Morgunblaðið - 22.11.1998, Side 28

Morgunblaðið - 22.11.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnaldur Morgunblaðið/Arnaldur BJÖRN Jónsson: Tel ekki nauðsynlegt að banna áfengi en „nauðsynlegt að aðgengi að HELGI Seljan: „Fræðslan er geysilega mikil... og hafi okkar starf skilað litlu verð ég því sé heft og bæði að vínútsölustöðum og krám sé stórlega fækkað og verð hækki.“ að hryggja menn með því að mér finnst fræðslan ekki hafa skilað meiru.“ VIÐMÆLENDUR blaða- manns eru séra Björn Jónsson, stórtemplar Stórstúku íslands, Helgi Seljan, þingtemplar í Reykjavík, og Kristín Jónsdóttir, 19 ára frá unglingastúkunni Eddu. Þegar nokkuð var liðið á samtalið bættist Sigrún Sturludóttir við, en hún er í samstarfshópi um bindindishelgi fjölskyldunnar og hefur starfað um áratugi að bindindismálum. „Við erum fyrst og fremst að boða bindindi í orði og verki; bar- áttu gegn neyslu allra vímuefna, tó- baks, áfengis og sterkari ólöglegra vanabindandi efna,“ segir Björn um starf Góðtemplarareglunnar. „Okk- ur liggur alltaf þyngst á hjarta - að minnsta kosti frá mínum bæjardyr- um séð - að ná til barna og ung- linga; að virkja þau til þátttöku í bindindismálum áður en þau fara hugsanlega sjálf að stíga ógæfu- spor. Hugsanlega geta þau verið styrkur hinna eldri í fjölskyldunni á erfiðum stundum. I sambandi við vímuefnavarnir er um fátt meira talað en forvarnir í dag. Þær eru ýmiskonar en nauðsynlegustu og bestu forvörnina teljum við í Góð- templarareglunni að koma í veg fyr- ir að nokkurn tíma sé byrjað að neyta áfengis. Það er áfengið sem við teljum okkur fyrst og fremst þurfa að berjast á móti því það er skoðun okkar, byggð á reynslu og kenningu okkur reyndari og vitrari manna, að miklu sjaldgæfara sé að þeir sem ekki byrja á áfengisneyslu lendi á refilstigum sterkari vímu- efna. Og eftir því sem árin líða sannfærist ég meira um að reyking- ar eru þama með. Við megum ekki gleyma því að við viljum líka berjast gegn því að börnin okkar byrji að reykja.“ Skapti: Nær bindindishreyfing- in nógu vel til ungs fólks í dag, að ykkar mati? „Hvenær náum við nógu vel?“ spyr Björn á móti, en Helgi Seljan svarar; „Eg er sannfærður um að við náum þessum skýru skilaboð- um okkar ekki nógu vel út. Ég hef aldrei hitt mann sem hefur séð eft- ir því að vera bindindismaður. En ég er búinn að hitta hræðilega marga, og íleiri eftir því sem á æv- ina líður, sem hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir ofdrykkjunni.“ Skapti: Astandið í áfengismál- um á Islandi er slæmt að mínu mati, og ykkar væntanlega líka. Getur verið að ástæða þess sé að hluta til því að kenna að starfsað- ferðir ykkar gegnum árin hafí ver- ið rangar eða ekki nógu góðar? Að ungt fólk taki til dæmis ekki lengur mark á setningum eins og Taktu aldrei fyrsta sopanríl Helgí: „Við getum varla dæmt um það og gerum sennilega aldrei nógu vel. Við fáum samt þau skila- boð úr samfélaginu að menn virða sjónarmið okkar. Ég var 16 ár á Alþingi og hélt býsna mikið fram þessum kenningum og miðað við það almenningsálit sem ríkir, Skapti, þá hefði ég haldið að það að halda því fram að ég væri bindind- ismaður, stæði fyrir þessum kenn- ingum og legði áherslu á þær, yrði "Oluleikur ER SLÆM FORVORN Góðtemplarareglan minnir nú, á bindindis- helgi fjölskyldunnar, á forvarnarmátt hennar og hvetur fólk til að gera sér glaðan dag á heilbrigðan hátt. Skapti Hallgrímsson, sem skrifaði nokkuð um víndrykkju í Morgunblaðið í sumar - við litla hrifningu a.m.k. sumra bind- indispostula - skiptist af þessu tilefni á skoðunum við fulltrúa bindindishreyfíngar- innar, meðal annars um starfsaðferðir Góðtemplarareglunnar. mér ekki til framdráttar en ég held ég hafi á fáu grætt meira. Segi því stundum að ég hafi þó ekki verið þarna til einskis." Skapti: Ekki misskilja mig; ég er ekki að segja að slæmt sé að vera bindindismaður. En ég hef skrifað á þeim nótum að forboðnu ávextirnir séu mest spennandi. Haldið þið að þegar sagt er við ungt fólk að taka aldrei fyrsta sopann að það leiði til þess...? Kristín: „Nei, það er öfugt.“ Skapti: ...eða til þess, eins og mig grunar, að krakkamir segi frekar: þetta verð ég að prófa. Kristín: „Þetta er alveg eins og með lítil börn. Ef þú bannar þeim eitthvað fara þau beint að gera það sem þú bannar þeim!“ Skapti: Þess vegna hef ég spurt: er stúkan á réttri braut? Geta bindindismenn og hófdrykkjumenn ekki mæst á miðri leið og frætt unglinga um áfengi í því skyni að koma í veg fyrir ofdrykkjuna? Björn: „Éræðslan ein og út af fyrir sig virðist gera lítið gagn.“ Helgi: „Við bönnum fólki ekki heldur bendum því á að taka ákvörðun á grundvelli eigin skyn- semi. Hvað það telji hollast fyrir eigin heilsu. Ég var kennari í mörg ár en sagði aldrei við nemendur mína: Þið megið ekki, ég banna ykkur, heldur: hugsið út frá eigin sjónarmiði. Þið eigið val, hvernig þið eyðið lífi ykkar. Fræðslan er geysilega mikil, flæðir yfir þjóðfé- lagið, og hafi okkar starf skilað litlu verð ég að hryggja menn með því að mér finnst fræðslan ekki hafa skilað meiru. Menn vita að þetta er hættulegt. Það ætlar sér enginn að verða ofdrykkjumaður, það byrjar enginn í hófdrykkju til að verða ofdrykkjumaður.“ Kristín: „Ég held að það skipti máli hvenær fræðslan byrjar. Hún þarf að byrja nógu snemma. Ég held að ekki hafi verið komið inn á þetta við mig fyrr en ég var 14 ára. Margir, sérstaklega ungt fólk, vita ekki hvað stúka er en ef krakkar eru fræddir nógu snemma, held ég það geti hjálpað þeim mikið. Svo þegar fólk eldist ræður það hvað það gerir.“ Skapti: En þrátt fyrir mikið starf er ástandið slæmt. Hvers vegna? Helgi: „Það er erfitt að segja. En ég tel fyrst og fremst að samfé- lagið sé allt á hröðum flótta frá vandamálinu - með ákveðinni und- anlátssemi. Þar með er ég ekki að segja að eintóm bönn dugi eða þvíumlíkt. Það hefur reynslan sýnt að er ekki það rétta. En ef alltaf er látið undan, óttast ég að eftir tíu ár þyki það sjálfsagt sem við erum að hneykslast á í dag. Verður það sjálfsagt þá að barn í 10. eða 9. bekk verði ofurölvi? Ég hef verið bindindismaður ailt mitt í líf og hef reynt að vera aldrei öfgafullur í þessum málum heldur hreinn og beinn og vitna til míns eigin for- dæmis um leið; ég þykist hafa efni á því að benda á að ég hafi lifað hamingjusömu lífi, einmitt fyrir þetta. Ég get því líka sagt, í mikilli einlægni, Skapti, að auðvitað blygðast maður sín fyrir að árang- ur manns hafi ekki verið betri og auðsjáanlegri... En ég held að ein- hvern tíma kastist bylgjan til baka.“ Skapti: Þið talið um fjölskyld- una. Eitt af því sem ég setti fram í sumar var að best væri að á þeim vettvangi væru börn og unglingar frædd um þessi mál, eins og allt annað. Helgi: „Það er líka okkar skoð- un. Við megum ekki gleyma því að uppeldið byijar heima og þýðingar- mestu undh'stöðurnar að uppeldinu eru lagðar heima í hinum einstöku fjölskyldum. Ég játa það sjálfur að ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði ekki fengið það uppeldi allt frá blautu barnsbeini að ég skyldi fyrst og fremst ákveða sjálfur hvað ég vildi, en virða allt fyrir mér áður en ég tæki þá ákvörðun. Og eftir að hafa virt samfélagið fyrir mér gerði ég það. Við getum líka alveg eins sagt, Skapti, í fullri alvöru, að hóf- drykkjumaðurinn sé kannski hættulegasti maðurinn í þessum efnum. Af hverju? Af þvi að allir geta hugsað sér að verða eins og hann. Að neyta áfengis sjaldan og í hófi og verða sér aldrei til skamm- ar, berja aldrei konuna og svo framvegis. Hann er í raun býsna skemmtileg fyrirmynd.“ Skapti: En hættuleg fyrirmynd, að þínu mati? Helgi: „Hann gæti verið hættu- leg fyrii-mynd, já. Menn vilja líkjast honum en ráða svo ekki við það. Svona getur þetta verið, þótt ég sé ekki að kasta rýrð á hófdrykkju- menn út af fyrir sig.“ Björn: „Sumir eru orðnir alkó- hólistar eftir íyrsta fylliríið. Það er staðreynd." Skapti: Lítið þið svo á að sé áfengi haft um hönd leiði það aldrei til annars en fyllirís? Björn: „Nei, það er ekki hægt að gera. Það dettur ákaflega fáum hug, held ég.“ Skapti: Hvers vegna þá að reyna að spoma algjörlega við vín- drykkju? Er það nauðsynlegt? Helgi: „Það geta allir verið sam- mála um að það sé jafn sjálfsagt að það viðhorf sé fyrir hendi í samfé- laginu að ekki eigi að neyta áfengis eins og öðrum finnst sjálfsagt að vera með algjört frelsi í þessum efnum. Fólk er svo ólíkt og tekur misjafnlega við sér; það sem einn þolir, þolir annar ekki þannig að mér dettur ekki í hug að gefa ein- hverja ákveðna forskrift í sambandi við þetta. Þú ert að reyna að fiska eftir, hvort við séum á þeirri skoð- un að okkar aðferðir séu þær einu réttu, en við virðum starf annarra sem fást við þessi mál. Okkur þykir bara sárt að svona gífurlegum fjár- munum sé varið í meðferðargeir- ann. Við viðurkennum nauðsyn þess - en við vitum líka að ef lífsvið- horf okkar væri örlítið ríkara úti í þjóðfélaginu og áfengi yrði ekki að fylliríi, sem það getur vissulega orðið hvenær sem er, þá yrði þetta ekki svona dýrt.“ Skapti: Það er auðvitað óskap- lega sorglegt hvernig Islendingai- fara með áfengi, margir hverjir. Er óraunhæft að ætla að þjóðin geti þroskast í þá átt að geta stundað hófdrykkju, eins og aðrar, margai- hverjar? Kristín: „En það getur líka leitt til þess að fólk fer að drekka meira. Eitt dæmi um það er strákur á mínum aldri sem fór til Frakk- lands, þai- sem vín er yfirleitt drukkið með mat. Strákurinn er „á götunni" í dag, mjög illa farinn, og þegar félagi okkar hitti hann síðast niðri í bæ sagðist hann óska þess að hafa aldrei farið í þessa ferð. Hann fór með mömmu sinni og pabba sem fannst þetta allt í lagi. Að drukkið væri með mat...“ Skapti: Hvað er hann gamall? Kristín: „Var fimmtán þegar hann fór út og er átján í dag.“ Skapti: Mér er næst að halda að foreldramir hafi haldið að svona „ætti“ að haga sér í Frakklandi, en gífurleg breyting hefur orðið þar. Frönsk börn drekka ekki lengur vín með mat, þó að það hafi tíðkast í gamla daga. Og Frakkar drekka ekki lengur alltaf vín með mat. Helgi: „Frakkar hafa, eins og þú veist sjálfsagt, Skapti, úr umræð- unni, tekið upp aðhaldsstefnu, t.d. bannað áfengi við þjóðvegina sem var afskaplega merkilegt fyrh-bæri. Af því ég nefndi ofdrykkjumennina áðan; blindfullur maður sest síður upp í bíl, svo við nefnum eitt dæmi, en mai-gir sem telja sig rétt hafa dreypt á. Spurningin er því alltaf þessi: hvar á að draga mörkin? Ef við gætum fengið einhvem gullinn meðalveg til að ganga væri ég til í að fara hann. En þá þurfum við líka að hafa mörk, til þess að maður átti sig á því að maður sé að gera fólki raunverulegt gagn. Lífsskoðun mín er einfaldlega sú að enginn þurfi á áfengi að halda. Við verðum að hafa vatn, verðum að hafa fæði, verðum að hafa klæði, verðum að hafa hús- næði. En við verðum ekki að hafa áfengi. Ég hef ekki komið á skemmtilegri dagskrá lengi en á fundum hjá okkur. Ekki má gleyma því að þetta er ekki regla þar sem menn sitja á fundum með harðlífis- svip.“ Skapti: Ég efast ekki um að gaman sé á fundum, en skilar það nógu góðum árangri? Helgi: „Við eram of innhverf að hluta til og náum ekki nógu vel út í samfélagið. En það þarf líka ákveð- ið samfélagslegt viðhorf til að hægt sé að ná í gegn. Það er á móti núna og þið finnið það; það þykir sjálf- sagt og eðlilegt - er allt yfir í það að vera þörf - að drekka áfengi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.