Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 21 steypuíbúðarhús á Norðurlöndum, frá 1896, og Ingjaldshólskirkja, frá 1903, elsta steinsteypukirkja í heimi. Um aldamótin er íslenskt þjóðfélag að vakna til sjálfstæðis og ríkidæm- is. Nýjar stéttir menntamanna koma fram á sjónai’sviðið, svo sem verkfræðingar. Jón Þorláksson og Knútur Zimsen eru einskonar feður steinsteypualdarinnar. Og á fyrstu áratugum aldarinnar ná Islendingar góðum tökum á steinsteypunni. Gott dæmi er Þórshamar sem var byggð- ur af Jóni Isleifssyni, einum úr þess- um verkfræðingahópi sem teiknuðu hús á þeim tíma þegar verkfræðing- ur vissu hvað list er. Þórshamar er frá 1912 og það sér ekki á húsinu, fremur en fjölmörgum öðram hús- um frá þessum tíma. Islendingar taka steinsteypuna í notkun til íbúðarhúsabygginga miklu fyrr en frændur okkar á Norðurlöndum. Sigurður Guð- mundsson, sem kemur heim frá Kaupmannahöfn 1925, veit ekkert hvað steinsteypa er, en þá eru ís- lenskir forsmiðir, byggingameistar- ar, arkitektar og verkfræðingar búnir að þróa steinsteypuna hér til íbúðarhúsbygginga. Ef Dani kæmi t.d. og sæi Reykjavíkurapótek myndi honum ekki detta í hug annað en það væri steinhlaðið hús. En það er allt úr steinsteypu - eins og Víf- ilsstaðir, Pósthúsið og fleiri hús frá þeim tíma. Þegar módernisminn kemur til sögunnar á Norðurlöndum um 1930, þá vita Norðurlandabúar eiginlega ekki hvernig þeir eigi að nota stein- steypuna i íbúðarhús; Norðmenn nota timbur og Danir múrstein. En þá eru Islendingar búnir að þróa steinsteypuna í þrjátíu ár. Það verð- ur þvi vandkvæðalaust fyrir Sigurð Guðmundsson að fara úr danskri ný- klassík yfir í módernismann. Hann er búinn að gera steinsteypuhús í iyrri stflnum og steinsteypuhús í seinna stflnum fellur alveg að hug- myndum módernismanns. Uppúr þessu vex stíll sem ég kalla íslenski funkis vegna þess að hann tekur til- lit til aðstæðna. Samkvæmt honum eru húsin með perluákasti sem kall- að er, með örlítið hraunaða húð úr muldum marmara. Svo setja íslend- ingar á þessi hús látlaus vannaþök sem hindra að þau leki. Þessi þróun er í gangi, þegar ósköpin dynja yfir, hernámið. Þá verða allir svo ríkir, það þurfa allir að byggja, það liggur svo mikið á. Og allt fer í ringulreið. Að vísu eru þessir gömlu góðu menn hér áfram, en þeir ráða ekki við allt. Við getum nefnt t.d. þá götu sem ég bý við, Grænuhlíð. Mitt hús er byggt sam- kvæmt byggingarsamþykkt, tvær hæðir og kjallari. Næsta hús er fjór- ar hæðir og þar næsta hús kannski þrjár hæðir. Svipur götunnar verður því - eins og ég sagði í gamla daga í Birtingi - eins og skörðóttur hunds- kjaftur. Þó verður að segja skipu- lagsyfirvöldum til hróss að rétt eftir stríðið gætti enn áhrifa fyrirstríðs- kurteisi fyrir samræmdum hverfum. Þar má nefna gömlu Hlíðarnar. Þar era öll hús jafnhá og bera sama svip, þótt þau séu e.t.v. ekki öll merkileg- ur arkitektúr, en í látleysi sínu slær gamla Hlíða-hverfið út önnur móderne hverfi vegna þess hve heildstætt það er. En um þetta stendur alls ekkert í bókinni. Hún nær bara til 1940. En það gerir ekkert til þótt þetta komi fram. Það vantar umræðu um arki- tektúr í landið." Við förum ekki frekar út í þá sálma, en Hörður Agústsson segir að lokum: „Islendingar þjást af minnimátt- arkennd gagnvart stórum þjóðum. Það er alveg óþarfi að hafa minni- máttarkennd þegar maður ber sam- an Víðimýrarkirkju í Skagafirði og Péturskirkjuna í Róm. Það er eng- inn eðlismunur á þessum bygging- um. Ég tek stundum líkingu af lambagrasi og suðrænum rósagarði. Við tröðkum eins og ekkert sé yfir lambagrasið af því það er svo lágt, en dytti ekki í hug að traðka yfir suðrænan rósagarð. En lögmálið í báðum er það sama. Formið er jafn fagurt. Það er þetta sem ég vil koma inn í íslendinga, að lambagras er al- veg jafn merkilegt og suðræn rós.“ legg áherslu á það í verki mínu að húsið er sjónlistarlegt fyrirbæri. Ef maður breytir áherslu í kvæði, tek- ur orð útúr eða jafnvel kommu, þá fær kvæðið annan svip, annan ryþma.“ Hefur íslensk húsagerð tekið mið af aðstæðum í landinu? „íslenska torfhúsið fellur eins vel að umhverfi og aðstæðum eins og hugsast getur, timburhúsin og lengst af stein- og steinsteypuhúsin líka. Hitt er annað mál, sem ég legg áherslu á í bókinni, að það er hneyksli að ekki skuli vera til arki- tektúrskóli á Islandi. I raun og veru hefði það átt að vera fyrsti skólinn sem stofnaður var í landinu, því arkitektar móta umhverfi okkar og við erum undir stanslausum áhrif- um verka þeirra. Hér eru allskonar skólar starfræktir, matreiðsluskólar og hvaðeina, en íslenskur arkitekt- úrskóli er ekki til. Þegar arkitektar læra í útlöndum, t.d. í landi sem er flatt eins og Danmörk eða fjöllótt eins og Noregur, eða þar sem lofts- lag er annað o.s.frv., og koma svo með sinn lærdóm hingað heim, þá er eins og þeir eigi erfitt með að átta sig á því hvers konar veðrarass Island er. Með þessu lagi miðlaðist ekki reynslan sem skapaðist hjá fyrstu arkitektunum til hinna yngri því þeir voru úti í löndum að læra hjá allt öðrum mönnum. Þess vegna er það brýnt að koma á fót íslenskum arkitektúrskóla svo það myndist tradisjón, hefð, sem sé miðluð eins og í skólum á að vera, þar sem hinir eldri deila rejmslu sinni með hinum yngri.“ Talið berst að sérkennum „ís- lensks“ arkitektúrs, en Hörður heldur því fram að torfhúsin séu merkilegasta framlag íslands til byggingarlistarinnar. Hann segir: Torfið var skorið sam- kvæmt ákveðnum reglum og það era hreinar bygg- ingatæknilegar reglur sem hvergi eru til heim- inum og heita sínum nöfnum eins og klömbranös, strengur, snydda og kvíahnaus; það era ákveðnar reglur hvernig eigi að byggja upp húsin, láta veggi síga o.s.frv. Svo má nátt- úrlega ekki gleyma því að torfhúsið er að hálfu leyti timburhús. Þar hef- ur hin gamla timburtækni miðalda, sérstaklega Noregs, verið við lýði um aldir. Þessu lýsi ég í bókinni. Að vísu byrja ég ekki fyrr en 1750. Frá síðasta skeiði torfbæjarins eigum við sem betur fer glæsileg dæmi sem hvergi eiga sér sinn líka. Það era burstabæimir - Laufás, Grenjaðarstaður, Þverá í Laxárdal, Glaumbær. Elstu gerðina höfum við á Keldum. Svo eigum við líka alls- konar útihús og hjalla sem flestir arkitektúrskríbentar myndu ekki líta við. Þar má t.d. nefna fjárborg- irnar, þær eru mjög merkilegt ís- lenskt fyrirbrigði. Það hefur verið talað niðrandi um torfbæinn, menn era alltaf að tala um torfkofa. Ég hef spurt á móti: Eru þessir bæir sem ég nefndi kofar'! Nei, þetta er fullkomin byggingarlist. Tryggvi Gunnarsson sem byggir Laufás er sér meðvitandi um hin klassísku hlutfóll, hann setur engan glugga eða dyr af tilviljun, heldur tilfinn- ingu og þekkingu. Þegar íslendingar verða að hætta að búa í þessum bæjum fara þeir að leita að nýjum byggingarefnum, fyrst í timbrinu þar sem þeir hafa gert margt gott. Og þar, rétt eins og með torfíð, skapa þeir sér sína eigin hefð sem hvergi er annars staðar til. Það er bárujámshefðin. En Islend- ingar hafa talað af sömu lítilsvirð- ingu um bái'ujárnshúsin og torfhús- in, kallað þau bárujárnskumbaida. Sumt af þessum bárujámskumböld- um er með bestu listaverkum sem við eigum. Svo koma steinhleðsluhúsin. Dan- ir áttu frumkvæði að þeim. Fyrir Is- lendingum voru þau framandi, þeir réðu í fyrstu ekki við tæknina, auk þess sem efnið, grágrýti eða basalt, var ei'fitt í meðförum og dýrt að höggva það. Þá fóru þeir enn að leita fyrir sér og fundu steinsteypuna. Við rannsókn mína kemur í ljós að Sveinatunga, elsta steinsteypuhús á íslandi, er að líkindum elsta stein- Morgunblaðið/Kristinn „KONAN segir að ég muni byrja aftur að mála um áttrætt,“ segir Hörður Ágústsson. Iðnó, Stýrimannaskólinn, Menntaskólinn á Akureyri og húsin við Tjarnargötu. „Okkar vandi er fjárrnagns- skortur," segir Magnús: „Starf- semi Húsafriðunarsjóðs breyttist mikið með lögum sem tóku gildi 1989. Þá fyrst fór sjóðurinn að fá fé sem einhverju nam. Ejármagnið átti að koma að hálfu leyti frá ríki og hálfu leyti frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Jöfnunarsjóðurinn hefur alltaf staðið við sitt, en ríkis- sjóður hefur ekki greitt nema um 1/3 af því sem ráð var fyrir gert í lögum, þ.e. framlag ríkisins var alltaf skorið niður í svokölluðum bandormi við gerð fjárlaga. Þetta hefur náttúrlega sett okkur skorð- ur. Nú hefur lögunum verið breytt þannig að framlag ríkisins er ákveðið í ljárlögum hvers árs. Verkefnm eru næg, friðuð hús eru um 400. A hveiju ári úthlutum við einum stórum styrk í hverjum landshluta og svo allmörgum minni styrkjum. Það virðist hvetja fólk til dáða þótt styrkirnir séu ekki háir.“ Magnús Skúlason segir ekki vanþörf á að auka skilning Islend- inga á byggingararfleifðinni: „ís- lendingar hafa eðlilega lagt mikla áherslu á bókmennta-arfínn, en það hefur viljað gleymast að við eigum líka mikil menningarverð- mæti í húsakosti okkar, þótt hann sé ekki ýkja gamall miðað við margra alda gömul hús ann- arra þjóða. Hörður Ágústsson hefur unnið ómetanlegt braut- ryðjandaverk sem opnar vonandi augu landsmanna fyrir þeim verðmætum sem felast í bygging- ararfleifð okkar.“ Nauðsynleg forsenda markviss friðunarstarfs Morgunblaðið/Jón Svavarsson MAGNÚS Skúlason, framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar rík- isins, sem er útgefandi bókar Harðar Ágústssonar. þéttbýlisstaðir eiga fá hús eftir. Það sem er mikilvægt núna er að kanna þau hús sem eftir eru og bjarga þeim. Eitt af því sem við höfum verið að reyna að koma á laggirnar eru húsakannanir sem tengdar eru skipulagsgerð. Þá geta sveitarfélög tekið ákvörðun uin að vernda tiltekin svæði þar sem eru hús sem ástæða er til að vernda. Áfram þarf náttúrlega að hlúa að þeim húsum sem við vitum um víðs vegar um landið og veita fé til varðveislu þeirra." Hlutverk Húsafriðunarnefndar ríkisins er m.a. að gera tillögu um friðun húsa til ráðherra, sjá um Húsafriðunarsjóð sem veitir styrki til viðgerða á friðuðum húsum og húsum sem hafa menn- ingarsögulegt og listrænt gildi, en þ. á m. eru kirkjur. Yfirleitt eru ekki veittir styrkir til húsa sem byggð eru eftir 1920. Flestar styrkveitingar fara til húsa sem reist voru á árunurn 1880-1910. Þá er mikið byggt af fallegum og veglegum timburhúsum, svo sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.