Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 20

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 20
20 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ „Lambagras er alveg j afnmerkilegt og suðræn rós“ HÖRÐUR Agústsson hallar sér aftur í stólnum sínum og tottar pípuna. Hann er þreyttur eftir erfitt dagsverk. Nýútkomin bók hans er í raun afrakstur fjörutíu ára rann- sókna. Og hann hefur fært miklar fórnir til að ljúka þessu verki. Með- al annars lagði hann pensilinn á hill- una. Það var 1978. Síðan hefur hann ekkert málað. Hann á þó enn tvær vinnustofur, aðra fyrir fræðimann- inn og hina fyrir listamanninn. En þá síðarnefndu notar hann einungis til að leggja sig. Hann hefur ekki málað mynd í tuttugu ár. „Það var engum vandkvæðum bundið fyrir mig að hætta að mála,“ segir Hörður. „Sannleikurinn er sá með svona karla eins og mig að þeir eru manískir. Flestir listamenn eru með það á heilanum sem þeir eru að gera. Og þegar ég fæ verkefni sem skírskotar svo sterkt til mín að ég get gengið upp í því hundrað pró- sent, þá er það ekkert vandamál fyrir mig að leggja allt annað á hill- una. Ég ætlaði mér að verða listmálari fyrir hádegi og arkitekt eftir há- degi. Svo verður myndlistin ofan á um tíma, en ég hélt áfram að stúd- era arkitektúr úr fjarlægð. Þegar við fórum að gefa út Birting kom það í minn hlut að skrifa um alþjóð- lega byggingarlist. Ég skrifaði síð- an reglulega um það efni og endaði á nútíma byggingarlist. Þá spurði ég mig þessarar örlagaríku spum- ingar: Hvað um íslenska byggingar- list? Var ekki eitthvað til héma sem vert var að skrifa um? Ég sá aug- lýsingu í blaði frá Vísindasjóði um rannsóknarstyrki og sótti um. Löngu seinna, þegar ég var eigin- lega búinn að gleyma þessu, barst bréf inn um lúguna um að ég hefði fengið styrk. Eg átti því ekki ann- arra kosta völ en að hefjast handa. Þetta var 1962. Svo fékk ég styrk ár eftir ár og fór m.a. með Skarphéðni Haraldssyni, listmálara, sem þá var orðinn afbragðs ljósmyndari, í fimm ár um allt ísland, skoðaði, rannsak- aði, myndaði, teiknaði og mældi upp. í kjölfarið birti ég bráða- birgðaniðurstöður mínar. A þessum ámm var ég auk þess listmálari, skólastjóri og kennari, þannig að ég var með margt í takinu. Svo tók ég í þátt í húsvemdunar- baráttunni, Torfusamtökunum og fleiru. Ég gerði úttekt á gamla bæn- um í Reykjavík með Þorsteini Gunnarssyni og kynntist Rristjáni Eldjárn og Magnúsi Má Lárussyni. Þessir menn skóluðu mig til. Ég settist í Húsafriðunamefnd, stjórn Árbæjarsafns og fór sjálfur að gera upp gömul hús. Ég sat þijú ár á Þjóðskjalasafni og rannsakaði skjöl. Einn daginn vaknaði ég upp við að þetta áhugamál var orðið svo um- svifamikið að ég varð annað hvort að fara að vinna almennilega úr rannsóknum mínum eða láta þær lönd og leið. Ég ákvað að hætta að mála og helga mig þessu verki. Konan segir að ég muni byrja aftur að mála um áttrætt.“ Fyrstu drögin að bók sinni skrif- aði Hörður þegar Húsafriðunar- nefnd ríkisins var stofnuð 1970. Þá tók hann saman yfirlit með mynd- um um þróun húsagerðar í landinu - hvað hefði glatast og hvað þyrfti að vemda, o.s.frv. Það var svo 1978 sem Herði var falið að búa yfirlit Nýútkomin bók Harðar Agústssonar um íslenska byggingararfleifð er byggð á ára- ---------------------^-----------------—■— tugalangri rannsókn. I viðtali við Jakob F. Asgeirsson segir Hörður frá einstæðum torfhúsum, merkilegri steinsteypuhefð, minnimáttarkennd Islendinga og af hverju hann hætti að mála. EtNAR Einarsson og Árni Jónsson: Torfbærinn á Burstafelli. VIÐEYJARKIRKJA, reist 1762, frumteikning. Höfundur óviss. EINAR Erlendsson: Fríkirkjuvegur 11 í Reykjavik, reist 1907-1908. þetta til prentunar. Ætlaði hann sér í fyrstu ár til verksins, en varð fljót- lega ljóst að þessi fyrstu drög vora ófullnægjandi og hann þyrfti að gera sérstaka rannsókn. Önnur verk töfðu fyrir honum, hinar miklu bækur um Skálholt, en undanfarin fjögur ár hefur hann ekki sinnt öðra. Bók Harðar ber yfirskriftina Is- lensk byggingararfleifð og er í tveimur bindum. Seinna bindið kemur væntanlega á næsta ári. Fyrra bindið hefur undirtitilinn Agrip af h úsagerðarsögu 1750-1940. Það er í stóra broti, 435 bls. og hef- ur að geyma um 900 ljósmyndir og teikningar. Uppbygging bókarinnar vafðist dálítið fyrir mér,“ segir Hörður: „Hér er ekki á ferð dæmigerð byggingar- listasaga eins og við þekkjum frá öðram löndum. Að baki mínu verki búa varðveisluhugmyndir - bók mín er öðram þræði vamarrit fyrir ís- lenska byggingarhefð. í fyrra bindinu kanna ég húsa- kostinn í landinu. Þá kemur í Ijós að elstu hús era frá 1750. Ég set því upphafsstafinn þar. Punktinn set ég svo 1940. Við síðari heimstyrjöldina og hemámið rofnuðu hin sögulegu menningartengsl við sjónlistarhefð danska sem íslendingar höfðu nærst af. Ég tel mig hafa mesta þekkingu á þessu tímabili, 1750- 1940. Næsta tímabil þekki ég nátt- úrlega því það er minn samtími, en ég hef ekki rannsakað það á sama hátt. Það nær heldur engri átt að ég, kominn á elliár, skrifi þetta allt. Það er nóg af ungu fólki sem hefur til að bera þekkingu og menntun í þessu fagi og getur haldið áfram verkinu. Tilgangur minn var annars vegar að afla vitneskju um eðli byggingar- arfleifðarinnar á íslandi, en hins vegar að sýna hvernig hugmyndin um friðun og vemdun húsa hefur þróast hér á landi. Það er efni næsta bindis. Þá byrja ég seinna því hugmyndin um húsafriðun kemur ekki fram fyrr en með Sigurði Guð- mundssyni málara. Ég rek vemd- unarsöguna og þ.á m. baráttu Torfusamtakanna. Svo mun ég sýna með myndum það sem þrátt fyrir allt er búið að gera í húsavemd af hálfu Þjóðminjasafnsins, Húsafrið- unamefndar, Reykjavíkurborgar, Arbæjarsafns og byggðasafnanna úti á landi. í seinna bindinu verða einnig almennar hugleiðingar mínar um friðun og restorasjón eða það sem ég kalla endurgervingu húsa og endurgervingu hverfa.“ Hvað er gamalt hús? „Það er bara síðasta húsið sem var byggt. Ég er að skrifa um arki- tektúr, byggingarlist, og það kemur í Ijós í rannsókn minni að nútíma hús hafa verið eyðilögð meira en jafnvel timburhúsin. I þjóðminja- lögum eru öll hús friðuð sem era eldri en frá 1850 og kvaðir era á við- gerðum húsa sem byggð era fyrir 1896. Ég er þeirrar skoðunar að í raun og vera sé ekki hægt að setja nein tímamörk. Þjóðarbókhlaðan t.d. er ekki gamalt hús, en ég vil láta friða hana, hún er svo merki- legt listaverk. Þetta breytingaræði í manninum í nútímaþjóðfélaginu hefur komið hart niður á nútíma byggingarlist. Friðunarhugmynd- imar era svo ungar hjá okkur. Ég Við höfum lengi beðið þessar- ar bókar,“ segir Magnús Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar ríkisins, sem gefur út stórvirki Harðar Ágústssonar um íslenska húsa- gerðarsögu: „Gildi bókarinnar er gífurlegt, ekki síst sem uppfletti- rits um byggingar þessa tímabils, sögu þeirra og stfl. Bókin er auk þess nauðsynleg forsenda mark- viss friðunarstarfs." Húsafriðunarnefnd tók til starfa 1970. Þá voru friðunar- sjónarmiðin að ryðja sér til rúms, einkum meðal yngra fólks. „Sveitarsljómarmenn vora ekk- ert farnir að ranka við sér,“ seg- ir Magnús: „En þeir era að ranka við sér núna. Þeir eru óðum að átta sig á því að byggingararfur- inn er mikilvægur sveitarfélög- um. Það bætir mjög ímynd við- komandi sveitarfélaga fyrir íbú- ana og getur haft mikið að segja fyrir aukinn ferðamannastraum. Það breytir alveg myndinni ef eitt eða tvö hús eru varðveitt í litlu sveitarfélagi, sbr. skemm- una frá 18. öld sem gerð var upp á Hofsósi. Eftir að hún var gerð upp fóru að koma til Hofsóss 5-6.000 manns á sumri - og svo ennþá fleiri eftir að Vesturfara- safnið var opnað. Sveitarsljórn- armenn eru farair að skilja þetta. Sfldarmipjasafnið í Siglu- firði er t.d. gífurleg lyftistöng fyrir bæinn. Með skilningi sveitarstjómar- manna gengur okkur betur í bar- áttunni fyrir varðveislu húsa. Mörg sveitarfélög standa á tíma- mótum. Það er búið að rífa gífuf- lega mikið af húsum og sumir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.