera málefni „hinna horfnu" ekki að pólitísku deilumáli enda lítur hún svo á að sú leið sé ekki fallin til að stuðla að einingu í þjóðfélaginu. Mál „hinna horfnu" eigi hins vegar að minna þjóðina á hrylling einræðisins og efla trú landsmanna á lýðræði og mannrétt- indi. Hún hefur boðað að hún hygg- ist leita eftir góðu samstarfi við her- inn verði hún kjörin forseti. Ný hugmyndafræði skilgreind Þótt Graciela Meijide boði að löngu tímabært sé að landsmenn segi skálið við „menemismann“ en svo hefur hugmyndafræði og hags- munagæsla stjómarflokksins gjarn- an verið nefnd eftir Menem forseta, boðar hún ekki afturhvarf til hefð- bundinna sósíalískra kenninga um stjórn efnahagsmála. Frú Meijide hefur um nokkurt skeið tekið þátt í fundahöldum nokkurra þekktra stjómmála- og menntamanna, sem skilgreina sig ýmist á miðju eða vinstri kanti stjómmála í Rómönsku Ameríku. Tilgangurinn með þessum fundum er að skilgreina nútímalega hugmyndafræði þar sem öfgum bæði „ný-frjálshyggjunnar“ svo- nefndu og sósíalismans er hafnað. Þótt áherslurnar séu félagslegar í samhengi þjóðmála í Rómönsku Ameríku og kveði á um aukinn jöfn- uð í ríkjum álfunnar hafnar þetta fólk ekki markaðinum sem tæki til að efla hagsæld. „La Graciela" leggur ríka áherslu á að skera þurfi upp herör gegn spillingunni, sem er yfirþyrmandi í Árgentínu líkt og í flestum ríkjum Rómönsku Ameríku. Menntamálin era henni hugstæð sem og málefni kvenna og bama enda mótar hóf- söm kvenréttindahyggja mjög allan málflutning hennar. Dómskerfið segir hún í rúst enda hafi almenn- ingur glatað allri trú á því og öðrum hefðbundnum valdastofnunum. Hún þykir hins vegar standa höllum fæti þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Sú kunnuglega athugasemd er gjarnan gerð að hvorki hún né Bandalagið geti gert grein fyrir hvernig fjármagna eigi framfarirn- ar, sem stefnuskráin boði. Heiðarleiki og auðmýkt Menn lofa hins vegar auðmýkt hennar og heiðarleika og nær það mat langt út iyrir raðir dyggustu aðdáendanna. Hún hefur hafnað markaðsfræðum stjórnmálanna og þvertekið fyrir að breyta útliti sínu til að sýnast álitlegri og sjónvarps- vænni. „Einhver verður að eldast í þessu landi,“ sagði hún einhverju sinni og gekk enginn þess dulinn að þeim orðum var beint til argentínsku stjórnmála- stéttarinnar, sem iðkar að leggjast undir skurðarhnífa lýta- lækna þegar mikið er talið liggja við. Fernández Meijide þykir sann- færandi talsmaður þeirra sem eiga undir högg að sækja og í nágranna- ríkjum Argentínu horfa margir til hennar með aðdáun og virðingu. Enn er með öllu óvíst hvort emb- ætti forseta Argentínu bíður henn- ar. Hún hefur hins vegar þegar haft meiri áhrif en hún gat gert sér í hugariund þegar hún ákvað að leggja sitt af mörkum „til að skapa nýtt þjóðfélag“ eftir harmleikinn mikla í lífi hennar. Hafnar hvorki markaði né einkavæðingu Merkur kosn- ingasigur í Buenos Aires
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.