Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.11.1998, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UM NÝTINGU FISKISTOFNA AÐ undanfömu hef- ur farið fram nokkur umræða um stjórn fisk- veiða og sýnist sitt hverjum. Hluti af þeirri umræðu hefur verið um þann lífíræðigrunn sem fiskveiðiráðgjöf og nýtingarstefnan bygg- ist á. Þar hefur ansi oft borið á nokkrum mis- skilningi og því er rétt að fram komi nokkrar skýringar á því hvemig þessi líffræðigrannur er saman settur. Þróun og afrakstur fiskistofna ráðast af nokkram þáttum. Sum- ir þeirra era að mestu háðir sí- breytilegu umhverfi en aðrir virðast að mestu háðir því, hvemig veiðam- ar era stundaðar. Hér á eftir verður reynt að útskýra hvemig hinir ýmsu þættir tengjast saman og mynda þann grann sem hefur verið notaður við ráðgjöf um nýtingu fiskistofna. Aldursdreifíng, nýliðun og af- rakstur á nýliða Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að í fiskistofnum í sjó eru oft margir árgangar eða aldurshóp- ar. Veiðamar byggjast því samtímis á mörgum aldursflokkum. Þetta virðist gleymast á stundum, en skiptir talsverðu máli þegar horft er til nýtingarmöguleika. Fiskur tap- ast yfirleitt ekki þótt hann sé geymdur í sjó og oft er hag- kvæmara að geyma stóran hluta ár- ganganna til þess að leyfa þeim að njóta vaxtarskilyrða í hafinu. Þegar meta þarf nýtingarmögu- leika fiskistofns er dæminu gjarnan skipt í nokkra liði, til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir því hvað skiptir máli á hverju stigi. Þar sem aflinn á hverjum tíma er úr nokkrum árgöngum má vera Ijóst, að fjöldi fiska í hverjum ár- gangi, þ.e. nýliðunin, skiptir miklu máli. Einnig skiptir máli hvemig árgangurinn nýtist, þ.e. hversu mik- inn afla einstakling- amir í árganginum geta gefið af sér á allri sinni ævi eða hve mikið hver ein- staklingur gefur af sér að meðaltali. Meðalafrakstur á hvem einstakling nefnist afrakstur á nýliða. Heildar- afla úr árgangi má augijóslega reikna með því að taka fjöldann í ár- ganginum og margfalda með af- rakstri á nýliða. Þannig er búið að skipta dæminu í tvo liði sem skipta máli við nýtingu stofnsins, þ.e. fjölda nýliða og afrakstur á hvern nýliða. Fjöldi nýliða ræðst yfirleitt að mestu leyti af umhverfisaðstæðum hverju sinni. Rannsóknir hafa verið gerðar á nýliðun í mjög marga fiski- stofna í heimshöfunum og til era gagnagrunnar með upplýsingum um hvemig nýliðun hefur verið í 700 fiskistofnum. Þegar þessi gögn era skoðuð, kemur í Ijós að léleg ný- liðun er mun tíðari þegar stofninn er lítill. Þannig virðist vera alveg Ijóst að sjálf stofnstærðin geti skipt máli á þann veg að þegar stofhinn er lítill getur orðið minna um nýhð- Boríð hefur á nokkrum misskilningi í umræðu um líffræðigrunn sem fískveiðiráðgiöf og nýt- ingarstefnan byggist á, segir Gunnar Stefáns- son. Hann útskýrir hér hvernig þessi grunnur er saman settur. un. Hugsanlegt er að í stöku tilvik- um geti nýliðun aftur minnkað þeg- ar stofn verður mjög stór. Engin dæmi era þó um verulegan nýliðun- arbrest þegar stofn verður mjög stór og sérstaklega skal bent á að ekld er vitað til að nýliðun minnki við mikla stofnstærð í neinum þorsk- eða ýsustofnum í Atlants- hafi. Ef veiðar hafa áhrif á stofn- stærðina má Ijóst vera að gæta þarf nokkurrar varkárni við veiðar ef komast á hjá hættunni á viðkomu- bresti þegar stofninn minnkar mik- ið. Áhrif veiða á stofn Eftir að árgangur verður til getur einstaklingunum einungis fækkað. Sumir þeirra verða kynþroska og þannig hluti af hrygningarstofnin- um. Yfir æviskeið árgangs gefur hann heildarframlag í hrygningar- stofninn. Þetta heildarframlag nefn- ist endurnýjun stofnsins sem er mikilvægt hugtak. Endumýjunin ræðst af því hver afföllin verða og hvemig til tekst með vöxt einstak- linganna. Heildaraffóll er afar ein- falt að meta með því að athuga hvemig fækkar í árgöngum í veið- inni. Til eru gögn um aldurssam- setningu í þorskafla frá því um 1920. Af þeim gögnum má sjá að á heildina litið hafa afföllin verið að aukast mestalla öldina. Þrisvar hef- ur þetta þó breyst og affóllin snar- minnkað eins og flestum er kunn- ugt: 1. Síðari heimsstyrjöldin. 2. Út- færsla landhelginnar í 200 mílur. 3. Árið 1994 þegar ákvörðun var tekin um að draga svo úr veiðum að ör- uggt væri að áhrifa minnkandi sóknar myndi gæta. Sú einfalda staðreynd að í hvert sinn sem dreg- ið var verulega úr sókn gætti þess samstundis í afföllum í stofninum er örugg vísbending um að þarna gæti áhrifa veiða og það raunar svo um munar. I þessum lið dæmisins, þ.e. í afföllunum, era áhrif veiða greini- legust. Það er því framskilyrði að tekið sé tillit til veiðidauða þegar rætt er um nýtingarstefnu. Þegar affóllin minnka og hærra hlutfall árganga lifir af árið leiðir það til þess að meira verður af gömlum fiski í stofninum. Ef vaxt- arskilyrði era ekki þeim mun verri leiðir það til þess að stofninn stækk- ar, í tonnum talið. Eins og fyrr get- ur verður þetta til þess að minnka líkurnar á lélegri nýliðun. Athuga ber, að ekki þarf miklar breytingar í fjölda einstaklinga sem koma inn í stofninn til þess að þessara áhrifa gæti. Til að byrja með er einfald- lega nóg að draga úr sókninni þannig að fiskarnir lifi að jafnaði lengur. Þessi áhrif hafa nú verið sannreynd, því í þriðja sinn á öld- inni hefur dregið mjög mikið úr af- föllum í þorskstofninum sem sýnir augljós viðbrögð og stækkar nokk- uð ár hvert. Að jafnaði hefur verið ætlað að um 10% lélegri nýliðun verði að jafnaði hjá litlum þorsk- stofni á íslandsmiðum heldur en þegar hann er stærri. Um þetta bera söguleg gögn skýrt vitni. Hins vegar er líka alveg ljóst að 10% breyting er tiltölulega lítil í líffræði- legu samhengi og einstakir árgang- ar geta verið miklu stæni eða minni eftir því hvort umhverfisaðstæður era hagstæðar eða óhagstæðar. Afrakstur á nýliða En víkjum aftur að afrakstri á hvem nýliða. Það er velþekkt að þegar sótt er stíft og afföll vegna veiða era mikil fæst meira af ungum fiski og minna af gömlum. Að sjálf- sögðu er einnig ljóst að ef sóknin er alltof lítil, þá deyr fiskur drottni sín- um án þess að nytjar verði af hon- um. Flotum heimsins hefur þó sjaldan verið haldið það litlum lengi. Oft verður þetta dæmi þannig að aflinn úr tilteknum árgangi í tonn- um talið verður svipaður við mikla sókn og hóflega en aflasamsetning- in breytist mikið og miklu fleiri fiska þarf í hvert tonn við mikla sókn. Áætla má að í afrakstur þorskárganga verði um 10% minni að meðaltali við þá sókn sem var þangað til um 1993 miðað sóknina eins og hún er nú. Enda þótt þetta hafi umtalsverða efnahagslega þýð- ingu, er þessi munur er hins vegar það lítiii að hann er vart mælanleg- ur því ávallt er talsverður almennur breytileiki í umhverfinu og því erfitt að mæla slík meðaltöl. Efnahagsleg og líffræðileg heildaráhrif Samanlögð áhrif af auknum af- rakstri á nýliða og fjölda nýliða gætu þannig orðið um 20% að með- altali og til lengri tíma litið miðað við þá sóknarminnkun sem orðið hefur í þorsk á íslandsmiðum und- anfarin ár. Slíkar breytingar era orðnar það miklar að þær era ná- lægt því að vera mælanlegar og skipta mjög miklu máli efnahags- lega. Raunar má benda á að ef litið er til þróunar veiða og stofnstærðar frá 1920 til 1984, þ.e. fyrir daga kvótakerfisins, sést að á heildina lit- ið hefur þróunin verið sú að aflinn hefur farið minnkandi og stofninn líka. Þannig bendir líffræðin, sögu- leg vitneskja og reynsla þeirra sem stunda sjó eindregið til þess að á heildina litið hafi sóknin verið of mikil allt fram til 1994 en að á und- LEiOIN ER GREH3 ► Verslunarferð til St. John's í Kanada ► Fyrir aðeins kr. 19.200,- ('flug, skattar og gistingj Farið verður 8. des. kl. 6.30 frá KEF, lent í Canada kl. 6:40, gist eina nótt á hótel Holiday Inn, flogið frá Kanada 9.des kl. 14.00. Nokkur verslunarhús St. John's hafa ákveðið að hafa opið til kl. 23.00 fyrir hópinn með góðum tilboðum. Flogið verð- ur með Tristar Air Atlanta. Bókanir hefjast mánud. 23. nóv. kl.9.00 í síma 562 9950 VESTFJJUtBALÉIB Johannes Ellertsson ehf. Skattamálanefnd Sjálfstæðisflokksins ir Skattaívilnanir til að efla sparnað Opinn fundur í Valhöll mánudaginn 23. nóvember kl. 17.00-18.30 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, kynnir fyrirhugaðar aðgerðir stjómvalda og skýrslu nefndar sem hann skipaði, um leiðir til að efla spamað. Allir velkomnir Stjórnin Fréttir á Netinu ^mbl.is AL.L.TAf= 6/7T/yU54£7 /VV7T Gunnar Stefánsson anfömum áram hafi tekist að snúa þeirri þróun við. Fiskveiðiráðgjöf byggist vitan- lega ekki eingöngu á líffræði heldur að hluta til á hagfræði. Áhrif þeirr- ar sóknarbreytingar sem orðið hef- ur undanfarin ár þekkja allir sem stunda sjó. Eitt af því sem hefur breyst við þorskveiðar á allra síð- ustu árum er að miklu ódýrara er að sækja hvert tonn úr sjó því meira er nú skilið eftir af fiski til næsta árs en áður var gert. Ef snúið yrði af þessari braut virðist alveg ljóst af reynslu sem aflað hefur verið á öld- inni að affóllin myndu aukast á ný, minna yrði af eldri fiski, hrygning- arstofninn myndi minnka, kostnað- ur aukast og líkur á lélegri nýliðun aukast aftur. Breyttar forsendur Nokkur atriði geta orðið til að breyta þeirri heildarmynd sem hér hefur verið dregin upp. Má nefna „sjálfrán", þ.e. það athæfi að fiskur étur eigin afkvæmi og „þéttleika- háða“ þætti, þ.e. fyrirbæri eins og það að hugsanlega dregur úr vexti einstaklinga þegar þeir era orðnir mjög margir. Því er raunar stöku sinnum haldið fram að þessir þættir skipti því höfuðmáh að veiða beri sem mest úr stofnum til að minnka sjálfrán og samkeppni um fæðu. Slíkar fullyrðingar bera vott um nokkurt þekkingarleysi, því þær mælingar sem era til á þessum áhrifum benda alls ekki til þess að þau séu nógu mikil til að vega neitt upp í áhrifin sem tahn eru upp að ofan, svo sem af veiðidauðanum á stofnstærð, afraksturs á nýliða og hugsanlegra áhrifa minnkunar stofnsins á nýhðun. Má nefna að hefur ekki verið sýnt fram á þéttleikaháðan vöxt þorsks og mæhngar benda til þess að sjálf- rán sé sáralítið. Þrátt fyrir það var hvort tveggja tekið með í reikning- inn þegar metin vora áhrif af því að taka upp aflareglu fyrir þorsk. í ljós kom að jafnvel þótt áhrif af sam- keppni um fæðu yrðu til þess að lækka meðalþyngd eftir aldri um 30%, hefði það ekki úrslitaáhrif á niðurstöðuna. Hið sama gildir um áhrif sjálfráns, sérstaklega áhrif sjálfráns smærri, ókynþroska fisks á sínum yngstu bræðram. Við mót- un nýtingarstefnu var einnig tekið tillit til stærðar loðnustofnsins og áhrifa hans á vöxt einstaklinga í þorskstofninum. Einnig hafa verið könnuð áhrif vaxandi hvalastofna og breytinga á stærð selastofna. Þegar ríkisstjórnin ákvað að taka upp afla- reglu fyrir þorskveiðar var það gert að vandlega yfirlögðu ráði og með hliðsjón af þeim þáttum sem vitað er að áhrif hafa á afrakstur þorsk- stofnsins. Hér að ofan hefur verið drepið á það helsta sem máli skiptir varðandi líffræðilega undirstöðu ákvarðana- töku um fiskveiðar. Ýmislegt annað skiptir vitanlega einnig máli og má sérstaklega benda á efnahagsþátt- inn. Þar ber hæst áhrif stækkunar þorskstofnsina í þá vera að minnka kostnað við veiðar en einnig veldur stækkandi þorskstofn að öllum lík- indum minni rækjuafla. Tekið var tillit til beggja þessara þátta þegar áhrif þeirrar aflareglu sem nú er í notkun vora metin. Að lokum er rétt að benda á að þótt öll umræða sé vissulega til góðs, er með ólíkindum hve lengi hún hefur byggst á því að kasta fram órökstuddum fullyrðingum, sem ganga þvert á allar rannsóknir sem hafa verið stundaðar á íslands- miðum og annars staðar í heiminum frá því á fyrsta áratug þessarar ald- ar. Nauðsynlegt er að halda að- skildri umræðu um málefni sem snúa að rannsóknum og ráðgjöf annars vegar og umræðu um kvóta- kerfi eða réttlætismál hins vegar. Illt er að heyra æ ofan í æ órök- studdar fullyrðingar um að sleppt sé fjölmörgum þáttum þegar ráð- gjöf er unnin, sérstaklega í ljósi þess að margsinnis hefur verið út- skýrt á innlendum og erlendum vettvangi, í dagblöðum og fagtíma- ritum, að þannig var ekki að þess- um málum staðið. Höfundur starfar á Hafrannsókna stofnuninni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.