Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 27

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 27 HVER einstaklingur hefur sinn bakgrunn og sína getu, sem verður að taka tillit til. Þá var einnig rætt um hvaða möguleikar felast í samvinnu skóla og kennaramenntunarstofnunar. Dóra segir að skóli sé í eðli sínu mjög íhaldssamur og þeir sem stjóma vinnuaðferðunum í kenn- arastofunni hafi margir verið í námi fyrir 20-30 árum. Það sé ekki nóg að senda kennara á námskeið ef ekkert breytist inni í skólunum. Jafnvel sé betra að vinna með ein- stökum skólum í verkefnum sam- hliða endurmenntun leiðtoga. „Á fundinum var okkur kynnt samvinna sem fram fer á milli há- skólastofnana sem mennta kenn- ara og nokkurra grunnskóla. Rekt- orar háskólanna halda fundi með kennarahópum einu sinni í mánuði, þar sem menn setja sér markmið um hvemig eigi að brjóta hina íhaldssömu hlekki. Svörin geta ekki komið frá háskólunum heldur verða þau að konma frá skólunum. Hins vegar getur háskólinn sett fram hugmyndir og safnað saman upplýsingum til rannsóknarvinnu. Mér leist vel á þessa aðferð." Lærdómur frá Akureyri Dóra var einn fjórum aðalfyrir- lesurum á fundinum annan daginn. Hún fjallaði í erindi sínu um vel heppnaða samvinnu starfsfólks Lundaskóla á Akureyri, þar sem verulega líkamlega fatlaður dreng- ur er inni í bekk algjörlega til jafns á við aðra nemendur. „Fyrirlesturinn kallaði ég Hvað má læra af sex ára reynslu af skóla án aðgreiningar á Akureyri á ís- landi. Ég bjó mig undir hann með því meðal annars að fara í smiðju til Ingibjargar Haraldsdóttur kennara, sem ásamt samstarfsfólki sínu hefur sýnt fram á hvemig hægt er að nálgast hugtakið skóli án aðgreiningar. Til að breyta skólastarfi verður að leggja mjög mikla og kannski öðruvísi rækt við samvinnu og áætlanagerð en hingað til hefur verið gert. Kennarar þurfa svig- rúm til að gera öllum nemendum kleift að verða fullkomnir þátttak- endur innan bekkjarins. Þeir þurfa aðstoð við áætlanagerð og að eiga samvinnu við starfsfólk og for- eldra.“ Dóra segir að erindið hafi vakið athygli og í kjölfarið hafi hún mót- tekið fjölda bréfa. „Það er greini- legt að þessi samskipti kennara og annars starfsfólks, sem vinnur með fótluð böm norður á hjara verald- ar, er eitthvað sem aðrir em að leita að og vilja læra af. Mest spennandi við þetta allt saman er, að með því að kynna okkur rannsóknir og þróunarverk- efni og með því að bera saman bækur okkar milli ríkja og menn- ingarsvæða erum við farin að læra af því besta sem aðrir em að gera. Það em engar töfralausnir til, en með þessum hætti getum við bætt eigin skóla,“ segir Dóra. Hverju breytir aðalnámskráin? í framhaldi af þessum orðum kemur íslenskur skóli og skólakerfi til umræðu og Dóra er spurð, hvort Morgunblaðið/Árni Sæberg DÓRA S. Bjarnason var meðal 70 gesta víðs vegar úr heimin- um, sem boðið var á fund bandaríska menntamálaráðu- neytisins og OECD til að skerpa hugmyndir um hvað skóli án að- greiningar er. hún telji að hin nýja aðalnámskrá, sem verið sé að leggja lokahönd á, muni hafa áhrif í átt til þeirra breytinga, sem hún hafi verið að útlista. „Hún hefur alveg möguleika á því. En aðalnámskrá ákvarðar ekki innra skipulag skóla, nám og kennsluaðferðir. Við verðum einnig að hafa í huga, að það er hægt að búa til aðalnámskrá þar til menn eru orðnir bláir í framan. Það er hægt að endurskoða skólalög með ýmsum hætti og auðvitað hafa þau áhrif, því lögin setja rammann. Við eigum marga vel menntaða og öfl- uga kennara, en það þarf að breyta því hvemig kennarinn vinnur hversdags, ef eitthvað á virkilega að breytast. Alvarlegustu fjötramir eru þeg- ar við lítum svo bókstaflega á eitt> hvert form að við hengjum okkur í það í stað þess að átta okkur á að mikið svigrúm er til samvinnu, en til þess þarf skipulagsbreytingu í skólunum sjálfum. Það þarf ekki að eyða heilum vetri í að undirbúa unglinga fyrir samræmd próf. Skólinn á alltaf að vera að mennta börnin og því á ekki að þurfa að kenna undir einhver próf. Við meg- um ekki láta skrifræðið, sem er nauðsynlegt í kerfinu, hengja hugsun okkar og loka okkur inni í fangelsi." - Ungir kennarar hafa stundum kvartað undan því að að þeir mæti ákveðinni mótspyrnu eða vamar- múr hjá eldri kennurum þegar þeir koma með nýjar og breyttar hug- myndir um kennsluaðferðir. Það virðist því þurfa annað og meira en breytingu á kennaramenntuninni? „Já, þetta era fjötrar sem við þurfum að leysa, en vitum ekki hvernig. Þetta snýst þó um viðhorf, vinnubrögð, samvinnu, skipulag og tíma auk innihaldslegrar þekking- ar. Ef við veitum kennuram svig- rúm og tíma til að vinna saman þá getur þetta lagast. Það gerist þó ekkert nema skólastjórar leyfi nýj- ungum að þróast,“ segir Dóra S. Bjamason. HÆST ÁVÖXTUN samb'cerilegra sjóða a Ávöxtun 11% 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Skammtíma- Langtíma- Eignaskatt- Hlutabtéfa- Séreignalíf- sjóðir sjóðir frjálsir sjóðir sjóðir eyrissjóðir Ávflxtun m.v. 12 minuði m-v 1.10.199« IB Búnaðarbankinn Verðbréf ,, Samkeppnisaðilar* Samanburður á ársnafnávöxtun sjóða Búnaðarbankans Verðbréfa og sambœrilegra sjóða samkeppnisaðila á markaðnum síðustu tvö ár miðað við 1. nóvember 1998. V y tveggja ára afmæli okkar. A þessum tveimur árum höfum við náð hæstu ávöxtun sambærilegra sjóða á íslandi og er það auðvitað besta afmælisgjöfm sem við getum gefið viðskiptavinum okkar. Við höldum vitaskuld áfram á sömu braut og munum einnig kynna nýjar og arðvænlegar fjárfestingarleiðir á næstunni. Hafðu samband og tryggðu þér sneið af afmæliskökunni okkar! BUNAÐARBANKINN VERÐBREF - byggir á trausti sími 525 6060 • netfang verdbref@bi.is Mcðaltalsávöxtun hjá Kaupþingi, VÍB, Landsbréfum og Fjárvangi. Upplýsingar um ávöxtun lífcyrissjóða voru ckki fyrir hcndi hjá Kaupþingi og Landsbréfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.