Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 30

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 30
30 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell FINNUR Árnason, framkvæmdastjóri Nýkaups. „Samkeppnisvopn okkar hefur verið og verður ferskvara og mikil, persónuleg þjónusta." Framkvæmdastjóri Nýkaups segir áætlanir um veltu standast Til móts við breyttar þarfír neytenda eftír Krisfjón Jónsson VIÐSKIPri AIVINNUUF Á SUNNUDEGI ►Finnur Árnason var ráðinn til Hagkaups sl. vor en þá var bú- ið að ákveða að skipta fyrirtækinu þannig að hverfaverslanir sem einbeita sér að matvöru yrðu sérstök rekstrareining undir heitinu Nýkaup. Finnur er viðskiptafræðingur að mennt og lauk einnig MBA- námi við Hartford-háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann var þekktur handknattleiksmaður, lék í sjö ár með meist- araflokki FH en Finnur er Hafnfirðingur að uppruna og býr þar í bæ. Að loknu námi varð hann framkvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar Gott fólk, síðan sölustjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands í níu ár áður en hann tók við nýja starfinu á þessu ári. Finnur er fæddur 1961, eiginkona hans er Anna María Ur- bancic viðskiptafræðingur og börnin eru þijú. NÝKAUP var opnað 4. júní og á undirbúningstíman- um segist Finnur meðal annars hafa valið nafn og látið hanna merki fyrir nýja fyrir- tækið. Um 450 manns starfa nú hjá Nýkaupi. Smáratorgsverslun Hag- kaups var opnuð á sama tíma og Nýkaup kom fram á sjónarsviðið. Að sögn forsvarsmanna eignar- haldsfélagsins Baugs, sem á bæði fyrirtækin, var ætlunin að þjónust- an yrði markvissari og jafnframt að eðlileg samkeppni yrði milli þeirra en jafnframt að nokkru leyti verka- skipting. Ólíkar tegundir verslana Nýkaupsverslanirnar eru nú alls sjö á höfuðborgarsvæðinu en Hag- kaup er áfram rekið sem sérstök eining fyrirtækisins og undir þeim hatti er m.a. stórmarkaðurinn við Smáratorg í Kópavogi auk verslana á Akureyri og í Njarðvík. Bæði fyr- irtækin eru ásamt Bónusi og inn- flutnings- og dreifíngarfyrirtækinu Aðföngum í eigu eignarhaldsfyrir- tækisins Baugs og hlutdeildin í smásöluverslun á landinu um 50%. „Hjá Smáratorgsversluninni eru alls um 40.000 vörunúmer sem er að miklu leyti sérvara eins og raftæki, fatnaður, geisladiskar, bækur og fleira en ekki nema að nokkru leyti matvara. Vöruvalið er sambærilegt í Hagkaupsversluninni í Skeifunni," segir Finnur. ,Áður en skiptingin var ákveðin var orðið ljóst að í þéttbýli skiptist smásölumarkaðurinn íslenski upp eftir ákveðnu mynstri. Pað sem ákveðið var að miða við með fram- tíðina í huga var í fyrsta lagi hlut- deild verslana með lágt vöruverð og þá eru Bónus og KEA Nettó góð dæmi. Þar eru vöiunúmerin tiltölu- lega fá, hjá Bónus kannski um 1.500, en fjölskyldur geta gert ódýr magninnkaup, þjónusta er lítil og ópersónuleg. I öðru lagi stórmarkaðir eða blandaðar verslanir eins og Hag- kaup og Fjarðarkaup á höfuðborg- arsvæðinu sem hafa þann kost að þar fæst nánast allt en þjónusta er nokkru minni en til dæmis hjá okk- ur og ópersónulegri. í þriðja Iagi eru það svo verslanir eins og 10-11 og 11-11 þar sem lang- ur afgreiðslutími er helsta aðdrátt- arafiið. Og loks í fjórða lagi eru það Ný- kaup og Nóatún sem leggja áherslu á mikla og persónulega þjónustu, gott vöruval á sviði matvöru, fersk- leika vörunnar og ýmis þægindi. Hér er hins vegar lítið af fatnaði og yfirleitt öðru en matvörum. Einnig má segja að Nýkaupsbúðirnar séu hverfaverslanir sem miða rekstur- inn við þjónustu á afmörkuðu svæði en Hagkaupsbúðirnar eni hins veg- ar miðsvæðis, þar er mikið af bíla- stæðum og þær eru við mikilvæg- ustu samgönguæðarnar." - Mörgum fínnst breytingin til hins verra og þið hjá Nýkaupi voruð sakaðir um að hafa hækkað verð á helstu söluvörum. Hvað segirðu um þetta? „Kynningin á breytingunni tókst ekki sem skyldi í upphafí, það er rétt. Petta eru óþægileg umskipti og við vissum að það tæki tíma fyrir fólk að átta sig á þessu og sætta sig við þau, sérstaklega fólk sem hafði átt ánægjuleg viðskipti við Hag- kaup í jafnvel þrjá áratugi. Við gerðum ráð fyrir að það tæki ár. Við höfum bætt stöðuna með ýmsum ráðum og tilboðum, höfum meðal annars boðið mikilvægar vörur á þvi sem við nefnum „Okkar besta verð“ og algengar heimilisvörur undir heitinu „Undraverð". Fréttaflutningur allur og umræða sem varð í tengslum við breyting- una var á þá leið að Nýkaup hefði hækkað vöruverðið. Ég mótmæli því harðlega og bendi á verðkönnun sem gerð var skömmu eftir að við opnuðum. Hún sýndi að verðlag á helstu söluvörum okkar var óbreytt. Lækkun varð á um 300 tegundum en hækkun á um 100, grunnvísital- an hafði meira að segja lækkað lítil- lega í íyrstu könnuninni í ágúst. Könnun Neytendasamtakanna um sama ieyti staðfesti þessa niður- stöðu. Við heyrðum líka að Hagkaup hefði hækkað verð síðustu mánuði fyrir skiptinguna tii að geta síðan lækkað en aftur bendi ég fólki á að líta á verðkannanir frá þessum tímabili sem segja aðra sögu. Þessi umræða fór illa með okkur strax í upphafí og við höfum þurft að eyða mikilli orku og tíma í að leiðrétta þessar röngu upplýsingar. Ég skal ekkert um það segja hvers vegna svona sögur fara af stað. Hins vegar er það ljóst að margir hagsmunaaðilar í sölu og annarri þjónustu geta átt um sárt að binda vegna breytinga _ á smásölumark- aðnum á árinu. Ýmiss konar hag- ræðing merkir að sumir missa spón úr askinum. Okkur var líka borið á brýn að við sendum ávexti og grænmeti sem ekki hefði selst í einni verslun yfír í aðra daginn eftir en þetta er fárán- legt. Svona vara er einfaldlega við- kvæmari en svo að hægt sé að gera svona hluti. Það sem ekki selst er sett í gáma og er ekki einu sinni notað í dýrafóður heldur hent.“ Eðlileg tortryggni? - Er ekki eðlilegt að almenningur sé tortrygginn gagnvart fyrhtæki eins og Baugi sem er með um helm- ing allrar smásöluverslunar á land- inu? „Mér fínnst sjálfsagt að neytend- ur séu tortryggnir. En mér finnst líka eðlilegt að fólk velti fyrir sér því sem er jákvætt. Hvernig hefur árangurinn verið í smásöluverslun hér á landi? Fyrir tíu árum töluðu allir um hátt matar- verð á Islandi, hver gerir það núna? Við getum borið verðlag hjá okkur saman við sambærilegar stórversl- anir í grannlöndunum, t.d. í Dan- mörku, og þá skiptir öllu að um sé að ræða verslun með svipaða þjón- ustu og hjá okkur í Nýkaupi. Niður- staðan verður að við erum á mjög svipuðu róli og þeir. Þessu fmnst mér að fólk gleymi allt of oft, hér hefur orðið jákvæð þróun á markaðnum fyrir tilstilli Hagkaups og Bónusverslananna síðustu áratugi. Ég tek fram að þetta á líka við um keppinauta okk- ar hér, þeir standa jafnvel framar sambærilegum verslunum erlendis eins og t.d. Seven Eleven í Banda- ríkjunum. Þar sem kostnaðurinn við rekst- urinn er mismunandi hlýtur verð- lagið að vera nokkuð ólíkt hjá okkur og öðrum verslunum í eigu Baugs og annarra fyrirtækja. Hæst er það úti á landsbyggðinni þar sem smæð markaðarins gerir hagstæð magninnkaup ei'fíð en einnig er það hátt í 11-11 og Þinni verslun. Verð- lag hjá okkur og Nóatúni er í með- allagi en nokkuð hæira en hjá Hag- kaupi og Fjarðarkaupum. Lægst er það hjá Bónus og KÉA Nettó, þar er minnstu til kostað og vörunúmer- in fæst miðað við veltu.“ - Hvað leggið þið áherslu á hjá Nýkaupi, hver er sérstaðan? „Okkar samkeppnisvopn hefur verið og verður ferskvara og mikil, persónuleg þjónusta. Við bjóðum ferskar og góðar kjötvörur og físk, einnig erum við með mikið úrval af grænmeti og ávöxtum og þess gætt að ferskleikinn sé sem mestur. Við erum líka með nýjungar eins og olívubari, salatbari og danskt smur- brauð. Ég nefni einnig heitan mat og loks bakarí með fullkomið úrval, einu stórverslanirnar sem bjóða þá þjónustu. Við erum með hugmyndir á blaði um þróunina í kröfum neytenda til svona verslana og hvaða þjónustu þurfi að veita í framtíðinni. Fyrst nefni ég það sem allir gerðu áður, þá var eldað frá grunni og notuð ferskvara. Gamla soðningin er gott dæmi en ég er nú hræddur um að ýsan eigi eftir að verða sífellt minna á borðum þjóðarinnar, hún er svo dýrmæt útflutningsvara. Þá er það hugmynd að máltíð, matarlausn, sem hægt er að fá en þá er ekkert búið að elda hráefnið, aðeins setja móltíðina saman. Síðan er það matur sem er tilbúinn til eld- unar í ofni eða hitunar í örbylgju, þá tilbúinn matur, heitur eða kaldur, sem hægt er að taka með sér. Loks kemur svo til greina að setja á lagg- irnar veitingastað sem líklega yrði þá í Kringlunni. Fólk vill geta keypt sér eitthvað fljótlegt, það vill hafa möguleika á að eyða litlum tíma eða engum í matargerðina á virkum dögum. Það sem við hugum einkum að er að koma til móts við breyttar þarfir. Annað sem við leggjum áherslu á er hollustuþátturinn og það geram við með því að leggja mikla vinnu í ávexti, grænmeti og alla ferskvöru. En á Islandi er hins vegar ekki hægt að tala um að stórar verslanir sérhæfí sig í þörfum þeirra sem hafa mikið fé milli handanna. Mark- aðurinn er of lítill til þess. Við erum hins vegar ákveðin í að bjóða viðskiptavinum möguleika á að kaupa mat frá framandi löndum, mat frá Mexíkó og Austurlöndum til dæmis sem æ fleiri vilja geta keypt og nýtur vaxandi vinsælda hér. Loks vil ég nefna aðafgreiðslu- tíminn er orðinn það langur hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.