Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 40

Morgunblaðið - 22.11.1998, Page 40
40 SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær systir okkar og mágkona, SVANHVÍT EGILSDÓTTIR prófessor, Hrauntungu 10, Hafnarfirði, sem lést á Landakotsspitala fimmtudaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Víði- staðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. nóv- ember kl. 15.00. Einar Egilsson, Margrét Thoroddsen, Gunnþórunn Egilsdóttir, Sigrún Þorleifsdóttir, Svava Júlíusdóttir. t Elskuleg systir okkar og mágkona, BERTA SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Hóli, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Háteigskirkju, mánu- daginn 23. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sólheima, Grímsnesi. Hjördís Stefánsdóttir, Maggý Ársælsdóttir, Arthúr Stefánsson, Helga Þorsteinsdóttir, Carl Stefánsson, Ásta Tómasdóttir, Stefán N. Stefánsson, Ragnheiður Pálsdóttir og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI KRISTÓFERSSON frá Götuhúsum, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðju- daginn 24. nóvember kl. 14.00. Guðbjörg Bjarnadóttir, Kristófer Bjarnason, Sigurlína Guðmundsdóttir, Júlíana Bjarnadóttir, Jón Trausti Hervarsson, Haraldur Bjarnason, Sigrún M. Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför bróður okkar og frænda, EYJÓLFS ÞORVARÐARSONAR sjómanns frá Bakka, Kjaiarnesi, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. nóvember kl 15.00. Systkini og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför sambýliskonu minnar, SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hamrahlíð 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og til allra annarra er aðstoðuðu. Jón Jónasson. t Hugheilar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför MAGNÚSAR ÞÓRÐARSONAR, Lindargötu 64, Reykjavík. Sveinn Th. Magnússon, Halldóra Pálsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Einar Þórðarson, Jensína Sigurðardóttir, barnabörn og langafabörn. BERTA SIGRIÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Berta Sigríður Stefánsdóttir var fædd á Hóli í Stöðvarfirði 13. nóvember 1931. Hún lést á Sólheim- um í Grímsnesi 13. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Nanna Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 28.7. 1897, d. 28.8. 1985, og Stefán A.G. Carlsson, f. 15.9. 1895, d. 28.1. 1974. Systkini Bertu voru Guðmundur Karl, f. 28.7. 1919, d. 21.10. 1996; Arth- ur Þór, f. 20.6. 1922; Carl Pét- ur, f. 19.7. 1924; Hjördís Guð- björg, f. 2.11. 1928; Stefán Níels, f. 20.6.1935. Berta ólst upp á Stöðvarfirði ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 AUari sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ og bjó þar í for- eldrahúsum til árs- ins 1974. Hún bjó á Breiðdalsvík hjá Stefáni Níelsi bróð- ur sínum og konu hans 1974-1981 og fluttist þá til Sól- heima í Grímsnesi, þar sem hún átti heima síðan. Berta vann við fiskvinnslu fram til ársins 1981, fyrst á Stöðvarfirði og síðan á Breiðdalsvík. Eftir að hún fluttist til Sólheima vann hún við ýmis störf þar; í eldhúsi, við kerta- gerð, sauma og á vefstofu. Útför Bertu fer fram frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 23. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar að minnast í nokkrum orðum elskulegrar móð- ursystur okkar, Bertu Sigríðar Stefánsdóttur. Við fráfall Bertu koma upp í hug- ann margar yndislegar minningar, sem of langt mundi að telja upp hér, en munu lifa áfram og veita okkur gleði í framtíðinni. Hvað okkur snertir var Berta stór hluti af lífinu alla tíð, ekki síst þegar við vorum börn og dvöldum heima hjá afa og ömmu á Stöðvarfirði. Það var þvílíkt ævintýri að leika sér í herberginu hennar Bertu, með all- ar dúkkumar og aðra hluti sem hún átti og leyfði manni fúslega að handleika, með ákveðnum for- merkjum þó. Við minnumst hennar sitjandi við saumavélina að sauma dúkkufót, syngjandi og trallandi, taka til hendinni innanhúss af mik- illi röggsemi og „takandi mann í gegn“ annað slagið, en það þýddi að maður var kitlaður ærlega. Það gustaði af Bertu ef henni mis- líkaði eitthvað, en hún var yfirleitt mjög glaðlynd og engin lognmolla í kringum hana. Hún hreif fólk með kæti sinni og eignaðist marga góða vini í gegnum tíðina. Osjaldan hittir maður fólk sem þekkir Bertu og spyr frétta af henni. Eitt af því sem nýir makar í föl- skyldunni, sérstaklega karimenn, þurftu að ganga í gegnum var að Berta þurfti að taka þá svolítið í gegn, eins og hún sagði, og bætti þá gjarnan við: „Þarna hanasterturinn þinn.“ Við vitum ekki annað en allir hafi staðist það próf og flestir örugglega haft gaman af. Berta átti góða að, bæði foreldra og systkini, og það sem einkenndi ævi hennar öðru fremur var það, að þrátt fyrir fötlun sína var hún alltaf virkur þátttakandi og með í öllu, sem eklci þótti eins sjálfsagt þegar hún var barn og það þykir nú. Ber það foreldrum hennar gott vitni. Við vitum líka, að það var gott veganesti fyrir okkur að alast upp við þá staðreynd að það eru ekki allir eins, en eru þó jafn réttháir. Berta tók þátt í atvinnulífinu og vann við fiskvinnslu stóran hluta ævinnar, fyrst á Stöðvarfirði meðan foreldrar hennar lifðu báðir, og síð- an á Breiðdalsvík þar sem hún eignaðist heimili hjá Núma bróður sínum og konu hans. Það var oft handagangur í öskjunni í frystihús- inu þegar Beita var að pakka, enda var hún mjög handfljót. Eftir heimsókn í Sólheima í Grímsnesi varð Berta svo hrifin af staðnum að hún ákvað að þarna vifdi hún búa og gekk það eftir. Hún hélt þó áfram að koma í bæinn við og við og dvaldi hjá systkinum sínum, sérstaklega á hátíðum og ef eitthvað var um að vera í fjölskyld- unni. Heimili hennar var þó á Sól- heimum, þar leið Bertu vel og þangað var gaman að sækja hana heim. Þar andaðist hún svo á 67 ára afmælisdaginn sinn. Við munum minnast Bertu fyrir hláturinn og glaðværðina, því eins og ung frænka hennar sagði: „Þeg- ar ég heyrði að Berta væri dáin þá heyrði ég fyrir mér hvernig hún hló, það var svo skemmtilegt." Við og fjölskyldur okkar viljum að lok- um þakka Bertu innilega fyrir góða samfylgd, sem við erum ríkari af, og óskum þess að hún hvfli í friði. Hafdís og Nanna Svansdætur. Vinkona mín og nágranni, Berta Sigríður Stefánsdóttir, hefur nú kvatt hið jarðneska líf. Þessi litríka persóna kvaddi okkur á 67 ára af- mæli sínu sem elsti íbúi Sólheima. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfiiuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Hún skilur eftir sig djúp spor á Sólheimum sem trúr og traustur félagi og samstarfsmaður. Spor hennar munu ávallt hlýja okkur um hjartarætur og minna okkur á að til eru lausnir á öllum heimsins vandamálum hversu fjarlæg sem þau kunna að vera. Hún átti hvað léttast með að skamma mig jafnt sem aðra þegar erfiðleikar dundu yfir, - rífa mann upp af sitjandan- um og steyta hnefa gegn vá líðandi stundar með bjartsýnina alla að vopni. A þessari stundu geri ég orð vin- ar okkar Bertu, Gunnars heitins Kárasonar, að mínum, sem hann sagði er hann fregnaði andlát Sess- elju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima „...og þetta gat hún gert manni eftir öll þessi ár“. Allir sem kynnst hafa Bertu bera virðingu fyrir hæfileikum hennar og dugnaði. Hún hefur með lífs- reynslu sinni kennt mér margt um margbreytileika tilverunnar og varpað ljósi á ýmis úrræði með visku sinni og hógværð - hún hafði yfirleitt ekki of mörg orð um hlut- ina en benti manni kjarnyrt á stað- reyndir. Hún gat verið höstug í fasi og hvöss í andsvörum en jafnframt fáguð og blíð sem fegursta djásn þegar bros hennar ljómaði og augu hennar endurspegluðu dýpt lífs- reyndrar manneskju. Með styrkleika sínum stappaði hún stálinu í ljúfusu lömb og með rósemi gat hún þítt hörðustu klaka- bönd. Á Sólheimum svífur minning um áhrifamikla kjarnorkukonu sem ávallt var reiðubúin að berjast gegn mótlæti - og þegar birta hennar og Gunnars heitins sameinast er varla hægt annað en brosa í gegnum tár- in þegar tveir slíkir höfðingjar minna okkur á að lífið heldur áfram og að hlýja kærleikans verndar og lýsir upp okkar litla þorp með tign- arlegu prakkarabrosi þeirra beggja þegar hátíð írelsarans fer í hönd. Vors Herra Jesú vemdin blíð veri með oss á hverri tíð. Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort þeir era fjær eða nær, kristnina efli’ og auki við, yfirvöldum sendi lið, hann gefi’ oss öllum himnafrið. (Þýð. 0. Jónsson.) Ástvinir Bertu eiga bjartar minningar um góða konu. Eg votta ættingjum og vinum mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Kærleiksrík móðir jörð og drott- inn alheims varðveiti mína vinkonu öllum stundum. Óðinn Helgi Jónsson, fram- kvæmdasijóri Sólheima. Berta Stefánsdóttir var einn af mörgum litríkum persónuleikum á Sólheimum í Grímsnesi. Hún var dugnaðarforkur og hamhleypa til vinnu enda vön fiskvinnu að austan. Hún var ljúf og blíð og hafði alltaf góð ráð handa öllum. Hún var vinur allra og var sérstaklega bamgóð. Berta var mikil félagsvera og fylgdist vel með öllu því sem fram fór í litla samfélaginu á Sólheimum. I rauninni var ekkert henni óviðkomandi og hún skipti sér af öllu. Hún kom ávallt beint fram og sagði umbúðalaust álit sitt. Og það leyndi sér aldrei hvar Berta var, skær og styrk rödd hennar yfir- gnæfði allt annað. Berta var lág vexti og þéttholda og reykti mikið. Hún var stöðugt hvött í baráttunni við aukakílóin og tóbaksnotkunina. Oft misbauð henni atgangur starfsfólks í þeim efnum. Eitt sinn þegar fram af henni gekk sagði hún; „Hvemig í ósköpunum á ég að grennast þegar þeir sem vitið hafa geta það ekki einu sinni?“ Berta var mikill leikari og tók þátt í flestum uppfærslum Leik- félags Sólheima. Éftiminnileg er túlkun hennar á fóstranni í Rómeó og Júlíu 1986. Þar sveif hún eins og ballettdansari um sviðið við tónlist Prókoffíefs en hún var mjög músíkölsk og hafði mjúkar og fal- legar danshreyfingar. Við hjónin eigum margar og Ijúf- ar endurminningar um Bertu. Við vottum aðstandendum hennar og sambýlisfólki hennar á Sólheimum samúð okkar. Halldór og Ólína. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni i bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.