Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ "I LISTIR Myndvefnaður Herdísar Tómasdóttur í Norræna húsin Sjórinn, fjöllin og sólroðinn í NORRÆNA húsinu stendur nú yfir sýning Herdísar Tómasdóttur myndlistarmanns á myndvefnaði og transparentvefnaði. Þetta er fyrsta einkasýning Herdísar en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, síðast kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju 1997, Nýsköpun í myndlist. Sýningin skiptist í tvo hluta. I aðalsal eru átján myndofin verk; úr ull, snæri, hör og koparþræði. I innri salnum gefúr að líta svo- kallaðan transparentvefnað; fimm verk úr hör, hörrudda, girni og koparþræði. Gil, gljúfur og gjár Bláir og rauðbrúnir eða app- elsínugulir litir eru áberandi í verkum Herdísar. „Eg hef alltaf unnið mjög mikið í þessum litum. Ég er búin að eiga heima við sjóinn í 23 ár, á Seltjarnarnesinu, þar sem maður sér nær ekkert nema sjóinn, fjöllin og himinninn. Sjórinn er náttúrulega síbreyti- legur og alltaf fallegur, hvernig sem hann lætur,“ segir hún og bætir við að sólroðinn á himninum virðist líka hafa sín áhrif á verk hennar. „Ég ferðast mikið um landið, bæði gangandi og í bíl, og er heilluð af náttúrunni. Segjast ekki líka flestir íslenskir myndlistar- menn sækja efnivið í náttúruna? Kannski er það ekkert skrýtið þegar við búum í svona landi, þar sem náttúran er svona óskaplega sterk,“ segir Herdís, sem finnst gU, gljúfur og gjár afar heillandi. Þess sjást greinileg merki í verk- um hennar, sem bera heiti eins og Gjá, Skor, Glóð, Sólroði, Stilla og Húm, svo nokkur dæmi séu nefnd. Óendanlega margir bláir litir Þríhyrningurinn er áberandi form í verkum hennar og aðspurð segist hún vera afskaplega föst í formunum og mikið fyrir form- fræði og litafræði. „Ég lita allt bandið sjálf, nema svart og hvítt. Það er svo gaman að reyna að ná þessu litaspili, bláu litirnir eru svo óendanlega margir.“ Herdís lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árið 1985. Hún var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1997 og sýnii' nú verk sem flest eru unnin á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin stendur til 29. nóvem- ber nk. og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Þorkell HERDIS Tómasdóttir við eitt verka sinna, Skor. fj' Nýjar bækur • SJÁLFSTÆÐIÐ er sívirk auðlind er eftir Ragnar Arnalds. í kynningu segir: „Oft er sagt að lítið sé rætt um kosti þess og galla að Island gerist aðili að Evr- ópusambandinu. Bók Ragnars fjallar einmitt að meginhluta til um sjálfstæði íslands og Evrópu- sambandið svo og um sjálfstæði þjóðarinnar í fortíð og framtíð. Leitað er svara við ýmsum spurn- ingum, m.a.: Er sjálfstæði þjóðar okkar úrelt markmið? Eigum við að fljóta með straumnum og ganga í Evrópusambandið? Eða hefur þjóðin sérstöðu og verður því að standa utan við? Hvorum hefur vegnað betur seinasta aldar- fjórðunginn: smáríkinu Islandi eða ýmsum stærstu ríkjum Evrópu-^ sambandsins? Hvemig glötuðu Is- lendingar meginþáttum sjálfstæð- is síns á árunum fyrr á öldum? Hvemig endurheimtist sjálfstæði landsins stig af stigi? Hvaða þætt- ir sjálfstæðisins glatast aftur, ef ísland yrði aðili að ESB?“ Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 160 bls. og prýdd miklum fjölda mynda, teikninga og línurita. Prentumsjón ann- aðist PMS. Verð: 3.300 kr. Morgunblaðið/Þorkell RAGNAR Arnalds, alþingismaður og rithöfundur, ásamt Jörundi Guðmundssyni, útgáfustjóra Háskólaútgáfunnar, virðir fyrir sér hina nýju bók. Tónlistar- uppistand í Lista- klúbbnum EIRÍKUR Stephensen og Hjörleif- ur Hjartarson, í dúettinum „Hundur í ósldlum“, skemmta gestum Listaklúbbs Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 23. nóvember kl. 20.30. Báðir leika þeir á hljóðfæri og syngja, og munu þeir leika sér með hið hefðbundna form og beita marg- víslegum hljóðfæmm á óvenjulegan hátt, segir í fréttatilkynningu. -' I BOX A £>VN Wœ&'A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.